Vísir - 06.01.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 06.01.1977, Blaðsíða 10
10 m ____» , Fimmtudagur 6. janúar 1977. VISIR VÍSlR Otgefandi:Reykjaprent hf. Kramkvæmdastjóri: IJavffi GuAmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson dbm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnaríulltrúi: Bragi Guftmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta : Guömundur Pétursson. Um- sjón inefi helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar GuÖfinnsson Elías Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrímsson, Kjartan L. Pdlsson, Óli Tynes Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akur- eyrarritstjórn: Anders Hansen. Ctlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnils Olafsson I iós- myndir: Jcns Alexandersson, Loítur Asgeirsson. Augljsingaítjdri: Þorsteinn Fr. SigurSsson Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar:IIverfisgata 44. Slmar 11660, 86611 Afgreiösla : II verfisgata 44. Slmi 86611 Ritstjón :Síöumúla 14.S(mi 86611, 7lfnur Akureyri. Sfmi 96-19806 Askriftargjald kr. 1100 á mánufii innanlands. Verö f lausasölu kr. 60 eintakifi. Prentun: Blafiaprent hf. Frá einni virkjun tii annarrar Með nokkrum sanni má segja, að stjórnvöld hafi verið heldur seinheppin með framvindu raforkumála allra síðustu ár. Minnisvarðapólitíkin við Kröflu ber þar að sjálfsögðu hæst. Það ævintýri kallar á aukin niðurgreiðsiuumsvif ríkissjóðs eða endurnýjaða verð- jöfnunarpólitík. Sennilega fá menn aldrei að vita, hvað raforkan frá Kröflu kemur til með að kosta í raun og veru. Segja má, að litlu hafi munað, að eins færi fyrir Sig- ölduvirkjun. Þegar Union Carbide dró sig út úr Járn- blendifélaginu var Ijóst, að Landsvirkjun myndi tapa fyrirhugaðri raforkusölu frá Sigöldu um tíma. Ljóst er nú, að sú virkjun nýtist ekki nema að hálfu leyti næstu ár. Bótagreiðslur Union Carbide vega þó að ein- hverju leyti upp það tap, sem þarna verður óhjá- kvæmilega. Formaður stóriðjunefndar, dr. Jóhannes Nordal, á hins vegar allan heiður af því að fá norska fyrirtækið Elkem Spiegerverket til samstarfs um endurreisn járnblendiverksmiðjunnar eftir að bandaríska fyrir- tækið brást. Það gat að sjálfsögðu verið hæpið að fresta Sigölduvirkjun, þegar uppákoman varð í járn- blendisamstarf inu. Á það er að líta í því sambandi, að virkjunin var komin vel á veg og er hagkvæm i eðli sinu. Skynsamlegast hefði verið, að skjóta framkvæmd- um við Kröflu á frest,eða hægja á þeim enda var frá upphafi Ijóst, að ævintýramennskan hafði þar vikið skynsamlegri fjárfestingarpólitík til hliðar. Þess í stað hefði átt að leggja Hvalfjarðarlínu og fullnýta Sigölduvirkjun þar til hún getur hafið raforkusölu til járnblendiverksmiðjunnar. En orkumálayfirvöld skuldugustu þjóðar á vestur- löndum hafa á undanförnum árum ekki spurt um hag- kvæmni eða skynsamlega nýtingu fjárfestingarfjár- magns. Minnisvarðapólitíkin hefur algjörlega ráðið ferðinni í þeim efnum. Á öndverðu siðasta ári sótti Landsvirkjun um um að hefjast handa við Hrauneyjafossvirkjun. Orkuráð- herra hafði áður lýst yfir því, að sú virkjun yrði ekki samþykkt fyrr en