Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 7. -10. DESEMBER 1995 Tónlist. Ljóð. Hommar. Kynlíf. Fjölmiðlar. Ást. Morð. Vinir. Aldur. Guð. Alnæmi. Klisjur. Leikur. Þetta viðtal var alls ekki tekið af því Hörður Torfason leikari, leikstjóri og tónlistarmaður varð fimmtugur í haust. Nóg er nú samt Ég þekki skepnuna í sjálfum mér - segir ljúfmennið Hörður Torfason í samtali við Hrafn Jökulsson. í fyrsta lagi Enn eitt viðtalið, sagðirðu raunamœdd- ur þegar ég bað um þetta viðtal. Hverjar eru hinar klassísku spumingar sem eru lagðar fyrir Hörð Torfason? Klassískar spumingar? Ég held að þær tengist alltaf kynlífi [hlær]... Eða að minnsta kosti einhverjar óljósar spumingar um homma. Einsog það sé eitthvað voða- lega sérstakt. Afhverju eru menn svona uppteknir af því með hverjum þú ferð í rúmið? Ég hef aldrei skilið það. Ekki eitt einasta andartak. En hvemig erþað fyrirþig sem músíkant - listamann ef við viljum vera hátíðlegir - að finna að þá logar áhugi blaðamanna skærast þegar þeir spyrja um kynhneigð? Þú segir músíkant: ég hef aldrei kallað mig músíkant. Ég er íyrst og fremst leikari, leikstjóri. Ég set upp litlar leiksýningar þar- sem ég leik öll hlutverkin sjálfur. Þessar spumingar sem þú nefndir pirra mig. En vegna þess að ég geri mér grein fyrir því að það þarf að upplýsa fólk um ákveðna hluti þá svara ég þeim. En þær pirra mig af því þetta hefur ekkert með mitt Iíf að gera. Per- sónulega tmflar mig ekkert að vera hommi og ég er ákaflega sáttur við það: en það er umhverfið sem er að tmfla mann. Ein- hverra hluta vegna er maður kominn í það hlutverk að þurfa alltaf að vera að svara fyrir það, kannski af því ég var sá fyrsti sem stóð upp og sagði: Haldiði kjafti og látiði mig í friði, ég er hommi og hvað með það! En fólk lœturþig einmitt ekki ífriði afþví þú sagðir þetta. Já. Þessvegna leggur fólk ekki dóm á mig sem manneskju heldur mig sem homma. Hommi er eitthvað framandi, eitt- hvað vont, eitthvað ljótt. En líturðu þá svo á, vegna brautryðj- endahlutverks þíns, að þú eigir sérstökum skyldum við málstað hotrwna? Nei. Ekki eftir að ég setti Samtökin ’78 á legg. [Umhugsun] En ég ferðast um landið sem leikstjóri og óncitanlega íinn ég til þess að fólk virðist þeirrar skoðunar að ef hommi er annarsvegar þá hlýtur hann að káfa á þér. Það em alltaf mikil viðbrögð ef ég snerti einhvem: þá er ég ömgglega að reyna við hann. En ég hef dregið skýra Iínu milli einkalífs og atvinnu. Ég hef aldrei staðið í neinum skandöium. Mér hundleið- ist að tala um þessa hluti. Þetta er greini- lega mikið mál fyrir eitthvað fólk, en sjálf- ur lifi ég ákaflega fábrotnu og einfoldu lífi. .. Sjálfsagt myndi fólk spyija hvort ég lifi þá líka fábrotnu kynlífi... í annan stað (einsog sumir hefðu sagt) Afhverju heldurðu að Bubbi Morthens sé aldrei spurður út í kynlíf sitt? Af því hann á konu. Menn sem em het- erosexual sjá ekkert kynlíf hjá sjálfum sér. Þeir sjá bara það sem er öðmvísi. Það er ekkert spennandi að ræða það sem þú gerir sjálfur. Menn em alltaf að reyna að forvitn- ast, klekkja á náunganum, koma höggi á hann með einhverjum hætti... Bubbi á konu og böm - það er ekkert gaman að honum, Megas á konu og böm - það er ekkert gaman að honum... Það vantar nú ekki að ýmislegt sé sagt um hann líka. [Hlátur] Af því hann er nógu fijálslegur úl þess að opna sig, og auk þess víðsýnn og sjálfstæður. Ég þekki gnðarlega margt fólk úr öllum áttum, og ég tala við mjög marga. Mér finnst að það séu aðallega blaðamenn sem tala við mig um hvemig er að vera hommi. Ég hef bent Samtökunum ’78 á að glanstímaritin em oft með forsíður sem fjalla um samkynhneigð: afhveiju gefa Samtökin ekki út blað og græða á þessu? En er ekki pirrandi að þurfa alltaf að byrja á því að afgreiða einkamál? Jú, auðvitað. Ég hef