Vísir - 21.01.1976, Side 8

Vísir - 21.01.1976, Side 8
8 Miftvikudagur 21. janúar 197«. VISIR VÍSIR Útgefandi: Revkjaprent hf. Franikvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm : Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Árni Gunnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Rragi Guðmundsson Fréttastjóri erl. frétta: Guömundur Pétursson Augjýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Ilverfisgötu 44. Símar 11660 86611 Afgreiðsla: IIverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Áskriftargjaid 800 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasögu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Erum ekki lengur í blindgötu Ákvörðun bresku verkamannaflokksstjórnarinn- ar að kalla herskip sin heim af íslandsmiðum er ó- tviræður sigur fyrir islendinga. Við höfum betur eftir þessa fyrstu lotu. En við höfum ekki unnið neinn fullnaðarsigur. Deilan við breta heldur á- fram. Þetta eru þáttaskil eins og forsætisráðherra hefur réttilega vakið athygli á. Þau snöggu umskipti, 'sem nú hafa orðið, sýna svo að ekki verður um villst, að styrkur okkar hefur verið verulegur innan Atlantshafsbandalagsins. Enginn vafi leikur á þvi, að aðgerðir Islensku rikis- stjórnarinnar á þeim vettvangi hafa ráðið úrslitum um þetta undanhald breta. Þó að flotaihlutun breta hafi verið stöðvuð a.m.k. um sinn vegna þrýstings okkar innan Atlantshafs- bandalagsins, erokkur enn vandi á höndum. Bretar munu halda áfram tilraunum til ólöglegra veiða innan fiskveiðilögsögunnar. Það sem i raun og veru hefur gerst með þessu undanhaldi breta er það, að opnast hafa möguleikar á viðræðum á jafnræðis- grundvelli um friðsamlega lausn. Hér er þvi komin upp svipuð staða og haustið 1973, þegar bretar kölluðu flotann út og Ólafur Jóhannes- son ákvað að fara á fund Heaths i London. Þá liðu nærri tvær vikur frá þvi að forsætisráðherrarnir skiptust á orðsendingum um stöðvun flotaihlutun- arinnar og þar til fundur þeirra var haldinn. Þá eins og nú lýsti islenska rikisstjórnin yfir þvi, að islensk lög giltu innan fiskveiðilögsögunnar og ekki væri unnt að gefa loforð um, að breskir togarar yrðu ekki áreittir. Eigi að siður var unnt að koma i veg fyrir, að spennan magnaðist upp á nýjan leik. Breyttar aðstæður var þvi unnt að nota til þess að finna friðsamlega lausn, sem viðtæk samstaða náð- ist um hér heima, þó að nokkurrar óánægju hafi gætt i Bretlandi. Flestir eru ugglaust á einu máli um, að æskilegt væri að mál skipuðust á svipaðan veg og haustið 1973. En framhjá hinu er ekki unnt að lita, að okkur er meiri vandi á höndum nú en þá. Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra benti réttilega á I samtali við Visi i gær, að engra góðra kosta er völ eins og sakir standa. í raun réttri er ekki mikið svigrúm til þess að semja. En á hinn bóginn er ekki heldur svigrúm til þess að láta hirða fiskinn upp i óleyfi. Þetta eru i hnotskurn þær erfiðu aðstæður, sem við stöndum frammi fyrir. Á þessu stigi er eng- anveginn vist, hvort kostur er á friðsamlegri lausn. Það ætti að koma i ljós, eftir viðræður forsætisráð- herranna. En við megum ekki að svo stöddu útiloka þann möguleika, enda hefði þá verið til litils að knýja breta út með herskipin. Meginmarkmið okkar hlýtur að vera það eitt að draga úr raunverulegri sókn útlendinga á miðin og ná virkri stjórn á veiðunum. Við hefðum ekki aö ráði komist nær settu marki i þessum efnum, ef það hættuástand, sem