ákvörðun hefði verið tekin um Blönduvirkjun. Aðstæður eru þó þannig að undir- búningi er að fullu lokið fyrir Hrauneyjafossvirkjun, en a.m.k. tveggja ára rannsóknarvinna er enn eftir við Blöndu. Hrauneyjafossvirkjun hefur þvi í raun réttri verið eini kosturinn, ef ný virkjun á að geta hafið fram- leiðslu þegar í byrjun næsta áratugs. Að því leyti var það skynsamleg ákvörðun hjá ríkisstjórninni að gleyma yfirlýsingunum um, að næst yrði virkjað í Blöndu. Á hinn bóginn má segja, að eðlilegt hefði verið að taka þessa ákvörðun um Hrauneyjafossvirkjun áður en gengið var frá lánsf járáætlun þessa árs. Þó að Ijóst sé, að ekki verði á þessu ári varið umtalsverðu fjár- magni til þessara f ramkvæmda er rétt, að þær séu inn i lánsfjáráætlun. Stórframkvæmdir á vegum Lands- virkjunar eiga að sjálfsögðu ekki að standa fyrir utan og ofan þessa áætlun. Það hlýtur að vera álitaefni, hvort ekki sé nauðsyn- legt að draga úr öðrum ráðgerðum opinberum fram- kvæmdum sem nemur kostnaði við Hrauneyjafoss- virkjun á þessu ári, þó ekki sé um miklar upphæðir að ræða. Það verður að meta í tengslum við hugmyndir ríkisstjórnarinnar um aðhald í framkvæmdum ríkis og sveitarfélaga á þessu ári. Þar að auki mættu orku- málayfirvöld líka margt læra af Landsvirkjun um virkjunarframkvæmdir. • , i „ÓlafurThoríhafbireiknaödæmifirétt: Stjórnarsamstarfiö varsósfalistum mikilvægara en krafanum tafarlausan brottflutning hersins” Nýsköpunarstjórnin: Brynjólfur Bjarnason, Emil Jónsson, Pétur Magnússon, Ólafur Thors, Finnur Jónsson og Aki Jakobsson. ,,Með Keflavikursamningnum var stigið skref til lausnar þeim viðfangsefnum i öryggis- og viðskipta- málum, sem blöstu við islandi í striðslok. Samningur- inn átti að treysta þau nánu bönd, sem myndast höfðu við vesturveldin á ófriðarárunum. Hann átti að vera Islandi lágmarkstrygging gegn markaðhruni og kreppu — skjól til þessað laga utanrikisverslunina að nýjum kringumstæðum í striðshrjáðum heimi". Þetta segir Þór Whitehead í ritgerð sem birtist í af- mælisriti Skírnis. Ritgerðin ber yfirskriftina LÝOVELDI OG HERSTÖÐVAR og rekur höfundur þar aðdraganda Keflavíkursamningsins, sem Alþingi samþykkti 5. oktober 1946. Hér fer á eftir úrdráttur úr þessari ritgerð Þórs. VÍOSKl PTASJÓNARMIÐ HÖFÐU SITT AÐ SEGJA 1 forspjalli rekur höfundur gang hersetunnar frá þvi haustið 1941, er hann telur aö marki upphaf áætlana vesturveldanna um varanlega hernaðaraðstöðu á Is- landi. 1 striðslok segir höf. breta hafa haft hug á öryggissamningi við islendinga og skyldu viðræður um hann fara fram á vegum SÞ., en áður bæri vesturveldunum að efna heit sin um brottflutning alls herafla frá landinu. Bretar skor- uðu á bandarikjamenn að sam- þykkja áætlunina. Ráðamenn i Washington virtu breta ekki svars, en sendu herstöðvatillögu sina til umsagnar Ólafs Thors forsætis- og utanrikisráðherra. 