náttúrlega kynhvöt einsog allar dauðlegar vemr en hún drífur mig ekki áffam í mínu daglega lífi. Ég er leikstjóri, leikstjóri, skáld. Ég er að vinna marga skemmtilega hluti en einhverra hluta vegna er alltaf íyrst dregið ífam að ég sé hommi. Mínu kynlífi flíka ég sannarlega ekki við hvem sem er. Skemmtilega hluti, sagðirðu. Hvað finnst þér skemmtilegl? Skemmtilegt? Mér finnst ofboðslega gaman að gera góðan konsert. Mér finnst gaman að skila af mér góðu verkefni, og vanda til minnar vinnu. Ég legg melnað minn í að leysa vel af hendi þau verkefni sem mér em falin. Það er það skemmtileg- asta sem ég geri. Mér þykir ákaflega gam- an að yrkja, koma hugmyndum í ljóð; skapa ljóð sem em sögur. Að ná taki á ákveðinni hugsun. Ég held eina tónieika á ári sem skipta mig máli og ég er heilt ár að undirbúa. Ég geri fallega konserta og legg mikið í þá. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. í þríðja lagi Skipta vinsœldir þig máli? Nei. Þær geta ekki skipt mig máli. Ég hef oft spurt sjálfan mig að þessu. Ég er að segja ákveðna hluti, vinna ákveðna hluti frá eigin bijósti, út frá eigin lífsreynslu, út ffá mínum löngunum um... eigum við að segja betra mannlíf, fegurra mannlíf? Þetta em hallærislegar klisjur en ég kemst ekki hjá því að þetta em sterkir þættir í sálarlífi mínu. Það er alltaf einhver draumur sem dregur mig áfram í gegnum lífið. Vinsæld- ir geta ekki skipt mig máli, því ég get ekki beygt mig í duftið fyrir einhveijum ákveðnum kröfum til að geðjast þér eða öðm fólki. Svo þú ert einkum að reyna að geðjast sjálfum þér? Miklu, miklu meira en það. Ég er að reyna að skilja sjálfan mig. Ég er mjög breytilegur maður, ég breytist á tíu ára fresti. Ég hef upplifað það í þrígang og hef verið að upplifa eina breytingu núna. Þá verða miklar breytingar, á sálarlífinu og öllum sviðum. 1 fjórða lagi Hvaða Ijóð finnst þérgóð? Þama kemurðu að einum punkti. Ég er einn af þessum mönnum sem em svo heppnir að vera gleymnir. Ég les eitthvað, hrífst af því - og gleymi... (Ég hef verið að lesa Einar Ben. uppá síðkastið.) En yfirleitt verð ég fyrir vonbrigðum, hvort sem ég er að lesa Ijóð eða skáldsögu. Afhverju? Af því ég er að leita að einhveiju sem ég finn ekki. Gamalkunnugt vandamál. Aðrir sálmar, sem svo eru kallaðir. Þú sagðist taka breyt- ingwn á tíu ára fresti. En hvað langaði þig að verða þegarþú varst tíu ára? Flugmaður! Alveg á hreinu. [...] En þegar ég var tíu ára rak ég eigið leikhús og mestur tími fór í það. Ég samdi ljóð og leikrit sem ég setti upp. í fiminta lagi Stundum er ég illa íyrir kallaður, sundur- tættur, og þá fer ég helst ekki útúr húsi. Stundum á maður einfaldlega ekki að láta sjá sig. Stundum er ég í ofboðslega vondu skapi. Eitthvað pirrar mig, sækir á mig, eitthvað sem mér finnst rangt, kemur mér í geðshræringu. Þá fer ég helst ekki útúr húsi. í sjötta lagi Mér leið mjög vel í Danmörku. Nú myndi Jónas Jónasson spyrja: Líður þér þá ekki vel á Islandi? Jújú. Mér líður vel á Islandi. Hvaða afsökun hefurðu fyrir því? Þetta er góð spuming. Ég er ákaflega sáttur við það sem ég er að gera. Þá er ég náttúrlega að tala um heildina en ekki augnablikin þegar ég kemst ekki útúr íbúð- inni. Mér líður vel. Ég er að gera einhveija skemmtilegustu hluti sem ég hef fengist við á ævinni og ég hef loksins öðlast nægi- Iegan þroska til að fást við þá. Ég er að mennta mig í tónlist, ég er að reyna að bæta mig íslensku - og svo er ég að reyna að horfast í augu við að ég er að eldast. Ég er ekki hræddur við að eldast; ég vildi ekki vera tvítugur, þrítugur eða fertugur. En tíu ára? Ég er tíu ára. Að mörgu leyti. Það er kannski þessvegna sem ég er að alltaf að ganga fram af fólki. Þegar ég fer á mynd- listarsýningar fer ég stundum og spyr lista- manninn: Fyrirgefðu, en hvað ertu eigin- lega