Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 16
16
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
HELGIN 7. -10. DESEMBER 1995
Ein umtalaðasta og frægasta skáldsaga allra tíma, Madame Bovary,
eftir Gustave Flaubert er komin út hjá Bjarti í þýðingu Péturs Gunnarssonar.
Kolbrún Bergþórsdóttir fjallar um höfundinn og skáldsöguna sem hann
var ákærður fyrir að hafa skrifað
- Skáldið sem hafði
óbeit á mannkyninu
Gustave Flaubert fæddist árið
1821 á sjúkrahúsi í Rouen þar sem
faðir hans var yfirlæknir. Hann
þótti viðkvæmt og einrænt bam
með mikið hugmyndaflug og
gleymdi sér iðulega í bóklestri.
Snemma var augljóst að hann
>- hafði engan sérstakan áhuga á
samneyd við aðra menn. ,JEg fór í
skóla þegar ég var tíu ára,“ sagði
hann, „og fljótlega var ég haldin
djúpstæðri óbeit á mannkyninu."
Þessi óbeit fylgdi honum alla ævi,
en Flaubert lét þó eftir sér að unna
nokkrum einstaklingum. Ein var
móðir hans. Önnur var Karólína
systir hans, en þau systkini voru
nánast óaðskiljanleg í æsku, og
fram að ótímabæru andláti sínu
var Karólína nánasti vinur bróður
síns.
Flaubert giftist aldrei og var
reyndar í hópi þeirra karimanna
sem elska heitast þá konu sem
þeir ekki gátu hreppt. Hann sagði
sjálfur að stóra ástin í lífi sínu
hefði verið kona sem hann hitti
þegar hann var fimmtán ára. Hún
hét Elisa Schlesinger, var tíu árum
eldri en hann, gift kona og móðir.
Um þessa ást, sem ekki var endur-
goldin, skrifaði Flaubert skáld-
sögu, þá aðeins sautján ára gam-
ali, og reyndar skaut þessi gamla
æskuást upp kollinum í fleiri verk-
um höfundarins. @Meginmál =
Flaubert taldi sér trú um að það
alla ævi að allt hefði farið á betri
veg hefði Elisa staðið honum við
hlið. í stað Elisu varð Flaubert að
sætta sig við móður sína, en þau
mæðgin fékk ekkert aðskilið nema
dauðinn. Þau bjuggu saman allt
þar móðirin lést, en þá var Flau-
bert orðinn fimmtugur. Og þótt
honum væri margt betur gefið en
vinsamlegt hugarþel í samskiptum
voru allir á einu máli um að hann
hefði verið blíðlyndur, hugulsam-
ur og undirgefmn sonur.
Flaubert ætlaði sér að verða
lögfræðingur og stundaði lög-
fræðinám í þtjú ár. Hann hafði
reyndar engan sérstakan áhuga á
þeim starfa en varð að finna sér
framtíðarverkefni og hélt sig hafa
valið það skásta sem í boði var.
Hann komst fljótt á aðra skoðun.
Honum leiddist námið og háskóla-
lífið. Hann fyrirleit meðal-
mennsku skólabræðra sinna og
smáborgaralegar venjur þeirra.
Sjálfur var hann ekki auðveldur í
samskiptum, þótti önuglyndur og
dramblátur og hafði ekkert um-
burðarlyndi gagnvart skoðunum
sem voru andstæðar hans eigin.
A þeim tíma sem Flaubert
stundaði nám sitt tók að bera á
dularfullum veikindum sem áttu
eftir að hrjá hann mestalla ævi.
Menn eru ekki á einu máli um
hvað amað hafi að. Flestir telja að
Flaubert hafi þjáðst af flogaveiki.
Víst er að hann fékk krampaköst
og þeim fylgdu ofsjónir, ofheymir
og meðvitundarleysi. Eftir köstin
þjáðist Flaubert af svartnættis-
þunglyndi dögum saman, ekki síst
vegna þess að hann óttaðist mjög
að veikindin myndu leiða til heila-
skemmda.
