Vísir - 17.01.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 17.01.1976, Blaðsíða 10
Laugardagur 17. janúar 1976. visœ Föstudaginn 9. janú- ar birtist hér i blaðinu grein eftir sjónvarps- menn BBC, Mik Magnússou. Mik fjallar itarlega um helstu ann- marka islensks sjón- varps og útvarps, og segir m.a. um dag- skrána: ,,Að fréttum, veðri og auglýs- ingum loknum lægi beinast við að fslenskt efni kæmi næst á eft- ir, Sú útsending er þó mest- megnis „talandi höfuð” þ.e. við- ræður i stúdiói. Þetta getur ekki kallast sjónvarp — heldur „myndskreytt útvarp”. Sjón- varp samanstendur af myndum — af hverju héti það annars ,,sjón”-varp?” Þetta eru orð i tima töluð, og varð mér sérstaklega hugsað til þeirra á sunnudaginn, þegar ég hlustaði á útvarpsþátt i stjórn Páls Heiðars sem fjallaði svo til eingöngu um málverk sem Páll sýndi hlustendum á eftirminni- legan hátt i gegnum útvarpið. Hvers vegna ekki að sýna blind- um látbragðsleik og flytja út- varpsleikrit fyrir heyrnleys- ingja? Um kvöldið var á skjánum enn einn umræðuþátturinn i sjónvarpinu, og var þá spjallað við ljósmyndara, en varla ból- aði á ljósmyndum, sem ljós- myndararnir hefðu gert. Þetta eru tvö dæmi um yfir- grips mikinn misskilning á meðulum þessara tveggja miðla. Annars eru þessi dæmi siður en svo einstæð. Stofnun frjálsrar útvarpsstöðvar Mik lýsir i grein sinni þeim áhrifum sem svipting einokun- arvalds rikisins á útvarpi og iVIik Magnússon sjónvarpi hafi haft á BBC og segir: „Þegar sjálfstæður útvarps- rekstur hófst i Bretlandi varð BBC dauðskelkað. Dagskránni var breytt. Vinsælli útsendingar voru hafðar á helztu hlustunar- timum....allt i von um að áheyrendum fækkaði. Það sama gerðist þegar óháður sjónvarpsrekstur byrj- aði. Gæðin stórjukust.” Hvenær ætla þeir stjórnmála- flokkar sem kenna sig við lýð- ræði á Islandi að hafa bein i nef- inu til að taka frjálsan útvarps- rekstur upp á stefnuskrá sina? Frjálst útvarp er öðru fremur spurning um grundvallarrétt- indi lýðræðis, en staðnað rikis- bákn og kraftlausir stjórn- málaflokkar standa vörð um einokunina. Ef fyrsta dagblað, sem gefið var út hér á landi, hefði verið rikisrekið, væru dag- blöðin það eflaust enn i dag. Hvernig væri upplýsingamiðlun á tslandi, ef dagblöðin væru i eign rikisins. Þá mynd læt ég lesendum eftir að draga upp. Sumarfri og rekstur Sá mánuður sem ertvimæla- laust hentugastur fyrir útikvik- myndatökur hér á landi vegna stopuls veðurfars, er tvimæla- laust júli. En þá er sjónvarpið i frii! Ég er alls ekki að tala um, að hefja útsendingar i júli, — en hvers vegna að kasta besta tim- anum fyrir kvikmyndatökur á glæ. Hvers vegna ekki, að dreifa sumarfrii starfsfólks og miða sem flestar kvikmyndatökur við júli? Ég hef áður varpað fram þeirri hugmynd að sjónvarpið ætti að hefja miðnætursýning- ar á langfilmum eitt kvöld i viku. Fórna mætti ýmsu öðru til að vega upp kostnaðinn, jafnvel fækka útsendingardögumeða lengja þann tima á sumrin sem ekkert er sent, ef það yrði til að bæta gæðin. Hvernig væri að reyna miðnætursendingar, núna f V Umsjón: ^HrafnGunn laugsson. i svartasta skammdeginu? Þótt ekki væri nema i tilraunaskyni. Popp og æskan