Alþýðublaðið - 07.12.1995, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 07.12.1995, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 7. -10. DESEMBER 1995 MÞYDUBUDI9 21032. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverö kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verö í lausasölu kr. 150 m/vsk Málsókn óskast I gær kvað siðanefnd Blaðamannafélags Islands upp þann úrskurð að Hrafn Jökulsson ritstjóri Alþýðublaðsins hefði brotið ákvæði 3. greinar siðareglna Blaðamannafélags Islands. Málavextir em þessir: Hinn 29. september síðastliðinn var haft eftir Einari S. Jónssyni for- manni félagsins Norrænt mannkyn að Guðni Ágústsson, alþingis- maður Framsóknarflokksins, væri einn af meðlimum félagsins. Jafn- framt var þeim skoðunum Einars lýst, að nýbúa og flóttamenn ætti að reka úr landi, banna fóstureyðingar og útiloka ættleiðingar bama sem ekki eru af hinu svokallaða norræna kyni. Guðni Ágústsson alþingismaður kom sjónarmiðum sínum aldrei á framfæri við Alþýðublaðið. Hann kaus að kæra til siðanefndar, á þeim forsendum að hann hefði aldrei verið félagi í Norrænu mannkyni. Siðanefndin hafnaði flestum ákæruatriðum þingmannsins, en að öðm leyti voru vinnubrögð nefndarinnar með slíkum eindæmum að full ástieða er fyrir blaðamenn og aðra sem láta sig ritfrelsi einhverju varða að kynna sér málið. Utgangspunktur nefndarinnar var nefnilega sá að sannleikur málsins væri aukaatriði. Það er að segja: Engu skipti hvort Guðni Ágústsson hafí eða hafi ekki verið í félaginu Norrænt mannkyn. Nefndarmenn fengu skriflega yfirlýsingu frá Magnúsi Þor- steinssyni fyirum formanni félagsins þarsem sagði orðrétt: „Eg hef það ekki skriflegt hvenær Guðni Ágústsson alþingismaður gekk í fé- lagið Norrænt mannkyn en það hefur líklega verið árið 1985. Alltaf síðan sendi ég honum fundarboð þegar fundir vom haldnir og gerði hann engar athugasemdir við það.“ Þá var og lögð fram skrifleg stað- festing Einars S. Jónssonar, núverandi formanns, á því að Guðni Ág- ústsson hafi verið á félagsskrá þegar Einar tók við formennsku árið 1991. Yfirlýsingar Magnúsar og Einars stangast algerlega á við þær full- yrðingar Guðna Ágústssonar, sem hann lagði til gmndvallar kæm sinni, að hann hafi aldrei verið félagi í Norrænu mannkyni. En siða- nefnd Blaðamannafélags íslands afgreiddi Magnús og Einar sem ómerkinga- lygara. Ekki nóg með það: I makalausum „rökstuðningi" áfellisdómsins yfir ritstjóra Alþýðublaðsins segir skýrt og skorinort að verkefni siðanefndarmanna sé ekki að leita sannleikans í málinu! Orðrétt segir: „I þessu tiltekna máli er það því augljóslega ekki hlut- verk nefndarinnar að meta sannleiksgildi frétta eða frásagna nema að svo miklu leyti sem það er nauðsynlegt eða hjálplegt til að meta vinnubrögð þeirra blaðamanna sem kæran beinist að.