Alþýðublaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 2. júlí 1988 9 sótugur úr verksmiðjunni — þetta eru ekki „öreigar“ nú- tímans. Öreigarnir í dag eru hann og hún á mótórhjóli, sem bruna upp í fjöllin í skíðalandið." — Einhver framleiðsla er þó eftir? „Hún er til en í minna og minna mæli. Taktu Stór- Reykjavíkursvæðið sem dæmi. 70-80% allra starfa hér eru í þjónustu. Og hvað þá með önnur lönd?“ Vandinn liggur ekki í múr- steinunum „Ef atvinnulífið í þjóðfélag- inu er meira og meira vald- dreift, þá verða stjórnmála- stefnur að vera það líka, svo að samræmi haldist. Og þetta á ekki þara vió í stjórnmálakerfinu. Þú vinnur nú í menntakerfinu og þar er gífurlegt vandamál út um all- an heim. Langflestar mennta- stefnur eru búnar til fyrir þjóófélög sem eru ekki til í dag. Við þurfum að endur- hugsa menntun algjörlega. Byrja á hreinu núlli. Mér er sagt aö kennsla í iðngreinum sé þannig að hún samræmist alls ekki því sem er raunveru- leikinn í atvinnulífinu og at- vinnurekendur vilji frekar fá menn frá götunni en úr skól- um. Þetta er ekki einsdæmi fyrir ísland. í Bandaríkjunum t.d. er kreppa í menntunar- málum.“ — Samt enda allir á því sama að efla grunnmenntun. „Jú, jú, enda held ég aö vandinn liggi ekki í múrstein- unum í byggingunni heldur hvernig byggingin sjálf muni líta út. Vió verðum að endur- hugsa takmarkið. Ég vil hreinlega leggja niður mennt- un í eitt ár. Við ættum að setjast niður og hugsa okkar gang.“ — En þú vilt ekki fórna sérkostum íslensks samfé- lags. Hvernig er þá hægt að yfirfæra alheims kenningu um manngildi yfir á samfé- lagið? Hvernig kemur þetta heim og saman? „íslendingar eru hálfgerðir stjórnleysingjar í sér og miklir einstaklingshyggju- menn, og ég held að hjartað slái enn á réttum stað hjá flestum. Við erum enn ekki það firrt. Græðgin er auðvitað vax- andi hér á landi sem annars staðar I heiminum. Það er lit- ið æ minna á manninn sem mann, heldur sem tæki, sem er hægt að græða á. Græðg- in er á fullri ferð að stjórna heiminum. Og hér lika, því miður,“ segir Pétur Guðjónsson. NÝn MET VIÐ ÚTHLUTUN HÖFUNDARLAUNA í LANDSBANKANUM: KJÖRBÓKAREIGENDUR FENGU RÚMLEGA 250 MILLJÓNIR í UPPBÓT NÚ UM MÁNAÐAMÓTIN Kjörbókareigendur hafa gilda ástæðu til þess að vera ánægðir með uppáhaldsbókina sína. Kjörbókin hefur staðið af sér misvindagengisfellinga og verðbólgu og skilar nú eigendum sínum yfir 250 milljónum króna í uppbót fyrir síðustu 3 mánuði vegna verðtryggingarákvæðisins. Raunávöxtun Kjörbókarinnar á fyrri helmingi þessa árs samsvarar því 8,2 til 10,2% á ári. Nafnvextir Kjörbókar eru nú 36%. Afturvirka 16 mánaða þrepið gefur 37,4% og 24 mánaða þrepið 38%. Ársávöxtun er því allt að 41,6%. Svo má ekki gleyma því að Kjörbókin er óbundin og ávöxtunin fer ekki eftir upphæð innstæðunnar. Kjörbók Landsbankans er góð bók fyrir bjarta framtíð. _ , Landsbanki L Islands Banki allra landsmanna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.