1 tillögunni var gert ráð fyrir al- þjóðlegu öryggiskerfi að styrjöld lokinni. Stórveldin fjögur mundu þá skipta með sér verkum og halda uppi friði og reglu i afmörkuðum heimshlutum. Island var talið á ytra varnarsvæði vesturálfu, en þar voru Bandarikjunum ætlaöar herstöðvar i félagi við önnur riki. Ólafur taldi þjóð og þing and- vigt herstöðvum og óskaði ein- dregið eftir þvi að Bandarikin létu málaleitan sina biða betri tima. Sumarið 1945höfðu bandarikja- menn sig ekkert i frammi með herstöðvatillöguna, en að striði loknu sátu uþb. tvö þúsund her- menn um kyrrt á tslandi. Nýsköpunarstjórnin gerði enga tilraun til þess að reka á eftir brottflutningi bandamanna, enda voru islendingar ekki þess um- komnir að taka við flugvallar- rekstri. Sendiherrar vesturveld- anna uröu þess einnig áskynja að ýmsum stjórnmálamönnum, að sósialistum frátöldum, stóð ótti af varnaleysi. Þá færðist skuggi markaðs- hruns, veröfalls og kreppu nær, en islendingar héldu áfram neyslukapphlaupi og kröfugerð rétt eins og striðsgróðinn væri óþrjótandi. Viöskiptasjónarmið höfðu allt frá fjóröa áratugnum haft áhrif á afstöðu Islands til stórveldanna, segir höfundur og kveðst hann ætla i greininni að sýna fram á að þau hafi átt sinn þátt i aö knýja stjórnmálamenn- ina til aö endurskoða fyrri kröfur um tafarlausan brottflutning setuliösins og engar herstöðvar á friðartimum. HVAÐ SKYLDI BJÖÐA? 1 september 1945 ákvað banda- riska utanrikisráðuneytiö að formlegri herstöðvarbeiðni yrði ekki frestað öllu lengur. Voru likur á þvi að öryggismál landsins yrðu senn leyst i samræmi við sáttmála SÞ. Innan öryggisráðs- ins var öllum stórveldunum ætl- aður ihlutunarréttur um slika samningsgerð. Ef bandarikja- menn mundu ekki vinda bráðan bug að herstöðvarleigunni, gátu hin stórveldin beitt neitunar valdi. Bandariskir embættismenn lögöust undir feld og igrunduðu hvernig freista mætti islendinga til samninga um leigu herstöðva. Louis G. Dreyfus sendiherra i Reykjavik var vantrúaöur á til- boð um gjöf setuliðseigna, enda kynni það að vekja raddir um að „sjálfstæðið væri selt fyrir skran”. , Niðurstaða vangavelta banda- rikjanna varö þú sú að ef landið tengdist bandariska hernaöar- kerfinu, yrði endurgjaldið leiga og striðsgóss. HRÆÐSLA UM STJÓRN- ARKREPPU Um miðjan september 1945 til- kynnti bandarikjastjórn ólafi Thors, að herstöðvabeiðni væri i uppsiglingu. Forsætisráðherra svaraöi þvi til^iö slik beiðni væri ,,með öllu ótimabær”. Alþingi mundi hafna henni, en Sósialista- flokkurinn kynni áður að hrökkl- ast úr rikisstjórninni. Sjálfstæðis- flokkurinn og stjórnarandstaðan, framsóknarmenn, væru ósættan- leg og gætu þeir flokkar ekki myndað nýja stjórn. Afleiðingin yrði stjórnarkreppa og valdalaus utanþingsstjórn. Dreyfus hvatti þó til þess að enginn frestur yrði veittur og 1. október var formleg beiðni um leigu herstöðvanna þriggja (Keflavikur, Hvalfjarðar og Fossvogs) til langs tima afhent Ólafi Thors. Forsætisráðherra gramdist að bandarikjastjórn skyldi virða óskir hans að vettugi, einkum þar sem ekkert mælti gegn áframhaldandi hersetu án samninga. Hann lagði beiönina fyrir rikis- stjórnina og alþingi var kallað saman til lokaðs fundar. Skipuð var nefnd meö fulltrúum allra flokka til þess að fjalla um málið, sem átti að öðru leyti að halda leyndu. -Orösveimur haföi þó gengið um beiðnina í a.m.k. viku, áöur en hún var formlega afhent. Beiðni bandarikjamanna um víðtæk