Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 18
ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 7. -10. DESEMBER 1995 ■48 Frank Sinatra verður áttræður í næstu viku og Kolbrún Bergþórsdóttir leit yfir skrautlegan, og stundum skuggalegan, æviferil söngvarans sem hefur fengið þá umsögn að vera merkilegur listamaður en ömurleg manneskja * „Röddin“ er áttræ Bandaríkjamenn búa sig nú undir að heiðra einn alvinsælasta dægurlagasöngvara aldarinnar, '*Trrank Sinatra, sem verður áttræð- ur í næstu viku. í tilefni afmælis- ins verður Empire State byggingin lýst upp með bláum lit til heiðurs „Old Blue Eyes“ eins og Sinatra er gjaman nefndur. Gamli raular- inn segist vera hættur að syngja opinberlega, enda fyrir löngu bú- inn að missa röddina. A næstu dögum verður hann viðstaddur hveija hátíðarsamkomuna á fætur annarri þar sem söngvarar á borð við Bruce Springsteen syngja lög- in sem hann gerði fræg, meðal annars Strangers in the Night, jmJNew York, New York og My Way. í ræðum og riti eiga menn eftir að keppast við að mæra hina áttræðu goðsögn og aðeins þeir hugrökkustu og mest sannleiks- elskandi munu þar minnast á dað- ur söngvarans við mafíósa, eða impra á áberandi skapgerðarbrest- um og misjöfnu atferíi hins litrika persónuleika. „Eins og blaut gólftuska“ „Skólafélagar mínir enduðu annað hvort í rafmagnsstólnum ^ða gálganum,“ sagði Frank Sin- atra eitt sinn. „Það var eingöngu vegna raddarinnar sem ég varð ekki einn þeirra.“ Hann fæddist 12. desember 1915 í New Jersey og var skírður Francis Albert Sinatra. Foreldr- ar hans voru ítalskir innflytjendur. Faðirinn var ólæs og óskrifandi boxari og móðirin ljósmóðir sem stundaði fóstureyðingar og ólög- lega áfengissölu í hjáverkum, og komst nokkrum sinnum í kast við lögin vegna aukastarfa sinna. Hún var viljasterk kona sem stjómaði veiklunduðum eiginmanni og einkasyni af festu og ákveðni. Frank var einrænt, einmana, en dekrað einkabam sem fékk snemma áhuga á söng vegna að- dáunar sinnar á Bing Crosby. Hann ákvað að verða söngvari eins og Crosby og hóf opinberan söngferil sinn sextán ára gamall. Það fór þó lítið fyrir honum lengi vel eða allt þar til kvöld eitt þegar hljómsveitarstjórinn frægi Harry James heyrði Sinatra syngja í út- varpi og hreifst af söng hans. „Ég vissi um leið og ég hlustaði á hann að hann ætti eftir að verða mikill söngvari," sagði James og réð ’^Sinatra sem söngvara hljómsveitar sinnar. Eitt kvöld spurði blaða- maður Harry James hver hinn at- hyglisverði söngvari væri. „Ekki tala svona hátt,“ svaraði James, „Strákurinn heitir Sinatra. Hann álítur sig vera besta söngvara í bransanum. Nærðu því! Enginn hefur heyrt hans getið. Hann hefur aldrei sungið inn á plötu sem hef- ur slegið í gegn. Hann lítur út eins og blaut gólftuska. En hann segist vera sá albesti. Ef hann heyrir þig hrósa sér heimtar hann launahækkun strax í kvöld.“ Það vom fleiri en Harry James sem þóttust sjá efni í söngvaranum unga. Tommy Dorsey nappaði Sinatra frá Harry James og Sinatra varð stjama örfáum mánuðum eftir að hann hóf störf með hljómsveit Dorseys, þegar hann söng I’ll Ne- ver Smile Again inn á plötu. Fullur sjálfstrausts tilkynnti söngvarinn vinum sínum að hann ætlaði sér að verða besti söngvari í heimi. Hann dró ekkert úr yfirlýs- ingum þegar hann hrópaði, venju- lega allnokkuð við skál: „Ég ætla að verða stjama, alvöru stjama, meiri en Bing Crosby, mestur allra. Eg skil hina söngvarana eftir í ræsinu.