Vísir - 17.01.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 17.01.1976, Blaðsíða 3
3 vism Laugardagur 17. janúar 1976. Nú er gripið til aðgerða, sem fyrst var rœtt um eftir ór í síðustu deilu — segir Geir Hallgrímsson forsœtisróðherra Stjórnmálaslit við breta koma til fram- kvæmda innan viku, ef breska rikisstjórnin hefur ekki áður kallað herskip sin út fyrir 200 sjómilna fiskveiði- mörkin. Rikisstjórnin kemur saman til fund- ar á mánudag. t»á verður væntanlega tek- in endanlega ákvörðun um þetta efni. Geir Hallgrimsson sagði á fundi með fréttamönn- um i gær, að hann teldi, að þessi yrði fram- vinda landheigismáls- ins næstu daga. Forsætisráðherra sagðist vona, að breska stjórnin endur- skoðaði afstöðu sina, Luns, framkyæmdastjóri Atiantshafs- bandaiagsins, myndi greina rikisstjórnum allra Atlantshafs- bandalagsþjóðanna frá hug- myndum sfnum um málið, eftir viðræðurnar hér. Fyrst og fremst myndi hann þó skýra bresku stjórninni frá þeim, en hann hefði engin bein skilaboð frá islensku stjórninni. Bretar fá tækifæri til að kalla herskipin út Aðspurður sagði Geir Hall- grimsson, að með þvi að haga stjórnmálaslitum á þennan veg, væri verið að gefa bretum tæki- færi til þess að halda stjórn- málasambandinu áfram. Það væri i höndum bresku stjórnar- innar, hvort þessi ákvörðun kæmi til framkvæmda. Stjórn- málasambandið myndi ekki rof- ið, ef herskipin færu út fyrir næstu helgi. Með þessu móti væri verið að gera tilraun til þess að fá bresku stjórnina til að draga herskipin út. Forsætisráðherra sagði, að deilan væri komin á það stig, að heiðurs okkar vegna hlytum við að beita nú þessari alvarlegustu og sterkustu aðgerð, en þó með þeim hætti, að það væri á valdi breta, hvort af stjórnmáiaslit- um yrði. Talsmenn bresku stjórnarinnar hefðu ávallt sagt, að þeir hörmuðu ef deila þjóð- anna þyrfti að leiða til stjórn- málaslita. Nú yrði á það reynt. Staðan til samninga þröng Geir Hallgrimsson sagði, að rikisstjórnin hefði ávallt lýst yf- ir þvi, að hún væri reiðubúin til viðræðna, ef bretar létu af hernaðarihlutun sinni. Slikar viðræður yröu að fara fram'á jafnræðisgrundvelli. Hann væri ekki fyrir hendi, þegar annar aðilinn beitti herstyrk sinum. Ráðherrann sagði hins vegar, að staðan til samninga væri mjög þröng. Samningaviðræður yrðu efalaust mjög erfiðar, ef til þeirra kæmi. Hann sagði, að is- lendingar gætu ekki lofað að hætta að áreita breska land- helgisbrjóta, þó að bresku her- skipin færu út fyrir landhelgis- mörkin. Segjum okkur hvorki úr Nato né Sþ. Forsætisráðherra sagðist vera andvigur öllum hugmynd- um um úrsögn úr Atlantshafs- bandalaginu. Við hefðum kært ofbeldisaðgerðir breta fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna án þess að ráðið tæki af- stöðu. tslendingar myndu ekki segja sig úr samtökunum, þó að öryggisráðið hafi ekki veitt okk- ur nægjanlegan stuðning. Á hinn bóginn sagði ráðherr- ann, að rikisstjórnin myndi eðli- lega ihuga afstöðu sina til þess, hvernig þátttöku okkar yrði háttaö með tilliti til þess, hvernig þær brygðust við. Geir Hallgrimsson sagði, að hann liti svo á, að bretar myndu ekki koma með þessum hætti fram við aðra þjóð en þá, sem væri vopnlaus. Það væri rökrétt afleiðing af ofbeldisverkum breta að beina aðgerðunum fyrst og fremst gegnþeim sjálf- um, ekki sist til þess að leggja áherslu á aögerðir okkar innan Sameinuðu þjóðanna og At- lantshafsbandalagsins. Hann sagðist ennfremur vonast til að burtköllun breskra herskipa myndi leiða til friðsamlegrar lausnar á deilunni. Aðgerðir nú eftir 3 mánuði, sem fyrst var rætt um eftir ár i siðasta þorskastriði Ráðherrann lagði rika áherslu á, að við mættum ekki vera of óþolinmóðir i barátt- unni. Aðeins væru liðnir tveir mánuðir siðan samningarnir við breta hefðu fallið úr gildi og þrir mánuðir siðan 200 milna lögsag- an kom til framkvæmda. Hér væri þvi um miklu mun hraðari atburðarásen 1958 og 1972. Deil- an 1958 hefði staðið i þrjú