herstöðvaréttindi til langs tima samrýmdist ekki hug- myndum lýðræðisflokkanna. ólafi Thors var mikill vandi á höndum. Hann vildi fyrir hvern mun halda áfram samstarfi við Sósialistaflokkinn og hrinda ný- sköpuninni i framkvæmd. Ef herstöðvabeiðninni.yrði á hinn bóginn visaö algjörlega á bug, kynni bandarikjastjórn að láta sér hagsmuni Islands i léttu rúmi liggja á viðsjálum timamótum striðs og friöar. Hann varð að finna lausn er færi bil beggja. Til þess þurfti næði og reyndi Ólafur þvi eftir bestu getu að hindra opinberar umræður um her- stöðvamálin. Stjórnarflokkarnir heimiluðu Ólafi að ræða við bandarikja- menn um herstöðvabeiðnina án skuldbindinga um samþykki hennar. Var hann vongóður um að ekki kæmi til stjórnarslita ef bandarikjamenn féllust á bráða- birgðalausn. Hann vildi þvi leiða bandarikjastjórn það fyrir sjónir, að vegna innanlandsástandsins væri ekki að vænta samninga um varanlega lausn. Svar bandarikjastjórnar við uppástungu Ólafs Thors um könnunarviðræður var afdráttar- laust: annaðhvort samþykkti Is- land herstöðvabeiðnina eöa hafn- aði henni. ÓLAFUR EINA LJÓNIÐ Telur höfundur óbilgirni banda- rikjamanna sýna að þeir töldu Ólaf eina ljónið i vegi fyrir tafar- lausri samþykkt herstöðvabeiðn- innar. Bandarikjamenn vildu umfram allt hraða málinu og forðast þannig þjark við Island og þau riki innan Sameinuðu þjóð- anna (Bretland, norðurlönd og Sovétrikin), sem létu sig her- stöðvabeiðnina varða. Bandarikjamenn efuðust ekki um að herstöðvabeiðnin orkaði sem sprengja á stjórnarheim- ilinu, en þeir væntu þess að úr ösku nýsköpunarstjórnar risi ný samsteypustjórn, kommúnistar týndu völdum og „besti vinur Bandarikjanna á Islandi”, Vilhjálmur Þór, tæki viö embætti utanrikisráðherra. Allt frá bandarisku orðsending- unni 20. október og fram til mán- aðarloka riðaði nýsköpunar- stjórnin til falls. Ólafur sætti sig engan veginn við þá sjálfheldu sem málið var komið i vegna stirfni bandarikjamanna. Hallað- ist hann að þvi að senda þeim formlegt svar og bjóðast til óbundinna viðræðna á grundvelli herstöövabeiðninnar. Ólafur var sem fyrr staðráðinn i þvi að ganga ekki að beiðninni. Hann vildi aðeins stuöla að þvi að bandarikjamenn tækju svar Islands gilt, svo að hann gæti sið- an lagt fram ..bráðabirgðalausn. Þrátt fyrir gauragang á siðum Þjóðviljans, höföu sósialistar, og þá sérstaklega Brynjólfur Bjarnason, reynst forsætis- ráðherra hinirsamvinnuþýöustu i raunum hans. Þeir höfðu fallist á misheppnað tilboð ólafs um könnunarviöræöur og vildu sýni- lega gefa honum tækifæri til þess að smeygja landinu illindalaust undan kröfum bandarikjastjórn- ar. Tilboð um viöræður á grundvelli herstöðvabeiðninnar gekk þó of langt að þeirra dómi. Stjórnarslit vofðu yfir, þar sem Ólafur hélt svari sinu til streitu. BRETAR SINNIS VORU SAMÁ Er bretar höfðu vegið og metið aðstæður, fóru þeir þess á leit við bandarikjastjórn, að hún léti sér nægja leigu herstöðva til skamms tima og félli leigan úr gildi, er öryggisreglurSÞ. kæmu til fram- kvæmda. Bandarikjastjórn visaöi þeirri málamiðlun á bug og sagðist

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.