Vísir - 04.02.1977, Qupperneq 13
12
. .V. >*)
'
Föstudagur 4. febrúar 1977 vism
HKen n með ha'ae"
//TUIIT # n nus
i 3. derid
Handknattleiksfélag Kópavogs,
eða HK eins og félagið er daglega
kallað, heldur áfram sigurgöngu
sinni i lslandsmótinu i handknatt-
leik 3. deild — og er enn eina liðið I
Suðurlandsriðlinum, með „fullt
hús stiga.” Um siðustu helgi lék
HK við Vestmannaeyjaliðið Tý og
sigraði örugglega, 27:17. HK hef-
ur nú leikiö 6 leiki, sigrað I þeim
öllum og er með 12 stig. Næst
koma sfðan akurnesingar með 11
stig, en þeir hafa leikiö 9 leiki og
þvi tapaö 7 stigum.
Um siðustu helgi voru leiknir
fjórir leikir i 3. deildarkeppninni
og uröu úrslit leikjanna þessi:
UMFN —Týr 19:26
Akranes —Þór 26:21
HK — Týr 27:17
Breiðablik —Þór 22:23
Staöan er nú þessi:
HK 6 6 0 0 139:91 12
Akranes 9 5 1 3 191:190 11
Afturelding 9505 233:217 10
Þór (Vestm.) 9 4 0 5 195:213 8
Breiðablik 7 3 0 4 152:160 6
Týr (Vestm.) 10 3 0 7 217:247 6
UMFN 8 2 1 5 153:162 5
Næsti leikur i 3. deildarkeppn-
inni verður á Akranesi á morgun,
þá leika akurnesingar við UMFN.
—BB.
r
— Stjórn HSI svarar „mótmœlendum" í kvennahandbolta
//
Þœr eldri
sýndu takmark-
aðan óhuga"
ttölum hefur ekki vegnaö sérlega vel I heimsbikarkeppninni á skfðum
það sem af er vetrarins, en þó tókst Fausto Radici að sigra f svigkeppn-
inni sem fram fór I Madonna di Campiglio fyrir skömmu og sýnir
myndin hann f keppninni.
KKÍ „skandali"!
Oft hcfur viröingaleysi for-
ustumanna Körfuknattleiks-
sambandsins við yngri flokka
mót f körfuknattleik verið al-
gjört, en ég held aldrei eins og 1
Hagaskólanum f fyrrakvöld.
Þá fór fram leikur I 2. fl. karla
milli IR og Fram. Var hér um
úrslitaleík aö ræða, þar sem
þetta eru tvö bestu liðin og bera
þau nokkuð af hvað getu snertir.
Forráöamönnum KKt var það
fullljóst að með tilliti til nýaf-
staöins Reykjavlkurmóts að hér
var um úrslitaleik að ræða.
Samt sem áöur var fram-
kvæmd leiksins svo gjörsam-
lega I molum að „elstu menn á
Eyrarbakka muna ekki annað
eins”.
Dómararnir mættu 15 mfnút-
um of seint, og hafði hvorugur
þeirra tilskilin réttindi til dóm-
arastarfa, enda var dómgæslan
vægast sagt ömurleg, en bitnaði
þó jafnt á liðunum sem betur
fer.
Ritari og timavörður höfðu
hvorugur gegnt þeim störfum
áður, og höfðu dómarar ekki
undan að lagfæra vitleysur
þeirra og tafðist leikurinn oft I
margar mfnútur meðan vitleys-
ur þeirra voru lagfæröar.
En það er ekki rétt að hella
sér yfir starfsmcnn leiksins,
þeir hafa áreíöanlega reynt að
gera sitt besta. En sama verður
ekki sagt um KKt og þá sem þar
stjórna. Það er stjórn KKl sem
sér, eða öllu heldur á að sjá um
framkvæmd leikjanna.
t báðum liöum sem kepptu I
fyrrakvöld, 1R og Fram, voru
leikmenn búnir að leggja i sig
gifurlega vinnu tilaöstanda sig
nú þegar mest á reyndi, en þá
kemur framkoma KKt eins og
köld vatnsgusa framan i alla.