Þar sem köstin gerðu engin boð
á undan sér varð Flaubert að
breyta lífsstíl sínum. Hann hætti
laganámi og ákvað að helga sig
ritstörfum. Óhætt er að fullyrða að
hann hafi ekki sérlega harmað þau
umskipti.
Árið 1845 lést faðir Flauberts
og örfáum mánuðum síðar lést
Karólína, systir hans af bamsför-
um. Flaubert fluttist þá með móð-
ur sinni og nýfæddri systurdóttur í
hús á árbakka Signu. Þar lifði
hann reglubundnu lífi og stundaði
ritstörf sín af ástríðu. Flaubert var
einn þeirra manna sem lifðu fyrir
starf sitt. Það eitt veitti honum
lífsfyllingu og nautn. Hann var
agaður rithöfundur sem setti alla
orku og tíma t að leysa vinnu sína
sem best af hendi. Starfið var hon-
um ástríða sem kom heimsbók-
menntunum til góða en hentaði
ekki ástkonu hans, skáldkonunni
Louise Colet, sem hann sinnti í
aukatímum. Hún skrifaði honum
og sagði: „Ást þín er ekki ást, að
minnsta kosti skipar hún ekki há-
an sess í lífi þínu.“ Hann svaraði á
þann veg, sem þeir svara sem líta
á starf sitt sem hugsjón: „Þú vilt
vita hvort ég elska þig. Jú, á þann
hátt sem ég get elskað; það er að
segja, ástin hefur ekki forgang í
lífi mínu, hún er í öðm sæti.“ Co-
let brást illa við þessum upplýs-
ingum og sleit sambandi þeirra, en
þau endumýjuðu samband sitt
ekki löngu síðar. Colet tók þá ein-
hliða ákvörðun að giftast Flaubert
og sagði vinum sínum gleðitíðind-
in. Flaubert varð skelfingu lostinn
þegar honum var tilkynnt um
framtíð sína. Elskendumir lentu í
heiftarlegu rifrildi sem endaði
með því að Flaubert henti Colet á
dyr og sagðist aldrei vilja sjá hana
framar. Hún hefndi sín með því að
skrifa um hann skáldsögu þar sem
hún dró upp afkáralega og fjand-
samlega lýsingu af honum.
Hefndin var þó ekki mjög beitt
því skáldsagan reyndist svo léleg
að fæstir nenntu að lesa hana.
Árin liðu og Karólína, systur-
dóttir Flauberts giftist. Flaubert og
móðir hans bjuggu enn undir
sama þaki. Flaubert, sem hafði á
unga aldri verið lýst sem grískum
guði, eltist langt um aldur fram og
ofát setti lýti á hann.
Eftir dauða móður sinnar bjó
Flaubert einn. Hann fór einstaka
sinnum á mannamót, en þegar
hann borðaði á veitingahúsum
krafðist hann þess að fá að matast
í sérherbergi því hann þoldi
hvorki hávaða eða fólk nærri sér.
Síðustu árin var hann plagaður
af ljárhagsáhyggjum. Eiginmaður
systurdóttur hans hafði átti í vem-
legum ijárhagserfiðleikum og til
að bjarga honum frá gjaldþroti lét
Flaubert honum eftir allan auð
sinn. Áhyggjur hans af afkomunni
ollu því að köstin sem hann hafði
verið laus við í nokkur ár tóku að
herja á hann á ný. Vinur hans lýsti
honum á þessum tíma sem upp-
stökkum, kaldhæðnum og móðg-
unargjömum, en bætti við: „Með-
an hann fær að leika aðalhlutverk-
ið og ef maður lætur sig hafa það
að fá kvef eingöngu vegna þess að
hann krefst þess að fá að rífa upp
alla glugga, þá er hann hinn ágæt-
asti félagi.“
Þann áttunda maí 1880, þegar
vinnukonan kom inn í bókaher-
bergið til að færa Flaubert hádeg-
ismatinn fann hún hann þar sem
hann lá í sófa og muldraði eitt-
hvað óskiljanlegt. Hún sótti lækni
en hann gat enga hjálp veitt rithöf-
undinum sem lést innan klukku-
stundar frá komu hans.
