Alþýðublaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 4
4, ygljgarcjaguf g>--jýjM98Q AMUBIJIÐIB Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgarblaðs: Þorlákur Helgason Blaöamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friöriksson. Dreifingarstjóri: Þórdls Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 700 kr. ámánuði. í lausasölu 50 kr. eintakiðvirkadaga, 60 kr. um helgar. FRÉTTASKÝRING Haukur Holm skrifa Forsvarsmenn rækju- vinnslustöðva hafa skip- ast í tvær fylkingar meö tilkomu rækjuvinnslu- kvóta HVERJIR EIGA ISLAND? Þessa dagana hrjá tungumálaerfiöleikar ríkisstjórnina. Forsætisráðherra segist hafa skiliö þaó svo aö Lands- virkjun væri eitt þeirrafyrirtækja, sem mætti hækkagjald- skrá eins og forráöamönnum þess sýndist, en fjármála- ráöherraog utanríkisráöherra leggja annan skilning í sín- ar samþykktir. Þaö þarf hins vegarekki málfræöinga til þess að greina úr um eignahlutföll í þessu landi. Peningarnir tala sínu máli. Þaö væri gaman að einhver þjóöhagsstofnananna upplýsti um hlutföll eigna og skulda. Hver skuldar hverj- um hvaó? Er þaö kannski svo aö vió eigum ekkert — nema skuldir? Nýjustu tölur herma aö hvert mannsbarn skuldi um 400 þúsund krónur í útlöndum. Þjóðin er skuldugust allra vel- megandi á jarðarkringlunni. Hver húsbyggjandi skuldar lífeyrissjóðum og lánastofnunum milljónirog smáskuldu- nautar eru út um allt í þjóðfélaginu. Á móti koma eignir sem sumpart eru verðlausar þrátt fyrir að peningar hafi verið lagðir í. Fólk sem er svo óheppið aö búa á því sem hefur verið kallað landsbyggö og er utan viö höfuðborg- ina, býr í skuldum. Húsnæöiö er verðlaust. Er furöa þó einhverjum veröi á aö spyrja hverjir eigi þetta land. Hverjir eiga eiginlega skuldir allra hinna? Jafnaöarmenn fara í árlegu hressingarferö sína í dag að þessu sinni um Suóurland. Þeir munu ekki sjá svo mikið af skuldunautum, því aö þaö er stefnt á virkjanir lands- manna, sem eru reyndar helmingur allra erlendra skulda landsmanna, og staddar fjarri mannabyggö — og langt ut- an vió „landsbyggðina“. Með í för veröur fjármálaráðherra landsins, sem sællar minningar leitaöi aö þeim sem eiga landið á hringferð sinni um landið fyrir parárum eöa svo. Eftir setu í landsstjórninni ætti formanninum aö vera orðið Ijóst hverjir eiga skuldir landsmanna, og þar meö gætum vió nálgast þá sem gera kröfur til þess aö teljast eiga landiö. VORKOMA í SOVÉT? Gorbasjov mæðist í mörgu í Sovét. Endurhæfingaráætl- un hans stjakar við skriffinnum og hræöir flokkshestana í Kreml. Perestrojkan heimtar breytingu. „í fyrsta sinn í sögu Sovétríkjanna" hljómar í eyrum og gefur von. Fólk býst viö breytingu. Gorbasjov hefur sagt gömlum gildum stríð á hendur, í efnahagslífi, í menningarlífi, í fjölskyldunni. Þaö er þó ekki víst að sannleikurinn muni gera alla menn frjálsa — sannleikurinn um ógnarstjórn og staðnað þjóöfélag. Og hætt er viö aö ýmsum kunni aö þykja skrefið of stórt sem verður stigiö, nái glasnostiö að opna dyr. Þaö er ekki víst að verkamaðurinn eöa skrifblókin hrópi húrra yfir áform- um um að