Vísir - 17.01.1976, Blaðsíða 14
14
Laugardagur 17. janúar 1976. visœ
c
...... **
Umsjón: örn Petersen.
-----------y-------------
)
(
i allri j(>laösinni fóru nokkr-
ar hljómplötur algerlega
framhjá Tónhorninu, og verö-
y
y
ur þvi birt stutt umsögn um
þessar piötur i dag, þvi betra
er seint en aldrei.
3
RANDVKR. „RAN'DVKII
Hljómar öll.
Randver er skipuð fjórutn
ungum kennurum við Flens-
borgarskólann i Hafnarfirði, og
á siðasta hausti sendu þeir frá
sér sina fyrstu plötu, sem þvi
miður hefur farið algerlega
framhjá Tónhorninu til þessa.
Það var þó i samkvæmi einu
nú nýverið að Tónhornið heyröi
nokkur lifleg lög, sem bersýni-
lega létu vel I eyrum
viðstaddra, þvi allflestir sungu
með.
Þetta reyndist þá vera Rand-
ver, og ættu ofangreind orð að
nægja til lýsingar á þvi efni sem
á plötunni býr.
Lifleg lög, fyndnir og létt með
farnir textar ná strax tökum á
hlustandanum, þó svo að gagn-
rýna mætti ýmiss smáatriöi.
Lögin eiga flest rót sina að
rekja til lrlands, flest þjóölög
sem meölimir Randvers og
aðrir hafa gert islenskan texta
við, og þannig myndað r.okkurs-
konar sögu um náungann hann
Randver.
Hinn kröfuharði hiustandi
mun eflaust fussa og sveija við
þessari plötu, þvi honum finnst
hUnekki boða neittnýtt, en sá er
vill fá eitthvað létt og skemmti-
legt á fóninn, sér og öðrum til
ánægju ætti að gefa þessari
plötu gaum.
Ekki veit ég hvort að það
teljistmeðmæli eður ei, en þetta
er ein sú albesta „party-plata”
sém Tónhornið hefur heyrt um
langt skeið, góð fyrir þá sem
hvorki vilja tryllast né sofna.
Randver skipa þeir, Ellert B.
Þorvaldsson, Guðmundur
Sveinsson, Jón Jónasson,
Ragnar Gislason, og Sigurður
Simonarsson, en upptöku og
aðra aðstoð önnuðust þeir
Gunnar Þórðarsson, Rúnar Júl.,
Jónas R. og Ragnar „Gösli”
Sigurjónsson.
Heyrst
HEFUR
Aö: AMUNDI AMUNDASON
sé orðinn langþreyttur á
hljómsveitar • og umboösbiss-
nesinum héma. Hann ku nU
vera kominn i innflutnings-
bransann, flytur aðallega inn
kvenlegar fatafellur án barna-
vagna. Næsta senging Ama er
væntanleg innan skamms,
tvær fatafellur i einu, U-la-la.
Sagt er að þær:
Fella saman fötunum,
rugga sér i lendunum,
dilla saman hossunum,
og smelli saman kossunum??
Aö: Nýjasta hljómsveit Her-
berts (piö vitið hver Herbert
er) heiti hvorki meira né
minna en DYNAMtT, og þá er
bara að vona að hún springi
ekki allt of fljótt.
Að:RUnar JUliusson sé orðinn
ruglaður i kollinum, einn dag-
inn er hann ,eilifðarbróðir”,
svo „einmana blár drengur”,
þá „hljómar”hannogsparkar
i bolta.
Að: Rió Trió hafi reynt að
hætta við að hætta, en sú til-
raun hafi ekki borið árangur
sökum þess að súpan hafi ver-
ið köld, og þeir þvi ekki fundið
hver annan?
Að: Tónhornið sé ruglað, og
Pétur Kristjánsson sé i Para-
dis.
TALA NÚ EKKI UM
ÞEGAR KÆRASTAN
GETUR LÍKA SUNGIÐ
„EITTHVAÐ SÆTT” — Ymsir
listamenn.
Hljómar 013.
Það hlýtur að vera góður
bisness að vera bæði ágætis
hljóðfæraleikari, söngvari, og
hljómplötuútgefandi i senn.
Tala nú ekki um, þegar kær-
astan getur lika sungið.
Alla þessa kosti hafa Hljómar
(h/f) og notfæra sér pá Ut i
ystu æsar, sbr. tilvonandi mág-
ar og svoieiöis.
Jæja, þetta er nú samt allt
gott og blessað hjá Hljómum
(h/f)
Á „Eitthvað sætt” eru á
ferðinni grúppurnar Haukar,
Brimkló og Hljómar (svo
Hljómar eru ennþá til, nú já),
systkinin Þórir og Maria
Baldursdóttir, Engilbert Jensen
og Eilifðarbræður.
ENGILBERT JENSEN :
syngur „Sextán Týrur” og fer
þar á kostum, góður for-
smekkur af sóló poötunni hans
væntanlegu.
MARIA BALDURSDÖTTIR:
syngur tvö lög: „Hei — syngdu
mér söng” og „Sestu hérna hjá
mér”.
Hið siðarnefnda er betra lag
Mariu, enda i réttu „tempói”
við rödd hennar.
Það er þó á köflum, sem mér
finnst eins og að vanti aðra rödd
til þess að bakka Mariu upp.
