Alþýðublaðið - 14.12.1995, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 14.12.1995, Qupperneq 16
16 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 14. - 17. DESEMBER 1995 Meistaraverk ✓ Olafur Gunnarsson skrifar Sjálfstætt fólk Ég er að lesa Sjálfstœtt fólk. Ég las þá bók í fyrsta skipti þegar ég var 19 ára og fannst eðlilegt að hún væri svona góð. Ég las hana aftur tíu árum síðar og nú í þriðja sinn þegar ég hef sjö um fertugt. Er hún virkilega svona góð? Ég held að hún sé betri. A síðu eftir síðu er Halldór að lýsa því sem ekki er hægt að lýsa og þegar maður heldur að lengra verði ekki komist, að betur verði ekki gert, þá slær Halldór okkur öllum við. Bjartur segir skilið við höfund sinn og labbar út úr höfði hans. Þetta er einna mest gaman fyrir höfund og mik- ill grís ef gengur upp. Stundum finnst mér eins og Halldór hafi ekki getað hætt heldur Bjartur tekið af honum völdin, heimtað nýja sögu og þess vegna gangi bóndinn í Sumarhúsum aftur í Jóni Hreggviðssyni. Eru þá engir gallar á Sjálfstæðu fólki? Jú, sennilega má finna þá. En varð Michelangelo á skyssa við marm- arann? Það má vel vera en ætlar ein- hver að gerast svo djarfur að herma það upp á hann? Lítum á þetta málverk úr miðri sögunni: Og áfram mjakaðist hinn litli hópur í áttina til Sumarhús- anna, menn og dýr, manndýr, fimm sál- ir. Sólin stiklar hárauð á heiðabúngun- um á þessum norðlœga vetrarmorni, sem er í raun réttri aðeins kvöld. Og þó miður dagur. Skin hennar uppljóm- ar kófmökkinn yfir heiðinni, svo hann er að sjá sem eitt óslitið eldhaf, eitt dýrindis gullbál með flceðandi logum og bragandi reykjumfrá austri til vest- urs yfir endilángri hjarnbreiðunni. Gegnum þennan gullna eld frostsins, sem við ekkert er líkjandi nema hina íburðarmestu gernínga rímnanna, þar lá þeirra vegur. Já, svona er þessi bók. Hvert sem horft er glitrar. Og mikil niðurlæging- arsaga er þetta. Allt lætur Sumarhúsa- bóndinn sér í raun og veru lynda þrátt Á hverju ári eru gefin út þúsundir skáldverka í heiminum en þær bækur sem teljast til heimsbókmennta eru svo fá- gætar að furðu sætir. Þetta eru fjörutíu stórvirki, kannski fimmtíu. Og Sjálfstætt fólk er eitt þessara verka. Hún er bók þar sem skáldið hefur báðar hendur á kafi í jörðu og virðist geta sótt þangað það sem hann vill. fyrir sjálfstæðið. Skoðum hrák hrepp- stjórans á Utirauðsmýri sem hann spýtir fyrir fætur bóndans og Bjartur virðir ekki viðlits á sínu eigin frjálsborna gólfi. Ekki furða þótt bókin sé kölluð hetjusaga. Sjálfstætt fólk er ein mesta skáldsaga allra tíma. Hún er svo góð að ég held að við höfum ekki áttað okkur á því til fulls enn þann dag í dag þótt við höfum lesið hana þrívegis. Sjálfstætt fólk er Herðubreið í Odáðahrauni. Á hverju ári eru gefin út þúsundir skáldverka í heiminum en þær bækur sem teljast til heimsbókmennta eru svo fágætar að furðu sætir. Þetta eru fjöru- tíu stórvirki, kannski fimmtíu. Og Sjálf- stætt fólk er eitt þessara verka. Hún er bók þar sem skáldið hefur báðar hendur á kafi í jörðu og virðist geta sótt þangað það sem hann vill. Og þegar Bjartur hefur tekið Ástu Sóllilju í fangið á lokasíðunni og hún hvíslar: Nú er ég aftur hjá þér, - þá eru þau þegar betur er að gáð ekki ein á ferð með börnin og gömlu konuna hana Hallberu á baki Blesa. Nei, niðrí heiðadrögunum gefur að líta töluverðan hóp sem fylgir þeim eins og af virðingu, af samstöðu. Er þetta lifandi fólk? Já, þarna er Santiagó, gamli maðurinn hans Hemingway með siglutréð um öxl. Þarna er Nicolas Vesevolvids Stavrogin úr Djöflum Do- stojevskys, tígulegur á göngunni með hvítan hatt og forstokkaða ásjónu. Þarna eru þeir Don Kíkóti og Sansjó. Og þarna er Akhab skipstjóri með skut- ulinn. Þarna eru þeir Gunnar og Njáll og Hamlet Danaprins. Og þarna ganga Vesalingarnir hans Hugo. Það er hin mikla breiðfylking heimsbókmenntanna sem fylgir þeim áleiðis í Urðarselið, þeirra næturstað. ■ kyrrstaða Umsagnir Hrafns Jökulssonar & Kolbrúnar Bergþórsdóttur um bækur 11 / 1 1 ' j }\n\ ali laíui * « £ ú mm T m i L ■ 61 w II t kri'lin Marja lialiltiMlmiir Kristín Marja Baldursdóttir: Mávahlátur Mál og menning 1995 Mávahlátur er fyrsta skáldsaga Krist- ínar Marju Baldursdóttur. Verkið er skrifað af sannri frásagnargleði, f létt- um og liprum stíl. Bókin er bráðfynd- in, en kímnin hefur stundum á sér napran blæ. Persónusköpun er einkar vel heppnuð, en persónugallerí bók- arinnar eru margbreytilegt