Vísir - 17.01.1976, Blaðsíða 4
Laugardagur 17. janúar 1976. vism
T
Kúrinn i Stóra-Núpskirkj-
unni, sem Kögnvaldur
Ölafsson teiknaöi, Bjarni á
Galtafelli smiðaöi og
Ásgrimur Jónsson réð lit-
unum i. Eftir'hann er altar-
istaflan.
Hugvekja Kirkjusiðunnar i
dag er eftir sr. Sigfinn Þor-
leifsson sóknarprest i Stóra-
Núpsprestakalli.
Hann er fæddur 1.9. 1949 i
Reykjavik, sonur Þorleifs
Jónssonar, fyrrv. sveitar-
stjóra og Hrefnu Eggertsdótt-
ur. Æsku- og uppvaxtarár á
Eskifirði, þar sem foreldrar
hans voru búsettir. Stundaði
nám í Menntaskólanum á
Akureyri frá 1964—1967,
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavik árið 1968. Innritað-
ist sama ár i Guðfræðideild
H.Í., cand.theol þaðan i mai
1973. Framhaldsnám i guð-
fræði við Guöfræðideild Edin-
borgarháskóla, New College,
háskólaárið 1973—1974. Settur
sóknarprestur i Stóra-Núps-
prestakalli frá 1. júli 1974.
vigður í Skálholtsdómkirkju
21. sama mán. Fékk veitingu
fyrir Stóra-Núpi frá 1. des.
1974.
Kona, 26. des. 1968, Bjarn-
heiður K. Guðmundsdóttir, lif-
fræðingur. Börn: Hrefna ösp,
f. 23.9. ’69, Guðmundur, f. 2.9.
1974.
í samfélagi hraða og kröfu-
gerða, þar sem timinn er pen-
ingar, er leitað átakalausra
lausnarleiða og þess krafist, að
Guð sanni sig án tafar með
táknum og stórmerkjum. Guðs-
þjónustan, veisluboð Gu*s,
gerir aftur á móti tilkall til
manna, að þeir stigi af hring-
ekjunni og gefi sér tima með
Guði i samfélagi tilbiðjenda, i
bæn og ihugun guðsorðs.
Oss þykir oftlega sem dagleg-
ar annir banni oss aðsækja Guð
heim á helgum degi. Og vist get-
ur mönnum verið varnað að
sækja guðsþjónustur, enda
sagði Jesús: Hvildardagurinn
varð til mannsins vegna og eigi
maðurinn vegna hvildardags-
ins, svo að mannssonurinn er
jafnvel herra hvildardagsins.
En samt — ein klukkustund á
helgum degi er ekki mikil fórn
af vorri hálfu, heldur er hún
miklu fremur gjöf Guðs, ekki
vegna ræðu prestsins eða vors
eigin framlags, heldur vegna
þess að Guð er þar, og hann býð-
ur til sin öllum, og þreyttum
veitir hann hvild.
Hraðinn og spennan elur af
sér þreytu, sem jafnvel svefninn
getur ekki eytt, fyrst og fremst
vegna þess að þreytan sjálf
heldur aftur af svefninum. Og
hvildarþörfin rétt eins og trúar-
þörfin er mikil, og það er heill
iðnaður, sem býður fram fljót-
virka hjálp svefnmeðala og ró-
andi lyfja, En lyf leysa aldrei
fullkomlega vandamál þreyt-
unnar, heldur slá henni aðeins á
frest.Hvað er það þá, sem veitir
varanlega hvild friðlausum og
þreyttum manni? Hvernig get-
um vér öðlast hvild, sem felst i
þvi að vér leggjum frá oss allt:
vinnuna og áhyggjurnar af ó-
loknum verkefnum, verðhækk-
unum, sem vér vitum ekki,
hvemig vér getum yfirstigið,
Hínmíkla kvöldmáltíð
vandamálunum heimafyrir, já
og jafnvel hugsuninni um það,
að vér verðum að hvilast til að
öðlast hressinguna og kraftinn
til að takast á við ólokin verk-
efni? Slika hvild öðlumst vér
ekki fyrr en vér getum gleymt
sjálfum oss, og byrðunum, sem
hvila á oss eins og mara, er lyft
upp úr meðvitund vorri. Hvild
frá sjálfum sér felst ekki i flótta
frá sjálfum sér og sinu, heldur i
boði Guðs til þin, að þú komir til
hans og felir honum allt það,
sem iþyngir þér. Komið til min,
allir þér, sem erfiðið og þunga
eruð hlaðnir, og ég mun veita
yður hvild. Svo segir Drottinn
Jesús Kristur og hina sönnu
hvild er aðeins að finna i návist
hans. I 23. sálmi Daviðs, sem er
einn fegursti vitnisburðurinn
um hvíld trúarinnar, standa
þessi orð:
Á grænum grundum lætur
hann mig hvilast, leiðir mig að
vötnum þar sem ég má næðis
njóta.
Og nú býður hann þér til
kvöldmáltiðarinnar miklu. Til
hennar göngum vér án allrar
verðskuldunar og gleymum
sjálfum oss, áhyggjum, eignum
og akneytum og Guð kemur til
vor smárra og iklæðir oss
veisluklæðum sinum, fyrirgefn-
ingunni, réttlætinu og nýju lifi
og tekur á sig vorar byrðar og
veitirosshvild. Ó þá náð að eiga
Jesúm Krist, ó þá náð að halla
og hneigja höfuð þreytt i Drott-
ins skaut.
