Vísir - 01.02.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 01.02.1977, Blaðsíða 2
w l>riöjudagur 1. febrúar 1977 HflSjJtf C í REYKJAYÍK J % V * Finnst þér nógu hart tekið á brotum i sam- bandi við fikniefni? Birgir Einarsson, kennari: — Nei sjálfsagt þarf að taka haröar á þvi. Ekki veitir af. Höröur Björgvinsson, vélgœslu- maour: — Nei, þaö er langt frá þvi. Þegar gróöin er svo mikill aö sektirnar eru smábrot af þvl, verður þetta ekki stoppao. Gústaf Sigur jónsson: — Ég vil láta taka þannig á þvl ao þeir veröi skilyr6islaust settir á Litla Hraun og látnir dúsa þar f 10 ár, en sektunum sleppt. Agnes Tryggvadóttir, húsmóoir: — Ég held ao meira ætti a6 gera af þvl uö beita fangelsisdómum. Guöjón Helgason, nemi: — Mér fannst nú dómurinn yfir strákn- um á Spáni full-haröur, en samt á að herða þetta til muna hér á fs- landi. Glœsilegasta sundlaug o — vígð í Bolungarvík í fyrradag Langþráðu takmarki bolvíkinga var náö núna á sunnudaginn. Ný sund- laug var þá formlega tek- in í notkun viö hátíðlega athöfn. óhætt er að full- yrða að sundlaugin er glæsilegasta mannvjrki sinnar tegundar á Vest- f jörðum óg þó víðar væri leitað. Athöfnin I nýju sundlaugar- byggingunni hófst klukkan 14. Formaöur byggingarnefndar Guðmundur B. Jónsson bau6 gesti velkomna. Þvl næst flutti sr Gunnar Björnsson sóknar- prestur bæn. Guðmundur Kristjánsson bæjarstjóri flutti ræðu þar sem hann rakti sögu sundkennslu i Bolungarvik og lýsti byggingunni. Aö lokinni ræðu hans afhenti formaöur byggingarnefndar Ólafi Kristjánssyni forseta bæjar- stjórnar lykla að nýbyggingunni og flutti hann öllum þeim er unnu að smíðinni þakkir sinar. Fjöldi annarra tók til máls. Meðal þeirra var arkitekt húss- ins, Jes Einar Þorsteinsson, Þorsteinn Einarsson iþróttafull- trúi, Jónatan Einarsson fram- kvæmdastjóri, Jón Fr. Einars- son byggingarmeistari hússins, Gunnar Ragnarsson skólastjóri, og Karvel Pálmason. Hinni nýju sundlaug bárust margar veglegar gjafir. Sigur- geir Sigurðsson og frú gáfu 200 þúsund krónur til minningar um tvo syni slna Guðfinn og Þórar- inn. Lions-klúbbur staðarins gaf gufuofn I gufubaðstofu, verka- lýðsfélagið 100 þúsund krónur, og Jón Fr. Einarsson gaf skeið- og timaklukku. Kvenfélagið Brautin gaf sundföt og hand- klæði til sundlaugarinnar. Kon- urnar I kvenfélaginu létu heldur ekki þar við sitja heldur þrifu bygginguna I hólf og gólf áöur en hún var tekin I notkun. Ólafur Kristjánsson forseti bæjarstjórnar Bolungarvlkur, sagði I samtali við VIsi að at- höfnin I sundlauginni hefði verið afar hátiðleg. Sagði hann að ýmsir bolvikingar tryðu þvl vart að þessi dagur væri liðinn, enda hefði þessi stund veriö langþráð. Taliö er að um 500 til 600 manns hafi verið viðstaddir opnun sundlaugarinnar. Að lok- inni athöfn var fólki boðiö til kaffisamsætis I Felagsheimiliö. Hin nýja sundlaug er afar vegleg og glæsileg bygging. Sjálft sundlaugarkerið er átta metra breitt og 16 og 2/3 að lengd. Grynnst er það um 90 sentimetrar og dýpst um tveir metrar. Ahorfendasvæði er fyrir um 60 manns og þar að auki stæði fyrir um 50. Gufubaðstofa verður i nýju sundlauginni. Þá verður einnig útipottur og ker. Skjólrlkt svæði er sunnan til við sundlaugina þar sem fólk getur legið og sleikt sólskinið I góöviðrinu. Hin nýja sundlaug er að hálfu leyti skólabygging og er ætlunin að sundkennsla fyrir grunnskól- ann hefjist þar i vikunni þá á I framtlðinni að risa íþróttahús | við sundlaugina. Sundlaugin var að nær öllu \Jeyti unnin af iðnaðarmönnum á staðnum. Mikill f jöldi var viðstaddur opnun sundlaugarinnar. Eftir athöfnina I sundlauginni var bæjarbúum boðið Ljósm. Visis: Kristján Möller. til kaffisamsætis i félagsheimilinu. Strax og sundlaugin var opnuo þyrptist fólk til aft fá sér sundsprett. Konur úr kvenfélaginu Brautinni þrifu sundlaugina hátt og lágt. —EKG Bræðurnir Sveinbjörn og SigurjónSveinbjörnssynir miiriiðu og lögðu fllsar i bygginguna. A myndinni sést Sveinbjörn við störf sin. Jónatan Einarsson sem unuið hefur ómæld störf við. að koma upp sundlauginni. t baksýu sjást Ólafur Kristjánsson og Guðmundur B. Jónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.