Vísir - 06.01.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 06.01.1977, Blaðsíða 24
VlSXR Fimmtudagur 6. janúar 1977. Hafsíld í gang eftir mónaða- mót ,,Það er erfitt að segja nákvæmlega hvenær verk- smiðjan kemst i gang, en það verður i fyrsta lagi upp úr mánaðamótunum”, sagði Jón Ingvarsson framkvæmda- stjóri er Visir spurði hann i morgun um hvenær loðnu- verksmiðja Hafslldar á Seyðisfirði kæmist i notkun eftir ketilsprengingu sem þar varð fyrir áramótin. Að sögn Jóns verður nýr ketill tilbúinn i Bretlandi 17. eða 18. janúar og kemst hann þá I besta falli hingað 24. til 25. janúar. Hafsildarverksmiðjan getur afkastaö 400 tonnum á sólar- hring og munar um að missa minna úr loðnuvertiðinni. Ketilsprengingin er þriðja stóra áfall verksmiöjunnar. Snjóflóð féll á hana árið 1967 og i hitteöfyrra og settu hana þá úr leik. —EKG 23 órekstr- ar í gœr — en enginn snemma í morgun Tuttugu og þrir árekstrar urðu I Reykjavlk I gærdag. Sem betur fór varö enginn stór árekstur þrátt fyrir þennan fjölda og lltil meiðsl. Vitað var um einn ökumann sem skarst á augabrún þegar billl hans rakst utan i grindverk við Grafarholt. Arekstrum tók að fjolga I gær um leið og fór aö skafa. 1 morgun þegar Vísir hafði samband við slysarannsókna- deild lögreglunnar um klukk- an níu hafði hins vegar enginn árekstur orðið. Mikil hálka var þó á götunum, en menn hafa reynt að fara varlega. — EA LOÐNAN: „Ágœtis útlit" „Þáð er ágætis útlit”, sagði Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd er Vlsir hafði samband við hann i morgun. — Tveir bátar tilkynntu um afia i nótt. Ásberg RE með 340 tonn og Grindvikingur GK með 480. Báðir fara til Siglu- fjarðar. Pétur Jónasson haföi ennfremur tilkynnt um 400 tonn og búist er viö að hann sigldi til Raufarhafnar. Ágætis veiðiveður hefur verið á miöunum. Árni Friðriksson tilkynnti 1 morgun um að hann hefði fundiö loðnu nokkru dýpra en veiðisvæðið' er og taldi hann þar vera enn meira magn á ferðinni. Frost er mikið á miðunum og skipin fsast. Rannsóknarskipiö Bjarni Sæmundsson átti aö leggja af stað I leiðangur i gær og vera úti af Vestfjörðum. Hann komst ekki vegna einhverrar bilunar. —EKG ARNARFLUG óskar eftir leyfí til áœtlunarfíugs Beiðni félagsins um leyfí til reglubundins flugs til ýmissa landa komin til samgönguráðuneytisins Jt i w i ■ Arnarflug hefur á starfstima sfnum flogið margar leiguferðir til ýmissa evrópulanda með hópa héðan, en villnú hefja áætlunarflug. Vlsismynd: ÞJM. „Samgönguráðuneytinu barst bréf frá Arnarfiugi á gamlárs- dag þar sem óskað er eftir leyfi til reglubundins áætlunarflugs til ýmissa landa”, sagði Brynjólfur Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri I samtali við VIsi. Er hann var spurður nánar um hvaða lönd þar væri um að ræða, kvaðst ráðuneytisstjórinn ekki geta nefnt þau á þessu stigi málsins, en sagði þó að annars vegarværiþar um aðræða lönd, sem bæði Flugfélag Islands og Loftleiðir hefðu leyfi til að fljúga til I reglubundnu áætlunarflugi og hins vegar önnur lönd, sem við hefðum enga samninga við. „Það má segja, að auðveld- ara sé að fást við afgreiðslu þessa máls að þvi er snertir slðarnefnda landahópinn”, sagði Brynjólfur „þvf að þar verða ekki árekstrar við aðra islenska hagsmuni, en þó geta samningaviðræður við lönd, sem ekkihefur áður verið samið við tekið langan tima”. Brynjólfur kvað það ekkert nýtt að minni flugfélögin sæki um leyfi til áætlunarflugs, dæmi væru um slikt varðandi Air Vik- ing fyrir nokkrum árum, en það leyfi hefði ekki fengist. Frakt- flug hefði á sinum tima fengið ley.fi til þess að stunda áætlunarflug I samvinnu viö tailenska aðila, en það hefði ekki gefist vel, og Flugfélagið Iscargo hefði nú leyfi til reglu- bundins flugs til Hollands. Að sögn ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytisins verður málaleitan Arnarflugs tekin fyrir hjá flugráði á næstunni og sagði hann óvist um hver niður- staða málsins yrði þar. —ÓR Jóni Ársæli virtist það vera næsta létt verk að sveifla skóflunni og dreifa salti á gangstéttir við Laugaveginn i Reykjavfk i gær. Jens ljósmyndari VIsis hitti hann á förnum vegi, þar sem hann ásamt fieirum vann við að eyða hálkunni. Jón