Vísir - 21.01.1976, Side 2

Vísir - 21.01.1976, Side 2
Eiga islendingar að semja við breta? Svavar Haraldssun, vinnur i Tónabiói:— Alveg skilyrðislaust. t>aö á að semja um 50 þúsund tonn bretum til handa á ári, sem þeir mega veiða utan fimmtiu milna. Þessi samningur á að gilda þar til 200 milurnar verða að alþjóðalögum. Anna Thuroddsen, afgreiðsiu- stúlka: — Við eigum að segja þvert nei við samningum við breta. Þeir hafa komið þannig fram að þeir eiga það ekki skiliö. Þóra Ingimundardóttir, af- greiðslustúika: — Nei alls ekki. Bretar eiga ekki skilið að við semjum við þá eftir framkomu þeirra i okkar garð. Aðalheiður Pétursdóttir, af- greiðslustúlka : — Auðvitað ekki. Það er ekki nokkur ástæða til að ganga til samninga við breta. Þeir hafa hagaö sér þannig. Sigriður ólafsdóttir, afgreiðslu- stúlka: — Alls ekki. Þeir hafa ekki sýnt þannig framkomu að þeir eigi skiliö að við förum að semja við þá um landhelgina. Ingimundur Eymundsson sýning- armaður: — Já, þaö.eigum við að gera. Ef báðir aðilar eru þversum er aldrei hægt að gera neitt af viti. Og allt hjakkar i sama far- inu. LOGLEGT EÐA EKKI? Agúst llróbjartsson hringdi: ,,1 desember siðastliðnum birtist i Visi bréf sem ég skrif- aði um áætlaða hitareikninga. Þar fór ég fram á svör frá hitaveitunni og rafmagns- veitunni um hvort þessi inn- heimtuaðferð væri lögleg. Ég hef ekkert svar fengið frá þessum aðilum og langar ' mig þvi til að itreka spurningu mina.” Visirsneri sér fyrst til hita- veitu Hvk. Þar fengust þær upplýsingar að lagaleg heim- ild væri fyrir þvi að áætla reikninga ef ástæða væri til að ætla að vatnsmælirinn væri bilaður. Um nánari upplýsing- ar visuðu þeir til rafveitunnar, þar sem hún annast einnig innheimtu fyrir hitaveituna. Steinar Berg Björnsson hjá rafveitunni upplýsti að i skýrsluvél þeirri sem reikn- ingarnir eru færðir i væri geymd notkunarsaga hvers mælis fyrir eitt og hálft ár aft- ur i timann. Ef veruleg frávik frá venju- legri notkun kæmu fram á reikningum skilaði vélin upp- lýsingum um það á sérstökum strimli. Þar sem gifurlegt magn reikninga fer þarna i gegn eða um 40.000 samtals fyrir hita og rafmagn, er farin sú leið að notkunin er áætluð miðað við fyrri notkun, en jafnframt er hitaveitu eða rafveitu eftir þvi hvort um er að ræða, gért við- vart um að athuga þurfi við- komandi mæli. Ef sú athugun leiðir i ljós að mælirinn er i lagi og frávikin eiga sér eðlilegar orsakir þá er áætlaði reikningurinn leið- réttur i samræmi við það. Það er rétt að það komi fram að þessar áætlanir eru gerðar hvort sem frávikin eru til lækkunar eða hækkunar og mælarnir eru athugaðir án þess að til komi beiðni reikn- ingsgreiðanda þar um. Hver vaktar þjóðverja? II a r a I d u r hringdi: Magnússon „Mig langar til að fá það upplýst hver sér um og hvern- ig farið er að þvi að fylgjast með hvað þjóðverjar veiða mikið hér við land. Þeir veiða stundum hér i þrjá sólarhringa, flytja sig svo á Færeyjamið og halda áfram veiði þar. Hver veit hve mikið af aflanum sem þeir landa i Þýskalandi hefur veiðst á Is- landsmiðum og hve mikið við Færeyjar? Þá langar mig einnig til að vita hvað þjóðverjarnir eigi að gera ef þeir fá meiri