“ Þetta þýðir á mannamáli: Engu skiptir hvort frétt Alþýðublaðsins var sannleikur frá upphafi til enda - siðanefndin kýs að dæma blaðið fyrir þau vinnubrögð sem em notuð til að segja sannleikann. Það er full ástæða til að upplýsa lesendur um, hvaða mannvitsbrekkur felldu þennan dóm yfir málfrelsinu: Þorsteinn Gylfason, Hjörtur Gíslason, Mörður Ámason, Stefán P. Eggertsson og Róbert H. Haraldsson. Þetta em boðberar hinnar nýstárlegu heimspekikenningar um að sannleikurinn skipti ekki máli. Einhvemtíma hefðu þótt tíðindi að sumir úr þessum hópi gerðust húskarlar og málaliðar Guðna Ágústs- sonar. En auðvitað fer vel á því að menn sem verða svo átakanlega viðskila við sannleiksástina skuli ráða sig í andlega vist á Brúnastöð- um. Siðanefnd Blaðamannafélags Islands er í vaxandi mæli notuð sem einskonar prófdómstóll. I seinni tíð em þess næstum engin dæmi að menn fari í opinbert mál við blaðamenn nema leita fyrst til siðanefnd- ar Blaðamannafélags íslands. Siðanefndarmenn gegna þessvegna ókeypis ráðgjafarstarfi fyrir málshöfðendur. Það ömurlegt og aumk- unarvert hlutskipti. Blaðamannafélag íslands - stéttarfélag blaða- manna - greiðir með þessum hætti götu þeirra sem lögsækja félags- mennina. Alþýðublaðið skorar á Guðna Ágústsson frá Brúnastöðum að fara í opinbert mál vegna frétta blaðsins. Hvert einasta orð í fréttum blaðs- ins stendur óhaggað - og blaðinu er ljúft að upplýsa þingmanninn um að enginn hörgull verður á vitnum, komi til málaferla. í 76 ára sögu em þess örfá dæmi að Alþýðublaðið hafí verið dæmt fyrir skrif sín. Þó er eitt mál minnisveH: Þegar Alþýðublaðið var á ijórða áratugnum dæmt í fjársektir fyrir skrif Þórbergs Þórðarsonar um Adolf Hitler. Guðna Ágústssyni er hérmeð boðið í þann félags- skap. ■ Fulltruinn er trúr þeim fullu Mikill meirihluti þeirra sem drekka sér til vansa gera það vegna þessa félagslega samkomulags um misbrúkun áfengis. Áfengisvarnarráð auglýsir beint og óbeint slíka drykkju. Jón K. Guðbergsson fulltrúi er trúr þeim fullu. Áfengisvarnarráð er til varnar áfengisbölinu. í þætti sem Gísli bóndi í Skógar- gerði ritaði um föður sinn, Helga Indriðason - og er að finna í Skóg- argerðisbók sem kom út á þessu ári - segir meðal annars frá því að Helgi bóndi hafi átt brennivíns- flösku sem hann notaði til að dreypa svolíúð á gesti sína. Þegar tekið var að hýma yfir köllunum og kviðlingar famir að fjúka tók bóndi flöskuna og setti hana aftur á sinn stað. Meira var ekki að hafa. Aldrei. jafnvel þótt helsta skáld aldarinnar, sjálfur Páll frændi hans Ólafsson, sæti með glasið tómt og léti á sér skilja að hann myndi ekki fúlsa við meiru var tappinn kom- inn í flöskuna. Vikupiltar Guðmundur skrifar Helgi Indriðason stundaði nefni- lega það sem Jón K. Guðbergsson fulltrúi hjá Áfengisvamarráði sagði um daginn í útvarpinu að mannkyninu hefði ekki tekist að venja sig á í gjörvallri sögu sinni: hófdrykkju. Sú dyggð hefur að vísu verið misjafnlega rækt hjá okkur afkomendum Helga enda lentum við mörg í „kaupstöðum með kátlegt prjál“ eins og Gísli í Skógargerði orti um. Og höfum mótast af samfélagi þar sem templ- arar og ofdrykkjmenn hafa ráðið öllu viðhorfí til áfengis, þetta van- heilaga bandalag þeirra sem líta á áfengi sem óþverra. En hófdrykkja er til. Hún hefur meira að segja verið úl hér á landi um aldir. Og hún er stunduð af stórkostlegum meirihluta þeirra manna í veröldinni sem á annað borð neyta áfengis. Hófdrykkja er nefnilega hinn eðlilegi og almenni máti við neyslu áfengis, hún er normið, það sem venjulegt fólk gerir. Raunar ætti að vera óþarfi að fara með svo almælt tíðindi í opin- berri umræðu í virtu og víðlesnu