Vísir - 17.01.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 17.01.1976, Blaðsíða 9
9 VTSIR Laugardagur 17. janúar 1976. Það eru vist fáir is- lendmgarnir, sem ekki kannast við Eirík Kristófersson, fyrrver- andi skipherra. Orðstir sá sem hann gat sér i fyrsta þorskastriðinu lifir lengi. Enda gengu sögur af viðskiptum hans við breska veiði- þjófa og herskipamenn fjöllunum hærra. Eirikur er vel ern og fylgist gaumgæfilega með þvi sem nú er að gerast i landhelgismálinu, engu siður en hann gerði meöan hann sjálfur stóð i eldlinunni. Maður sem stendur i hans sporum hefur þvi eðlilega frá miklu að segja um landhelgis- baráttuna fyrr og siðar. Það er þvi forvitnilegt að sækja hann heim og spyrja um viðhorf hans til viðburða liðandi stundar jafnframt þvi, sem hann segir frá þeim timum er hann sjálfur háði hildi við breta. Baráttan er öðruvisi nú „Baráttan er að sumu leyti harðari nú en þegar ég var á varðskipunum. I fyrsta þorska- striðinu beittu bretar togurun- um meira til ásiglinga en þeir gera núna.” Þetta segir Eirikur þegar hann er spurður að þvi hvort honum finnist þorskastriöið vera haröara nú en á árunum 1958 til 1960. „Þeim var illa við þetta tog- urunum, héldu að við myndum erfa þetta við þá siðar meir. Þeir sögðu okkur það iðulega, skipstjórarnir, að þeir gerðu þetta ófúsir en þeim væri skipað að gera þetta. Herskipin hófu lika ihlutun sina fyrr en þau gerðu nuna. Strax á fyrsta degi útfærslunnar ösluðu þau inn i iandhelgina. Um jól voru búin að vera tutt- ugu skip á miðunum.” Oft voru byss- urnar mannaðar Mönnuðu herskipin byssurnar oft? „Byssurnar voru mjög oft mannaðar. Að visu skutu þeir aldrei en i flest skiptin hótuðu þeir að skjóta á okkur. Það var haft eftir bretum að islendingar væru svo heimskir að þeir kynnu ekki að hræðast byssur. Eitt sinn sigldi eitt stærsta herskipið framhjá með allar byssur mannaðar. Menn voru með gasgrimur og þeir gættu þess að beina byssunum alltaf þannig að við sæjum beint i byssuhlaupiö. Einn yfirmannanna kaliaði, — ef þið skjótiö þá skjótum við á móti. Og ég sagði til þess að ergja þá: „Farið varlega með byssuhólkana þið gætuð meitt ykkur á þeim.” Það var eins og kjálkarnir á þeim sigju niður af undrun, en enginn sagði orö”. Ekki lengur hægt að lita upp til breta Eru breskir herskipamenn góðir sjómenn? „Ég býst við þvi. Sumir eru að visu litt vanir en aðrir þjálfaðri. Hér áður og fyrr voru bretar taldir góðir sjómenn og maður leit upp til þeirra. Nú er það ekki hægt lengur. Einungis fyrir þá sök að nú reyna þeir að ljúga upp hlutun- um. Þeir standa að ásiglingum en reyna að þræta fyrir það. Það er vert að minna á islenska málsháttinn. Sá er drengur er við gengur. Það virðist þvt sem svo að hin rómaða breska sjéntilmennska sé að hverfa. Kannski aö svo verði að vera.” Er það hugsanlegt að árekstrarnir verði fremur af slysni en ásetningi? „Það er til i þvi að þeir verði af slysni. En það sem maður sér af myndum bendir til að þetta sé ásetningur breta. Það er augljóst mál að við viljum ekki láta skemma okkar skip, þar sem við eigum svo fá. Bretar geta hins vegar alltaf skipt um skip, þeirra floti er svo stór.” Þá voru ekki til neinar klippur t fyrsta þorskastriðinu voru ekki til neinar viraklippur, hvaða vopnum beittuð þiö mest? „Við þóttumst ætla um borð i togarana og taka þá. Og reynd- ar náðum við nokkrum togur- um. Fyrsta togaranum sem viö „Það gerðist sunnudaginn áður en þorskastrfðið hófst árið 1958, að prestur einn i Grimsby baö þess I kirkju sinni aö mig myndi ekkert illt henda í þorskastriðinu”: náðum, tókum viö rétt hjá tveimur herskipum. Reyndar tók okkur fimm sólarhringa