Alþýðublaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 18
 r. i ic- 1988'. Á SVIÐI OG UTAN Eyvindur Erlendsson skrifar Leikflokkur Olégs Éfrémovs viö Listaleikhúsið i Moskvu aö æfingum á nýju og ónefndu leikriti Mikhails Rosh- ins. Éfrémov er sá sem styöur sig á stóibakið og höfundurinn er sá sem situr fyrir aftan hann. Nýtt hefti af tímaritinu Sovét Theatre barst í hendur í gær. Þaö væri skapi næst að skrifa heilsiðu pistil um það, svo margt sem virðist þar að gerast og ennþá fleira sem kraumar undir niðri og á eftir að gerast, næstu árin. Satt best að segja þá er hver sá maður fjarri uppsprettum andlegs lífs í heiminum sem ekki fylgist með því hvað ger- ist í Moskvu. Þar hefur suðu- pottur hugmyndanna ævin- lega kraumað, undanfarnar tvær aldir að minnsta kosti, og þá alveg án tillits til þess hver hefur setið á stóli keis- ara eða, nú á seinni tímum; aöalritara flokksins. En manni ofbýöur að ætla sér að skýra fyrir yður, góðir landar, allt það sem lesa má út úr hverju nýju hefti af Sovét Theatre. Sovésk hugs- un virðist sumpart svo fjarri og hin rússneska, ukrainska eða georgianska skapgerð svo dularfull og framandi yður að hver sá sem leggja vill út af nýjum tíðindum það- an úr austri virðist þurfa að byrja sögu sína allt aftur í Nóaflóði til þess að fá undir skrif sín einhvern þann grundvöll sem hægt væri að byggja skiljanlegar lýsingar á. Það eitt að hin svokallaða Rétttrúnaðarkirkja hefur ráð- ið hugsun manna austur þar i margar aldir gerir oss hugs- unarhátt hinna ráðandi þjóða í Sovétríkjunum óaðgengileg- an. Skoðið fyrst nafnið. Engin önnur trúfélög hafa beinlínis nefnt átrúnað sinn „réttan trúnað" og þar með lýst vfir. með nafninu sjálfu, að aílt annað sé „rangt“. Allur efi er eitur í beinum þessa fólks. Eitthvað er til sem skoðast absolut rétt eins og annað er rangt. Því ranga ber að útrýma. Það skyldi þó aldrei vera rétt sem stjörnuspárgutlar- arnir segja að öld Vatnsber- ans sé genginn í garð . Þá fara í hönd skemmtilegir tím- ar fyrir mig og mína. Tímar hugarflugs, tímar efasemda, tímar hins ótrúlega, — í einu orði sagt; timar ævintýrisins. Og satt best að segja eru ýmis teikn á lofti um það. Æ oftar verður maður var við það á prenti að menn telji drauma sína ekki síður veru- leika en vökuna. Æ oftar hitt- ist fyrir fólk sem tekur ekki síður mark á draumi sínum en vöku, á grun sínum ekki síður en hinu sem reynd hef- ur sannað. Æ oftar fyrirhittist ungt fólk sem telur sér ekki skylt að trúa þótt sannað sé. Það segir sem svo: Við vitum um svo marga hluti sem hafa verið sannaðir hinum gild- ustu rökum en reynst rangir engu að síður. Röklistinn er list út af fyrir sig. Henni er beitt af þeim sem hana kunna. Hvort þeir eru með henni að sanna rétt mál eða rangt, það getur enginn vitað. Það er Ijóst að eftir nokkra áratugi hinna þjóðfélagslegu rýninga, einkum í okkar heimshluta, hinum norræna, eru nú uppi ærið sterkar skáldlegar tilhneigingar. Þetta sést í leikritavali, eink- um hinna ungu (avant garde) leikhúsa og merki þessa má lika sjá í efnisvali dagskrár- gerðarmanna útvarps. Fyrir nokkrum árum tók ég mig til og las ein tíu ævintýri eftir H. C. Andersen í útvarpið, Morg- unstund barnanna. Mér var svo sem leyft þetta með nokkuð Ijúfu geði en hitt var Ijóst að þeir sem mest létu bera á sér og ábyrgastir þóttu í vali á bókmenntaefni fyrir börn, þeir voru á þeirri tíð ekkert hrifniraf rausinu í honum Andersen gamla. Þeim þótti hann jafnvel sið- spillandi á köflum, eins og þegardátinn prúði lætur gömlu konuna fyrst gera sér greiða og heggur svo af henni hausinn. Núna þykir Andersen sjálf- sagður í útvarpinu. Það er einmitt verið að