blaði og jafngildir því að fara að rökræða við Snorra Óskarsson um kenningar Darwins eða Einar S. Jónsson um kynþætti - alltaf eru til kynlegir kvistir með kátlegar skoð- anir. Fólki finnst kannski að ég sé hér íbygginn að finna upp hjólið og það væri svo sem satt og rétt ef ekki væri fyrir þá sök að sjálf opin- ber áfengisstefna íslenskra stjóm- valda hvílir á kenningum fulltrú- ans Jóns, þeirri bjargföstu sannfær- ingu að hófdrykkja sé ekki úl; áfengi sé ekki matvara heldur eit- urlyf sem hefta verði sem allra mest aðgang að. Jón K. Guðbergsson kærði í fyrra Bókabúð Máls og menningar fyrir að vekja athygli á vínhandbók Einars Thoroddsen með vínflösk- um í búðarglugga. Nýlega hefur hann svo sent fyrirspum til yfir- valda um það hvort grein í Morg- unblaðinu um nýja Beaujolaisinn standist lög sem banna áfengisaug- lýsingar, og fer þá heldur að sneyð- ast um ritfrelsið þegar virtur mat- og víngormur eins og Steingrímur Sigurgeirsson má ekki lengur rita um hugðarefni sín fyrir aðra áhugamenn um gómsæti. Nú er Jón K. Guðbergsson aug- ljóslega ofstækismaður á borð við þá kynlegu kvisti sem að framan vom nefndir, en vandinn er bara sá að hann virðist hafa einhvem arfa- vitlausan lagabókstaf að hanga í, sem sé þann sem kveður á um bann við því sem kallað er óbeinar auglýsingar. Hvað er óbein auglýs- ing? Yrði hægt að kæra mig ef ég í næstu skáldsögu minni (það er að segja ef hún kemur nokkum tím- ann út) myndi láta persónu lyfta glasi með últekinni víntegund? Væri það ekki óbein auglýsing? Eða að minnast á áfengi með vel- þóknun? Er þessi pistill ekki kol- ólöglegur? Jón K. Guðbergsson er nefni- lega ekki bara sérvitringur heldur áhrifamaður sem sennilega hefur haft sitt að segja um setningu nýrra áfengislaga. Hann er fulltrúi hjá svonefndu Áfengisvamarráði sem virðist hafa svipaðan sess og Nátt- úruvemdarráð eða Umferðarráð eða Ferðamálaráð. Og þegar hann talar hlýtur almenningur að vænta þess að þar kveðji sér hljóðs tals- maður stjómvalda í áfengismálum. I því ljósi er athyglisvert að þessi fulltrúi virðist telja það sitt aðal- hlutverk að amast við hófdrykkju, sem hann telur raunar ekki úl. Hann reynir af veikum mætti að vefengja niðurstöður vísinda- manna um heilsusamleg áhrif hóf- drykkjunnar og berst gegn því vak- inn og sofinn að fólk láti sér tvo þijú glös nægja. Annaðhvort drekki maður ekki neitt - eða verði útúrfullur. Ég minnist þess hins vegar ekki að hafa séð þennan full- trúa - sem er á launum hjá okkur skattborgumm við að tjá sig um áfengisbölið - hafa nokkm sinni vikið að landadrykkju unglinga, jafnvel þótt þar sé kominn vökvi sem sannanlega er stórhættulegur bæði heilsu og viti þeirra sem neyta hans. Það er eðlilegt. Jón K. Guðbergsson á miklu auðveldara með að skilja fólk sem hvolfir í sig slíkri ólyfjan en hina sem bergja kurteislega á afurðum þeirra vín- berja sem Guð lét vaxa því hann „- vildi gleðja mannkynið". Ofdrykkja er af tvennum toga. Annars vegar er um að ræða fólk sem hefur ekki stjórn á drykkju sinni af einhverjum sökum sem munu vera flókið samspil erfða- fræði-, sálfræði-, og félagslegra þátta. Slíku fólki ber að hjálpa til að halda sig frá þessari vöm. Hins vegar takmörkum við ekki aðgang að sykri vegna