Vísir - 06.01.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 06.01.1977, Blaðsíða 4
6. janúar 1977. vism Þetta myndaefni fann norskur fréttaljósmyndari sér tii tákns um áramótin. — „Vaktaskiptin”, kallaöi hann myndina, og viö veröum aö segja eins og er, aö þaö var hreint ekki illa til fundiö. Vaktaskipti Met-kornuppskera Landbúnaðarráðherra Sovétríkjanna, Valentin Mesyats, skýrði frá því í gær, að metkornuppskera- hefði orðið hjá sovétmönn- um 1976, eða 223,8 milljónir smálesta. Var það 80 milljón smá- lestum meira af korni en árið 1975. „Hvort sem það er þurrkaár eða ekki getur þjóðin ávallt verið viss um, að landið mun leggja henni til nóg af brauði og korni,” sagði Mesyats ráðherra á fundi með blaöamönnum. Mesyats tók við embætti land- búnaðarráðherra i fyrra, eftir að forvera hans var vikið frá eftir misheppnaða uppskeru og korn- eklu. Hann sagði, að sykurrófuupp- skeran hefði ekki náð settu marki áætlunarbúskaparins, sem var 85 milljón smálestir. Olíuskip týnt í heila viku Olian, sem fannst á reki i gær, verður tekin til efnagreiningar til glöggvunar á þvi, hvort hún gæti hafa komið úr skipinu. Leitarf lugvélar hafa fundið dularfulla oliufláka á N-Atlantshafi i íeit sinni að oliuskipi frá Panama, sem hvarf fyrir viku. Oliuskipið „Grand Zenith” verður talið af, ef það finnst ekki fyrir kvöldið, þvi að ekkert hefur til þess spurst og ekki fundist tangur eða tetur af þvi, þrátt fyrir mikla leit úr lofti siðustu daga. Það siðasta, sem til Grand Zenith heyrðist, var fyrir viku, en þá sagði i skeyti frá skipinu, að það væri statt um 60 milur út af Yarmouth á Novia Scotia. Hvass- viðri og stjórsjóir neyddu skipið til að slá af til að halda sjó. Maimréttind- armeimsótt- ir til saka í Moskvu Sovésk yfirvöld hafa nú loks höfðað sakamál á hendur mannréttinda- nefnd, sem hefur orðið miðdepill andófsaðgerða i Moskvu frá því að hún var sett á laggirnar í maf i fyrra. Embættismenn dómsmála- ráðuneytisins létu þetta uppi i gær, þegar þeir yfirheyrðu eðlisfræðinginn Yur Orlov, for- mann tólf manna nefndar, sem einsetti sér að fylgjast með þvi, að Sovétrikin stæðu við mann- réttindaákvæði Helsinkisátt- málans. Dr. Orlov var tekinn, þar sem hann var staddur á götu i gær á leið til fundar við blaðamenn. Ætlaði hann að skýra þeim frá húsleitum, sem hann og fjórir aðrir félagar nefndarinnar voru látnir sæta á þriðjudag. — Fimm menn hrintu Orlov inn i bifreið, sem ók i loftinu burt. I stöðvum öryggislögreglunnar var hann yfirheyrður i þaula i sjö klukkustundir, áður en hon- um var sleppt. Nefndarmönnum er gefið að sök að útbreiða óhróður gegn Sovétrikjunum, eins og sést hafi á skjölum, sem fundust i ibúð- um nefndarmanna i fyrradag. Nefndin hefur sætt fyrr aðkasti i leiðurum flokksblaða, sem borið hafa henni á brýn, að reyna að koma þvi óorði á Sovétrikin, að þau standi ekki við gerða millirikjasamninga (Helsinkisáttmálann.) Roy Jenkins forseti EBE Roy Jenkins, fyrrum innanrfkismálaráðherra breta, tekur í dag við for- setaembætti fram- kvæmdaráðs Efnahags- bandalagsins. Jenkins er ákafur stuðnings- maður hugsjónarinnar um sam- einaða Evrópu, en kemur til með að glima mest við verkefni eins og offramleiðslu mjólkurafurða EBE-landanna, og spurninguna um aðild Grikklands og Portúgals að EBE. I forsetatið hans munu fara fram kosningar til Evrópuþings- ins, þar sem aðildarþjóðirnar kjósa i fyrsta sinn beint fulltrúa á þingið. Viðkvæmasta ágreiningsmálið, sem kemur til með að krefjast mestrar athygli af hinum nýja forseta, er landbúnaðarstefna EBE sem jafnan hefur reynst þrætuefni hinum niu aðildarlönd- um. Og enn hefur ekki verið Roy Jenkins nýi forseti fram- kvæmdaráös EBE. ákveðið, hvernig fiskveiðum skuli skipt milli aðildarrikjanna, eftir að EBE lýsti yfir 200 milna fisk- veiðilögsögu sinni. Karatemeistari til einvígis við tígur Japanskur karatemeist- ari sagöist reiðubúinn að berjast við Bengaltígur á knattspyrnuvellinum í Haiti í næsta mánuði með trélurk einan að vopni. Mamoru Yamamoto, sem tal- innereinn leiknastikaratemeist ari Japans, sagði blaðamönnum i gær, áður en hann lagði af stað til Haiti, að hann og tigrisdýrið yrðu lokuð inni i 15 metra breiðu búri. „Min hernaðaráætlun gengur út á að stinga lurknum upp i kjaftinn á tigrisdýrinu og kæfa það,” sagði meistarinn. — Hann hefur rakað allt hár af höfði sér, svo að skepnan geti ekki slæmt klónum i það. Yamamoto hefur fengið loforð um 400þúsund dollara sigurlaun fyrir einvigið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.