Vísir - 06.01.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 06.01.1977, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. janúar 1977. ÞÓR WHITEHEAD í RITGERÐ UM AÐDRAGANDA SAMNINGSINS: ekkert vilja eiga undir geðþótta Sovétrikjanna i SÞ. 1 lok október taldi Ólafur Thors óhætt að leita álits bresku stjórn- arinnar og bar fram formlega fyrirspurn til hennar. Bretar rey.ndu með svari sinu 29. oktober að beina islendingum inn á braut þeirrar málamiðlunar sem bandarikjamenn höfðu- hafnað. VIÐBRÖGÐ ISLEND- INGA Orðsending breta varð ólafi hvatning til að endurskoða væntanlegt tilboð um viðræður á grundvelli herstöðvarbeiðninnar. Samdi hann uppkast að nýju svari til bandarikjastjórnar og itrekaði þann ásetning Islands að ganga i SÞ. og taka á sig viðkomandi skuldbindingar. „Með tilvisun til þess” væru islendingar reiðu- búnir til viðræðna við bandarikja- stjórn „um fyrirkomulag þessara mála”. 1 ljós kom að stjórnarflokkarnir — Höfundur telur óbilgirni bandarikjamanna sýna, að þeir töldu ólaf Thors eina J ljónið i vegi fyrir tafarlausri samþykkt herstöðvabeiðninn- ar. gátu allir sætt sig við svarið og var nýsköpunarstjóninni þar með borgið. Ólafur kallaði Dreyfus nú á sinn fund og kom á framfæri siðbúnu svari ogfyrirbærum. Við.saman- burð á frásögnum þeirra af fund- inum, segir höfundur, að þær grunsemdir vakni að sendiherr- ann hafi af ráðnum hug vanrækt að skýra yfirboðurum sinum frá aðalatriðunum i máli forsætis- ráðherra. Hafi Dreyfus þannig ætlað að meina Ólafi að frelsa rikisstjórnina úr ógöngunum. 1 orðsendingu til forsætisráð- herra túlkaði bandariska utan- rikisráðuneytið svarið sem „samþykki i grundvallaratriðum á tilmælum vorum”. Kvaðst ráðuneytið tilbúið til samninga- viðræðna. Forsætisráðherra itrekaði að skilja bæri svar sitt sem „nei”,' við leigu til langs tima” og lagði til að samninga- viðræðum yrði frestað. Bandarikjastjórn sat fast við sinn keip. Er allt virtist i óefni komiö, fól forsætisráðherra Thor Thors sendiherra að gera lokatil- raun til þess að fresta málinu. Kom á daginn, að er röksemdir Ólafs voru borhar fram án milli- göngu Dreyfus, tóku ráðuneytis- menn sönsum. Var ákveðið að fresta samningaviðræðum fram yfir sveitarstjórnarkosningar i janúar. FRESTURINN LENGD- UR í ársbyrjun 1946 tæpti Bjarni Benediktsson á þvi við Dreyfus, að forsætisráðherra hefði enn hug á leigusölu herstöðva, ef hagstæð kjör yrðu i boði. Allt sæti þó við það sama, samningaviðræður, væru ótimabærar. Hugðist Bjarni með þessu firra forsætisráðherra i frekari þrýstingi frá bandarikja- stjórn. Að sveitarstjórnarkosn- ingunum loknum, lagði Bjarni sigurvegari kosninganna, enn á ný að bandarikjamönnum að fresta samningaviðræðum fram yfir þingkosningar. Hermann Jónasson tók i svipaðan streng og Bjarni um kosti þess að fresta samningaviðræðum. Áður en herstöðvaandstaðan náði hámarki i nóvember og desem- ber, hafði Hermann verið á önd- verðri skoðun og tekið undir áskoranir Vilhjálms Þórs' til bandarikjamanna. Dreyfus skipti þá um skoðun og hvatti stjórn sina til að verða víð óskum flokksforingjanna. Fylgdi bandarikjastjórn þeim ráðum. Andstreymi siðustu mánaða hafði sannfært utanrikisráðuneytið um að herstöðvaáætlun fyrir Island þyrfti endurskoðunar við KÖSNINGASKJÁLFTI OG HERVERND Er leið að alþingiskosningum 1946 varð krafan um brottflutning bandarikjahers helsta baráttu- mál Sósialistaflokksins. En þrátt fyrir háværar kröfur um að rikis- stjórnin beitti sér fyrir brottflutn- ingi hersins, tóku sósialistar þetta hugðarefni sitt ekki upp á alþingi. Ólafur Thors hafði reiknað dæmið rétt: Stjórnarsamstarfið var sósialistum mikilvægara en krafan um tafarlausan brottflutn- ing hersins. Vorið 1946 gátu lýðræðisflokk- arnir ekki lengur skorast undan umræðum um öryggismál. Ólafur bað bandarikjastjórn að lýsa þvi yfir, að herstöðvabeiðnin væri dregin til baka fyrir