Vísir - 06.01.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 06.01.1977, Blaðsíða 3
3 m ____ vism . Fimmtudagur 6. janúar 1977. „Engar meiriháttar fram- kvœmdir við Hrauneyja- fossvirkjun á þessu ári" — sagði Halldór Jónatansson, aðstoðarfram- kvœmdarstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Vísir „Fullyrðingar um, að með ákvörðun um virkjun við Hrauneyjafoss sé verið að rjúka i framkvæmdir á þessu ári, sem gangi i bága við áætlanir þjóðarbúsins fyrir árið 1977, eru á misskilningi byggðar eða þá hreinn tilbúningur”, sagöi Halldór Jónatansson, aðstoðar framkvæmdastjóri Landsvirkj- unar, I viötali við Visi. „Það liggur fyrir”, sagði hann, „að ekki veröur farið af stað meö neinar meiriháttar framkvæmdir á þessu ári, en fyrst og fremst unnið að útboði og gerð verksamninga, að tæknilegum og fjárhagslegum undirbúningi, og aö gerð vega og vinnubúöa á virkjunarsvæð- inu”. „Virkjunarleyfið var veitt á þeirri forsendu, aö náið samráö yröi haft við eigendur Lands- virkjunar, þ.e. riki og Reykja- vikurborg, um framkvæmda- hraðann og skiptingu framkvæmda á milli ára fram til 1981, þegar virkjunin þarf að komast i gagnið”, sagöi Halldór. Aðspurður, hvort framkvæmt yrði fyrir 400—600 milljónir á þessuári, sagði hann: „Það er ekki enn Ijóst, en mér sýnist þessi tala vera of há frekar en hitt. Og væntanlegir verktakar munu fyrst hefja framkvæmdir voriö 1978”. Verksamningar í september/október „Það sem fyrst og fremst verður gert á þessu ári”, sagði hann, „er að bjóða verkið út, taka tilboðum og gera verk- samninga. Ég á von á þvi, að ákvarðanir verði teknar um útboðið innan tveggja mánaða eða svo, og að tilboö veröi þá opnuð á miðju sumri, en verk- samningar frágengnir i septem- ber/október. Þá verður einnig unniö aö ýmsum tæknilegum og fjár- hagslegum undirbúningi, og eitthvaö veröur gert til að búa i haginn fyrir væntanlega verktaka á sjálfu virkjunar- svæðinu, svo sem, að lagðir verða vegir og komið upp vinnu- búðum,en þeim framkvæmdum fylgir tiltölulega litill kostnaö- ur”. Miöaö viðinn- lenda verktaka? Það kom fram hjá Halldóri, að ekki væri enn ákveöið hvern- ig aö útboðinu yrði staðið. „Hins vegar hefur komið til tals að haga þvi þannig, að auðveldara verði fyrir innlend verktakafyrirtæki að bjóöa i verkið. Þetta er hægt að gera meö þvi að skipta verkinu I tvo eða fleiri verkþætti, sem hver um sig yrði þá viðráöanlegri fyrir islenska verktaka. Þá er einnig óákveöiö, hvort boöið verður eingöngu út innan- lands, eða hvort erlendir verk- takar fá að gera tilboö”, sagöi Halldór. Hann staðfesti, aö vit- aö væri um áhuga hjá júgóslavneska fyrirtækinu Energoprosjekt, sem var verk- taki við Sigölduvirkjun, á að bjóða i Hrauneyjafossvirkjun. „Fyrirkomulag útboösins veröur frekar rætt i stjórn Landsvirkjunar siðar i þessum mánuöi, og samráð veröur haft við riki og borg áður en ákvarð- anir verða teknar”, sagði Halidór. —ESJ. Samráðviðríki og borg um hraða framkvæmda GAF GÖGN UM FYRSTU MÁNUÐIIEIKHÚSSINS Þjóðleikhúsinu barst nýlega sérstæð gjöf frá Andrési Þorm- ar leikritaskáldi og