Meðal spurninga sem Mik varpar fram i margnefndri grein er þessi: „Af hverju ekki þátt með popptónlist einu sinni i viku? — klassisk tónlist er leikin i eina klukkustund á degi hverjum. Hefur islensk æska fallið meö öllu í gleymsku og dá? Fái ég þau svör, að kostnaður við slikan þátt sé of mikill, get ég aðeins sagt eitt orð við þvi. Bull. Góðar popphljómsveitir á þessu landi gætu fengið tækifæri til að kynna nýjustu plötur sinar i þættinum. Þær mundu kosta sitt, en auglýsingin sem þær fengju myndu vega það upp fyllilega! (Af hverju haldið þið að breskar popphljómsveitir séu svona ákafar að fá að köma fram i þættinum „Top of the Pops” i BBC á hverju fimmtu- dagskvöldi?)” Auðvitað ætti að vera fastur poppþáttur á dagskrá sjón- varpsins. íslenskt popp hefur tekið gifurlegum framförum siðustu ár og nægir þar að nefna tilkomu Spilverks þjóðanna. Sjónvarpsþáttur Egils Eðvarðs- sonar með þeim félögum i haust, er einhver sá besti sem ég man eftir i seinni tið. Fleiri þættir i sama dúr mættu gjarn- an sjást sem oftast. Útvárp og sjónvarp Þegar sjónvarp hljóp af stokkunum hér á landi, mátti strax finna greinilega framför hjá hljóðvarpinu — bæði frétta- deild og dagskrárdeild, vegna samkeppninnar við nýja miðil- inn. Þá var islenskt sjónvarp enn mjög frumstætt, en hefur siðan sótt sig hægt og sigandi. Smám saman eru að koma upp tækni- menn og stjórnendur, sem hafa náð tökum á miðlinum. Sjónvarpið er i jafnri og öruggri framför. Oðru visi er hins vegar farið með hljóðvarpið. Siðustu árin hefur hljóðvarpið dregist aftur úr, og sá fjörkippur sem það tók með tilkomu sjónvarpsins er löngu liðinn hjá. Hljóðvarpið hefur aldrei verið stirðara eða þyngra. Sama gamla þulan dag eftir dag. Hugmyndaleysi. Mið- að við sjónvarpið er hljóövarpið langt á eftir, á öllum sviðum dagskrárgerðar. Sú krafa gerist æ háværari að útvarp verði gefið frjálst. Dag- skrá hljóðvarpsins hrópar bein- linis á slika breytingu. Ég slæ svo botn i þessa grein með til- vitnun i leiðara Visis frá 20. des- ember, sem ber nafnið FRJALS ÚTVARPSREKSTUR, en Visir hefur einn islenskra dagblaða þorað að taka upp málstað frjáls útvarps. Málsvarar rikiseinokunarinn- ar hafa alla jafnan haldið þvi fram, að útvarpsrekstur væri svo dýr, að ógerlegt væri að gefa hann fr-jálsan af þeim sök- um. Með þvi móti væri veriö að gefa fjársterkum aðilum of mikii forréttindi. Hugsanlegt er, að þetta hafi verið gild rök á sin- um tima. En það er þá löngu liðin saga. Nú má setja á fót útvarpsstöð með litlum tilkostnaði. Það er á færi hvers sem er að standa fyr- ir slikum rekstri, bæði einstakl- inga og félaga. Reksturs- kostnaðurinn gæti verið brota- brot af útgáfukostnaði dag- blaðs. Tjáningarfrelsið er einn af homsteinum lýðræðisskipulags- ins. Þjóðfélagið þarf einnig að viðurkenna rétt manna til þess að koma á framfæri sjónar- miðum sinum hugverkum eða öðru efni. Einn þáttur i þvi er að gefa útvarpsrekstur frjálsan innan þeirra marka, sem tækni- legar aðstæður leyfa. Fjölmiðlun á eftir að taka miklum breytingum á næstu ár- um. Nýjungar á þvi sviði koma til með að valda straumhvörf- um. Við verðum að varast mjög allar tilhneigingar i þá átt að