Alþýðublaðið - 14.12.1995, Page 13
HELGIN 14. -17. DESEMBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
13
t þess sem ég hef lifað,
tjáninguna.
tapaði ég þeim? Ég tapaði þeim
aldrei. Ég vissi bara aldrei hvað
varð af þeim.“
Hún var sérstæð kona, full af
mótsögnum; blíðu og grimmd,
viðkvæmni og hörku, gleði og
sjálfseyðingarhvöt. Stundum brást
hún við eins og væri hún bam. Hún
átti til að fara á handahlaupum nið-
ur stiga. Þegar hún var fullorðin las
hún um dauða Sókratesar. Hún
hafði aldrei heyrt hans getið fyrr
og brast í grát.
Þessi hrifnæma kona sagði: „Ég
vil koma fólki til að gráta jafnvel
þó það skilji ekki textann sem ég
syng.“ Allir tóku eftir að einmitt
það hendi Chaplin í boði hjá Elísa-
betu Bretaprinsessu, en tárin
streymdu niður kinnar meistarans
þegar hann hlustaði á Piaf syngja.
Svo kom og fór sanna ástin
Piaf söng ætíð eins og hún
þekkti þjáninguna - og henni fékk
hún svo sannarlega að kynnast.
Konan sem lék sér að karlmönnum
og var ráðandi aðilinn í allflestum
samböndum við þá kynntist einni
stórri ást á ævi sinni. Hann var
hnefaleikamaðurinn Marcel Cerd-
an. Hann var giftur þegar þau
kynntust og þriggja bama faðir, en
þau Edith bjuggu saman eins og
hjón. Þau sambúðarár vom ham-
ingjuríkasti tíminn í lífí Edith Piaf.
Cerdan lést í flugslysi 1949 þegar
hann var á leið til fundar við söng-
konuna sem var á söngferðalagi og
hafði beðið hann að vera viðstadd-
an tónleikana.
Edith Piaf söng kvöldið sem
hann lést. Þeir sem heyrðu hana
syngja það kvöld sögðust aldrei
myndu gleyma söng hennar. Þeir
sögðu að röddin hefði hljómað
eins og kæmi hún handan grafar.
Dauði Cerdans var mesta áfall
sem Edith varð fyrir á mjög erfiðri
ævi. Það var eftir dauða hans sem
hún byijaði að misnota róandi töfl-
ur, eiturlyf og áfengi í miklum
mæli. Edith Piaf giftist þremur ár-
um eftir lát Cerdans söngvaranum
Jaques Pills. Hjónabandið var van-
hugsað frá byrjun og entist ekki.
Hún hélt ötullega áfram að mis-
nota áfengi og töflur. Alvanalegt
var sjá hana taka lyfjaskammta tí-
falt á við það sem læknar mæltu
með.
Eftir tónleika var troðið í hana
vítamíntöflum og henni gefin lyf
til að halda henni gangandi. Hún
dældi í sig róandi töflum. Ahrifin
voru þau að hún féll oftar en einu
sinni í yfirlið á sviði. Hún gleymdi
oft textanum, ekki alltaf einungis
broti af honum, stundum mundi
hún ekki eitt einasta orð. Þegar það
kom fyrir bað hún áheyrendur sína
afsökunar og fyrirgáfu allt. Þegar
hún datt á sviði var hún studd á
fætur og sýningin hélt áfram.
Gangandi lík
Piaf var orðin gangandi lík þeg-
ar hún kynntist Grikkja sem var
tuttugu árum yngri en hún. Hann
hét Théo. Hún kallaði hann Sarapo
sem gríska orðið fyrir ég elska þig.
Víst er að hann elskaði hana og lét
undan.öllum duttlungum hennar.
Edith stjómaði lífi hans eins og
væri hún dyntóttur einræðisherra.
Ef hann kom fimm mínútum of
seint í mat leyfði hún honum ekki
að borða. Hann fékk ekki afnot af
sundlaug þeirra því hún óttaðist að
hann mundi drukkna. Hann kvart-
aði aldrei og giftist henni árið 1962
þegar hún átti ár eftir ólifað. Theó
átti eftir að eyða næstu árum í að
borga upp gríðarlegar skuldir Piaf
Með hinum unga eiginmanni sín-
um Théó, sem hún gerði að þjóni
sínum.