að ná honum. Við þurftum nefnilega að fá leyfi frá London! Þanrug var, að Anderson, sem var yfirmaður herskipanna á miöunum, hafði lofað okkur þvi að þau skip sem við tækjum fyrir innan fjögurra milna mættum við taka án afskipta herskipanna. Nú stóð svo á að Anderson var i London og það þurfti að fá staðfesthjáhonumhvortégfæri með rétt mál. Þegar i hann náðist var hann sá maður að standa við það sem hann hafði lofað.” Ekki hægt að kalla þetta varðskip Stæröarmunurinn milli bresku herskipanna og islensku varðskipanna hefur ekki verið siðri en þá. „A nútima visu er ekki hægt að kalla neitt varðskipanna þvi nafni nema Þór. Þetta voru allt litlar fleytur nema hann og Ægir, sem var úreltur og ferðlit- ill. Búnaðurinn var langt frá þvi, að vera neitt sambærilegur miöað viö það sem gerist nú og gengur á varðskipunum. Stærðarmunurinn á varðskip- unum og bresku herskipunum var meiri en nú. Það sést á þvi að Öðinn var 72 tonn, Sæbjörg 70, Maria Júlia 130, Ægir gamli var 500 tonn og loks Þór sem enn er i notkun, 700 tonn. Ég var á Þór á meðan á átök- unum stóö, eða til þess dags aö nýi óðinn kom til landsins. Þá var striðinu að miklu leyti lok- ið.” Meiningin var að selja sig dýrt Voruö þið aldrei hræddir um lif og limi meðan á átökunum stóð? „Við vorum aldrei beint hræddir. Einu sinni var það samt ásetningur bretanna að sökkva okkur. Þá réðustá okkur 13 togarar, og gátu króað okkur af. Enginn vildi byrja fyrstur. „Þaö virðist þvi sem svo aö hin rómaða breska sjentilmennska sé að hverfa. ■ vera.” ■ Kannski að svo þurfi að Þeir beindu stefninu að okkur. Ég lét hins vegar menn mina bera kúlur að byssunni. Meiningin var að selja sig eins dýrt og hægt væri. Sfðan kallaði ég til þeirra að sá sem fyrstur reyndi ásiglingu fengi skot i brúna. Herskipin voru, er hér var komið sögu, langt frá. En þegar þetta gerðist, kölluðu togararnir á herskipin og sögðu að þau mættu sjá um framhaldið, og fóru siðan. Grimsby prestur bað fyrir mér „Það geröist sunnudeginum áður en þorskastriðiö hófst árið 1958 að prestur einn i Grimsby bað þess i kirkju sinni að mig myndi ekkert illt henda i þorskastriðinu. Astæðan var sú, að kvenfélag yfirmanna á breska togara- flotanum óskaði eftir þessu. A þeim tima var mönnum það i fersku minni er við á Þór björg- uðum áhöfninni á togaranum Northern Crown sem sökk norö-vestur af Eldey 11. október það ár. Ég gæti trúað að þetta þætti ótrúlegt núna i Englandi." Þetta sagði Eirikur Kristó- fersson þegar við spurðum hann hvernig sambúðin hefði verið viö hinn almenna breta og breska sjómenn. „Þó að islendingar og bretar elduðu grátt silfur saman, voru aðra stundina engin illindi. Jólin 1958 fékk ég jólakort frá 19 her- skipum af þeim tuttugu sem voru búin að vera á lslandsmið- um frá upphafi þorskastriðsins. Einnig fékk ég jólakort og bref frá ýmsum togaraskip- stjórum, öll vingjarnleg. Og eftir aö þorskastriðinu lauk var sent varðskip eftir mér og breski flotinn bauð mér til Bretlands. Með þessu hafa þeir viljaö sýna að allar væringar væru búnar. Sigrum bretana í taugastriði En hvernig list þér á fram- hald i landhelgisdeilunni? „Það er fyrst hægt að fara að tala um samninga ef togararnir fara út fyrir fimmtiu milurnar og herskipin út fyrir tvö hundr- uð, það er mín skoðun. Ég hef alltaf talið að við ætt- um að leggja áherslu á tauga- striðið, þeir þola það bretarnir verr en margt annað. Við stöndum þeim jafnfætis i þeimefnum, þó okkur takist það ekki á öðrum sviðum.” — EKG „Ekki hœgt að líta upp til breta lengur" — segir Eiríkur Kristófersson fyrrverandi skipherra

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.