Vísir - 06.01.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 06.01.1977, Blaðsíða 5
Jarðskjálftarnir í Kína kostuðu nœr 700 þúsund lífið //Morgunpósturinn", eittaf dagblöðum Suður- Kina, vitnaði í leyniskjöl kinverska kommúnista- flokksins og heldur því fram, að um 700.000 hafi farist i jarðskjálftunum miklu í Tangshan í Norð- ur-Kina i júlí siðasta sumar. Opinberlega hafa engar tölur veriö birtar i Kina um mann- skaðann af völdum þessara hrikalegu jarðskjálfta i einu helsta námavinnsluhéraði Kina. Þó lét Hua Kuo-feng, for- maður, svo ummælt i siðasta mánuði að tjón og dauðsföll af völdum skjálftanna hefðu verið slik, ,,að fádæmi væri i mann- kynssögunni”. Vestrænir fréttamenn i Pek- ing höfðu giskað á, að um 100.000 hefðu farist. „Morgunpósturinn” vitnar i heimildir, sem það segir vera leyniskjöl flokksráðsins i Hopei- héraði. Voru það skýrslur, sem lagðar voru fyrir almanna- varnaskyndifund vegna björg- unaraðgerða i ágúst. Blaðið segir, að skýrslur þessar sýni, að 655,237 manns hafi farist, 79.000 hlotið örkuml og önnur 700.000 slasast minniháttar. I skýrslum þessum er lokið miklu lofsorði á hetjudáðir, sem björgunarmenn hafi drýgt við hiálDarstarfið . „Margir verkamenn, snauðir og lægri- stéttar bændur fórnuðu lifi sinu i tilraunum til þess að bjarga meðborgurum sinum,” skrifar „Morgunpósturinn”. Mesti mannskaði, sem sögur fara af i jarðskjálftasögu Kina, varð i Shensi-héraði árið 1556, þegar 830.000 fórust. — A þess- ari öld fórust 180.000 i jarö- skjálfta i Kansu árið 1920. Flugmaðurinn Byelenko byrj- aður sitt nýja líf í USA Vestur-þýska tímaritið „Stern" segir að Victor Byelenko, sovéski flug- maðurinn, sem leitaði hælis með MIG-25 her- þotu sína i Japan og fékk landvist í Bandaríkjun- um, hafi skýrt banda- rísku leyniþjónustunni frá árásaráætlunum sem sovétmenn hafa til taks. Stern skrifar einnig, að Byelenko hafi sagt frá fyrir- mælum, sem sovéskir flugmenn verða að hlýöa um að brotlenda flugvélum sinum ef nauðsyn Japanskir og bandariskir hernaðarsérfræðingar tóku MIG-þotuna sundur stykki fyrir stykki til rannsóknar. krefði og óvinaskotmörk að hætti japanskra sjálfsmorðs- flugmanna seinni heimstyrj- aldarinnar. Þeir, sem snúa heim úr árásarleiðangri, án þess að hlýða þessum fyrirmælum, eiga á hættu að verða dregnir fyrir Byelenko I fylgd japanskra öryggisvaröa á leiö til Bandarikjanna, þar sem hann fékk hæli sem pólitiskur flóttamaöur. — Siöan hefur hann tekið stakkaskiptum i útliti. herrétt og skotnir, eftir þvi sem Byelenko sagði. Blaðið byggir þessar upplýs- ingar á viðtali Frank P. Heigl hjá Stern við ónefndan starfs- mann CIA, bandarisku leyni- þjónustunnar. Hefur Stern þaö eftir Byelenko að baráttuhugur her- flugmanna sér með daprara móti i Sovétrikjunum vegna lé- legra launa og litilla möguleika á að hækka i tign. — Ennfremur segir Byelenko, að slys séu tið meðal herflugmanna vegna lé- legs viðhalds á vélum þeirra. Byelenko sagði yfirheyr- endum sinum, að einungis þeir flugmenn, sem væru að taka út hegningar, gegndu herþjónustu i Siberiu og suðausturhluta So- vétrikjanna. „Mennirnir þar eru eins og úlfar, gráðugir i sérhvert tæki- færi til þess að hækka sig aftur i áliti og gripa til fifldjarfra til- tækja i flugi sinu i grennd við könnunarflugvélar kinverja og bandarikjamanna i von um hól. Þannig vonast þeir til þess að verða fluttir til herþjónustu aftur i vesturhluta Sovétrikj- anna,” hefur blaðið eftir Byelenko. Hann bætir þvi ennfremur við, að þeir flugmenn einir, sem trúir séu flokknum, eða þeir, sem hafðir eru tilbúnir til bar- daga, fái að fljúga vélum full- búnum öllum bardagatækjum CIA hafði i fyrstu grunsemdir um að Byelenko væri ekki flóttamaður, heldur útsendari KGB, þegar i ljós kom að Fox- bat-migþota hans var ekki búin öllum þeim vopnum, sem þær vélar annars hafa. — Vélin, sem hann nauðlenti i Japan, var tek- in i sundur stykki fyrir stykki og rannsökuð af hernaðarsérfræð- ingum Japans og Bandarikj- anna. Byelenko reyndi að gera CIA grein fyrir þvi, að flugmenn eins og hann, sem sendir hofðu verið i hegningarskyni til Siberiu, flygju úrsérgengnum vélum og illa búnum. — Stundum voru teknir úr þeim hlutir og nótaðir sem varahlutir i aðrar, þvi að varahlutageymslur standa tómar og viðhald i ólestri, hefur Stern eftir flóttamanninum. Blaðið segir, að flugmaðurinn hafi skömmu eftir komuna til Bandarikjanna fengið tauga- áfall af álaginu, sem fylgdi yfir- heyrslunum. CIA-erindrekarnir hlifðu honum hvergi, meðan þeir grunuðu hann um að vera flugmann KGB. Hann jafnaði sig þó á nokkrum dögum og reyndist leyniþjónustunni haf- sjór upplýsinga. Stern segir, aö Byelenko sé nú óþekkjanlegur maður frá þvi er hann kom til Japans. Hann hafi gengist undir plastskurðaðgerö til breytingar á andlitsfalli, dökkt hár hans hafi verið litað ljóst, kollvik hækkuð meö rakstri og augabrúnir sniðnar til nýrrar lögunar. Þar á ofan hefur hann látið sér vaxa yfir- vararskegg sem litað hafi verið ljóst, og til enn frekara' öryggis gangi hann með snertilinsur, sem geri hann bláeygan i stað brúneygan áður. Blaðið segir, aö honum hafi verið smyglað úr fylgsni CIA i Washington i sendibil til ókunns staðar ineð ný persónuskilriki, nýtt nafn og bandarisk borgara- réttindi. Að launum fyrir upp- lýsingarnar fær hann lifeyri, sem nemur 1500 dölum á mánuði til þess að byrja sitt nýja lif. MIG-25 þota Byelenko á flug- vellinum i Hakado i Japan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.