Sagan sem hneykslaði
yfirvöld en heillaði almenning
Það var vinur Flauberts Louis Bouilhet sem sagði honum söguna af
Eugene Delamare og Delphine, konu hans. Delamare var læknir við
sjúkrahús í Rouen en stundaði jafnframt störf í litlum bæ þar í grennd.
Eftir dauða fyrri eiginkonu hans, sem var mörgum ámm eldri en hann,
kvæntist hann Delphine, fallegri bóndadóttur, sem var hégómleg og
eyðslusöm. Hún þreyttist fljótt á fremur leiðinlegum eiginmanni og tók
sér elskhuga. Hún eyddi um efni fram og stofnaði til botnlausra skulda.
Að lokum fyrirfór hún sér með því að taka eitur. Delamare fyrirfór sér
einnig, ekki löngu síðar.
Flaubert sagði að sagan væri ekki byggð á raunverulegum atburðum.
Það var reyndar rangt. En hann sagði einnig: „Hún hefur ekki að geyma
neinar af tilfinningum mínum né atvik úr lífi mín sjálfs. Sannleiksblær
þessarar sögu (ef um hann er að ræða) stafar þvert á móti af því hve hún
er ópersónuleg. Ein af frumreglum mínum er að höfundur á ekki að vera
skáldskaparefni sjálfs sín. Listamaðurinn á að vera í verki sínu eins og
guð í sköpunarverkinu, ósýnilegur og almáttugur; maður á að verða var
við hann alls staðar en hvergi sjá hann.“
Þegar Flaubert skrifaði Madame Bovary ætlaði hann sér að sýna hlut-
lægni. Hann ætlaði að lýsa raunveruleikanum eins og hann væri, ekki
eins og hann vildi að hann væri. Hann ætlaði ekki að taka afstöðu til
gjörða persóna sinna, hvorki lasta þær né lofa. Ef hann hefði samúð með
einhverri þeirra ætlaði hann ekki að sýna þá samúð. Ef hann hefði andúð
á einhverri jteirra ætlaði hann sér ekki að opinbera þá andúð. Segja má
að Flaubert hafi unnið þessari aðferð þegnrétt í bókmenntasögunni og
hún átti eftir að hafa gífurleg áhrif á komandi kynslóð rithöfunda. Flau-
bert tókst ætlunarverk sitt í öllum meginatriðum í verki sem býr yfir nær
tæknilegri fullkomnun og er fullkomlega laust við tilfinningasemi, en
það kann einmitt að vera ástæða þess að mörgum lesendum þykir sem
nokkum kulda stafi af verkinu.
En eins og rithöfundurinn Somerset Maugham hefur bent á þá mis-
tókst Flaubert að vera ópersónulegur á sama hátt og öðrum höfundum
hefur ætíð mistekist, því það er einfaldlega ekki hægt. Höfundurinn op-
inberar sjálfan sig í vali sínu á efni, persónum og með þeirri frásagnar-
aðferð- eða tækni sem hann beitir.
Somerset Maugham, sem áleit Frú Bovary eina af tíu bestu skáldsög-
um allra tíma, skrifaði um hana langa grein og vakti athygli á því að í
lifanda lífi hefði Flaubert enga samúð haft með fólki. Persónusköpun í
Frú Bovary sagði Maugham greinilega endurspegla það álit Flauberts.
Persónumar em, segir Maugham, „grimmar, heimskar, hégómlegar og
óheflaðar. Það era margir,“ bætir hann réttilega við, „en ekki allir, og
það er óhugsandi að í litlum bæ,
skuli ekki finnast ein persóna, eða
tvær eða þrjár, sem séu skynsamar,
velviljaðar og hjálpfúsar."
Niðurstaða hans var sú að í Frú
Bovary megi lesa sitthvað um per-
sónuleika og viðhorf höfundarins.
