Vísir - 17.01.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 17.01.1976, Blaðsíða 2
Hvernig mynduð þér bregðast við þvi ef að geimfar frá annarri plánetu lenti i garðinum heima hjá yður? Jónas Jónsson. vinnur i diikk- smiöju: Ja, það skal ég ekki segja um. Liklegast myndi ég nú fara og athuga hverskonar furöu- hlutur þetta væri. Svanur llerbertsson. matreiöslu- nemi: Ja, það er nú það, er nokk- uð hægt að segja við þvi? Yrði það ekki bara allsherjar heimsendir? Égmyndi að minnsta kosti forða mér eins fljótt og mögulegt væri. Ilaukur Sævaldsson, verkfræö- ingur: Ég hugsa að ég myndi reyna að heilsa upp á þá. Ég held að það sé ekkert annað hægt að gera. Sigurrós Jóhannsdóttir, húsmóö- ir: Nú, bara taka afleiðingunum, hverjar svo sem þær yrðu. Væri nokkuð hægt að gera? Illööver örn Olason, tæknifræö- ingur: Ja, ég myndi byrja á þvi að athuga hvort ég gæti rætt viö það fólk sem þar væri, og gera viðvart um þennan atburö. Katrin Hermannsdóttir, af- greiöslustúlka : Ég býst viö að ég myndi telja þetta svo óraunveru- legt að það gæti ekki átt sér stað i raunveruleikanum. VISIB UTILOKUM ALLT SEM BRESKT ER 5780—6184 skrifar: „Ég ætla að nöldra út af þvi hvað mikið er gert af þvi að hossa bretunum hér á landi, þrátt fyrir deiluna á miðun- um. Það dynja á okkur auglýs- ingar um vikulegar Lundúna ferðir, blöðin eru full af frá- sögnumaf ensku knattspyrn- unni og sjónvarpið gefur henni' einnig góðan tima. Mér blöskrar þetta alveg, jafnvel þótt ekki væri þetta landhelgisstrið þá finnst mér §■■■■■■■■■■■■■■■■■1 of mikið um þetta efni. Þá vil ég einnig skora á al- menniiig að kaupa ekki bresk- ar vörur. Ég skil raunar ekki hvers vegna ekki eru stofnuð allsherjar samtök til að úti- loka hér allt sem breskt er. Almenningur ætti að vera samstilltari um þessi mál, hann getur það jafnvel þótt rikisstjórn og ráðamenn geti ekki beitt sér fyrir þvi. Við ættum að sýna bretum að við getum alveg lifað án þess sem breskt er þótt þeir telji sig ekki geta lifað nema ræna frá okkur lifsbjörginni.” wmmnmam Nefskatt af sjónvarpinu Jón Þorgeir Guðmundsson skrifar: „Mig langar að minnast nokkrum orðum á dagskrá hljóðvarps og sjónvarps. Fyrst er þá hljóðvarpið. Mér finnst allt of mikið um sinfóniur, það ætti fremur að vera meira um léttari músik t.d. harmonikulög, kórsöng, einsöng, tvisöng og lúðrasveit- ir. Einnig finnst mér að ætti að vera meira um samtalsþætti við fólk af landsbyggðinni, bæði til sjávar og sveita. Einn- ig fleiri leikþætti. Þá er það sjónvarpið. Þar eru oft á tiðum eldgaml- ar biómyndir og þrautleiðin- legar. Svo eru það þessi efni sem eru endurtekin hvað eftir annað. Allskonar samtals- þættir, leikrit og margt annað fleira. Siðast en ekki sist eru það auglýsingarnar. Þær eru það versta sem sjónvarpið sýnir, alltaf sömu auglýsingarnar dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Ég held að fólk taki litið eftir þessum auglýsingum siendur- teknum, en ég skil ósköp vel að sjónvarpið græðir á þeim. Mér finnst alveg nóg að borga afnotagjöldin, þau eru ekki það lág, en svo er verið að tala um að hækka þau á þessu ári um 10%. Ég væri þvi meðmæltur að tekinn væri nefskattur af öll- ,um karlmönnum og konum sem vinna, en lækka afnota- gjöldin. Þá kæmu miklu meiri peningar inn. En auðvitað yrði þá efni sjónvarps og hljóðvarps að batna mikið.” Álitshnekkur fyr- ir hjálparsveitino Reykvikingur skrifar: „Frá þvi að Hjálparsveit skáta var stofnuð og fór að láta að sér kveða við björgun- arstörf, og leit að tindu fólki hér i Reykjavik og viða, hef ég alltaf dáðst að sveitinni og meðlimum hennar. Hef ég oft óskaö þess, að ég væri orðinn ungur aftur og kominn i þenn- an kjarkmikla hóp, sem veigr- ar sér ekki við að fara út i alls- konar veður til að aðstoða ná- ungann. En nú i seinni tið hefur hrifning min á hjálparsveit- inni heldur dvinað, og er þar um að kenna frekju og rudda- skap meðlima hennar i sam- bandi við flugeldasölu sveitar- innar um áramótin. Inn á þann markað, SEM AÐRIR HöFÐU, ruddist Hjálparsveitin fyrir nokkrum árum hér i Reykjavik, og hefur siðan beitt óllum tiltæk- um ráðum til að aörir komist ekki þar inn. Hef ég orðið vitni að þvi að meðl. sveitarinnar hafi komið inn i húsnæði, þar sem lítið iþróttafélag, eða deild innan iþróttafélags, var með flugeldasölu, og gengið þar um með slikar hótanir og dónaskap, að ég hef sjaldan heyrt annað eins. Hrifningin dvinar Siðan hef ég fylgst með að- gangi sveitarinnar um hver áramót, og hefur hrifning min dvinað að sama skapi ár frá ári. Um þessi áramót þótti mér þó keyra um þverbak eft- ir þvi sem ég sá i blöðunum og frétti, og yfir alla þjófabálka tók i lesendabréfi i Visi s.l. miðvikudag. Þar skrifar einn meðlimur sveitarinnar, og sýnir þar glöggt innrætið. Hrósar hann þar Hjálparsveitinni fyrir þá miklu fórnfýsi að hjálpa Ar- bæingum íóveðrinu dögunum — þvi sama fólki og hafi ekki viljað kaupa flugelda af Hjálparsveitinni um siðustu áramót. (?) Talar hann um að iþróttafé- lagið i Arbæjarhverfi hafi ekki kallað út sinn mannskap til að hjálpa blessuðu fólkinu, og þvi siður afþakkað hjálp sveitar- innar á „þeirra félagssvæði”. Þetta bréf er slikur álits- hnekkur fyrir Hjálparsveitina aö minu viti að ég fæ ekki orða bundist. 1 þvi er ekkert nema hroki og dulbúnar hótanir i garð þeirra, sem fóru inn á „markað” sveitarinnar i Ar- bæjarhverfi um siðustu áramót, og voru óhræddir við aö bjóða skátunum byrginn. Ég held að skátarnir eigi að fara heldur hægar i sakirnar, og bjóða réttláta og heilbrigða samkeppni i flugeldasölunni, i stað þess að vera með hótanir oglæti. Flugeldum hefur verið skotið utn áramót hér á ís- landi i mörg ár, en það löngu áður en skátarnir byrjuðu að selja þá. Þeir fóru þá inn á „markað” annarra, einsog t.d inn á minn eigin markað, (ég er gamall verslunarmaður). Þvi held ég að þeim væri fyrir bestu að skemma ekki meira fyrir sér meðal almennings með þessu brambolti sinu og frekju, en þegar er orðið.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.