áður en hann lést í bílslysi sjö árum
síðar. Nokkmm mánuðum áður en
Edith Piaf lést skrifaði fréttamað-
ur: „Edith Piaf, dáðasti söngvari
Frakklands, er að syngja sig í hel
og leyfir engum að koma í veg fyr-
ir það.“
Piaf lést árið 1963, fjörtíu og átta
ára gömul. Hún hafði eitt sinn sagt:
„Ég þori að veðja að mikill fjöldi
verður viðstaddur jarðarför mína.“
Almenningur í París flykktist út á
götu til að kveðja spörfuglinn sinn.
í Sovétríkjunum minntust þarlend-
ir listamenn söngkonunnar með
einnar mínútu þögn. Heimurinn
syrgði söngkonu sem í söng sínum
túlkaði þjáninguna á þann hátt að
ekki var annað hægt en að leggja
við hlustir. Eitt frægasta lag hennar
ber heitið Ég iðrast einskis. Þján-
ingin, áföllin og sorgin rötuðu í
túlkun hennar og gera söng Piaf
einstakan. „Ég væri ekki Piaf nema
vegna þess sem ég hef lifað,“ sagði
hún.
„Hún er snillingur", sagði Jean
Cocteau. „Hún er óviðjafnanleg.
Það var aldrei neinn henni líkur og
það verður aldrei önnur Piaf.“
Barnabækur
frá Fjölva
Þá var
svo
gaman...
Bamabókin
Siggi hrekkju-
svín eftir Odd-
nýju Thor-
steinsson er
komin út hjá
Fjölva. í byrjun
sögunnar lýsir
Oddný ýmsum
leikjum barna í
Reykjavík í
gamla daga,
þegar krakkarnir voru mest á ferli
úti viö, eins og Parls, kýlubolta, fót-
bolta og Yfir, en síðan tekur sagan
á sig holdgervingu söguhetjanna
og verður um tíma ansi spennandi.
Bókin er í stóru broti og fagurlega
myndskreytt í fullum litum af Höllu
Sólveigu Þorgeirsdóttur.
Silfurskeiðin
Fjölvaútgáfan heldur áfram mynd-
skreyttri útgáfu á ævintýrum hins
dáða barnabókahöfundar
Sigurbjörns Sveinssonar
er lengi starfaði sem barna-
kennari í Vestmannaeyjum.
Er nú komið út ævintýrið
Silfurskeiðin sem börn hafa
fellt mörg tár yfir. Bókin
fjallar um umkomulausa
stúlku sem lendir eftir erfið-
leika á góðu heimili, en þá
er hún borin röngum sök-
um um að hafa stolið silfur-
skeið.
Margt býr í sjónum
Listakon-
an Gerð-
ur Bernd-
sen hefur
samið og
mynd-
skreytt
barnabók
sem nefn-
ist Margt
býr í sjón-
um - Ævintýri á hafsbotni.
Sagan er þannig byggð upp
að lítil stúlka að nafni Freyja
dettur í sjóinn einhversstað-
ar við Reykjanes og upplifir
hin undarlegust atvik með-
an foreldrar hennar eru að
reyna að bjarga henni.
Litla stúlkan með
eldspýturnar
Fjölvaút-
gáfan hef-
ur komist
í tengsl
við fræg-
ustu li-
stakonu
Rúss-
lands,
þeirra
sem
myndskreyta bókmennta-
verk. Flún heitir Anastasía
Arkípóva og hefur hróður
hennar borist um Vestur-
lönd eftir að járntjaldið fell.
Fjölvi gefur nú út hið undur-
fagra ævintýri H.C. Ander-
sens um Litlu stúlkuna með
eldspýturnarmeð mynd-
skreytingum listakonunnar
Arkípóvu. Það sem er sér-
stakt við þessa útgáfu Fjöl-
va á þessu ævintýri er að
öllu er lýst um tilurð þess.
