Alþýðublaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 2. júlí 1988 + MINNING + Anna Jóna Jónsdóttir Anna Jóna Jónsdóttir F. 2. júli 1956 D. 11. júní 1988 Hún Anna Jóna er dáin. Mérfannst heimurinn hrynja þegar ég fékk þær hræðilegu fréttir aðfaranótt 11. júní að Anna Jóna hefði farist í umferðarslysi þá um nóttina. Ég man þegar ég sá Önnu Jónu fyrst. Jói bróðir minn hafði boðið mér á sýningu hjá Leiklistarskólanum og Anna Jóna hafði gert búning- ana. Einhver hafði hvislað því aö mér að Jói væri farinn að vera með þessari stelpu og ég man að ég gjóaði forvitn- um augum á hana alla sýn- inguna. Upp frá þessu hófust okkar kynni sem varð að mikilli vin- áttu og með tímanum varð mér Ijóst að hún var ekki bara mágkona mín heldur ein af mínum bestu vinkonum. Alltaf gat ég leitað til hennar. Hún var alltaf fús til að hjálpa eða létta undir og ef einhverjar spurningar brunnu á vörum mínum, gaf hún mér svör eða kom með tillögur. Iffnaust Notaðu alvöru rafhlöður Veldu Splendor. BORGARTÚNI 26, SÍMI 622262 ÚTSÖLUSTAÐIR UM ALLT LAND SKULI RAFVIRKI LÖGGILTUR STRAUM- 0G GLEÐIGJAFI Splæst-í Splendor - sérð ekk’ eftir því Þau eru óteljandi kvöldin sem við sátum og spjölluð- um um heima og geima, og sögurnar hennar Onnu Jónu voru svo frábærar að maður sat alveg heillaður undir frá- sögninni eða í keng af hlátri. Undir miðnætti kom svo Jói heim úr vinnunni, settist hjá okkurog rabbaði smástund, sagði svo eitthvað fallegt við Önnu Jónu. Bauð svo góða nótt en við Anna Jóna spjöll- uðum áfram fram á rauða nótt. Alltaf enduðum við á að tala um hið óútskýranlega, aðra heima, annað líf. Við veltum þessu fyrir okkur fram og til baka og hún sagði mér sögur. Hún vann svo mikið og var oft þreytt. Ég hlakkaði til þess dags þegar hlé kæmi á og við gætum átt fleiri stund- ir saman. Ég man hvað hún var stolt þegar hún sagði mér frá nýj- um og spennandi verkefnum sem henni voru fengin. Hún var farin að uppskera laun erfiðis slns. Hún var svo góð við börnin min. Gaf þeim alltaf tíma, setti sniðugt í hárið þeirra, bjó til lítinn leik. Henni fannst ég stundum svolítiö íhaldssöm í uppeldi þeirra og sagði pft: „Ég þarf að spilla þessum börnum þínum svo- lítið.“ Sunnudaginn 5. júní var yngsta barnið mitt skirt. í boðinu var Anna Jóna strax farin að spjalla og grínast við börnin mín. Ég kom að henni og dóttur minni Söru 4ra ára í eldhúsinu að „reykja“. Anna Jóna var búin að búa til þykjustu sígarettu handa henni. Síðan settust þær í stofuna með sinn hvorn kaffi- bollann, Sara með skraut- legan borða í hárinu og um eyrað, sem Anna Jóna hafði tekið af einum skírnar- pakkanum. Sú stutta leit á mig og sagði „Hún setti bara einn dropa af kaffi ( mjólkina mína.“ Augun Ijómuðu og hún beygði sig niður og sötraöi „kaffið" sitt. Ég snéri mér að Önnu Jónu og sagði: „Þér dettur alltaf eitthvað öðruvísi í hug, þú þarft greinilega að fara að „spilla" börnunum mínum meira." „Það ætla ég lika að gera,“ sagði hún og brosti sínu kankvisa brosi. Alltaf fékk ég koss og hlýj- an vanga þegar viö hittumst eða kvöddumst. Orð litla drengsins hennar lýsa henni best: Hún var svo falleg, skemmtileg og góð viö alla. Elsku Jói, Halli, Anna, Jón, systkini og mágafólk megi góður Guð styrkja okkur í sorginni og lífsbaráttunni. í hjörtum okkar eigum við fallega og bjarta minningu um hana Önnu Jónu sem geymist þar að eilífu. Ég óska henni farnaðar á nýjum og framandi slóðum. Sigrún Sigurðardóttir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.