“ A þessu tímabili gerði hann sér sérstakt far um að vingast við fjöl- miðlafólk, sendi plötusnúðum gjafir, bauð blaðamönnum á bar- inn og dálkahöfundum í mat. Eftir að Sinatra hafði náð takmarki sínu og öðlast heimsfrægð sneri hann við blaðinu og gekk þá iðulega í strokk á blaðamönnum og ljós- myndurum sem honum þóttu of aðgangsharðir um leið og hann hellti yfir þá soralegu orðbragði. „Ég skal jarða skepnurnar“ Ein mesta hjálparhella Sinatra í leit hans að frægð og frama var blaðafulltrúi hans George Evans, sem gerði sér mætavel ljóst að hægt væri að kaupa athygli og umtal. Hann markaðsetti skjól- stæðing sinn af miskunnarlausu hugmyndaauðgi. Aðferðir hans sköpuðu Sinatra nafn sem helsta kyntákn unglingsstúlkna. Evans réð tólf unglingsstúlkur til að mæta á tónleika Sinatra og borg- aði hverri um sig fimm dollara fyrir að hoppa, öskra og æpa: „Ó, Frankie, ó Frankie“ meðan Sinatra söng sinn ástaróð. Daginn eftir sýndu blöðin myndir af ungum stúlkum sem voru bomar út í yfir- liði eftir að hafa hlýtt á tónleika söngvarans. Evans hafði ráðið tólf stúlkur, sem hann borgaði fyrir að umtumast af hrifningu, en þrjátíu féllu í yfirlið. Eftir það var brautin greið. Ungar konur gerðu það um- vörpum að sérgrein sinni að falla í yfirlið á tónleikum Sinatra. Evans lét ekki staðar numið. Hann gaf skjólstæðingi sínum nafnið Röddin. Hann hvatti ung- linga til að stofna aðdáendafé- lög, halda fjöldafundi og skrifa lesendabréf til dagblaðanna um átrúnaðargoð sitt. Æska Bandaríkjanna keypti Sin- atra. Hollywood bauð einnig f hann. í skemmtanaiðnað- inum var þó almennt litið á Sinatra sem enn eina dæg- urfluguna, sem mundi falla í gleymsku um leið og aðdáendumir kæmust af táningsaldri. Söngvarinn baðaði sig í frægðinni og var fljótlega orðinn óþol- andi. Frægðin Með annarri eiginkonu sinni, einu raunverulegu ástinni, leikkonunni Övu Gardner. gerði það að verkum að hann naut sérstöðu og gat látið eftir sér að dekra við duttlinga sína. Umhverf- ið tók mið af þörfum hans og það nýtti hann sér út í ystu æsar. Hann tók æðisköst af minnsta tilefni, hellti sér yfir fólk með svívirðing- um eða sendi lífverði sína til að lumbra á þeim sem honum vom ekki þóknanlegir. Lífverðir Sin- atra vom vitgrönn vöðvabúnt sem þjónuðu hinum horaða og væsk- ilslega yfirmanni sínum af mikl- um trúnaði. Nánustu samstarfs- mönnum Sinatra leist ekki á blik- una og kölluðu hann „skrímslið" vegna ofsafenginna bræðiskasta og einræðistilburða. Það er til tug- ur vottfestra frásagna, af framferði Sinatra þegar verst lá á honum og þær sögur færðu slúursagnahöf- undinum Kitty Kelly milljónir þegar hún safnaði þeim í bók sem hún sem gaf út um söngvarann. Þar var dregin upp svo óþverraleg mynd af söngvaranum að vafa- samt er að hann muni nokkm sinni geta losað sig undan henni. Þær sem hér fara em dæmigerð- ar fyrir ofsafengið skap Sinatra. Einu sinni reiddist Sinatra ungri konu svo að hann slengdi henni af öllu afli í glerdyr sem brotnuðu og konunni fossblæddi. Þegar blaða- maður sem hann taldi sig hafa átt óuppgerðar sakir við var látinn, fór Sinatra að gröf hans og meig á hana. Síðan æpti hann: „Eg skal jarða skepnumar. Eg skal jarða þær allar.“ Þjónn á hóteli, sem Sinatra dvaldi margsinnis á í Las Vegas, skrifaði eitt sinn les- endabréf í dagblað og lýsti framferði söngvarans: „Eftir nokkurra daga dvöl og all- nokkur glös skjögrar snilling- urinn í herbergi sitt og eftir að hafa litast um tekur hann eftir þvf að síminn á skrifborðinu er ekki í stíl við appelsínugulu skyrtuna sem hann er í. Hann hringir í móttökuna og krefst þess að fá appelsínugulan síma. En ég er ekki nógu snöggur að bregðast við. Þá fær ég að heyra nokkur vel valin orð og svívirðing- amar, sem vekja svo mikla lukku hjá söngvaranum sem mælir þau, að hann getur ekki á sér setið að endurtaka þau við þjónustustúlkuna. Hann lítur svo á að ef hann fái ekki appelsínugulan síma þá eigi engir símar að vera á hótelinu og hann hefst handa við að rífa alla síma úr sambandi áð- ur en hann reynir að kveikja í herberginu og bijóta rúður.