Vísir - 21.01.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 21.01.1976, Blaðsíða 10
10 ( Finnur Torfi Stefánsson Miðvikudagur 21. janúar 1976. VISIR Jón Steinar Gunnlaugsson J Foreldrar deila um forrœði barna eft- ir skilnað Þegar hjón skilja þarf að taka ákvarðanir um hvernig skipa skuli hinum ýmsu málum, sem varða sameiginlega hagsmuni þeirra. Þannig þarf m.a. að greiða úr hinni vandasömu spurningu, hvort hjónanna skuli fá forræði fyrir sam eiginlcgum börnum þeirra, og þá hvernig umgengnisrétti hins með hörn- unum skuli háttað. Oft eru hjón sammáia um þessi þýðingarmiklu atriði og er þá samkomulagið venjulega lagt til grundvallar, þegar skilnaðarleyfi er veitt. En jafn- vel þó samkomulag hafi orðið við skilnaðinn. kemur stundum fyrir, að annar aðilinn vill sfðar fá samkomulaginu breytt af einhverjum ástæðum. Málið, sem gert verður' að umræðuefni f þættinum i dag fjallar um ágreining um slika breytingu á samkomulagi milli hjóna um forræði og ungengnis- rétt, en samkomulag hafði verið gert, þegar skilnaður að borði og sæng var veittur. Dómstólar geta breytt samningum um forræði barna Þ. 1. jan. 1973 tóku gildi ný lög um stofnun og slit hjúskapar. 1 Þegar hjón skilja þarf að taka úkvörðun um forrœði barnanna að þessum málum vinna telji þessa breytingu óheppilega. Hér er oftast um að ræða mjög viðkvæm mál, sem varða nána persónulega hagi fólks. Varðar miklu, að leitast sé við að leysa mál þessi með eins fljótvirkum og friðsömum hætti og unnt er, en ekki með mála- ferlum, sem oft geta orðið lang- vinn og eru til þess fallin að ala á misklið milli foreldranna. Gildir þetta ekki sizt vegna þess, að virka samvinnu og lipurð þarf til að umgengnis- réttur verði nýttur svo sem æskilegast er. Samkomulag hjóna um forræði En vikjum þá að máli þvi, sem fjallað skal um. Þar hagaði þannig til að við skilnað að borði og sæng hafði orðið samkomu- lag með hjónum um að konan skyldi hafa forræði tveggja barna þeirra, drengs, sem þá var tæplega 3 ára og telpu á fyrsta árinu. Skyldi maðurinn greiða með þeim venjulegt meðlag og „hafa fullan um- gengnisrétt”. Höfðu hjónin dag- inn áður gert með sér munnlegt samkomulag um, hvernig um- gengnisrétti skyldi háttað. Rúmu ári siðar Rúmu ári eftir aö ofangreint samkomulag var gert mætti maðurinn hjá fulltrúa yfir- © 197« McNaught Snyd. (£) Hanna-Barbera Prodi. Inc. borgardómarans i Reykjavik og krafðist lögskilnaðar. Gerði hann nú kröfu um að fá forræði beggja barnanna og kvaðst mundu sjá um framfærslu þeirra einn. Hafði hann nokkrum mánuð- um áður gert sams konar kröfu til dómsmálaráðuneytis með þeim rökstuðningi, að samning- ur hans við konuna um að hún fengi forræði beggja barnanna hefði verið bundinn þeirri for- sendu, að umgengnisrétturinn yrði haldinn i hvivetna. Þar sem slikt hefði brugðist að miklu leyti, krefðist hann forræðisins. Eiginkonan samþykkti umgengnisrétt mannsins Konan kom siðan fyrir full- trúa yfirborgardómarans og lýsti þvi yfir, að hún samþykkti lögskilnaðarkröfu mannsins, en með þeim sömu skilmálum, sem ákveðnir .voru við skilnað að borði og sæng. Lýsti hún einnig yfir