Framkoma sem á sér engar
hliðstæður.
En eitt er vist, hvortsem KKt-
menn skilja það eða ekki að á
meöan svona er haldiö á málum
yngri flokkanna allra er ekki
hægt að gera sér vonir um ár-
angur á alþjóðavettvangi.
KKl-menn með tölu ættu að
skammast sin, ef þeir þá kunna
þaö, fyrir þá lltilsvirðingu sem
þeir sýna hinum yngri og þeim
sem eiga að taka við.
Allir þessir menn ættu að fela
sig og gleyma aö segja HÓ! Það
yrði körfuknattleikslþróttinni
örugglega til framdráttar. En
eitt er vist, og það er að þetta á-
stand getur ekki versnað. t
stjórn KKt eru nú þessir menn:
Páll Júliusson form. Haukur
Hannesson, Birgir ö. Birgis,
Guðni Guðnason og Bogi Þor-
steinsson.
Stefán Kristjánsson
Ekki eru ýkja mörg ár siðan
erlend samskipti islenskra
handknattleiksstúlkna ein-
skorðuðust við Noröurlanda-
meistaramótið, sem haldið var
á tveggja ára fresti, siðan á
þriggja ára og nú á fjögurra ára
fresti. Norðurlandameistara-
mót unglinga hefur hins vegar
veriö haldið árlega frá 1972 að
þessu ári undanteknu vegna
h eimsmeistarakeppninnar.
Segja má, að það sé fyrst
haustið 1974 að breyting veröur
á, en þá eru tekin upp lands-
leikjasamskipti við færeyinga
og hollendinga og I ársbyrjun
1975 er leikiö við bandarikja-
menn, bæði i janúar- og april-
mánuði. 1 aprilmánuði er svo
einnig Noröurlandameistara-
mót unglinga hér heima. Lands-
liðsnefnd var þvi bjartsýn eftir
árangurs- og viðburðarikt leik-
ár 1974/75 og formaður lands-
liðsnefndar fór gagngert i
heimsókn til handknattleiks-
sambanda Hollands, Þýska-
lands og Danmerkur I þeim til-
gangi að semja um landsleiki
fyrir A-landslið og þá e.t.v.
einnig fyrir U-landslið á næstu
tveimur árum.
1 október 1975 var svo hafist
handa með æfingar eftir sumar-
hlé, en þvi miður kom I ljos, að
hér hefði oröið á mikil breyting
til hins verra. Eldri stúlkurnar
sýndu afar takmarkaðan áhuga
á æfingunum, en hins vegar
mættu yngri stúlkurnar miklu
betur og sýndu starfinu lifandi
áhuga.
Nú var landsliðsnefndinni
vandi á höndum, búið var að
semja um 10-12 landsleiki og
m.a. um keppnisferö til Þýska-
lands, Hollands og Danmerkur.
H.S.t. hafði I samráði við lands-
liðsnefnd samið um þessa
gagnkvæmu landsleiki fyrir
áeggjan stúlknanna sjálfra og
vegna endurtekinna kvartana
þeirra um verkefnaskort. En
hér kom I ljós, að hjá eldri og
leikreyndari stúlkunum var
áhuginn meiri I orði en á boröi.
Var nú engu að siður hafinn
undirbúningur undir keppnis-
ferðina og auk þess undir þátt-
töku I Norðurlandameistara-
móti unglinga 1976, sem fram
fór I Sviþjóð I aprilmánuöi.
Segja má að I ársbyrjun 1976
hafi hlaupið á snærið hjá lands-
liðsnefndinni, þar sem voru
heimsóknir bandarikja- og
kanadastúlkna og léku þessi
landslið nokkra landsleiki við
islensku stúlkurnar.
i maimánuði var svo haldiö i
langa og stranga keppnisferð til
Þýskalands og Hollands. Leikn-
ir þar 3 landsleikir og fjöl-
margir aðrir leikir, m.a. við
meistaraliö ýmissa landa, sam-
tals 12 leikir á 10 dögum.