veita fyrirtækjum meiri sjálfstjórn, um leið og krafist verðurað framleiöslan þjóni neytendum. Og hvað segja 60.000 bírókratar í Moskvu, sem á aö sparka fyrir 1990? Og hvaö fá allir sagnfræöingarnir aö gera, sem verða atvinnulausir, ef strikaö verður yfir „sannleikann" um þaö liðna? Flokksráðstefna í Moskvu nú speglar andstæðurnar í flokknum austur þar, en niðurstaða hennar veitir vísbend- ingu um styrk perestrojkunnar. Og vonandi veröur vorið í Sovét langlífara en þaó sem var kæft meö ofbeldi í Prag 1968. Kvóti á rœkjuvinnslu HAGSMUNAÁREKSTRAR Forsvarsmenn rækju- vinnslustööva hafa klofnaö i tvær fylkingar. Ástæðan er hámarksvinnslukvóti sem sjávarútvegsráðuneytið hefur sett, og hafa skoðanir meðal hagsmunaaðila verið skiptar. Samkvæmt reglugerð má hver rækjuvinnslustöð taka á móti úthafsrækju, sem ákvarðast af meðaltali tveggja ára á árunum 1984 til 1987, þegar magnið var mest hjá viðkomandi stöð. Ef há- markið reynist innan við 2000 lestir er bætt við 10% álagi. Sé það innan við 1000 verður bætt við 15%. Hámarks- vinnsluheimild stöðvar verður þó aldrei innan við 500 tonn. Aöstandendur nýja félags- ins, Félags rækjuvinnslu- stöðva segja aðildarfélaga vera 16, en hjá hinu gamla Félagi rækju- og hörpudisks- framleiðenda er sagt að aðeins þrír hafi sagt sig úr félaginu. Garðar Sveinn Árna- son formaður Félags rækju- vinnslustöðva segir í samtali við Alþýðblaðið, að á stofn- fundi félagsins hafi fulltrúar 16 vinnslustöðva verið mætt- ir, og þeir séu að vinna að fé- laginu í rólegheitunum. Þeir telja gamla félagið hafa unn- ið að þvi að fá þennan kvóta settan á og með því unnið að hagsmunum fárra á kostnað fjöldans. Þeir hafi vonast til, alveg fram yfir aðalfund rækju- og hörpudisksfram- leiðenda, að menn sæju að sér og sættir tækjust, en svo hafi ekki farið. Mikil smölum hafi átt sér stað fyrir aðal- fundinn og mikil áhersla lögð á að menn mættu. Aðeins 20 félög hafi mætt á fundinn, og það sýndi kannski hversu margir væru í raun í gamla félaginu. Lárus Jónsson fram- kvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda segir í samtali við Alþýðu- blaðið, að á aðalfundinum hafi 38 aðilar verið með full réttindi, tveir hafi verið gengnir úr félaginu vegna kvótamálsins og einn hafi gert það síðan. Drögin að þessum reglum hafi verið lögð fram og litlar umræður orðið um þau. Gögnin hafi verið send öllum þeim sem ekki komu á fundinn og þeir beðnir að gera athugasemdir, en engin athugasemd hafi borist. „Þannig að ég held að ekki þurfi stórgáfumenn til að sjá að þarna er verið að gera úlfalda úr mýflugu." Of margar stöðvar Þegar farið er út í aðgerðir eins og þær, að setja vinnslu- kvóta á verksmiðjur, hlýtur það að vekja þá spurningu hvort þær séu ekki þá orðnar alltof margar? Garðar Sveinn segir að vinnslukvóti segi að þær séu það. Hins vegar sé spurningin hver eigi að dæma hvað séu of margar, og einnig hvort þær séu allar rétt staðsettar. Með kvótan- um sé verið að takmarka verulega hjá þeim stöðvum sem næst liggja veiðisvæð- unum, og vinnsla flytjist hlut- fallslega frá Norðurlandi