Alþýðublaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 5
Lau gárdagu r-2. -j ú I í 1988 5 FRÉTTIR H u Utanríkisráðuneytið g HOMLUR jSETTAR A FERSKFISKUTFLUTNING Utanrikisráöuneytið gat í gær út yfirlýsingu um aö fram á haust verði gripiö til takmarkana varðandi leyfi til gámaútflutnings á óunnum fiski. Þá veröa einnig hert tök varðandi útflutning fiski- skipa. Leyfin verða eingöngu veitt til útflutnings á þorski og ýsu af fiskiskipum sem veiddu þær tegundir til út- flutnings í gámum á sama timabili árið 1987. Leyfin verða bundin við tiltekið hlut- fall af þeim afla sem fluttur var út á sama tímabili í fyrra. Helgarveðrið Sólin skín í Reykjavík Víðast verður léttskýjað sunnan- og vestanlands nú um helgina, en skýjað og fremur kalt norðan- og aust- anlands. Á laugardag er skýjað og súld sums staðar við norð- 'austurströndina, en bjart veö- ur annars staðar. Hiti verður á bilinu 8-16 stig. Á höfuð- borgarsvæðinu er norðangola og bjart veður og hitinn um 15 stig. Veðurhorfur á sunnudag og mánudag eru þær að norðlæg átt verður um allt land, skýjað og fremur kalt. Þá verður sums staðar súld norðanlands en víðast létt- skýjað syðra. I útflutningsleytunum veröa ákvæði þess efnis að útflutn- ingur verði sem jafnastur yfir timabilið. Stefnt er að því að útflutningur af óunnum þorski og ýsu fari ekki yfir 600 tonn á viku. Þeir sem hyggjast flytja út óunnin þorsk eða ýsu á tíma- bilinu 10. júlí til 30. september, með öðru fari en því skipi sem aflann veiddi, þurfa fyrir 7. júlí að senda utanríkisráðuneytinu umsókn um leyfi. Þar á að tilgreina ymsar uppiysingar, svo sem um magn og löndunarstað. Útflutningur í vikunni 3.-9. júlí mun komatil frádráttur því magni sem kemur í hlut einstakra útflytjenda á öllu tímabilinu. Dregið verður meö hliðstæðum hætti úr út- flutningi á óunnum fiski sem fiskiskip sigla með, en skipu- lag þess verður engu að síð- ur með sama hætti og veriö hefur. Samkvæmt upplýsingum á skrifstofu Sjómannasam- bands íslands hefur ekkert samráð verið haft við fulltrúa sjómanna, áðuren þessi ákvörðun var tekin. í samtali við blaðið í gær sagði Guð- mundur Hallvarðsson að mál- ið verði rætt eftir helgi. í frétt frá utanrikis- ráðuneytinu segir að ákvörð- un um þetta hafi verið tekin vegna verulegrar hættu á verðhruni á komandi mánuð- um og að ísland geti ekki staðið við skuldbindingar um lágmarksverð gagnvart Evrópubandalaginu. Skálað viö Sundakaffi í góöa veðrinu. Það er sannarlega ástæöa fyrir höfuöborgarbúa að vera í sólskinsskapi nú um helgina. Fullvirðisréttur bænda meira virði þar sem skógrœkt er ákjósanleg Sauðfjárbúskapur verður aðal mál á næsta aðalfundi Stétt- arsambands bænda. Stjórn sambandsins hefur m.a. lagt til að sauðfjárbændum verði greitt hærra hlutfall fyrir full- virðisréttinn, ef þeir búa þar sem skilyrði til skógræktar eru góð eða þar sem brýn þörf er talin á að létta beit á afréttum. Til móts við þessar tillögur stjórnar Stéttarsam- bandsins er lagt til að kvaðir um framleióslu liggi á þeim sem búi á bestu sauðfjár- svæðunum. Lagt er til að frá og meö hausti 1988 verði