lesa syrpu af honum. Gott ef ekki verður farið að segja börnunum hin- ar grimmu en skáldlegu sög- ur af Blákápu og Hans og Grétu á nýjan leik, sögur sem til skamms tima máttu heita bannaðar. Ég sé það líka á hinu nýja hefti af Sovét Theatre að þar eru menn farnir að láta hitt og þetta koma fram hvort heldur rök skynseminnar mæla með því sem „æski- legu“ og réttu eða ekki. Furðuleg lítil leikrit, ekki endilega vel skiljanleg „al- þýðunni“ eru birt, einungis vegna þess að einhverjum furðulegum manni eða konu datt i hug að setja þau sam- an. Og viti menn: áhorfendur eru forvitnir um þetta! Af ungu leikhúsunum hér í Reykjavik getur maður álykt- að svipað. Frú Emilla, Gránu- fjélagið, Þíbylja og Leiksmiðj- an ísland. Allir þessir flokkar róa á hin nýju mið, mið hreins skáldskapar. Það má jafnvel segja að sýningar hinna tveggja síðasttöldu æitu tremur að teljast til kvæða en leikrita. Svo er hitt einkennið að höfundar reyna ekki að stjórna útkomunni. Þeir ætla skáldskapnum sitt eigið frelsi til að verða það sem hann vill verða, að lög- málum leiksins og tungu- málsins. Þetta er nokkur breyting frá þeirri meginreglu sem gilt hefur þar sem ætl- ast er til að höfundurinn viti alveg klárt hvað hann er að fara. Einnig hefur verið ætl- ast til þess sama af leikstjór- um og leikurum: Ekki að stiga út I hið ókunna, ekki heimta neitt gert sem þú get- ur ekki útskýrt til hvers er. Eftir að ég fór að vinna í líkhúsinu verður mér æ oftar hugsað um dauðann, — sagði karlinn. Þetta hefur löngum þótt fyndin hending. Fyndnin liggur í því að þarna er verið að segja nauðasjálf- sagðan hlut með yfirtak spekingslegum hætti. En þó er það ef til vill mest að mað- ur sér fyrir sér andlit þess manns sem þarna tekur til máls og maður trúir þessu andliti, hvað svo sem það kann að láta út úr sér. Nú I seinni tíð hef ég verið að leika mér að því að skoða myndir af fólki í dagblöðum. Einkum leikurum. Eg er orð- inn svo flínkur í þessu að ég get sagt fyrir með nokkuð öruggri vissu hvort sýning eða jafnvel konsert sem mynd birtist af er gott eða vont, án þess að hafa hug- mynd um hvaða efni þetta fólk er að presentera. Meiri- parturinn af þvl sem fólk seg- ir er ýmist vanhugsað bull eða jafnvel hrein lygi. Flest sem út úr fólki kemur er til þess ætlað að villa sjónir áhorfandans; láta hann halda að maður sé annar en er, að maður sé að halda fram ein- hverju sem nýtur viðurkenn- ingar valdsins enda þótt allir viti að enginn marktækur maður heldur slíku fram í alvöru. En andlit Ijúga ekki. Ekki að þeim sem kann að lesa þau. Þess vegna læt ég mig hafa það að gera þær tvær Ijósmyndir sem hér með fylgja að meginefni pistils dagsins í dag. Ég ráðlegg fólki að skoða þær vel og vandlega. Það gæti verið að þetta séu hin raunverulegu andlit komandi tíma. Það er meira að segja afar sennilegt. Það vill svo til að ég þekki þetta fólk og veit að það fer ekki með fleipur. Á annarri myndinni er Alla Demidova, fræg leikkona í austurvegi sem þarna hefur tekist að tæla með sér í sýn- ingu á leikrit sem hún örugg- lega veit ekki fyrir víst hvað boðar, tvo harla getnaðarlega stráka. Ég hef lesið leikritið og skil það ekki. En ég skil þessi andlit. Og ég er þess fullviss að eftir svo sem tuttugu ár (en það er sá timi sem það tekur nýja og merki- lega hugsun að berast frá Evrópu til Islands) verður komin upp hér á leikhúsfjöl- um sýning sem ber svip af þessari. Á hinni er Olég Éfremov ásamt sínu liði. Efrémov er leikhússtjóri eins voldugasta leikhúss veraldar, Listaleik- hússins í Moskvu. Hann var, á meðan ég var austur þar, foringi fyrir helsta uppreisn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.