A siöastliðnu hausti átti fyrsta
verkefni kvennalandsliðsins aö
vera þátttaka i Norðurlanda-
meistaramóti i lok nóvember-
mánaðar. Eins og öllu hand-
knattleiksfólki er kunnugt um,
hefur H.S.Í. löngum veriö á
hrakhólum með húsnæði fyrir
landslið sin og ráða þar hvorki
bænir né fyrirheit. Veröur
slikt ástand vafalaust óbreytt
meðan sambandið ræður ekki
yfir eigin æfingaaöstööu. Ekki
fékkst húsnæði fyrir kvenna-
landsliðið fyrr en I siöari hluta
októbermánaðar og var nú
skammur timi til stefnu. Boöaö-
ur var hópur um tuttugu stúlkna
til æfinga og lögð áhersla á
mikilvægi fyrstu æfinganna.
Landsliðsnefndin hugsaði nú
gott til glóðarinnar, þar sem
pólski landsliðsþjálfarinn dr.
Janusz Czerwinski, var mættur
til leiks og mætti hann á fyrstu 2
æfingarnar, sem boöaðar voru.
A þessum fyrstu æfingum
mættu alls 8 stúlkur, þ.e. á ann-
arri æfingunni 7 en hinni 6. Dag-
inn eftir siðari æfinguna var
siðasti dagur, sem unnt var að
draga til baka þátttökutilkynn-
ingu I Norðurlandamótið og þar
sem einsýnt þótti, að verulega
skorti á nægan áhuga, var máliö
tekið til endurskoðunar af H.S.Í.
og landsliðsnefnd.
I.andsliðsnefndinni þótti þaö
mjög hryggilegt, hve stúlkurnar
sýndu litinn áhuga, þótt einn
færasti þjálfari heims væri
kominn þeim til leiðbeiningar
og aðstoðar. Þætti það vafalaust
saga til næsta bæjar I hvaða
landi sem er, að aðeins mættu 6
og 7 handknattleiksiðkendur á
æfingu hjá dr. Czervinski.
Sameiginleg viðbrögð H.S.f.
og landsliðsnefndar við áhuga-
leysi stúlknanna var ákvörðun
um gagngera endurskoðun fyrri
áætlana. Tillögur landsliðs-
nefndar, sem samþykktar voru
af stjórn H.S.t. voru i þremur
liðum:
1. Þar sem ekki væri von til að
unnt yrði að ná saman fram-
bærilegu libi á þeim skamma
tima, sem til umráða væri,
skyldi hætt vib þátttöku I
Norðuriandameistaramóti
1976.
2. Tekin veröi upp þjálfun
stúlkna 15-18 ára og verði
fyrst um sinn höfð ein tvöföld
æfing i viku.
3. Tekin verði upp þjálfun
stúlkna I aldursflokknum 19-
23 ára og úr þeim hópi valinn
landsliðskjarni, sem komi
fram fyrir tslands hönd i
þeim leikjum sem framundan
eru I febrúar- og aprilmánuði
1977. Æfingar verði fram að
áramótum ein tvöföld æfing I
viku, en verði siðan fjölgað
eftir þörfum og aðstæðum.
Eftir þessum tillögum hefur
verið starfað fram til dagsins i
dag, en framundan eru 5 A-
landsleikir á yfirstandandi
keppnistimabili. Þaö var lands-
liðsnefndinni þegar ljóst, að það
yrði þessum ungu stúlkum, sem
margar hverjar eru litt leik-
reyndar, erfiður róður að leika
gegn vel þjálfuðum landsliöum
annarra þjóða. Var þvi ætið haft
i huga að bæta mætti inni þetta
lið eldri stúlkum, ef sýnt
þætti að slikt mætti verða til að
styrkja það. í dag standa málin
þannig, að þegar hefur tveimur
eldri stúlkum verið bætt inn i
þann hóp, sem stundar æfingar
hjá landsliösnefndinni.
Handknattleikssambandið
vill taka skýrt fram, að fyrr-
nefnt aldurstakmark er aðeins
timabundin ráðstöfun og að ekki
er ætlun þess að fram-
tiðarlandslið tslands verði ekki
skipuð eldri stúlkum.