Hún sé því alls ekki ópersónuleg.
Um þá niðurstöðu Maughams má
þvæla fram og aftur og hártoga að
vild, á sama hátt og hann hártogar
orð og tilgang Flauberts, en til slíks
orðaskaks verður ekki stofnað hér.
Flaubert var tæp sex ár að skrifa
Frú Bovary. Vinnuaðferð hans var
hin sama og hann beitti jafnan í
verkum sínum. Í fyrstu gerði hann
gróft uppkast sem hann vann úr þar
til hann náði þeim áhrifum sem hann sóttist eftir. Þegar það hafði tekist
fór hann út á verönd og hrópaði textann sem hann hafði skrifað. Ef hon-
um fannst orðin ekki hljóma nægilega vel sannfærðist hann um að þau
væru ekki nothæf. Þá endurvann hann textann. Þetta var seinvirk aðferð,
en Flaubert var haldinn fullkomnunaráráttu. Hvert orð varð að hafa
vægi. Hann skrifaði eitt sinn til George Sand: „Þú hefur enga hugmynd
um það hvemig er að sitja við allan daginn, fela andlit í höndum sér og
beija á hinum ógæfusama heila í leit að réttum orðurn."
Það má gagnrýna menn fyrir alla skapaða hluti, einnig fyrir að vera of
samviskusamir, og sumum hefur jafnvel þótt Flaubert, hafa vandað sig
um of. Einn seinni tíma gagnrýnandi hans sagði hnyttilega en kannski
ekki af sanngimi um þennan rithöfund: „Flaubert skorti aldrei efni en
hann sauð það of lengi og stóð of lengi yfir pottunum."
í bókmenntasögunni brúar Flaubert bilið milli rómantísku skáldanna
og þeirra raunsæju og er trúlega áhrifamesti 19. aldar rithöfundur Evr-
ópu. Hann er oft nefndur fyrsti franski raunsæishöfundurinn og leiðtogi
raunsæisskólans, þótt hann væri andsnúinn mörgum kenningum stefn-
unnar. „Það var vegna andúðar minnar á raunsæinu sem ég skrifaði
þessa bók (Frú Bovary),“ sagði hann. Hann neitaði að skilgreina sig sem
raunsæishöfund, en það hefur líkast til aðallega stafað af því að hann
vildi vera einstakur, ekki einn af skilgreindum hópi manna. Og hann var
einstakur í hópi raunsæishöfunda, hópi sem hann óneitanlega tilheyrir,
um leið og hann skapaði sér sér-
stöðu meðal þeirra, vegna þeirr-
ar hörkulegu kröfu sem hann
gerði til listrænnar og fagur-
fræðilegrar úrvinnslu efnisins.
Eftir útkomu Frú Bovary var
Flaubert og útgefandi verksins
ákærðir og þeim gefið á sök að
hafa skrifað og gefið út bók sem
væri siðspillandi og hættuleg.
Við réttarhöldin las sækjandi
kafla úr verkinu sem hann sagði
vera klámfengna. Verjandi bar
því við að kaflamir væra nauð-
synlegir til að varpa ljósi á per-
sónur og sagði boðskap bókar-
innar vera góðan þar sem Emma
Bovaiy fengi maklega málagjöld
fyrir ósiðlegt framferði sitt. Dómarar samþykktu þau rök og sakboming-
ar voru sýknaðir. Það fór reyndar framhjá hinum ágætu dómurum að
hinn slæmi endir varð ekki vegna þess að Emma drýgði hór heldur
vegna þess að hún stofnaði til skulda sem henni var ókleift að greiða.
Réttarhöldin gerðu Flaubert frægan. Lesendur tóku Frú Bovary fagn-
andi og hún varð metsölubók. Gagnrýnendur létu sér fátt um finnast, og
sumir voru beinlínis fjandsamlcgir í garð verksins. Nú er öldin önnur og
saga Flauberts er viðurkennd sem meistaraverk og einn áhrifamesta
skáldsaga 19. aldar.
f