þvi, að hún væri samþykk umgengnisrétti mannsins eftir nánara sam- komulagi. Leyfisbréf til lög- skilnaðar var siðan gefið út, og var þar ákveðin óbreytt skipan forræðis frá skilnaði að borði og sæng og sagt, að maðurinn skyldi njóta „eðlilegs um- gengnisréttar við börnin, sam- kvæmt nánari ákvörðun eða samkomulagi beggja aðila.” Nokkru áður en lögskilnaðar- leyfið var gefið út, hafði maður- inn höfðað mál fyrir bæjarþingi Reykjavikur og gerði kröfur um að framangreindir skilnaðar- skilmálar yrðu ógiltir með dómi og honum fengið forræði beggja barnanna. Virðist málshöfðun þessi hafa verið alfarið nauð- synleg til að fá fram breytingu skilmálanna, sbr. það sem áður sagði um það efni. Sýnist jafn- vel að breyting hefði ekki verið möguleg við afgreiðslu lög- skilnaðarmálsins, jafnvel þó bæði hjónin hefðu þá verið sam- mála um breytt fyrirkomulag. Konan krafðist sýknu af kröf- um mannsins i bæjarþingsmál- inu. Við skilnað að borði og sœng varð samkomulag um, að konan fengi forrœði barnanna Fyrirdóminum lágu athugan- ir félagsmálastofnana um upp- eldishæfni beggja foreldranna og taldist hæfni beggja fullnægj- andi, a.m.k. á þeim tima sem athuganir þessar fóru fram. Álit dómsins I niðurstöðum sinum segir dómurinn m.a., að engir þeir annmarkar verði fundnir á samningsgerðinni við skilnað að borði og sæng, sem valdi ógild- ingu þess samkomulags. Það sé þvi álitaefnið, hvort rétt sé með tilliti til breyttra aðstæðna og með tilliti til þarfa barnanna, að breyta samningnum. Dómurinn telur i ljós leitt, að málsaðilar hafi aldrei átt skap saman. Gögn málsins bendi til þess, að báðir foreldrar eigi nokkra sök á þvi, að börnin hafi ekki notið eðlilegra samvista við föður sinn. Við lögskilnað krafðist faðirinn forrœðis yfir bóðum börnunum Telja yrði þó, að manninum hefði tekizt að sanna, að konan hafi ekki i þessu efni sýnt nægi- lega samvinnulipurð. Það sé al- mennt mikilvægt uppeldislega séð, að barn njóti umgengni við báða foreldra. Drengurinn sé að komast á þann aldur, að um- gengni við föðurinn fari að skipta hann verulegu máli. Þess sé að vænta, að það gæti helzt greitt fyrir nokkurri umgengni beggja foreldranna við börn sin, ef hvort foreldri hefði forræði annars barnsins og þau gætu skipzt nokkuð á um að hafa bæði börnin hjá sér, en það væri nauðsynlegt til að samband barnanna sin á milli gæti hald- izt. Breyting til hins verra Enn telur dómurinn, að nokk- ur breyting hafi orðið til hins verra á uppeldisaðstæðum kon- unnar, frá þvi sem verið hafi, er könnun félagsmálastofnunar hafi átt sér stað. Með tilliti til alls þessa varð siðan niðurstaða dómsins sú, að maðurinn skyldi fá forræði sonar sins, en konan hefði áfram forræði dótturinn- ar. Væri þá við það miðað, að með samkomulagi eða úrlausn ráðuneytis yrði umgengnisrétti skipað þann veg, að börnin mættu sin á milli áfram njóta nokkurra samvista. Fyrsta mál sinnar tegundar Mál þetta er, eftir þvi sem mér er bezt kunnugt, það fyrsta sinnar tegundar, sem dæmt er af dómstólum hérlendis, eftir að hin nýju lög um stofnun og slit hjúskapar tóku gildi. Verður ekki skilið við málið öðru