LK. 14:16-24
Jesús segir sögu, sem var ætl-
að á sinum tlma, að opna eyru
og augu áheyrendanna fyrir
djúpstæöum sannindum trú-
arinnar á einfaldan hátt. Þess
vegna talaði Jesús i dæmisög-
um. Dæmisaga er duimál, vér
skiljum hana ekki, nema vér
höfum dulmálslykilinn. Hver er
lykillinn að dæmisögunni um
kvöldmáltiðina miklu? Þessi
dæmisaga fær þá fyrst merk-
ingu, er vér höfum skilið, að
veislan, kvöldmáltiðin, sem
rætt er um, er guðsrikið sjálft.
Guð býður til fagnaðar i riki
slnu. Styrkur dæmisögunnar
felst í þvi, að hún deyr ekki með
þeim tima, sem hún er töluð til,
heldur öðlast hún nýtt lif með
hverri kynslóð, vegna þess að
hún er lifandi orð Guðs til vor.
Maður nokkur gjörði mikla
kvöldmáltið og bauð mörgum.
Og allir þeir, sem skunduðu að
veisluborði samninganna til að
skara eld að sinni köku eða þágu
boðið, sem staðfesti stöðu þeirra
i þjóðfélaginu, tóku nú i einu
hljóði að afsaka sig. 1 samn-
ingaveislunni hefði að visu verið
þagað yfir öllum eignakaupum,
nema þá til að tiunda hallarekst
urinn, og kvonbænirnar hefðu
fengið að fljóta með vegna
skattafrádráttarins, og i veislu
fyrirfólksins hefði þér aldrei
verið boðið, nema vegna þess að
þú áttir eignina og akneytin og
flestir hafa gaman af að sýna
sig i mannfagnaði með nýju
konuna. En i guðspjallinu er
boðiðtil öðruvisi veislu, ogeign-
in og akneytin og nýja konan
nefnd sem afsökun fyrir þvi að
boðinu er hafnað. Hér getum
vér enga kröfu gert til gestgjaf-
ans,að oss sé veitt vel af þjóðfé-
laginu, heldur gerir gestgjafinn,
Guð sjálfur, kröfu til vor, jafn-
vel þá að vér afsölum oss eign-
inni, akneytunum og konunni og
tökum upp kross Krists. Þannig
getur þá enginn af yður, er eigi,
sleppir öllu, sem hann á, verið
lærisveinn minn, segir Jesús, og
vér óttumst þá kröfu og tökum
að afsaka oss.
Og húsbóndinn sagði við þjón
sinn: Far þú skjótlega út á götur
og stræti borgarinnar og fær þú
inn hingað fátæka og vanheila
og blinda og halta. Guð býður
þér ekki til veislu sinnar, vegna
þess, sem þú hefur tryggt þér
við samningaborðið eða þeirrar
virðingar, sem þú nýtur i fagn-
aði fyrirfólksins. Hér er þeim
boðið, sem bera ætið skertan
hlut frá samningaborðinu og slá
aldrei i veislum með mannlifs-
blóma samfélagsins. En þeir
hljóta enga verðskuldun fyrir
það eitt, það er ekki þess vegna,
sem þeim er boðið, heldur er
það eitt satt að Guð útvelur þá
smæstu, vegna þess að þeir
skynja það og vita, að þeir eiga
ekkert og það gildir einnig um
oss öll, ef djúpt er skyggnst og
vér játum smæð vora.
t guðsþjónustunni er oss boðið
Frœkorn
Stakaeítir sr. Gunnar Páls-
t son.
í fæðingunni veit enginn
hvað
um hans hagi þá skeður,
viltu þá fremur vita það,
sem verða mun þá þú kveður?
i
Það vandlærðasta.
Eitt af þvi vandlærðasta i
lifinu er þetta: Að geta verið
nógu seinráður þegar tilfinn-
ingarnar vekja gremju og
sársauka og jafnvel hvetja til
hefnda — en vera hinsvegar
nógu fljótur að taka ákvörðun
og skjótráður þegar góð ráð
eru dýrust. i
(Þ.Br.: Himinn I augum)
til kvöldmáltiðarinnar miklu á
efsta degi og það er Guð sjálfur,
sem er gestgjafinn. Súertrú vor
og oss ber að lifa i ljósi hins
efsta dags, sem er ætið jafn
nærri og kemur skyndilega og
óvænt eins og þjófur á nóttu.
Hvað táknar það að lifa i ljósi
hins efsta dags? Það táknar, að
lífið á sér upphaf, mark og mið
og timinn er dýrmætur. Horfin
stund kemur aldrei aftur, allt
tekur enda og þvi verðum vér að
halda vöku vorri. Það að lifa i
ljósi hins efsta dags táknar að
lifa á ábyrgan hátt. Þvi að
Drottinn býður til mikillar
kvöldmáltiðar, og það er jafnan
mikið um afsakanir og fyrirslátt
af vorri hálfu. En svo, skyndi-
lega, rönkum vér við oss og
hyggjumst hraða oss i fagnað-
inn, en þá — getur það verið orð-
ið um seinan.
Glaðir í voninni.
Verið I bróðurkærleikanum
ástúðlegir hver við annan og
verið hver öðrum fyrri til að
veita hinum virðingu. Verið
ekki hálfvolgir i áhuganum.
Verið brennandi i andanum.
Þjónið Drottni. Verið glaðir i
voninni, þolinmóðir i þjáning-
unni, staðfastir i bæninni.
(Róm. 12.10-12)
Mörg látlaus ævi...
Mörg látlaus ævi lifsglaum
fjær
sér leynir einatt góð,
og fögur.
En Guði er hún allt eins kær
þótt engar fari af henni
sögur.