ár og eftir útfærsluna 1972 hefði liðið rúmt ár, áður en aðgerðir af þvi tagi, sem nú væri gripið til, hefðu verið nefndar á nafn. Við þyrftum nú bæði á þolinmæði og þolgæði að halda. Um fram allt mættum við ekki rasa um ráð fram. Þetta er timabundin deila. Bretar sjálfir hlynntir 200 milna efnahagslögsögu Geir Hallgrimsson sagði, að þetta væri öðrum þræði tauga- strið. Að svo miklu leyti sem það væri rétt yrðum við að halda taugum okkar sjálfra i lagi. Timinn ynni með okkur. Þetta væri timabundin deila. Bretar hefðu sjálfir lýst fylgi við 200 sjómilna efnahagslögsögu. Aðspurður sagði forsætisráð- herra, að samkvæmt varnar- samningnum væri ekki grund- völlur til þess að óska eftir að- gerðum af hálfu varnarliðsins. Hann sagði hins vegar, að varnarliðið hefði augljósar varnarsky ldur samkvæmt varnarsamningnum innan viðurkenndra alþjóðareglna. 1 framhaldi af þvi sagði ráðherr- ann aðspurður, að það kæmi til greina að óska eftir aðstoð varnarliðsins til þess að gæta öryggis islendinga innan fjög- urra mllna landhelginnar, ef um itrekaðar ofbeldisaðgerðir af hálfu breta yrði að ræða innan þeirra marka. Loks ræddi ráðherrann að- spurður um mótmælaaðgerðir þær, sem fram hafa farið að undanförnu. Hann sagði, að þær hefðu farið friðsamlega fram, en þær gætu verið andstæðar is- lenskum hagsmunum. 1 þvi sambandi vildi hann benda á, áð reynslan erlendis frá sýndi, að öfgahópar tækju slikar aðgerðir yfir og beindu þeim siðan gegn upphafsmönnunum, sem farið hefðu af stað með friðsamlegu hugarfari. Sólfrœðinemi sýnir hjó arkitektum Guðmundur Björgvinsson opn- ar i dag klukkan 14 málverkasýn- ingu i sýningarsal Arkitekta- félags islands að Grensásvegi 11 i Reykjavik. Þar sýnir hann 42 penna- og pastelteikningar, og eru þær allar til sölu. Sýningin verður opin til 25. þessa mánaðar, klukkan 14 til 22 daglega. Guðmundur er 21 árs gamall, og stundar nú nám i sálarfræði og listum við háskóla i Bandaríkjun- um. Óli i Fitjakoti biður Bör Börson jr. um smáián fyrir sig og fjölskyldu sina, en gengur illa. Frá vinstri: Fjalar Sigurðsson, Þórhallur Gunnarsson, Sigurður Grétar Guðmundsson og Siguröur Jóhannes- son. BÖR GENGUR VEL Gamanleikritið Bör Börson júnior hefur gengið afburða vel i Kópavogi. 24 sýningar hafa verið á leikritinu, og áformað er að sýna það áfram til næstu mánaðamóta. Það er Leikfélag Kópavogs sem sýnir Bör, i Félagsheimilinu. Næsta sýning leikritsins verður á morgun, sunnudag kl. 3. — ÓH Hœlta að reykja - jwtt jieir reyki Ný aöferö til að hætta reyking- um hefur nú veriö fundin upp. Ný- lega komu á markaöinn hériendis sigarettumunnstykki sem eiga að auðveida fólki að fara i tóbaks- bindingi. Nefnist þessi aðferð MD 4. Munnstykkin eru fjögur og draga 'mismunandi mikið úr magni skaðlegra efna sigar- ettunnar. Þannig tekur 1. munnstykkið 30% nikótins og tjöru og það siðasta 80% þessara efna. Hvert munnstykki á að nota i tvær vikur og tekur þvi um tvo mánuði að undirbúa iikamann undir það að reykingunum sé alveg hætt. Að sögn Þórunnar Haralds- dóttur sem hefur notaö þessi munnstykki i rúman mánuð, eru áhrif þeirra töluverð og fer þörfin eftir sigarettu dvinandi eftir nokkurn tima. Hún sagðist ekki geta imyndað sér annað en að auðvelt sé að hætta að reykja þegar timinn er útrunninn, ef viljinn er fyrir hendi. Þórunni fannst munnstykkin draga nokkuð úr bragði sigarettunnar og þvi stundum freisting að sleppa þvi, en aðferðin byggist á þvi að munnstykkið sé alltaf notað. Ekki orð Knúts Vegna fréttar af fundi um Kröfluvirkjun hjá Verk- fræðingafélaginu i VIsi i gær, hafði Knútur Otterstedt raf- veitustjóri samband við blaðið, og bað um að tekið yrði fram, að það væru ekki hans orð að Kröfluvirkjun væri óþörf. Knútur sagði að á fundinum hefði hann fyrst og fremst verið að gera grein fyrir þeim gifurlegu greiðsluerfiðleikum, sem þessi virkjun mundi eiga við að glima á næstu árum. -ÓH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.