hneppa þá þróun i fjötra rikis- einokunar, eins og nú verður vart sumsstaðar erlendis. Á það er að lita i þessu sam- bandi, að krafan um frjálst út- varp er engan veginn sprottin upp vegna ágreinings um, hvort útvarpið hafi i gegnum tiðina fylgt settum reglum um óhlut- drægni. Krafan um frjálst út- varp byggist einfaldlega á þvi, aðþessi menningarlega einokun rikisins er óeðlileg og þjónar engum tilgangi. Það er þvert á móti eðlilegt að leyfa einstakl- ingum og samtökum þeirra að hafa slika starfsemi með hönd- um. Það er eins eðlilegt og þau sjálfsögðu mannréttindi að fá að skrifa og gefa út blöð. Stundum hefur verið á það minnst að létta einokuninni af i áföngum með þvi að heimila i fyrstu landshlutaútvörp. Slikar hugmyndir eru góðra gjalda verðar. í raun rétti er þó óþarfi að vera með slikt hálfkák. Við eigum óhikað að stiga skrefið til fulls og gefa útvarpsrekstur á tslandi frjálsan. Páll Heiðar LÁTBRAGÐS- LEIKUR FYRIR BLINDA Frá ©g með 6. jnnúar 1976 treystir utidíxrrxtaðtxr sér ekki til aS taka við ávisanum seiRi creiðslti íyrir vínlön^. KJAFTSHÖGGIÐ Á BANKA OG NOTENDUR ÁVÍSANAHEFTA: Var ekki til önnur lausn? Milli feitletraðra fyrirsagna um stórviðburði undanfarinna daga, hefur ein stórfréttin enn hreinlega týnst. Aðeins nokkrir fjölmiðlar hafa sagt frá þeirri á- kvörðun að útsölustjórum á- fengisverslana sé heimiit að neita að taka við ávfsunum sem greiðslu. Málið hefur ekki vakið mikla athugli. Enda nóg annað sein gerir það, náttúruhamfar- ir, stjórnmálaslit og aðgerðir gegn varnarliðinu, svo eitthvað sé nefnt. Akvörðun um heimild fyrir útsölustjóra áfengisverslana að neita ávisunum er stórmál. Fjármálaráðherra er aðal á- byrgðarmaður fyrir þessu. Ég vil kalla þessa ákvörðun eitt mesta glappaskot hans i starfi sinu. Útsölustjórar bera skaðann Best er að rekja aðeins for- sögu málsins. Útsölustjórar á- fengisverslana verða að gera full skil á |ager verslunarinnar. Ef eitthvað vantar upp á verða þeir að bera skaðann. Þetta veitir að sjálfsögðu æskilegt að- hald. Útsölustjórarnir hafa oft fengið slæma skelli vegna inn- stæðulausra ávisana. Þeir sátu uppi með ávisanirnar, og máttu standa i þvi sjálfir að leita uppi útgefendurna til að fá sitt fé. Ef það tókst ekki, báru útsölustjór- arnir skaðann. útsölustjórarnir hafa knúið fast á að fá þessu breytt. Það varð svo að samkomulagi við fjármálaráðuneytið nú um áramótin, að útsölustjórum var i sjálfsvalds sett hvort þeir tækju ávisanir eða ekki. Allir útsölustjórar áfengisverslana i Reykjavik hafa sett upp skilti i verslunum sinum þar sem þeir segjast ekki taka ávisanir gild- ar sem greiðslu. Ekki dugar einu sinni að hafa ávisun út- gefna af fjármálaráðuneytinu. Kjaftshögg Þetta er gróft kjaftshögg, bæði á notendur ávisanahefta og bankana. Með þvi að heimila út- sölustjórunum að neita að taka ávisanir hefur þessi gjaldmiðill verið veiktur ákaflega. „Rikið”, i báðum merkingum orðsins, hefur lýst þvi yfir, að ekki sé lit- ið á ávisanir sem gildan gjald- miðil. Að visu er engum skyldugt að taka við ávisunum sem greiðslu. En það er nú sitthvað að taka ekki við öllum ávisun-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.