fisk en þeir mega veiða, eiga þeir þá að íleygja afganginum eða landa honum á Islandi? Hver er það sem fylgist með þvi ef vel veiðist að ekki sé farið fram yfir kvótann?” Visir fékk þær upplýsingar hjá Fiskifélagi Islands að þeim bærust reglulega afla- skýrslur frá Þýskalandi þar sem greint væri frá hvar tog- ararnir hefðu veitt og hve mikinn afla þeir hefðu fengið. Ennfremur hefur islenska landhelgisgæslan fulla heim- ild til að fara um borð i þýsku togarana og skoða dagbækur þeirra, en það mun mjög fátitt að slikar dagbækur séu falsað- ar. Þá notar landhelgisgæslan ennfremur flugvél sina til að fylgjast með veiðum þjóðverj- anna hér við land. Varðandi það atriði að þjóð- verjar gætu sagt þann afla sem veiðist við Island fenginn við Færeyjar fengust þau svör að á þvi væri tiltölulega litil hætta, þar sem þeir væru einnig þar bundnir ákveðnu aflamagni, þannig að það borgaði sig hreinlega ekki að rangfæra slikt. ALÞINGI VIÐ AXARA Ó.S. skrifar. „1 öllum skýrslum og skjöl- um frá fornu fari er talað um öxarfjörð. Það munu hafa verið danskir landmælinga- menn, sem á nitjándu öld fundu upp á þvi að breyta nafninu i Axarfjörð og illu heilli var það ekki leiðrétt á herforingjaráðskortinu. 1 þjóðskrá, simaskrá og búnaðarskýrslum er að sjálf- sögðu réttilega skráð öxar- fjarðarhreppur, sem auk þess að vera eldra og réttara hljómar mikið betur og meiri reisn er yfir þvi heldur en orði þvi sem danir „gáfu” okkur á þetta undurfagra hérað. Auk þess má nefna rit skrifuð af öxfirðingum sjálfum t.d. Ar- bók Þingeyinga, Jökulsár- gljúfur, hin nýútkomna bók Theodórs Gunnlaugssonar og sagnaþætti Benjamins Sig- valdasonar. Einnig er að sjálf- sögðu skráð öxarfjarðar- hreppur i Fasteignamatsbók- inni. Vonandi dettur engum Is- lending i hug að fara að tala um Alþingi við Axará eða syngja Axarvið ána þótt ein- hverjum útlendingi dytti það i hug. Það réttlætir ekki Mmk' breytingu á nafni hversu oft sem ranghermið kann að vera endurtekið. Islendingar! Ver- um öll samtaka um að útrýma þessari hvimleiðu villu. Dæmi um nolkun orösins: íslendinga sögur. Landnámabl. 173. Þeir fóru til Islands ok sigldu fyrir norðan landit ok vestr um Sléttu i fjörðinn. Þeir settu öxi i Reistargnúp ok kölluðu þvi öxarfjörð. Kristni saga. bl. 257. Hann skirði marga menn i Þang- brandslæk i öxarfirði. Grettis saga.bl. 28. A þvi fór Flosi útan ok varð aftrreka i öxarfjörð. Ljósvetninga saga.bl. 8. Arn- steinn hét maðr, er bjó i öxar- firði at Ærlæk. Reykdæia saga ok Víga-Skútu. bl. 191. Hrói hét maðr. Hann bjó norðr i öxarfirði á þeim bæ, er heitir i Klifshaga. Bl. 194. Þeir Vémundr kögurr fara nú i öxarfjörð ok yfir Jökulsá at ferju hjá Akrhöfða. Þorsteins saga hvita. bl. 8. Þorsteinn reið útan eftir öxar- firði ok i Bolungarhöfn. Vápnfirðinga saga. bl. 23. Lýtingr var at fóstri i öxar- firði með Þorgilsi skinna. Njáls saga.bl. 335. Þeir vænta sér ok liðs af Reykdælum ok Ljósvetningum ok öxfirðing- um. bl. 378. Guðmundur inn riki ok Mörðr Valgarðsson ok Þorgeirrskorargeirr sóttu þar at, er fyrir váru öxfirðingar ok Austfirðingar ok Reykdæl- ir. Var þar allharðr bardagi.”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.