Þessi leið, sem H.S.l. hefur
valib, hefur einnig verib farin i
ýmsum Evrópulöndum og má
m.a. benda þar á Holland og
Vestur-Þýskaland i þvi efni.
Starf landslibsnefndar hefur
ætið beinst að þvi að mæta ósk-
um starfandi handknattleiks-
stúlkna og hefur hún reynt að
velja þær leiöir sem hún hefur
talið vera iþróttinni mest til
framdráttar á hverjum tima.
En það hefur komið fyrir oftar
en einu sinni, að áhugi stúlkn-
anna hefur verið mjög sveiflu-
kenndur svo ekki sé meira sagt.
Santið hefur verið — um lands-
leiki fram i timann, en þegar á
átti að herða og tekið skyldi til
við æfingar, hafa mætingar
veriö mjög lélegar.
1 blaðaskrifum hefur þvi veriö
haldið fram af handknattleiks-
stúlkum, að landsliðið I dag sé
lélegt og litt áhugavert, en um
landslið hefur ekki verið að
ræða siðan i mai á siðast-liðnu
ári.
Það hefur aldrei veriö hlut-
verk landsliðsnefndar að kenna
handknattleik - og handknatt-
leikslþróttina verða stúlkurnar,
eins og piltarnir að læra I sin-
um félögum. Landsliðsnefndir
hafa hins vegar það verkefni að
skapa og viðhalda samskiptum
við erlendar þjóðir, að gefa
völdum hópi kost á æfingum
undir handleiðslu þeirra þjálf-
ara, sem völ er á á hverjum
tlma og hvetja slika lands-
liðshópa áfram til starfs. Ef
þær sýna ekki þann þroska og
áhuga að vilja fórna einhverju
fyrir þátttöku I landsliði og
landsliðsæfingum, þá veröur
aldrei gott landslið til. Það er og
veröur þvi fyrst og fremst
stúlknanna sjálfra að mynda
gott og áhugavert landslið.
m
vism Föstudagur
4. febrúar 1977
„Vilja bara
keppa en
ekki œfa"
9
— segir formaður HSI
Eins og sjá má hér á siðunni á
hefur stjórn HSl sent frá sér ýtar-
lega greinargerð vegna málefna
kvennalandsliösins, og á blaba-
mannafundi I fyrradag bar þetta
mál á góma.
„Það eru fjölmargar stúlkur sem
hafa ekki æft neitt með sínum fé-
lögum, bara keppt”,sagði Siguröur
Jónsson, „en þær verða að gera sér
grein fyrir þvi að þaö getaþær ekki
hjá landsliðinu, þótt það sé það sem
þær vilja margar hverjar. Það er
kominn timi til að þær fari að æfa
almennilega”.
Stjórnarmenn HSt drógu mjög I
efa að mark væri takandi á undir-
skriftariistanum sem sendur var
blöðunum á dögunum, þar sem
þess var m.a. krafist að Landsliös-
nefndin segði af sér strax. Svana
Jörgensdóttir form. Landsliðs-
nefndar kvenna hafði þetta að
segja um það mál:
„Þaö er fullljóst að þær yngri
sem skrifuðu undir á listanum voru
beinlinis þvingaðar til þess margar
hverjar af þeim eldri, sem hrein-
lega stóöu yfir þeim á tneban”.
Sigurður Jónsson vildi taka það
sérstaklega fram að honum þætti
málsmeðferð stúlknanna öll hin
einkennilegasta. Þær heföu átt aö
ræöa þetta mál við stjórn HSt, en
ekki hlaupa með þetta I blöðin.
„En við erum tilbúnir að ræða
málið viðstúlkurnar, og ég vil biðja
ykkur aö boða til fundar hér I skrif-
stofu HSt á þriðjudaginn kl. 19, og
ykkur er velkomið að vera við-
staddir þann fund”, sagði for-
maðurinn að lokum. gk—.