þeirra sykursjúku og við bönnum ekki beinar eða óbeinar auglýsingar á sætindum þótt til sé átsjúkt fólk. Hin tegund- in af ofdrykkju er verri og forkast- anlegri - það er sú ofdrykkja sem vakin er af bandalagi rónanna og templaranna, það menningarlega samkomulag sem ríkir í samfélag- inu, og ber því ófagurt vitni, um að eðlilegt og sjálfsagt sé að þúsundir unglinga kútveltist viti sínu fjær af landadrykkju um miðbæinn allar helgar; um að blindfullur maður eigi heima einhvers staðar annars stað er í rúminu; um að áfengi sé eiturlyf og ólyfjan sem maður ann- aðhvort noti til að firra sig viti eða láti eiga sig ella. Öll stefna stjóm- valda í áfengismálum virðist mið- ast við þá sem umgangast áfengi á óeðlilegan hátt, hún miðast við minnihlutann en bitnar á fjöldan- um öllum; þeir normölu þurfa að lúta reglum þeirra abnormölu. Mikill meirihluti þeirra sem drekka sér til vansa gera það vegna þessa félagslega samkomulags um misbrúkun áfengis. Áfengisvam- arráð auglýsir beint og óbeint slíka drykkju. Jón K. Guðbergsson full- trúi er trúr þeim fullu. Áfengis- vamarráð er til vamar áfengisböl- inu. ■ a FÐE a 1 7 desember Atburdir dagsins 1879 Jón Sigurðsson forseti lést í Kaup- mannahöfn, 68 ára. 1933 Ríkisútvarpið útvarpaði miðilsfundi í fyrsta sinn. Þar tjáðu ýmsar verur sig í gegnum Láru Ág- ústsdóttur. 1936 Sfld féll úr lofti í Bjam- eyjum á Breiðafirði, sennilega af völdum skýstróks. 1941 Japanir gera árás á flota- stöð Bandarikjamanna f Pearl Harbor á Hawaii. Fimm herskipum og 14 öðmm skipum sökkt eða löskuð, 200 flugvélar eyðilagðar og 2400 menn drepnir. 1988 100 þúsund farast í ægilegum jarðskjálft- um í Armeníu. 1991 Serba hefja sprengjuárásir á Dubrovnik, eina fegurstu og sögufrægustu borg Evrópu. Afmælisbörn dagsins Gian Lorenzo Bernini 1598, ítalskur myndhöggvari og arkitekt. Pietro Masc- agni 1863, ftalskt tónskáld, samdi meðal annars Cavalleria Ruslicana. Ellen Burstyn 1932, bandarísk kvikmynda- leikkona; hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik í myndinni Alice Doesn 't Live Here Any- more. Annálsbrot dagsins Það inikla vatnsfall sem kallast Sog, og rennur úr Þingvallavatni, þornaði upp og mátú taka og vora teknir silungar úr því á þurru. Vatnsfjarðarannáll yngri 1632. Kross dagsins Áður vom ræningjar festir á krossa; nú em krossar festir á ræningja. Magnús Kjartansson ritstjóri Þjóðviljans 1959, í tilefni þess að Vilhjálmur Þór forstjóri SÍS hafði fengið heiðursmerki. Málsháttur dagsins Ótrúr er óttalaus þræll. Sál dagsins Núorðið er vandfundin sú miðaldra sál hérlendis, sem ekki kemst fyrir í vana- legri peningabuddu. Þorgeir Þorgeirson. Orð dagsins Ekki er hollt aö lutfa ból heföar ttpp á jökultindi, afþvíþar er ekkert skjól uppifyrirfrosti, snjó né vindi. Bjarni Thorarensen. Skák dagsins Heimsmeistaraeinvígi Anands og Ka- sparovs endaði með ósköpum hjá Ind- verjanum handsnögga. Eftir að hafa unn- ið glæstan sigur í 9. skákinni - eftir átta jafntefli - sá hann aldrei til sólar. Við lít- um á lok 11. skákar; Kasparov hefur svart og á leik. Svartur leikur og vinmtr. 1. ... Hxc2! Anand gafst upp: 2. Hxc2 Hb3+ 3. Ka2 He3+ og hvítur er tveimur peðum undir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.