“ Merkilegur listamaður - ömurleg manneskja Þversagnir lífsins em marg- ar og allnokkrar í lífi Sinatra. Maðurinn, sem kunnugir köll- uðu skrímslið, taldi sig frjáls- lyndan demókrata og beitti sér á eftirtektarverðan hátt í baráttu gegn kynþáttafor- dómum og hlaut ýmsar opin- berar viðurkenningar fyrir þau störf sín. „Merkilegt," tautaði einn kunningi hans, „að þessi maður sem opin- berlega talar máli lítil- magnans skuli í daglegu lífí ævinlega gera sér far um að niður- lægja þá sem ekki geta borið hönd yfir höfuð sér.“ Annar sagði: „Sannleikurinn er sá að Sinatra er merkilegur listamaður en ömurleg manneskja“. Demókratinn sem dáði Roose- velt forseta, Winston Churchill og átti eftir að fyllast sömu aðdáun á John F. Kennedy varð gagntekinn af aðdáun þegar hann var í návist stórglæpamannsins og morðing- inn Benjamins „Bugsy" Siegel. Einn kunningi Sinatra sagði hann hafa orðið eins og bam sem hittir jólasveininn í hvert sinn sem hann leit Siegel augum. Þeir Siegel urðu aldrei nánir vinir en Sinatra eignaðist áhrifamikla vini innan ítölsku mafíunnar sem hann hafði mikil samskipti við, þó hann neit- aði þeim ævinlega opinberlega og nokkmm sinnum ffammi fyrir op- inberum rannsóknamefndum. Þegar Sinatra var spurður um ljós- mynd sem sýndi hann í vinar- faðmi margra voldugra mafíósa sagði hann: ,JEg var alinn upp við það að heilsa með handabandi þeim sem ég er kynntur fyrir án þess að vera búinn að rannsaka fortíð þeirra áður.“ Hann hvíslaði að vinum sínum að hann viidi fremur vera félagi mafíunnar en forseti Bandaríkjanna. Vinir hans tóku orðunum ekki sem gríni, enda kannski ekki ástæða til, þeg- ar haft var í huga að einn nánasti vinur Sinatra var Sam Giancana sem árið 1960 hafði tvö hundmð mannslíf á samviskunni. Það vafðist þó ekki fyrir Sinatra að skilgreina hlutverk samtakanna sem meinlausa skemmtun. Þegar vinur hans spurði hann hvaða fé- lagsskapur mafían væri sagði Sin- atra: ,Æ, þetta er, þú veist, bara hópur af strákum". - Og það má svosem til sanns vegar færa. En þetta var hópur stráka sem kom stuðningsmönnum sínum til hjálp- ar og ótal sögur em sagðar af ein- staklingum sem lent höfðu upp á kant við Sinatra og bámst hótanir frá „strákunum" þar sem lífi þeirra eða ljölskyldumeðlima þeirra var ógnað. Sinatra og einkalífið Snemma á sjötta áratugnum virtist ferill Sinatra á enda. Ung- lingsstúlkumar, sem áður tilbáðu hann, vom orðnar eiginkonur og mæður sem höfðu allt annað og þarfara að gera en falla í yfirlið. Ný æska heillaðist ekki af Sinatra röddinni. Hljómplötufyrirtæki endumýjuðu ekki samninga sína við söngvarann og kvikmynda- hlutverkin vom fá og ekki bita- stæð. Þá tókst Sinatra að væla út aukahlutverk í kvikmyndinni Héðan til eilífðar. Hann kom öll- um á óvart með að sýna frábæran leik og hlaut Oskarsverðlaun. Skyndilega vildu allir í skemmt- anaiðnaðinum þekkja Frank Sin- atra. Hann naut velgengni í starfi sem aldrei fyrr og tilboðin streymdu inn. Þetta var þó erfiður tími í einkalífi hans. Hann hafði skilið við umhyggjusama en held- ur dauflega eiginkonu, sem fætt hafði honum þijú böm, og tekið saman við ástkonu sína leikkon- una undurfögm Övu Gardner. Hún drakk á við hann, keðjureykti eins og hann og tók honum fram í soralegu orðbragði. Þau slógust og elskuðust. Hún var stóra ástin í lífi hans, líklega vegna þess að hún var eina konan sem nokkm sinni ögraði honum. Sinatra var alþekkt karlremba en Ava gaf honum aldrei tækifæri til að líta á sig sem leikfang. Hún þreyttist snemma á söngvaranum og yfirgaf hann. I stormasömu sambandi reyndi hann tvisvar að fyrirfara sér og vinir hans sögðu að hann hefði aldrei náð sér fyllilega eftir skiln- að þeirra. Harmurinn hafði þó já- kvæð áhrif á listferil hans því rödd hans breyttist, öðlaðist dýpt sem hún hafi ekki áður haft, varð tregafyllri og þroskaðri en áður. Hann söng textana eins og lífs- reyndur, vonsvikinn maður og þeir sem áður höfðu ekki nennt að leggja við hlustir tóku að veita söng hans eftirtekt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.