fyrrum gjaldkera.. Er það bók þar sem hann hefur safnað öllum gögn- um og umsögnum i blöðum um vigslu Þjóðleikhússins, undir- búning og starf þess á fyrstu mánuðunum. Bókin er fagur- lega innbundin og verður til sýnis á Kristalssal á sýningum i leikhúsinu næstu vikurnar. Andrés Þormar er gamall leikhúsunnandi og kunnur bóka- safnari og mun til dæmis eiga eitt merkasta safn islenskra leikrita, sem til er. Hann sést hér á myndinni við gjöf sina, en með honum á myndinni eru nokkrir af leikurum og starfs- mönnum sem hafa starfað við leikhúsið allt frá opnun þess. Þeireru, talið frá vinstri: Valur Gislason, Róbert Arnfinnsson, Herdis Þorvaldsdóttir, Ögmundur Kristófersson, gefandinn Andrés Þormar, Bjarni Stefánsson, Þorlákur Þórðarson og Kristinn Daniels- son. Geysistór markaður opnast í Bahrain Flug Flugleiða þangað hefst 12. janúar Bahrain flug Flugleiða á að hefjast tólfta þessa mánaðar og er undirbúningur nú á lokastigi. Undirbúningur undir þetta flug hefur staðið lengi og meðal ann- ars falist i umfangsmikilli sölu og auglýsingastefsemi I Banda- rikjunum og Evrópu og svo auð- vitað rikjunum viö Arabaflóa. Farþegarnir sem Flugleiðir sækjast aðallega eftir er starfs- lið hinna fjölmörgu alþjóðlegu fyrirtækja sem reka starfsemi i Saudi-Arabiu og löndunum við Arabaflóa. Þessir starfsmenn hafa flestir fjölskyldur sinar með sér. Sem dæmi um f jölda þeirra má nefna að i Bahrain-riki einu eru um sjö þúsund bandariskir starfs- menn. Að meðtöldum fjölskyid- um verða þvi bandariskir þegnar i þessu landi einu ekki færri en tuttugu þúsund. Við þetta bætast svo banda- rikjamenn i öðrum rikjum þarna suðurfrá og svo evrópu- búarnir. Starfsráðningu banda- riskra og evrópskra starfs- manna þarna er þannig háttað að þeir vinna ekki nema tvo mánuði i senn og eiga svo fri i einn mánuð. Þetta getur þvi gert að minnstá kosti fjórar ferðir á ári til Bandarikjanna eða Evrópu, fyrir hvern starfs- mann og fjölskyldu hans. Við þetta bætast svo þeir sem tiöum þurfa að ferðast þarna i milli i viðskiptaerindum. Það er þvi ljóst að þetta er stór og mik- . ill markaður sém Flugleiðir fara inná. — ÓT REYKINGASTOPP í VESTMANNAEYJUM Viltu hætta að reykja? Þá þvi hvernig menn eiga að hætta. skaltu bregða þér i félags- Slik námskeið hafa verið heimilið I Vestmannaeyjum kl/ haldin viða um landið og að sögn 20.30 kvöld hvert frá 9—13. gefið góða raun. Innritun og janúar. Þar verður tslenska upplýsingar er að fá i símum bindindisfélagið með námskeið i 1167 og 1439. —ÓT. ______ Reykjavik Brautarholt 4, simi 20345 — 24958. Drafnarfell 4 (Breiðholti), simi 74444. Félagsheimili Fylkis (Arbæ), simi 38126. Kópavogur simi 38126 Seltjarnarnes simi 38126. Hafnarfjörður simi 38Í26. I lnnritun Idaglega frá klukkan 10-12 og 1-7. Keflavik Innritun i Tjarnarlundi mánudaginn 10. janúar kl. 1-3 og i sima 1690. Selfoss Innritun i Tryggvaskála mánudaginn 10. janúar kl. 1-3 og i sima 1408. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS SiÐASTl INNRITUNARDAGUR FöSTUDAGINN 7. JANUAR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.