Vísir - 17.01.1976, Blaðsíða 5
vism Laugardagur 17. janúar 1976.
5
— Mmmmmmm
— Ahhh, þetta var gott.
— Nammi, nammi namm.
— Er maðurinn vitlaus að trufla mig meðan ég er að borða?
— Biddu aðeins góði.
— Aha, pönnukökur.
— Jú, þessi er ágæt. Nóg sulta.
LÉTTUR
Joseph LunS/ fram-
kvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins er ákaflega
skemmtilegur maður og
bráðfyndinn. Hann er enda
í miklu uppáhaldi hjá
fréttamönnum, sem þykja
fundir með honum þeir
skemmtilegustu sem þeir
sækja.
Af honum eru auðvitað sagðar
margar sögur. Eitt sinn er hann
var i heimsókn i Rússlandi sat
hann veislu þar sem honum var
meðal annars borinn kaviar og
ákaflega ljúffengt rússneskt
kampavin. Honum þykir hvort-
tveggja mjög gott.
begar hann kom á hótelher-
bergið sitt um kvöldið, gekk hann
að einu málverkenna sem her-
bergið var skreytt með og sagði
stundarhátt: — Mikið vildi ég að
• ég gæti haft með mér nokkur kiló
af kaviar og kassa af kampavini
þegar ég fer heim.
Þegar hann kom út á flugvöll
daginn eftir, voru þar fyrir
nokkrir brosleitir embættismenn
sem færðu honum að gjöf nokkur
kiló af kaviar og kassa af kampa-
vini. Þá glotti framkvæmda-
stjórinn, öryggisverðir hans
höfðu nefnilega strax fundið
hljóðnemana sem rússneksa
leyniþjónustan faldi á bak við
málverkið.
Ljósmyndarar eru mikið hrinf-
ir af Luns þvi hann gerir sér far
um að leyfa þeim að taka
skemmtilegar myndir. Gulldós-
irnar sem hann geymir sakkarin-
ið sitt i eru löngu frægar orðnar,
eins og gullslegna vasaúrið.
Luns brást ekki ljósmyndurum
fremur en endranær á fundinum á
Sögu á fimmtudaginn. Hann
borðaði þar rjómapönnukökur
með góðri lyst en herskari ljós-
myndara smellti sem óðast. Með-
al þeirra var Loftur Asgeirsson,
ljósmyndari Visis sem tók þessar
myndir.
Og þar sem fundurinn fjallaði
um landhelgismálið og þessar
mýndir eru i léttum dúr, látum
við fylgja nokkrar skopteikningar
úr breskum blöðum.
— ÓT.
Bresk húsmóðir við
son sinn: — Mér er
fjandans sama um allt
stjórnmálasamband.
Þú borðar þennan
þorsk og ekkert rövl.
— Engar alvarlegar skemmdir herra. Bara
ferleg ólykt.
MINI5TRY OFAG.m <£ FOOO
— Hvað þurf um við að færa landhelgina mikið
út til að ná Islandi með?