lagt sér- stakt gjald á kindakjöt á heildsölustigi, líkt og Mjólk- urdagsnefnd hefur til ráðstöf- unar í mjólkursölu. Fjámun- um verði varið til auglýsinga og vörukynninga. Stjórn Stéttarsambandsins hefur sent aðalfundarfulltrú- um punkta til umhugsunar fyrir fundinn. Albert Guðmundsson „PÉTUR GETUR EKKI TALAD SV0HA“ Borgaraflokkun'nn studdi ekki Sigrúnu „Það er alrangt hjá Pétri Guðjónssyni að Borgara- flokkurinn hafi stutt Sigrúnu. Hann talaði aldrei við mig né annan í forystu flokksins í þessum forsetamálum. Pétur Guðjónsson er alls enginn talsmaður Borgaraflokksins, og mun ekki verða“ sagði Albert Guðmundsson í gær er Alþýðublaðið innti hann eftir þeim ummælum Péturs Guðjónssonar sem koma fram i viðtali við hann í blað- inu í dag, og sagt var frá i föstudagsblaðinu. Albert Guðmundsson sagði að Pétur hefði ekkert fyrir sér í þessu. Borgara- fiokkurinn hefði ekkert heyrt frá honum og ekki fengið samskonar áskorun og Al- þýðubandalagið og Kvenna- listinn. Pétur hefði þvi allt eins getað bendlað Alþýðu- flokkinn eða Sjálfstæðis- flokkinn við framboð Sigrún- ar. „Pétur getur ekki talað svona eins og fffl. Ég og fleiri í forystu flokksins studdum Vigdísi, og þó ég geti ekki talað fyrir munn allra Borg- araflokksmanna, þá skipti Borgaraflokkurinn sér ekkert af kosningunni sem flokkur, frekar en aðrir flokkar“ sagði Albert Guðmundsson að lok- um. lslandskynfiingar í Hamborg og Frankfurt VIGDIS FORSETI HEIÐURS- GESTUR Útflutningsráð mun kynna land og þjóð í Hamborg og Frankfurt í tengslum við op- inbera heimsókn Vigdisar Finnbogadóttur forseta ís- lands til Þýskalands. Forseti verður heiðursgestur í hádeg- isverðarboðum, sem verða í báðum borgum, en þangað hafa íslensku fyrirtækin stefnt viðskiptavinum sínum. Boðið verður upp á íslenskan mat tilgjörðan af íslenskum matreiðslumeisturum, ullar- vörur verða tjl sýnis og lit- skyggnur af íslandi. Talið að boðsgestir verði tvö hundruð á hvorum stað. KÁ selur gamla kaup- félagshúsið Selfosskaupstaður og Samband suðurlenskra sveit- arfélaga hafa keypt hús Kaupfélags Árnesinga á Sel- fossi. Um er að ræða gamla verslunarhús Kaupfélagsins og er kaupverð 53 milljónir króna. Héraðsbókasafn Árnesinga og bókasafn sr. Eiríks heitins Eirikssonar sem hann gaf sýslunni verðurflutt í húsið. Sr. Eiríkur lét eftir sig 30 þús- und bindi verömætra bóka. Auk safnsins verða í húsinu Fræösluskrifstofa Suður- lands, skrifstofur sunn- lenskra sveitarfélaga og hér- aðsskjalasafn. Fyrir er veit- ingastaður, sem á 9% i eign- inni. Með kaupunum er til lykta leitt deiluefni, sem hefur staðið yfir i nokkur ár. Kaup- félag Árnesinga byggði stór- markað handan götunnar fyrir tæpum 7 árum, en hefur ekki innréttað húsnæðið að fullu vegna þess að gamla húsið hefur legið óselt. Nú mun ætlan kaupfélagsmanna að færa skrifstofur yfir í nýja vöruhúsið. Selfosskaupstaður keypti lóðarspildu af KÁ í sömu atrennu. 11 þúsund fermetra spildan mun koma sér vel að sögn Karls Björnssonar bæjarstjóra, þegar gert verð- ur skipulag að miðbæ á Sel- fossi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.