Alþýðublaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 13
13
Laugardaglir. 2. júlí 1988
TONLIST
Gunnar H. Ársaelsson
skrifar
FYRIRMYNDAR MÚSÍKPAR
Allt liðið meö uppréttar hendur
og lemur i stóla og borð
þú aleinn á sviðinu stendur
og manst ekk’ eitt einasta orð
(í leit að frama og frægö)
Þau eru örugglega mörg
skiptin sem Pálmi Gunnars-
son, einn af umkjöftuðustu
tónlistarmönnum landsins,
hefur upplifað aðstæður
svipaðar þeim sem lýst er
hér að ofan. En hvort hann
hefur gleymt textanum eins
oft er hinsvegar allt annar
handleggur. Pálmi hefur líka
örugglega upplifað margt
skuggalegt sem tónlistar-
maður/poppstjarna en lagið
sem textabúturinn er úr fjall-
areinmitt um líf poppstjörn-
unnar; „í áttin’ að sviðinu
stóra/ þú stefnir þvi ár eftir
ár/ en samt er það ekki nein
glóra/ og kostar þig svita og
tár/ aó leita að frama og
frægð...“
Lff poppstjarna getur verið
hreinasta víti á jörð og gert
menn brjálaða, jafnvel gengið
af þeim dauðum eins og
dæmin sanna. En þrátt fyrir
ótalmargar sögur um hið
gagnstæða er Pálmi Gunn-
arsson sprelIifandi á meðal
vor og er nú ásamt félaga
sínum Magnúsi Eiríkssyni
mættur á fimmtu plötu
Mannakorna og syngur þar
lög og texta þess síðar-
nefnda en sjálfur sér Pálmi
um upptökustjórn.
Það joarf nú varla að kynna
verk þeirra fyrir lesendum en
það er svo sem í lagi að geta
laga á borð við Garún, Sölvi
Helgason, í gegn um tíðina
og A rauðu Ijósi sem varð
töluvert vinsælt þegar það
kom út árið 1985. Þeir félagar
Pálmi og Magnús hafa starf-
að með hinum ýmsu tónlist-
armönnum í gegnum tíðina
en á þessari plötu star.fa m.a.
með þeim Eyþór Gunnarsson
og Gunnlaugur Briem úr
Mezzoforte, Karl Sighvatsson
fyrrum hljómborðsþurs,
Tryggvi Hubner og Bræðra-
bandalagið sem er hljómsveit
Magnúsar Kjartanssonar.
Þessi súpa af úrvals spilur-
um gera það að verkum að
hljóðfæraleikurinn er mjög
góður og má það sama segja
um hljóminn (sándið, afsakiö
Pálmi og Magnus eru greinilega búnir aö jafna sig á Eurovision — og er þaö vel — skrifar Gunnar um Mannakorn.
slettuna!) sem er bjartur og
frekar þéttur. Söngur Pálma
er einnig til fyrirmyndar enda
er hann einn af okkar vön-
ustu mönnum á þvi sviði.
Afsakið, það sem ég hafði
óttast hvað mest kom fyrir
mig. Ég gleymdi að sjálf-
sögðu fulltrúa kvenþjóðarinn-
ar á plötunni, henni Éllen
Kristjánsdóttur sem syngur
með sinni sérkennilegu
röddu eitt besta lag plötunn-
ar, Lifði og dó i Reykjavík,
sem er einskonar dverg-út-
gáfa af ævisögu einhverrar
ónefndrar konu í höfuðborg-
inni og Iýsir á skemmtilegan
hátt hvernig aldurinn færist
yfir, ummál líkamans eykst,
rómantíkin hverfur o.s.frv.
Annars eru á þessari plötu
hinarýmsu tónlistarstefnur
og er byrjunarlagið, Viman,
t.d. undir sterkum samba-
áhrifum. Suður-Amerisk áhrif
eru sjaldheyrð í islenskum
tónsmiðum og er gaman að
heyra að einhver sé að fást
við slíka hluti og semja lög
undir slíkum áhrifum. Svo
eru náttúrlega þarna hrein-
ræktuð popplög eins og Ekki
dauður enn og Lifði og dó í
Reykjavík. Rokkiö og rólið má
heldur ekki gleymast og þvi
eru gerð skil i laginu Til að
tapa. Þess má geta að í lag-
inu tekur Karl Sighvatsson
hressilega í Hammond orgel-
ið sitt sem og í eina blúsnum
á skífunni, Regnblús. Ballöð-
urnar eru á sínum staö, Ég
elska þig en og Ding Dong
sem inniheldur hljómborðs-
sóló sem undirrituðum finnst
vera skuggalega líkt munn-
hörpusólói a la Stevie
Wonder. Mannakornin reyna
líka að hið hefðbundna popp-
lagaform í tveimur tilrauna-
kenndustu lögum plötunnar,
Bræðrabandalagið og Alltaf
betra. Að mínu mati er þetta
slöppustu lög plötunnar sem
i það heila er i góðu meðal-
lagi, fjölbreytt og verður ekki
leiðigjörn.
Pálmi og Magnús eru
greinilega búnir að jafna sig
á Eurovision-ruglinu og er
það vel þvi saman mynda
þeir fyrirmyndar músikpar.
G.H.Á.
Einstæðar mæður á plötu
Kátir piltar senda frá sér 11
lög í hraunrokks stil. Meðal
laga á plötunni eru Feitar
konur, sem þegar hefur notið
vinsælda. I anda fegurðar-
disa hafa Kátir piltar Ijóstrað
upp um einkenni sín:
Atli Geir Grétarsson söngv-
ari: Helstu áhugamál Atla eru
ferðalög og lestur góöra
bóka.
Hallur Helgason trommari:
Helstu áhugamál Halls eru
ferðalög og lestur góðra
bóka.
Jakob G. Grétarsson gítar-
leikari: Jakob fylgist iðulega
vel með fegurðarsamkeppn-
um en hefur auk þess gaman
af lestri verka Shakespeares
og ferðalögum. Jakob gæti
vel hugsað sér að ferðast til
Japan.
Steinn Magnússon bassa-
leikari: Steinn beinir aðallega
kröftum sínum að lestri verka
Shakespeares en auk þess
gæti Steinn hugsað sér að
feröast um heiminn þegar
hann hefur ráð á því.
Örn Almarsson gítarleikari:
Dýrkun Arnar á náttúrunni er
orðin umtöluð meðal strák-
anna i hljómsveitinni. Sjálfur
segir hann að helstu áhuga-
mál sín séu ferðalög og lest-
ur góöra bóka.
Davíð Þór Jónsson hagyrð-
ingur: Öfugt við félaga sína
hefur Davíð ekkert gaman af
lestri. Davíð finnst mjög gam-
an aö ferðast og segist vel
geta hugsað sér að dveljast
erlendis í nokkur ár.
/
/