rikt hefur á miðunum, hefði haldið áfram. Það var þvi rétt að gera allt sem unnt var til þess að stöðva flotaihlutunina. Rökrétt fram- hald af þeim áfangasigri er að kanna, hvort við komumst nær þvi að ná virkri stjórn á veiðunum með friðsamlegri lausn. Ef svo reynist ekki vera, þá er að taka þvi. Mestu máli skiptir, að við erum ekki lengur i blindgötu. KENNEDY FRAKKLANDS Enginn liaföi búist viö þvi aö •lean Lecanuet dómsmálaráö- herra gæti orðið þriðji valda- mesti maður Frakklands. Borgarstjórinn fyrrverandi frá Rúðuborg, nú jafnháttsettur og Michcl Poniatowski innan- ríkisráðherra, en hann stendur hins vegar skör iægra Giscard D’Estaing forseta og Jacques Chirac forsætisráðherra. 1 rikisráðsfundi i sl. viku, var stöðuveitingin tilkynnt, og kom það mörgum Evrópumönnum vel á óvart. Hinn 55 ára gamli Lecaneuet er ekki einungis virki frjáls- lyndra flokka i Frakklandi, heldur einnig tryggasti Evrópu- maðurinn i rikisstjórn Giscard D’Estaings. Evrópumaðurinn í stjórn D,Estaings Þött eitthvað hafi fölnað af ljómanum, sem rikti kringum Lecanuet um miðbik siðasta áratugs, hefur það ekki orðið honum neinn fjötur um fót. Lecanuet hlaut viðurnefnið ..Kennedy Frakklands” vegna þeirra baráttuaöferða, sem hann notaði við forsetakosning- arnar árið 1965. Þótt Lecanuet hafi ekki tekist að sigra De Gaulle, vann hann sér þó mikla viðurkenningu um land allt. Persónulegar vinsældir hans hafa beðið nokkurn hnekki á undanförnum árum, þegar eng- ar forsetakosningar voru fyrir hendi til að baða hann ljóma. Þvi þótt Lecanuet sé fágaður i framkomu, þykir hann ol smeðjulegur úr hófi lram. Eftir 1965, þegar Gaullistar urðu allsráðandi á pólitiska sviðinu i Frakklandi, hvarf Lecanuet brátt úr sviðsljósinu. Hallar undan fœti Gaullista Loks þegar Valerie Giscard D’Estaing varðforseti árið 1974, breyttist ástandið. Gaullistar misstu einokunaraðstöðu sina, og ýmsir minni flokkar meðal frjálslyndra fengu aðild að stjórninni, til að forsetinn væri styrkari i stöðu sinni. Miðað við hinn risastóra Gaullistaflokk, er flokk- ur Leeanuets, frjálslyndir demókratar, eins og mús. Ilann hefur aðeins tylft eða svo sæta á þingi. Jafnvel borinn saman við næst stærsta stjórnarflokkinn, óháða lýðveldissinna, er hann litilf jörlegur. Miðflokkarnir eru sundraðir innbyrðis, og er þvi staða þeirra veik i svipinn, þótt gert hafi ver- ið sýndar kosningabandalag. En það er vilji Giscard D’Eastaing forseta, að Lecanuet verði sameiningar- tákn þessara miðflokka, og þvi hefur hann gert hann að ráð- herra. Miðflokkarnir við stjórn „Þessi útnefning er réttlætan- leg vegna fortiðar hans” sagði forsetinn á rikisráðsfundinum, ,,og um leið er ég glaður yfir, að maður úr miðflokkunum hefur nú öðlast þetta embætti.” ,,Ég vil að þið gerið ykkur það ljóst, að miðflokkarnir stjórna og munu áfram stjórna Frakk- landi.” Fyrir tveimur mánuðum sið- an, hefði þessi fullyrðing hljóm- að kinduglega i munni forset- ans, þvi að þá átti hann i hat- rammri deilu við vin sinn og ráðgjafa, Poniatowski. Poniatowski hélt þvi fram, að franskir dómarar sem heyra undir ráðuneyti" Lecanuets, væru of linir gagnvart afbrota- mönnum, og spilltu þar með fyrir baráttu lögreglunnar gegn glæpum. Lecanuet er venjulega talinn rólyndur maður, en i þetta skiptið brást hann harkalega við. 1 ræðu á þingi, dró hann i efa, hvort Poniatowski stæði i stöðu sinni sem yfirmaður lög- reglunnar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.