fullt og allt. Þannig mætti kippa fótunum und- an kosningaáróðri kommúnista og styrkja málstað þess flokks, sem vinsamlegur væri Banda- rikjunum. Bandarikjamenn tóku orðum Ólafs með jafnaðargeði og töldu þau sjálfsagt bera vott um tima- bundinn kosningaskjálfta. Utan- rikisráðuneytið neitaði að aftur- kalla herstöðvabeiðnina, synjaði um birtingu á gögnum henni við- komandi, en féllst á aö gefnar yrðu út stuttar yfirlýsingar um málið. NÝ TILLAGA BANDA- RIKJAMANNA Bandarikjastjórn gat ekki lengur dulist að tilgangslaust var að krefjast leigusamnings til langs tima. Aður en vigstaða hennar versnaði enn, yrði aö koma herstöövatillögunni i nýjum búningi til forsætisráðherra. En forsætisráðherra neitaði að lesa tillöguna eða veita henni mót- töku. Kosningar nálguðust og enn ásótti herstöðvamálið Ólaf, þrátt fyrir yfirlýsingu hans um það á alþingi i aprillok. í þjóðhátiðar- ræðu, 17. júni, gerði forsætisráð- herra nýja tilraun til þess að kveða málið niður. Hann visaði til fyrri ummæla, sem hann kvað „skýr og tvimælalaus”: „A friðartimum vilja islendingar ekki hafa hernaðarbækistöðvar i landi sinu.” Bandarikjastjórn hafði neitað að gefa herstöðva- beiðninni „dánarvottorð”, svo að Ólafur hafði tekið af þeim ómak- ið. — Bandarikjamenn væntu þess að úr öskustó nýsköp- unarstjórnarinnar risi ný samsteypustjórn, kommúnist- ar týndu völdum, og „besti vinur bandarikjamanna á islandi,” Vilhjálmur Þór, tæki við embætti utanrikisráö- hcrra. Kosningaúrslitin sýndu að fylgi flokkanna var nánast óbreytt frá kosningunum 1942. Nýsköpunar- stjórnin hafði hlotið ótvirætt umboð kjósenda og, Ólafur Thors var ráðinn i áframhaldandi sam- vinnu við sósialista. Stuttu eftir kosningar lagði Ólafur fram fyrirspurn um afstöðu bandarikjastjórnar til hugsanlegrar beiðni um brott- flutning hersins. Dreyfus kom þeim skilaboðum til forsætis- ráðherra, að James Byrnes utan- rikisráðherra hefði „gjörsamlega blöskrað” uppástungan um aö islendingar beiddust brott- flutnings setuliðsins. Sagöist Dreyfus jafnframt vilja fyrir- byggja slikt frumhlaup með þvi að gera forsætisráðherra nokkra grein fyrir hinni nýju tillögu bandarikjastjórnar. Þar sem kosningar voru að baki, féllst for- sætisráðherra loksins á að taka tillöguna til athugunar. SAMNINGUR I MÓTUN Þann 24. júli 1946 var Hugh S. Cumming, deildarstjóri Norður- Evrópudeildar, gerður út af örkinni til þess að hrinda af stað langþráðum samningum við Island. En nýjar hindranir voru lagðar i leið bandarikjamanna. A aukaþingi var umræðu að ljúka um inngöngu Islands i Sameinuðu þjóðirnar. 1 nefndar- áliti utanrikismálanefndar um sáttmála samtakanna var tekið fram að islendingar væru „eindregiö andvigir herstöðvum i landi sinu” og mundu „beita sér gegn þvi að þær verði veittar”. Er aukaþingið hafði samþykkt inngönguna i SÞ, hóf Ólafur Thors leynilegar viðræður við Cumming og Dreyfus. Frá upphafi viöræðn- anna viðurkenndj forsætis- ráðherra, að það yrði „afar tor- velt, ef ekki ómögulegt”, að komast að nokkru samkomulagi. Spurði Ólafur hver yrði afstaða bandarikjastjórnar ef Island lýsti herverndarsamninginn úr gildi fallinn. Bandarikjamönnum til hugar- léttis bar forsætisráðherra loks fram tillögu eftir tveggja vikna þóf. Utanrikisráðuneytið i Wash- ington hafði þegar handbært upp- kast að nýrri tillögu sem sniðin var að hugmyndum Ólafs. Var Cummings kallaður heim til ráðuneytis, en hann snéri skömmu siðar aftur til íslands og 27. ágúst afhenti hann forsætis- ráðherra nýjustu tillögu banda- rikjastjórnar. Tillaga þessi, undirstaða Kefla- vikursamningsins, byggðist að mestb á bandarisku samnings- drögunum frá april 1946, að undanskildum ákvæðum um varnarsamstarf. Herinn skyldi hverfa úr landi innan 9 mánaða. Flugvélum i förum fyrir bandarikjastjórn vegna hernáms Þýskalands var áskilinn afnotaréttur af Kefla- vikurflugvelli. Skyldi banda- rikjastjórn heimilt að reka flug- völlinn með þvi starfsliði (óbreyttum borgurum) og búnaði, sem reksturinn krefðist. Sú uppástunga Ólafs Thors að tengja ekki flugvallarsamninginn við niðurfellingu herverndar- samningsins, var að engu höfð. Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur áttu fulltrúa i samninga- nefndinni,en Ólafur leyndi sósial- ista að mestu gangi samning- anna. Gátu samstarfsflokkarnir tveir i flestum meginatriðum unað við bandariska uppkastið, en fengu öðrum atriðum breytt. LOKARIMMA OG STJÓRNARMYNDUN Keflavikursamningurinn var lagður fyrir aukaþingið 20. september 1946. Sósialistar brugðust hart við og hótuðu stjórnarslitum, ef uppkastiö næði fram að ganga. Framsóknar- menn óskuðu eftir samningi til styttri tima og kröfðust þess, að islendingar tækju að sér rekstur flugvallarins með tilstyrk banda- rikjamanna. Ólafur Thors taldi samninginn hagstæðan þjóðinni og enga nauðung, þótt hann léti svo i veðri vaka. Bandarikjamenn reyndu að hafa árhif á framsóknarmenn beint með viðræðum við Her- mann Jónasson og Eystein Jónsson. Voru nokkrar smavægi- legar breytingar gerðar á upp- kastinu. Það, ásamt þvi að bretar skárust i leikinn, og hvöttu islend- inga til þess að hafna ekki samningsuppkastinu, varð til þess að nokkrir þingmenn fram- sóknar undir forystu Eysteins Jónssonar studdu samningsupp- kastið við lokaafgreiðslu. Hafði Hermann Jónasson raunar trúað þeim Dreyfusi og Cumming fyrir þvi að þeir mundu styðja það. Var uppkastið, með umsömdum breytingum, sam- þykkt á alþingi 5. október 1946 með 32 atkvæðum gegn 19. Eftir atkvæðagreiðsluna ’ tilkynnti Sósialistaflokkurinn að aðild hans að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Nýtt skeið var að hefjast i islenskum stjórnmálum. Kefla- vikurflugvöllur var afhentur islendingum 25. október 1946 og 8. ‘ april 1947 hurfu siðustu her- — Aður en herstöðvaandstað- an náði hámarki hafði Hermann Jónsson verið á öndverðri skoðun og tekið undir áskoranir Vilhjálms Þórs til bandarikjamanna. mennirnir úr landi. American Overseas Airways tók við rekstri flugvallarins i umboði banda- riska hermálaráðuneytisins. NIÐURSTAÐA Að áliti bandariska utanrikis- ráðuneytisins var Keflavikur- samningurinn „það besta sem hægt var að ná fram undir núverandi kringumstæðum i stjórnmálum Islands”. Banda- rikin hefðu hlotið „lágmarks- réttindi” fyrir niðurfellingu herverndarsamningsins. 1 afstöðu lýðræðisflokkanna til Keflavikursamningsins má i fyrsta lagi greina hagnýt skamm- timasjónarmið. Rekstur flug- vallarins var Islandi ofviða. Samningurinn tryggði framtið flugstöðvar i Keflavik og gaf fyr- irheit um fjárhagslegan ábata. Þessi atriði segir höfundur þó aldrei hefðu rekið Ólaf Thors til þess að tefla stjórnarsamvinn- unni i tvisýnu. Aðrar og dýpri orsakir hafi legið til grundvallar samningsgerðinni. Samtengdir öryggis- og viðskiptahagsmunir Islands réðu afstöðu lýðræðisflokkanna. 1 umræðum um samninginn var þessum grundvallaratriðum þó litt eða ekki haldið á lofti. Til þess að eyðileggja ekki samstarfs- möguleikana við sósialista gerði Ólafur Thors niðurfellingu her- verndarsamningsins og brottför hersins að þungamiðju i mál- flutningi sinum. Að lokum segir Þór Whitehead að Keflavikursamningurinn hafi gengið skemmra en þær hug- myndir um lausn öryggismála sem rikjandi hafi veriö meðal leiðtoga lýðræðisflokkanna haustið 1945. Bandarikjamenn hafi hvorki gefið flokkunum ráð- rúm né tima til þess aö semja um gagngerari lausn. Að þvi leyti hafi samningurinn verið af- sprengi bandariskrar óbilgirni. En i sögulegu tilliti varðaði hann veginn frá hlutleysi til varnar- bandalags við þau riki, sem Island haföi deilt með örlögum i striði. Kefíavíkursamningurínn var afsprengi öryggis-og viðskiptahagsmuna — þótt því vœri ekki haldið á foffl vegna __________________________

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.