Vísir - 06.01.1977, Blaðsíða 19

Vísir - 06.01.1977, Blaðsíða 19
< Þrettándinn í útvarpinu í dag er siðasti dagur jóla, þrettándinn. Þrett- ándinn hefur lengi verið dagur álfa og huldufólks. þrettándabrennur eru látnar loga, og fólk gerir sér margt til skemmtunar. útvarpið lætur ekki sitt eftir liggja og flytur i dag og kvöld efni, nátengt þrettándanum. Klukkan 16.40 er barnatimi sem ber nafniö jóla- lok. Klukkan 20.00 er á dagskrá skemmtiþáttur eftir ólaf Haraldsson og klukkutima siðar leikur lúðrasveitin Svanúr i útvarpssal. Á eftir leik hennar les Stefán Karlsson handritafræðingur þrettándapredikun frá tóiftu öld. Utvarp klukkan 16.40: Efni um þrettándann í barnatíma dagsins Haukur Agústsson og Hilda Torfadóttir sjá um barnatfma útvarpsins i dag klukkan 16.40. Þátturinn byrjar á þvi að tvær stúlkur, Maria Björg Kristjáns- dóttir og Björk Hreinsdóttir lesa frásagnir úr þjóðsagnasafni Jóns Arnasonar um þrettánda- nótt og flutning álfa. Frásagn- irnar heita Þrettándanótt og álfadans i nýársnótt. Þá les Böðvar Guðlaugsson kvæði eftir sig um Þrettándann og einnig stutta frásögu um þrettándabrennu á Borðeyri, frá þvf að hann var ungur drengur. Síðan les Maria Björg smá- söguna „Gæfukúlurnar” eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson. Þar segir frá tveim krökkum sem fá jólasveinabúning i jóla- gjöf og einnig gæfukúlurnar, sem hafa þá undarlegu og skemmtilegu náttúru að öllum sem liður illa á einhvern hátt, batnar krankleikinn, borði þeir eina kúlu, Krakkarnir fara á kreik á jólanótt i búningunum og hitta margt fólk, bæöi hamingjusamt og ekki hamingjusamt, og þau gáfu kúlurnar öllum þeim sem eitt- hvað þjáði. A milli atriðann verða leikin lög af plötum, jólasveinavisur og lög um þrettándann. Þátturinner fimmtiu minútna langur. —GA Benedikt Arnason Guðrún Stephensen Jörundur. Hjalti Kögnvaidsson. Útvarp klukkan 21.35: ÚR ÍSLENSKU HÓMELÍUBÓKINNI „Þetta eru tvær predikanir úr homeliubókinni islensku”, sagði Stefán Karlsson handritafræð- ingur þegar Vfsir spurðist fyrir um efni það sem hann flytur i kvöld. ,,Þá fyrri les ég i kvöld og þá siðari eftir viku”. Þær eru meðal elstu islensku predikana sem varðveist hafa ogeru að finna i hómeliubókinni svo nefndu, sem skrifuð var um árið 1200. Predikanirnar i bók- inni eru rómaðar fyrir snjallt málfar og stil. Þessi bók er öll- um almenningi litt þekkt. Hún var gefin út i Lundi fyrir hundrað árum, og þá i aðeins 200 eintökum. Þannig að hún hefur ekki farið um hendur margra. Nu er hins vegar verið að vinna að nýrri útgáfu hennar i handritastofnuninni, svo væntanlega kemur homeliubók aftur út innan skamms. Predikunin sem Stefán les i kvöld er að sjálfsögðu þrett- ándapredikun. — GA Útvarp klukkan 20. Amnesíu-veiran og týnda f jallkonan Amnesiuveiran og týnda fjall- konan heitir dagskrárliður i út- varpinu i kvöld. Jónas Jónasson stjórnar þættinum, sem inni- heldur léttmeti eftir Ólaf Har- aldsson. Ölafur Haraldsson hefur áður skrifað fyrir útvarp meðal annars þættina um Jónas og fjölskyldu, sem Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir léku i. Amnesiuveiran er gleymsku- veira og þeir sem uróu íyrir barðinu á henni misstu minnið. Eins og gefur að skilja kom það sér misjafnlega fyrir menn, bæði vel og illa. 1 þættinum koma fram leikar- arnir Benedikt Arnason.Hjalti Rögnvaldsson og Helga Steph- enssen. Þá kemur eftirherman Jörundur fram og einnig heyrist i nokkrum útvarpsröddum. Þátturinn hefst klukkan 20.00. —G A .gpjMai 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00,8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 8.50. Moreunstund barnanna 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkvnningar. A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Aldarafmæli reglu Sánkti Franciskussystra Torfi Ólafsson flytur erindi. 15.00 Miðdegistónleikar Julius Katchen og Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna leika Pianókonsert nr. 1 i C-dúr op. 15 eftir Beethoven. Tékkneska filharmoniu- sveitin leikur „Rósamundu”, leikhústón- list op 26 eftir Schubert, Jean Meylan stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkvnningar (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar 16.40 Jólaiok Barnatimi i umsjá Hauks Ágústssonar og Hildu Torfadóttur. Maria Björg Kristjánsdóttir og Björk Hreinsdóttir lesa frá- sagnir úr Þjóðsagnasafni Jóns Arnasonar um þréttándanótt og flutning álfa Böðvar Guðlaugsson les kvæði sitt „Sveinka jóla- svein” og Maria Björk les smásöguna „Gæfukúlurn- ar” eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson. 17.30 Lagið mitt Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólfa ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Samleikur i útvarpssal Björn Arnason og Hrefna Eggertsdóttir leika á fagott og pianó. a. Þrjú smálög eftir Halsey Stevens. b. Sónata i f-moll eftir Tele- mann. c. Konsertþáttur eft- ir Gabriel Piérné. 20.00 Amnesiu-veiran og týnda fjallkonan Léttmeti eftir ólaf Haraldsson. Stjórnandi Jónas Jónasson. 21.00 Lúðrasveitin Svanur leikur i útvarpssal Stjórn- andi: Sæbjörn Jónsson. 21.35 Úr islensku hómiliubók- inni Stefán Karlsson hand- ritafræðingur les þrettándapredikun frá tólftu öld. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Minningabók Þorvalds Thoroddsens” 22.40 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.