að meina? Það kostar nú töluvert hugrekki að spyrja listamann hvað hann sé að meina. Mér er farið að skiljast það! Yfirleitt er mér svarað með einhveijum langlokum sem ég botna ekkert í. í sjöunda lagi Hvemig er sambandið milli guðs og þín? Það er mjög gott. Við rífumst stundum en guð og ég emm góðir vinir. Trúir þú á hann? Betra en það: ég held að guð trúi á mig. [Skálkslegur hlátur] En ég hlýt að trúa á guð. Ég get ekki ímyndað að til sé líf án hans. En líf eftir dauðann? Heldurðu að þú sért eilífur? Ég vona ekki... En ósjálíratt trúi ég því að það sé Iíf eftir dauðann. Ég hef upplifað óskaplega marga furðulega hluti sem ég get ekki útskýrt en fólk segir mér að séu tengsl við annan heim. í áttunda lagi Hver er fallegasta kona sem þú hefúr séð? Hmm... Ein fallegasta kona sem ég hefði viljað hitta er Sofia Loren. Hún er einhver magnaðasta kona sem ég veit um. En fallegasti karlmaður? Nú fórstu alveg með það. Fallegasti maður sem ég hef séðl Ég get ekki svarað þessari spumingu: kannski af því þeir era svo margir. Agœtt. Leyfum saumaklúbbunum að ráðafram úr þessu. Já. En fallegasti maður sem ég þekki er vinur minn í Bandaríkjunum sem ég skrif- ast á við á hveijum degi. í níunda lagi Hvað myndirðu gera efþú vœrir einrœð- isherra á Islandi? Ef ég væri einræðisherra á íslandi? Fyr- irgefðu, en þetta er fáranleg spuming. Eg lofaði þér að þú fengir ekki þessar hefðbundnu spumingar. Þegar ég hugsa um það, þá em ýmsir hlutir sem ég vildi breyta... Ég myndi láta fólk sem er yngra en 25 ára fá hundraðþús- und kall og skylda það til að fara úr landi í að minnsta kosti ár. Afhverju? Eru þetta heimalningar? Já. Mér finnst að ungt fólk þurfi að kynnast heiminum betur. í tíunda lagi Fylgistþú með stríðinu á Balkanskaga? Já. En ég játa fúslega að ég botna hvorki upp né niður í þessu stríði, og skil ekki út á hvað það gengur. Ég fyrirlít stríð og skil ekki afhverju fólk sem bjó saman í sátt og samlyndi tekur upp á því að berjast. Heldurðu að allir geti drepið mann? Við viss skilyrði, já. Þú líka? Já. Mér finnst þelta góð spuming. Ég þekki skepnuna í sjálfum mér, ég veit hvers hún er megnug, stundum er ég hræddur við hana (þessvegna er áríðandi fýrir mig að vanda líf mitt). Ég verð sjaldan reiður, ég hef fimm sinnum orðið reiður. Svo reiður að ég nötra og hef varla vald á sjálfum mér. Hvað reitir þig til slíkrar reiði? Vondir dómar? Nei. En ef það er fjallað af lítilsvirðingu um mína vinnu verð ég reiður. Ég er fag- maður, og legg gríðarlegan metnað í allt sem ég geri... Ég fór yfir þetta í haust og spurði sjálfan mig afhverju ég reiddist. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri ein- göngu þegar eitthvað fólk kemur of nálægt, laumar sér inn í verkahringinn minn. í ellefta lagi Hver er besti vinur þinn ? Pabbi er sennilega allrabesti vinur minn. Og móðir mín. Aðrir? [Þögn] Ég hef í gegnum Iifið átt yndislega og einlæga og fallega vini. En þeir em dauðir. Afhverju? Slys og alnæmi. í tólfta og síðasta lagi Ég bý við það sjálfur að tilheyra minni- hlutahóp og minn línudans byggist á því að reyna að fara í gegnum lífið án þess að sjá skrattann alstaðar. Fyrir mörgum ámm heyrði ég brandara um negra sem var á gangi í skemmtigarði þegar fugl skeit á hann. Negrinn leit upp og hrópaði: Rasisti! Þetta fannst mér óheyrilega fyndinn brand- ari og hann opnaði augu mín fyrir því, að allar manneskjur tilheyra einhveijum minnihlutahóp. Þessvegna leiði ég for- dóma hjá mér. En það þreytir mig að vísu alltaf jafnmikið að svara hommaspuming- um. Ég aðhyllist ekkert sérstakt hommalíf. Vomm við ekki búnir að ákveða að tala ekkert um þessi mál? Jú. Aukalag Einni spumingu megum við nú ekki gleytna, svona sautnaklúbbanna vegna. Ertu ástfanginn? Já ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.