nú, miðað við s.l. ár. Hann segir, að á Ólafsfirði sé 500 tonna rækjuvinnslu- stöð, en bátarnir þar hafi kvóta upp á annað þúsund tonn, og sé þar með verið að banna sjómönnum að landa heima hjá sér. Stöðvarnar næst miðunum nái ekki að þróast með þessu móti. Þó kvóti sé i aðeins eitt ár, lendi stöðvarnar í fjárhags- vandræðum og eigi erfitt með að byggja sig upp aftur. Með þessu sé verið að ákveða verðmæti stöðva. Það fari ekki lengur eftir þvi hvernig þær séu útbúnar, heldur hvaða kvóta þær hafi. Þetta sé gert til að tryggja Vestfirðingum aukiö hráefni, heldur en hitt, en það séu stöðvar sem hefðu átt aö hafa verulegt forskot á aörar í öflun hráefnis, vegna þess að þær séu gamlar og hafi átt viðskipti við útgerðarmenn í mörg ár. Lárus segir marga reynd- ustu framleiðendurna mjög óánægða með hve mörgum leyfum hafi verið úthlutað, og þeir segi nú, að ekki sé hægt að binda bara niður annan hlutann, þ.e.a.s. veiðarnar með kvóta og láta stöðvarnar slást um bátana, heldur þurfi að stýra vinnslunni líka. í Alþýðublaðinu í gær segir Garðar Sveinn, að þær stöðv- ar sem nær liggi miðunum ættu að fá að njóta frekar ís- rækjunnar, en þær sem fjær liggi fái frekar frysta rækju. Lárus telur mjög hæpið að fara út í stýringu á þessuiyi nótum, margt sé ólíkt i þessu sambandi, t.d. sé frysta rækj an á markaðsverði. Nú þegar er búið að flytja inn 80 tonn af frystri rækju frá Kanada og var farið með hana til Hvammstanga, þar sem hún verður notuð til að fylla upp í eyður sem verða í vinnslu ferskrar rækju. Málshöfðun? Frá því var greint í fjölmiðl- um fyrir skömmu og haft eftir Óttari Yngvasyni fram- kvæmdastjóra íslensku út- flutningsmiðstöðvarinnar, að til stæði að stefna sjávar- útvegsráðherra vegna þessar- ar reglugerðar. í samtali við Alþýðublaðið segir hann þetta ekki vera alls kostar rétt, heldur hafi hann átt við, að sjálfsagt muni reyna á þetta einhverntímann fyrir dómstólum. Það sé t.d. spurning hvort reglugerðin í þessum búningi mismuni ekki einkafyrirtækjum um of? Þannig að jafnræðisreglan sem eigi að vera grundvallar- regla í stjórnskipuninni sé ekki brotin? Tímabundinn klofningur? Það mun ekki koma vel í Ijós fyrr en í haust, hversu mikill klofningur er í raun og veru meðal rækjuframleið- enda, þegar kemur að því að greiöa þurfi ársgjöld í félagið. En ef um verulegan klofning er að ræða, er hann þá varan- legur? Garðar Sveinn segir að á meðan aðilar sitji í stjórn Fé- lags rækju- og hörpudisks- framleiðenda sem reki ríkis- valdið til að hygla einum aðila á kostnað annars í greininni, verði ekki snúið aftur. Ef menn hins vegar láti af slikum vinnubrögðum, ætti að vera hægt að samein- ast á ný. Því auðvitað sé best að vera í einu félagi. Lárus Jónsson telur líklegt að sameining verði þegar mönnum renni reiðin. Hann telur að gögn sem voru einungis vinnupappírar hafi j farið á flakk og orðið kveikj- an að verulegum taugatitr- ingi. Annars sé ekki rétt að blanda félaginu i þetta, það hafi ekki gert annað en að halda á hagsmunum umbjóð- enda sinna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.