visi en að farið sé fáum orðumum dómsniðurstöðuna og þau sjónarmið, sem til athugun- ar koma i þvi sambandi. Þess skal þó áður getið, að málinu mun hafa verið skotið til Hæsta- réttar, og kunna þvi endanleg málsúrslit að verða önnur en að ofan greinir. Það meginsjónarmið er rikj- andi i þeim hluta islenzks sifja- réttar, sem fjallar um málefni barna, að hagsmunir barnanna sjálfra skuli sitja i fyrirrúmi i hvivetna. Meðal þeirra sjónar- miða, sem frá uppeldislegu sjónarmiði eru talin vega þungt, með hagsmuni barnanna i huga, er sjónarmiðið um að óheppilegt sé að sundra systkinahópi. í umræddum dómi er lika lögð töluverð áherzla á nauðsyn sem mestra samvista systkinanna, þó að málsúrslit verði þau, að forræði fyrir þeim sé skipt. Það sem orkar tvimælis við dóms- niðurstöðuna er, hvort nægilega hafi verið tekið tillit til æski- legra samvista systkinanna með þvi að láta þau miðast við jafn óviss atriði og það, hvernig umgengnisrétti verði háttað i framtiðinni, hvort sem hann myndi byggjast á samkomulagi eða úrskurði ráðuneytis. Þá er það einnig athugunar- efni, hvort sambandið milli barnanna verður með eðlilegum og æskilegum hætti, þegar for- ræði er skipt. t þessu sambandi er einnig vert að hafa i huga, að dómurinn hafði áður komizt að þeirri niðurstöðu, að foreldrarn- Álitaefnið fyrir dómstólinn var það, hvort óstœða vœri til að ógilda upphaflegt sam- komulag hjónanna. ir eigi i erfiðleikum með að lynda hvort við annað. Réttur foreldranna Inn i þessa mynd kemur svo einnig spurningin um rétt for- eldranna sjálfra hvors i sinu lagi. Upp úrþeim rétti leggur þó dómurinn ekkert, enda megin- regla, eins og áður sagði, að úr- lausn sé alfarið i þágu barna. Rétt er að geta þess, að i hin- um nýju hjúskaparlögum er gert ráð fyrir, að unnt sé að þvinga fram umgengnisrétt með beitingu dagsekta, ef það foreldri, sem forræðið hefur tor- veldar framkvæmd hans. Að öllu þessu samanlögðu tel ég réttmæti dómsniðurstöðunn- ar orka mjög tvimælis. Ég tel, eins og málum var háttað, vafa- samt að skipta forráðum barn- anna milli foreldranna. Er þá engin afstaða tekin til þess hvoru þeirra hefði borið forræð- ið. Verður fróðlegt að sjá niður- stöðu Hæstaréttar um álitaefni þetta. Jón Steinar Gunnlaugsson hdl. kafla laganna um hjónaskilnaði er svofellt ákvæði i 48. gr: „Sarpningi um forræði barna, svo og ákvörðun dóms um for- ræðið, má breyta með dómi, ef það telst réttmætt vegna breyttra aðstæðna og með tilliti til þarfa barna. Dómsmála- ráðuneyti getur með sama skil- orði breytt ákvörðunum sinum i þessu efni. Ágreiningsefni út af umgengnisrétti lúta ávallt. Ur- lausn dómsmálaráðuneytis.” Með þessu ákvæði var tekið upp það fyrirkomulag, að sam- komulagi milli foreldra um for- ræði með börnum verður ein- ungis breytt með úrlausn dóm- stóls, en áður hafði sú viðaminni málsmeðferð gilt, að unnt var að fá úrskurð dómsmálaráðu- neytis um slika breytingu, sem siðan var eftir atvikum unnt að skjóta til dómstóla. Ég hygg, að flestir þeir, sem Ég er farin heim til mömmu og vil fá forræði yfir barninu! -O

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.