varð áttræður fyrir þrcmur dögum og brosti hinn hressasti þrátt fyrir nepjuna og aldurinn. Ljósmynd VIsis Jens. Nómsmenn ósáttir við úthlutunarreglurnar: Stefna lánasjóði og tveimur ráðherrum Námsmenn hafa nú ákveðiö að stefna Lánasjóöi islenskra námsmanna, menntamálaráð- herra og fjármálaráðherra vegna ú t h1utunarreg 1 n a lánasjóðsins sem þeir telja að brjóti i bága við lög um námslán er Aiþingi setti á siðasta ári. „Formlega er einn stefnandi námsmaður erlendis, en þetta verður rekið sem prófmál”, sagði Guðmundur Sæmundsson námsmaður i samtali við Visi i morgun. „Þetta er aðeins fyrsta málið sem við höfum i huga. En við álitum fleiri atriði ólögleg i reglugerðinni og ástæðu til að stefna, verði þeim beitt.” Það atriði sem nú er stefnt út af er að ekki er nú tekið tillit til fjölskyldustærðar og fram- færsluþunga þegar upphæð námslána er ákveðin, að sögn Guðmundar Sæmundssonar. 1 fyrra var bætt við fram- færsluupphæðina við hvert barn sem var á framfæri foreldra og ennfremur var tekið tillit til þess ef maki vann ekki úti. Núna er að sögn Guðmundar að- eins tekið tillit til barna, við lækkun námslána. „Þetta teljum við að brjóti I bága við lög”, sagði Guðmundur Sæ- mundsson. —EKG Skemmdir á bátum Tveir bátar slitnuðu frá bryggju i höfninni i Vestmanna- eyjum I nótt og fleiri bátar losn- uðu að einhverju ieyti, en ekki þó alveg. Mikið rok var i Eyjum i nótt og mældust 10 vindstig á Stórhöfða. I morgun þegar Visir hafði samband við lögregluna þar, var enn svipaður vindhraði. Bátarnir tveir, sem slitnuðu alveg frá eru um 60 til 70 tonn. Þá rak innar i höfnina og rákust þar á litla báta og ollu einhverj- um skemmdum á þeim. Fimm aðrir bátar i höfninni slitnuðu að einhverju leyti frá, en þá var hægt að binda aftur. Urðu margir að fara á fætur i Eyjum i nótt til að huga að bátum sinum. — EA Eigum Viðlagasjóðs róð- stafað án lagaheimildar? „I athugasemdum þeim, sem ég lét fyigja skýrslu úttektar- nefndarinnar til rikisstjórnar- innar, sagði ég m.a., að ég teldi störf nefndarinnr ails ekki kom- in það langt, að unnt væri að nefna einhverjar tölur um fjár- hagsvanda Vestmannaeyja- kaupstaðar”, sagði Þráinn Egg- ertsson, hagfræðingur I viðtali við Visi i morgun. tittektarnefnd þessi var skip- uð af félagsmálaráðherra 23. janúar 1976, og skilaði hún bráðabirgðaskýrslu fyrir ára- mótin til ráðuneytisins. Þegar Visir leitaði frétta af skýrslunni hjá félagsmálaráðuneytinu, var blaðamanni visað til forsætis- ráðuneytisins, sem aftur visaði öllum fyrirspurnum til baka til félagsmálaráðuneytisins. Meirihlutinn telur f járhagvandann 400-600 milljónir Meirihluti nefndarinnar, þ.e. Ólafur Helgason, formaður nefndarinnar, sem skipaður var af Vestmannaeyjakaupstað, og Gylfi tsaksson, verkfræðingur, sem skipaður var af félags- málaráðuneytinu, telja m.a., að bæjarsjóð Vestmannaeyja vanti nú 400-600 milljónir til þess að fjárhagsstaðan verði eðlileg miðað við önnur sveitarfélög á landinu. 1 framhaldi af þvi sam- þykkti meirihluti nefndarinnar, að fyrir siðustu áramót skyldu tekin til hliðar skuldabréf i eigu Viðlagasjóðs að nafnvirði 400 milljónir. „Bréf þessi verði ekki tekin með I skuldauppgjöri Við- lagasjóðs við Seðlabankann, en tekjur af þeim hins vegar notað- ar til að bæta fjárhagsstöðu Vestmannaeyinga með ódýrum lánum og styrkjum”, eins og segir i samþykkt meirihlutans. Ekki heimild til aö ráðstafa eignunum Blaðið hafði i morgun sam- band við Þráinn Eggertsson, hagfræðing, sem situr i nefnd- inni fyrir hönd Seðlabankans, og spurði um afstöðu hans til til- lagna meirihlutans. y „Ég lét fylgja nokkrar at- hugasemdir með skýrslu þeirri, sem úttektarnefnd sendi rikis- stjórninni”, sagði Þráinn. „Kjarninn i athugasemdum minum er þessi: 1. Störf nefndarinnar eru alls ekki komin það langt, að unnt sé að nefna einhverjar tölur um fjárhagsvanda Vestmannaeyja- kaupstaðar. 2. Ég taldi það alls ekki ljóst, að stjórn Viðlagasjóðs eða rikis- stjórnin hefði heimild til að ráð- stafa eignum Viðlagasjóðs að óbreyttum lögum. Og jafnframt ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr þvi máli”, sagði Þrá- inn. —ESJ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.