Að visu eru bakraddir fyrir
hendi, en þær hefðu mátt koma
ögn sterkari Ut.
1 „Hey syngdu mér söng” er
eins og að Maria sitji 1 tunnu og
syngi i gegn um lúður, hreinn
hryllingur.
Maria syngur svo einnig með i
lagi ÞÖRIS BALDURSSONAR
„U LA LA”, enda texti þess
eftir hana sjálfa.
ÞÓRIR BALDURSSON: er
tvimælalaust tromp plötunnar
með lag sitt „ÞIMIД en það er
mjög gott lag en þó minnir mig
nokkuð á stil hljómsveitarinnar
„Rare. Earth”.
HAUKAR og BRIMKLÓ: eiga
til samansfjögurlög á plötunni,
sem öll komu Ut á litlum plötum
á siöasta sumri, og verður þvi
ekki eytt í þau orðum.
EILIFÐARBRÆÐUR: syngja
tvö lög: „Hvernig stendur á
þvi” og „Til þin”.
Hið siðarnefnda er svar
RUnars við bón Mariu i laginu
þar á undan „Hei — syngdu mér
söng”, enda textinn eftir hann
sjálfan, lagið aftur á móti
gamalt eins og flest öll önnur lög
plötunnar.
„Hvernig stendur á þvi” er
lika ágætis lag, en hvað eru
„Lónli blU bois” að gera i þvi?
HLJÓMAR: flytja svo titihag
plötunnar: „Eitthvað sætt”, og
stæla þar mjög greinilega bæði
„Lónli blU bois” og „Eilifðar-
bræður”. Alveg er þetta
óskiljanlegt.
„Eitthvað sætt” er hugsuð
sem létt og rennandi plata (allt
fyrir húsmæður) og nær sosum
tilgangi sinum að þvi leyti, en
heldur verður hún lejðigjörn til
lengdar.
Aðeins tvö lög hennar eru is-
lensk að uppruna, og gefa þau
öðrum lögum plötunnar ekkert
eftir, nema siður sé, en það
eru lög þeirra Kristjáns
Guðmundssonar (Let’s start
again) og lag Gunnars Þórðar-
sonar „Eitthvað sætt”.
Nœr fullkomlega
tHgangi sínum
AFRAM STELPUR. SÖNGV-
ARAR: sigrún björnsdóttir —
briet héðinsdóttir — kristin ól-
afsdóttir — steinunn jóhannesd.
— guðrún alfreðsdóttir — anna
kristin arngrimsdóttir — mar-
grét jóhannsdóttir.
Hijóðf æraleikarar: auður
ingvadóttir — gunnar ormslev
— jón sigurbjörnsson — birgir
karlsson — alfreð alfreðsson —
árni scheving — magnus ingi-
marsson.
Otgefandi: Aðall s/d.
Dreifing. Demant h/f.
Það er vist ekki öllum karl-
mönnum ljóst, að margt hefur á
herðar kvenmannsins verið lagt
bæði af drottins hendi og þjóðfé-
lagsins, sem hann er að öllu laus
við.
Margur er enn haldinn göml-
um „uppeldiskreddum”,og veit
nokk hvar kvenfólkiö á að
hreiðra um sig.
Þessi hugsunarháttur er til
allrar hamingju óðum að hverfa
Ur fólki i dag, þó að undir yfir-
boröinu skjótist oft upp „i eðli
þinu ertu bara reglulega kven-
leg”, o.s.frv.
A kvennaárinu ’75 (og sjálf-
sagt ennþá) vildi margur gár-
unginn setja kvenmanninn i
sina „erfiðisvinnu”, bara svona
upp á jafnréttið var sagt.
Vildi hann þá kannski lika
taka að sér svona eins og einn
„tUr” og niumánaða meðgöngu-
tima á meöan að kvenmaðurinn
tókað sérhans erfiðisvinnu, nei,
varla.
Með góðri aðstoð ýmissa
textahöfunda gera leikararnir
sjö þessu vandamáli góð skil á
„Afram stelpur”, þó að spurn-
ingarnar séu kannski fleiri en
svörin.
Tilgangur þessarar plötu
virðist hér i fyrsta lagi vera sá
að vekja athygli karlmannsinsá
stöðu kvenfólksins i þjóðfélag-
inu fyrr og nU.
Að tala um kUgun og óréttlæti
finnst mér tóm þvæla, raunhæf-
ara væri að segja að vandamál-
ið væri vantraust og skilnings-
leysi.
En snUum okkur að plötunni.
„Afram stelpur” nær full-
komlega tilgangi sinum, ábend-
ing á það misrétti sem rikir
milli karls og konu, þó að hún
eins og fyrr segir veiti engin
svör við þvi vandamáli.
Allflest laganna eru Ur
sænskum söngleik, sem á is-
lensku fékk heitið „Ertu nU
ánægð kerling”, og Rafa þeir
Þrándur Thoroddsen og Böðvar
Guðmundsson annaðhvort snúið
textunum yfir á islensku eða
bakað þá sjálfir, með góðum
árangri.
Flest laganna eru eftir sviann
Gunnar Edander, en Megas
leggur einnig til eitt lag „1 Viði-
hliö”.
A þessa plötu ber að lita á sem
áróðursplötu, bæði sem karl-
menn og jafnvel margur kven-
maöurinn hefur gott af að hlýða
á.
i
*