og litríkt. Sögusviðið er sjávarþorp í upphafi sjötta áratugarins og höfundi hefur tekist að skapa trúverðugt andrúms- loft og laða stemmningar liðins tíma. Þetta er vel unnin skáldsaga, hug- myndarík, fyndin og sérlega skemmtileg. Kolbrún Bergþórsdóttir. Þór Jónsson: Á valdi örlaganna Æviminningar maestro Sigurðar Demetz óperusöngvara Iðunn 1995 Eðli málsins samkvæmt skipar tón- listin öndvegi, en Sigurður er líka hispurslaus þegar hann segir frá ástamálum og öðru einkalífi. Mér þóttu lýsingarSigurðará Evrópu milli stríða til muna forvitnilegra lesefni en frásögn af íslensku tónlistarlífi á árum kalda stríðsins. Æviminningar hans eru að nokkru marki aldarspegill: saga af vonum og vonbrigðum, sigr- um og ósigrum. Niðurstaðan er tví- mælalaust sú, að um er að ræða fróð- lega og vel skrifaða bók. Hrafn Jökulsson. Wílliam R. Hunt: Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður Björn Jónsson íslenskaði HKÁ 1995 Sú mynd sem dregin er upp af Vil- hjálmi Stefánssyni er á margan hátt heillandi. Hann var hugrakkur, sjálf- stæður og ákveðinn; lét viðteknar kenningar ekki þvælast fyrir sér og átti þessvegna mikinn þátt í að breyta hugmyndum manna um líf á norður- slóðum. Hann virðist hafa skorið sig úr hópi flestra landkönnuða með óblandinni virðingu sinni fyrir lífsstíl frumbyggja. Hrafn Jökulsson. Engin Matthías Johannessen: Hvíldarlaus ferð inn í drauminn Hörpuútgáfan 1995 „Það er aldrei nein kyrrstaða í huga hans. Allt á fleygiferð, eitt minnir á annað, jafnvel ólíklegustu viðfangsefni kveikja nýjar hug- myndir um allsendis jjarskyld við- fangsefhi....“ Svo segir á einum stað í smásög- um Matthíasar Johannessen, sem birtast í bókinni Hvíldarlaus ferð inn í drauminn. Þessi orð gætu mætavel átt við um höfund þessarar bókar. Það er engin kyrrstaða í huga hans. Þvert á móti er frásögnin oft svo víðfem og hröð að lesandinn má hafa sig allan við að skoða og velta fyrir sér öllum þeim gullmol- um sem Matthías sýnir þeim í svip áður en hann hendir næsta mola á lofti sem hefur aðra lögun og annað form. Og svo þegar Matthías hefur á snilldarlegan hátt reynt á þanþol lesandans og íslenskrar tungu til hins ýtrasta kemur næsta saga sem er svo einfaldur og ljóðrænn texti að hugurinn kyrrist og sagan seytlar inn í sálina líkt og ljúfur draumur í vöku. Matthías leikur sér með form og innihald eins og honum einum er lagið og með þessari bók áréttar enn frekar þá sérstöðu sem hann hefur meðal íslenskra skálda og rithöf- unda. Hann er í senn þjóðlegur og alþjóðlegur þegar hann velur sér viðfangsefni úl sögugerðar, fjallar um íslenskan raunveruleika og hug- arsmíð erlendra skálda og eitt leiðir af öðru þar úl allt fellur saman eins og hagleg bygging sem þar sem hver steinn styður annan. í sögum Matthíasar Johannessen skipúst á alvara og spaug og stund- um er alvaran spaugileg og spaugið alvarlegt. Til dæmis er hin örstutta saga Úr kuðungi leiftrandi af skopi en bakvið spaugið gerir Matthías stólpagrín að ýmsu því pijáli sem sumum finnst skipta afar miklu máli: ,,-og í orðuregninu miðju legg ég áherslu á að vera sólarmeg- in við regnbogann og vekja jafh- mikla athygli þar einsog í Armaní- fötum frá Karli Sœvari í ósköp- hversdagslegum kokkteil á fimm- tugsafmœli Barða frœnda. “ Það leiðist engum við lestur smásagna Matthíasar. En það var ekki ætlun- in að fjalla um hverja sögufyrir sig enda óþarfi að koma hér fram sem einhver túlkur á milli höfundar og lesenda. Lesendur Matthíasar þurfa ekki á neinum túlk að halda. Sögur hans eiga sér beina leið til móttakanda, en þœr krefjastþess að lesandinn leggi eitthvað á sig eins og jafnan þegar um góðar bók- menntirerað rœða. Bókin ersnilld- arlega vel skrifuð og afarkœrkomin hinum mörgu aðdáendum skálds- ins. Það vœri freistandi að nota þetta tœkifœri og rifja upp þœr til- raunir sem gerðar voru til að taka skáldið Matthías Johannessen af lífi á tímum kalda stríðsins. Þegar vinstri sinnaðir byltingarforingjar íslenska bókmenntaheimsins reyndu að telja fólki tríi um að rit- stjóri Morgunblaðsins gœti ekki verið gott skáld. En það verður ekki fallið fyrir þeirri freistni að sinni. Enda fór svo að lokum að þessar árásir reyndust eitt allsherjar búmmerang og þeir sem reyndu að upphefja hin „réttu" skáld með því að níða niður önnur sitja uppi með sáran hausverk og hafa lagtfrá sér kastvopnið. Sæmundur Guðvinsson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.