Vísir - 21.01.1976, Page 6

Vísir - 21.01.1976, Page 6
6 Miövikudagur 21. janúar 1976. vism Hver selur hvað? Þegar þig vantar einhverja vöru og þarft áð finna fram- leiöenda hennar, ekki einungis í Reykjavík, heldur út um landiö þá finnur þú svarió i "(SLENSK FYRIRTÆKI” sem birtir skrá yfir framleiðendur hvar á landinu sem er. Sláið upp í "ÍSLENSK FYRIRTÆKI” og finnið svarið. FÆST HJÁ ÚTGEFANDA. Útgefandi: FRJÁLST FRAMTAK hf. Laugavegi 178 -Símar: 82300 82302 14660 Range Rover Mazda 818 Volga '72 '73 '74 Höfum kaupanda að rússajeppa, aðeins góður bíll kemur til greina. opið frá kl. 10-7 laugardaga kl. 104 eh. JKjörbíllinn \ Hverfisgötu 18 - Sími 14411 Blaðburðar- börn óskast til að bera út í Miðbœinn Ism m Hverfisgötu 44 Sími 86611 Við bjóðum úrval af: Húsgögnum Einsmanns rúm frá frá kr. 25.700.- Hjónarúm frá kr. 36.370.- Rúmteppi frá kr. 4.320.- Sœngur og koddar springdýnur i öllum stærðum og styrkleikum. Viðgerðir á notuðum springdýnum samdæg- urs. Opið virka daga kl. 9—7 og laugardag kl. 10—1. mm Springdýnut Helluhrauni 20, Sími 53044. Haf narf irði, Smygla Sameinuðu þjóða-menn hassi? Einn af þingmönnum israels bar i gær kirkj- unnar mönnum og her- mönnum i gæsluliði Sameinuðu þjóðanna á brýn að vera valdir að vaxandi eiturlyfjavanda israelsmanna. Yosef Sarid sagði fréttamönn- um, að samkvæmt skýrslu lög- reglunnar kæmi megnið’ af smygluðu hassi inn til landsins falið i bifreiðum, sem kæmu frá Jórdaniu. Kirkjunnar menn og gæsluher- mennirnir nota sér, að ekki er leitað i bifreiðum þeirra. Hafa þeirsmyglað mikiu niagni af hassi tií tsraels. og ekki er ólik- legt. að allt aðH0% af smygluðum fikniefnum komi með þeim " sagði þingmaðurinn. Hann lét ekki meira uppi að sinni, en sagði, að þetta væri i sérstakri athugun og viðeigandi ráðstafanir yrðu gerðar til þess að stöðva þetta. Talsmaður gæsluliðsins vildi ekkert segja um málið. Opinber skýrsla, sem birt var i Israel i gær, gefur til kynna, að rúmlega 100,000 israelsmenn neyti ólöglegra fikniefna, og þvi er haldið fram, að 1,600 eitur- lyfjasjúklingar séu svo langt leiddir af neyslu heróins að þeim verði ekki við bjargað. Franskir lög- menn í verkfall Rúmlega 4,500 lögmenn I Paris leggja niður vinnu i dag og ganga þar á uudan i aimennum mót- mælum franska lögmanna- félagsins gegn aðgerðum stjúrnarinnar, sem þykja stuðla að þvi að minnka hlut lögmanna i dómsmálum Frakklands. Lýst hefur verið yfir þriggja daga verkfalli og er þetta fyrsta vinnustöðvum franskra lög- manna i 400 ár. — Dómarabækur sýna, að lögmenn i Frakklandi gripu siðast til vinnustöðvunar á valdatima Hinriks IV seint á 16. öld. Francis Moller-Vieville, forseti lögmannafélags Parisar, segir að verkfallið spegli djúpa andúð á nýjum lögum, sem auki vald og umboð dómara á kostnað þeirra, sem leggja mál sin fyrir þá. Það er búist við þvi, að mál- ílutningsmenn i Frakklandi 13,500 að tölu muni allar taka þátt i þessum mótmælum á næstu vik- um. A meðan verkfallið stendur yfir munu lögmenn ekki leggja liðveislu sina til, nema i húfi sé frelsi sakborninga. „Grandmaster Ólafs- son" stöðvaði Ljuboje- vic í fjórðu umferðinni Friðrik Ólafsson tefldi við Ljubojevic i fjórðu umferð Hoogoven-skakmótsins i Wijk aan Zee, en fram til þess hafði Ljubojevic unnið allar sinar skákir og var orðinn heilum vinning hærri en næsti keppi- nautur. En Friðrik stöðvaði sigur- göngu júgóslavneska stór- meistarans i bili. Mun Ljubojevic hafa verið feginn að fá jafntefli, þvi að orð var á þvi gert, hve „grandmaster ólafs- son hefði teflt örugglega með hvitu mönnunum og vel.” Þetta er hinsvegar fjórða jafntefli Friðriks i jafnmörgum skákum. Skemmtilegustu baráttu- skákina tefldu þeir Kurajica frá Júgóslaviu og tékkinn, Jan Smejkal, en skákin fór tvivegis i bið og verður ekki lokið við hana fyrr en i dag. — Kurajica er i baráttu um efstu sæti. Staðan eftir fjórar umferðir er nefnilega: Ljubojevic 3 1/2, Browne 2 1/2, Kurajica 2 (og biðskák), Langeweg, Sosonko, Tal og Friðrik allir með 2 vinninga. Smejkal 1 1/2 og biðskák. Dvorecki, Ree og Andersson 1 1/2 og Böhn 1.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.