Vísir - 06.01.1977, Blaðsíða 17

Vísir - 06.01.1977, Blaðsíða 17
VISIF Fimmtudagur 6. janúar 1977. 17 Ef bretum líkar kolmunninn á hann framtíð fyrir sér Rœtt við dr. Björn Dagbjartsson forstjóra rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins Dr. Björn Dagbjartsson for- stjóri rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, sem hefur verið mikill áhugamaður um kol- munnavinnslu hérlendis. Ég vil ekki segja að viðtök- urnar i Bretlandi þýði mikið fyrir okkur þar sem við höfum ekki verið stórir aðilar i sölu á frosnum fiski tii Bretlands. En ef kolmunni siær i gegn á Bret- landi á hann ótvirætt framtið fyrir sér annars staðar”. Þetta sagði dr. Björn Dag- bjartsson forstjóri Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins i sam- tali við Visi. En eins og Visir skýrði frá i gær hefur kolmunna verið tekið með miklum fögnuði á Bretlandseyjum. 1 könnun sem gerð var meðal húsmæðra kom í ljós að þær eru þess mjög hvetjandi að borða kolmuna. Var það niðurstaða athug- ananna að kolmunni gæti að nokkru komið i stað þorsks og jafnvel væri hann brúklegur i hinum þjóðlegu og kunnu „Fish and chips” verslunum breta. Beinlaust og roðlaust Að sögn Björns Dagbjartsson- ar er vinnsla kolmunna mjög á dagskránúna hjá bretum. Eink- um vegna ótta við þorskþurrð. Ýmsir stórir aðilar þar hafa þó talið að unnt eigi að vera að út- vega nógan þorsk til neyslu inn- anlands. „Þeir hafa lagt mikla áherslu á að ná flökunum roðlausum og beinlausum”, sagði Björn. „Enn eru ekki til vélar sem geta flakað beinlaust og náð roðinu”. Hann sagði ennfremur að það væri spurning hversu mikinn kostnað mætti leggja i vinnslu á kolmunna til að það borgaði sig að veiða hann og vinna. Meðan kolmunni var unninn hérlendis i sumar var hann hertur i skreið. Ennfremur var framleiddur marningur. Til þess þarf hvorki að skera burt bein né roðfletta. Jákvæð niðurstaða Björn kvaðst vel fallast á að vinnsla hefði ekki tekist full- komlega og vel mætti vinna vandaðri vöru. En þó væri niðurstaða Icelandic products dótturfyrirtækis Sambandsins i Bandarikjunum sú að afstaðinni markaðskönnun, að kolmunni hefði almennt likað vel. Samtals voru það 748 nem- endur sem lýstu áliti sinu á kol- munnanum. 68 prósent þeirra þótti hann góður, 19 prósent geðjaðist ekki að honum og 13 prósent létu ekki i ljós ákveöna skoðun. —EKG Bolungarvik: Sundlaugarbyggingin nýja. Þarna neðan við á að risa nýtt fþrótta- hús í framtiðinni. Ljósmynd VIsis: EKG Langþróð sund- laug nœrtilbúin „Sundlaugarbyggingin er á kennslulaug samhliða þvi að lokastigi og ráðgerð lokaúttekt hún verður opin fyrir almenn- á henni 15. janúar. Þannig að ing. Sundlaugin er sambyggð hægt ætti að vera að byrja að skólahúsi bolvikinga og innan- synda ihenni i lok þessa rnánað- gengt á milli. ar”, sagði Guðmundur 70 prósent hússins er byggt Kristjánsson bæjarstjóri i sem skólahúsnæði, en hin 30 Boiungarvik i samtali við Visi. prósentin eiga að tilheyra Nú i nokkur ár hefur engin iþróttahúsi sem koma á neðan sundlaug verið til staðar i við sundlaugarbygginguna. Bolungarvik. Gamla laugin sem Enn hefur ekki verið ákveðið var orðin úr sér gengin var rifin hvenær ráðist verður i iþrótta- og hafist handa við að smiða hússbygginguna. En samkvæmt nýja. t millitiðinni hefur orðið upphaflegum teikningum átti að fara til tsafjarðar til sund- iþróttasalurinn að vera af náms. stærðinni 18 x 33 metrar. En nú Nýja sundlaugin er um 1330 eru uppi hugmyndir um að sal- ferm. að stærð. Sjálft laugar- urinn verði af stærðinni 20 x 40 keriðer8x 16 og 3/4 m að stærð. metrar. Verður laugin hugsuð sem —EKG r Bragi Asgeirsson hyggst skrifa bók um Munch bókarinnar. Þar ætti hann hauk i horni, sem væri gömul kona, dóttir Sigurd Höst, en Sigurd keypti fyrstu myndina sem Munch seldi og var alla tíð mikill stuðningsmaður hans. Munch var heimagangur á heimili þeirra feðgina og hefur gamla konan skrifað bækur um lista- manninn og kynni sin af honum. —SJ Bragi Asgeirsson listmálari hefur fengið styrk frá Edward Munch-safninu i Osló til þess að skrifa bók uin listamanninn. Nemur styrkurinn liðlega 430 þúsundum islenskra króna. t samtali við Vísi sagðist Bragi hafa lengi haft mikinn áhuga á Munch og skrifað um hann margar greinar. Sagðist hann hafa i hyggju að fara til Noregs til að undirbúa gerð GREIÐENDUR vinsamlega veitið ef tirfarandi erindi athygli: Frestur til aó skila launamióum rennur út þann 19. ianúar. Þaö eru tilmæli embættisins til yðar, aö þér ritiö allar upplýsingar rétt og greinilega á mióana og vandiö frágang þeirra. Meó því stuðliö þér aö hagkvæmni í opin- berum rekstri og firrið yöur óþarfa tímaeyðslu. RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.