Þeir keppa
á HM
Lið tslands sem tekur þátt I
heimsmeistarakeppninni I borö-
tennis hefur verið vaiið, en keppnin
fer fram i Birmingham i Englandi
26. mars—5. april n.k. Keppendur
tslands veröa þessir:
Hjálmar Aðalsteinsson KR
Hjálmtýr Hafsteinsson KR
Ragnar Ragnarsson örninn
Stefán Konráðsson Gerpla
Asta Urbancic örninn
Bergþóra Valsdóttir örninn
Undirbúningur liðsins fyrir
keppnina hefst að segja má í kvöld,
en þá leika isiendingar og færey-
ingar landsleik i Laugardalshöll.
Arsþing borðtennissambandsins
var haldið nýlega, og þar var
Gunnar Jóhannsson kjörinn for-
maður fyrir næsta starfsár. gk-.
Barist á
botninum
og toppnum
— Það má búast viö þvf aö mikib
verði öskrað og veinað I iþróttahús-
inu í Njarðvik á morgun ef að likum
lætur, þvi þá mætast þar toppliðin i
1. deild I körfuboltanum UMFN og
Armann.
Það er ekki langt siðan þessi lib
léku leik sinn I fyrri umferðinni i
tsiandsmótinu, og þá sigraði
UMFN með 4 stiga mun eftir mik-
inn baráttuleik. Sigri þeir einnig á
morgun, þá hafa þeir tekið örugga
forystu I mótinu, og þab sama gild-
ir ef Ármann sigrar. Bæði liðin
hafa tapab eihum leik til þessa.
Leikurinn hcfst kl. 14.
Það verður einnig barist á botn-
inum I dcildinni, þvi á sunnudaginn
leika Fram og Breiðablik i Iþrótta-
húsi Hagaskóla kl. 19. Breiðabliks-
menn hafa enn ekki hlotið stig i
deildinni, en Fram hefur tvö stig —
úr fyrri leik liöanna.
Þriðji leikurinn I 1. deild um
helgina er leikur Vals og tS sem
verður i Kennaraháskólanum kl. 15
á morgun. gk—.
SÍMON VAR LÖGIIGUR!
Þvi var nú aldrei haldið fram af
okkar hálfu að Slmon ólafsson
hefði verið ólöglegur með Ár-
manni, en við vildum fá úr því
skorið I eitt skipti fyrir öll hvort svo
væri”, sagði Guttormur ólafsson
þjálfari Breiðabliks viö Visi I gær-
kvöldi, en þá hafði dómstóll Körfu-
knattleikssambandsins nýlokið við
að dæma I kæru Breiöabliks á
hendur Ármanni vegna Simonar
Ólafssonar.
Orskurður dómstóls KKI var á
þá leið að samkvæmt 8. gr. Móta og
keppendareglna ÍSÍ væri Simon
löglegur, og Armann skyldi þvi
halda stigunum tveimur sem félag-
ið fékk I leiknum við Breiðablik.
,,Ég geri alveg ráð fyrir aö við
sættum okkur við þessa niður-
stöðu”, sagði Guttormur, — en við
eigum þó eftir að kynna okkur mál-
ið og sjá forsendur dómsins.”
Þetta voru e.t.v. þau úrslit sem
flestir höfðu reiknaö með, en það
hlýtur óneitanlega að vekja furöu
manna að um þetta mál skyldi ekki
vera fjallaö á löglegan hátt. Aö
sjálfsögðu átti málið fyrst að fara
fyrir dómstól I þvi Iþróttahéraöi
sem leikurinn fór fram i, en svo var
ekki gert — og málið sent beint til
sérdómstóls. Var kæra breiðabliks-
manna ef til vill stiluö á rangan
aðila? — Það sem veldur þvi að
minnst er á þetta hér er einungis
það að ef stærri mál koma upp, þá
er nauðsynlegt að menn viti hvaða
leið á að fara i þessum efnum.
gk—.
Nr. 1 — 1. tbl. 1.
1977.Verð kr. 300
Við voru
feti frá
úrslitaleiknum
— sagdi Ingólfur
Oskarsson
„SPORT-maöur*
mánaðarins:
Hrelnn Halldórsson
„RikkiM
bestur
Norður-
löndum