Vísir - 17.01.1976, Blaðsíða 18

Vísir - 17.01.1976, Blaðsíða 18
c Laugardagur 17. janúar 1976. vism j Útvarp, kl. 20.50: Gamla Gúttó, horfin menningarmiðstöð: „Geri tilraun til þess að reisa húsið við" — segir Pétur Pétursson um fyrsta hluta þóttar síns í kvöld „Ég geri tilraun til þess að reisa húsið við, svona í þykjustinni eins og maður segir, og gerir það í nokkr- um þáttu", sagði Pétur Pétursson þegar við spjölluðum við hann. Pétur sér um þátt í út- varpinu í kvöld sem heitir „Gamla Gúttó, horfin menningarstöð". Fyrsti hlutinn verður á dagskrá í kvöld. „Ég á þarna oft leiö iramnjá, þar sem nú er komiö plan og blla- stæöi alþingismanna, og mér fannst þaö ekki ómaksins vert að leita uppi heimildir um hlutverk þessa húss, þar sem segja má að allir straumar mannlifsins hafi mæst”, sagði Pétur um Gúttó. ,,Þarna var Háskóli má segja”, heldur Pétur áfram. ,,Þvi þarna voru fluttir mjög margir fyrir- lestrar af merkum mönnum. Úr Gúttó má rekja rætur bæði Þjóö- leikhússins og Leikfélagsins, stúkufundir voru haldnir og húsið var nokkurs konar ráðhús, þvi bæjarstjórnin hafði aðsetur sitt i þvi nokkurn tima.” Þeir sem koma fram i þessum fyrsta þætti, eru meðal annars Vilhjálmur Þ. Gislason, Sveinn Skorri Höskuldsson, Þóra Borg og fleiri. Og það verður gaman að heyra hvaða hlutverki þetta litla og lágreista hús gegndi I bæjarlif- inu i kvöld klukkan 20.50. — EA » Pétur Pétursson gerir til- raun til þess að reisa gamla Gúttó við „svona i þykjust- inni” i þætti sinum i kvöld. „Himinninn er að hrynja" Sjónvarp, sunnudag, kl. 21.50: „Himinninn er að hrynja” heitir tt. þátturinn i leikrita- flokknum Valtir veldisstólar. Þátturinn veröur sýndur annaö kvöld. Um þennan þátt segir: „Fyrri heimsstyrjöldin skellur á sið- sumar 1914. Rússar dragast brátt inn i átök viö þjóöverja og austurrikismenn. Þeir fara mjög halloka fyrir þjóðverjum, enda eru rússnesku hermenn- irnir mjög illa búnir.” „Heima fyrir hefur keisara- drottningin raunverulega tekið við stjórninni með aðstoö gæð- inga sinna og munksins Raspú- tins.sem er átrúnaðargoð henn- ar. Nikulás keisari tekur sjálfur við stjórn heraflans og er þvi löngum aö heiman. Þaö gerir andstæðingum hans hægara um vik. Þegar styrjöldin hefur stað- ið I tvö ár og keisarinn litur yfir rúmlega 20ára valdaferil, verð- ur honum ljóst, að flest hefur mistekist af þvi, sem hann ætl- aði sér.” — EA Valtir veldisstólar eru á dagskrá annað kvöld. Hér eru John Phillips f hlutverki Nikulásar stór- hertoga og Charles Gray 1 hlutverki Rodzianko. Laugardagur 17. janúar 17.00 iþróttir. Umsjónar- maöur ómar Ragnarsson. 18.30 Dóminik. Breskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. 10 þáttur. Fjölskylduvinir. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 19.00 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Læknir i vanda. Breskur gamanmyndaflokkur. Lokaþáttur. Aðalstign innan seilingar. Þýðandi Stefán Jökulsson. 20.55 Nordjass. Norræni jass- kvintettinn leikur nútima- jass. Þýðandi Jón Skapta- son. (Nordvision-Danska sjónvarpið) 21.35 Góörarvonarhöföi. Heim ildar- mynd um dýralif á suöur- odda meginlands Afriku. Fyrir mörgum árum var dýrallfi útrýmt á þessum slóðum, en nú hefur dýra- stofnum veriö komið upp á nýjan leik. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.00 Fahrenheit 451. Bresk biómynd frá árinu 1966, byggö á samnefndri sögu eftir Ray Bradbury Leikstjóri er Francois Truffaut, en aðalhlutverk leika Julie Christie og Oscar Werner. Myndin gerist einhvern tfrna I framtlðinni. Bækur eru bannaöar. Montag hefur það starf með höndum að leita uppi bækur og brenna þær. Dag nokkurn vaknar áhugi hans á bóklestri. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 23.50 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 18.janúar 1976 18.00 Stundin okkar. Meðal efnis er 5. þáttur mynda- flokksins um litla hestinn Largo. Bangsi, sterkasti björn i heimi, og vinir hans halda áfram leitinni aö fjár- sjóðnúm, og endursýnd verður mynd frá 1971 af skemmtisiglingu KFUM drengja með Gullfossi upp i Hvalfjörð. Umsjónarmenn Hermann Ragnar Stefáns- son og Sigriður Margrét Guðmundsdóttir. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. Iilé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Birta. Leikrit eftir Er- ling E. Halldórsson. Frum- sýning. Leikstjóri Þorsteinn Gunnarsson, Leikendur Ingibjörg Jóhannsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Mar- grét ólafsdóttir, Jón Hjart- arson, Jón Júliusson og Guðrún Þ. Stephensen. 21.20 Úr sögu jassins.6. þátt- ur. „Jam-session”. I þess- um þætti koma fram Count Basie, Jo Jones, Albert Nicholas, Billie Holliday, Dizzie Gillespie og fleiri. Þýðandi Jón Skaptason. (Nordvision-Danska sjón- varpið). 21.50 Valtir veldisstólar. Breskur leikritaflokkur. 11. þáttur. Himinninn er að hrynja. Fyrri heimsstyrj- öldin skellur á siðsumars 1914. Rússar dragast brátt inn i átök við Þjóðverja og Austurrikismenn. Þeir fara mjög halloka fyrirÞjóðverj- um, enda eru rússnesku hermennirnir mjög illa út- búnir. Heima fyrir hefur keisaradrottningin raun- verulega tekið við stjórninni með aðstoð gæöinga sinna og munksins Raspútins, sem er átrúnaðargoð henn- ar. Nikulás keisari tekur sjálfur við stjórn heraflans og er þvi löngum að heiman, og gerir það andstæðingum hans hægara um vik. Þegar styrjöldin hefur staðið i tvö ár og keisarinn litur yfir rúmlega 20 ára valdaferil, verður honum ljóst, að flest hefur mistekist af þvi, sem hann ætlaði sér. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 22.40 Að kvöldi dags. Sigur- geir Guðmundsson skóla- stjóri i Hafnarfirði flytur hugleiðingu. » 22.50 Dagskrárlok. Laugardagur 17. janúar 7.00 Morgúnútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunlcikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl 8.45. Kristin Sveinbjörns- dóttir les „LIsu og Lottu” eftir Erich Kastner i þýðingu Freysteins Gunnarssonar (10) Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. óskalög sjúklinga kl. 10.25. Kristin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.