Skáldið var beðið um að
semja texta með mynd á al-
manak og ritaði hann þetta
aðdáunarverða listaverk
svo að segja á örskotsstund
og þurfti ekki að breyta staf-
króki.
Margrét litla
Tvær nýja Margrétarbækur
eru komnar út hjá Fjölva.
Þær heita Margrét litla
mamma og Afmælisgjöf
Margrétar. Þetta eru litlar fallegar
bækur sem eru fremur miðaðar við
telpur. Þess var minnst í Belgíu fyrir
nokkru að 40 ár eru liðin frá því
fyrsta Margrétarbókin kom út en
hér á landi hefur Fjölvi gefið út 14
mismunandi Margrétarbækur.
B los sinn
Otrúlegur atburður gerðist fyrir 50 ár-
um. Heilli stórborg var eitt á einu and-
artaks augnabliki með einni lítilli
sprengju. Hátt í hundrað þúsund
manns létu lífið samstundis, önnur
hundrað þúsund stórsködduðust af
geislun og bruna. Víst var það heims-
frétt, þegar reginkraftur kjarnork-
unnar birtist í nær óskiljanlegri eyð-
ingu. Fjölvaútgáfan minnist nú þessa
atburðar með því að gefa út hina sí-
gildu bók Johns Herseys um hlutskipti
borgarbúa, dauða og hörmungar. Eft-
ir uppgjöf Japana fognuðu banda-
mcnn sigri en vestrænir fjölmiðlar
hirtu nánast ekkert um þjáningar eft-
irlifandi íbúa Hírósíma. Hinn banda-
ríski rithöfundur sem skráði þcssa
bók, fór sínar eigin leiðir, hann lét
stjórnast af mannúðlegum tilfinning-
um samúðar og dvaldist í nokkra mán-
uði í borginni til að taka þátt í lífi fólks-
ins og hefur jtessi bók síðar orðið
heimsfræg.
Bókin kallast í íslenskri þýðingu Berg-
þóru Sigurðardóttur læknis Biossinn -
Hírósíma borgin sem hvarf.
Utgáfutónleikar
á Bíóbarnum
Inferno 5 verður með útgáfutónleika á Bíóbamum fimmtudaginn 12.
desember í tilefni af útgáfu myndasögublaðsins Bandonnur. Þetta er átt-
unda tölublað Bandorms, en blaðið hóf göngu sína 1982 við miklar vin-
sældir og eru öll eintök uppseld af eldri tölublöðum. Infemo 5 gefur út eig-
ið fréttablað og kemur það út samhliða myndasögublaðinu og ber sama
heiti. Infemo 5 hefur hug á að stofna fríríki við landhelgismörk íslands og
er útgáfa fréttablaðsins gerð í því augnamiði að styrkja byggingu neðan-
sjávarríkisins. I blaðinu er fréttaumfjöllun af merkustu atburðum líðandi
stundar og em allar fréttir staðfestar af virðulegustu fréttastofum íslenskum
sem erlendum.
Lengi hefur verið beðið eftir framhaldinu af viðureign Hinriks heppna og
Jaffa brjálaða er nú birtist í Bandormi. Einnig em sögumarKlumbi og Húlf-
dán Uggi í blaðinu. Bandormur inniheldur eingöngu frumsamið efni eftir
þá Ómar Stefánsson og Óskar Thorarensen.
Utgefandi er bókaútgáfan Jihad.
Pat & Spessi
Gjörid svo vell JL
eru gestakokkar Matstoíunnar Á næstu grösum
í kvöld
(fimmtndag)
.. þau eru búin að undirbúa aldeilis æðislegan jólamat.
Ummmm! > Mætum og njótum þess í jólaskapi!!
Opiðfiákl. 18:00 -22:00.
Laugavegi 20b • sími 552 8410
ATH NYJUNG!
Að kveldi þriðja fimmtudags í hverjum mánuði í vetur ætlum við að fá til okkar gestakokk til að gleðja
okkur öll - kynnast einhverju nýju og spcnnandi. Spessi ljósmyndari er nr. 1.