Vísir - 11.02.1977, Qupperneq 4
Föstudagur 11. febrúar 1977
vism
UmsjÖn;
Guðmundur
Pétursson
Forseti Indlands
lést af hjartaslagi
Forseti Indlands,
Fakhruddin Ali
Ahmed, lést i gær af
hjartaslagi á heimili
sinu i forsetabústaðn-
um i Nýju Delhi. Hann
var 71 árs að aldri.
Ahmed forseti haföi veikst
fyrr i vikunni, þegar hann var
staddur I Kuala Lumpur 1 opin-
berri heimsókn til Malasiu.
Hann varð að hætta við heim-
sókn til Filippseyja og Burma.
Var flogið meö hann til Nýju
Delhi i gær.
1 opinberri tilkynningu um
veikindi hans var sagt i gær, að
forsetinn þarfnaðist hvildar
vegna ofþreytu. En tekið var
fram, að engu þyrfti að kviða
um heilsu hans.
Fjórir læknar undirrituðu
dánarvottoröið, sem hljóðaöi
upp á, að forsetinn hafi látist
vegna afleiöinga hjartaslags,
sem hann heföi ekki náö sér af.
Eiginkona Ahmeds, Begum
Abida, tvær systur hans og
Indira Gandhi forsætisráðherra
voru við banabeð hans, þegar
hann skildi við. — Opinberum
skrifstofum veröur lokaö I dag
og flaggað er alls staðar i hálfa
stöng á Indlandi.
Jatti, hinn 64 ára varaforseti
Indlands, mun sverja i dag
embættiseiö sem forseti lands-
ins.
Ævisaga Henry
K aefin út 1979
muni færa honum 1,5
milljónir’ dollara i aðra
hönd.
Otgefendurnir „Little, Brown
and Company”, sem er dótturfyr-
irtæki „Time Inc.”, segja að
samningurinn hafi verið undirrit-
aöur siöasta mánudag. Gert er
ráð fyrir, að minningarnar komi
út haustið 1979.
Framkvæmdastjóri útgáfunnar
sþáir þvi, að frásögn Kissingers
af árunum, sem hann var ráögjafi
Nixons forseta i öryggismálum
(1968-76), „geri þetta mikilvæg-
ustu bók aldarinnar”
Hann varðist allra frétta af þvi,
hvaö Kissinger fengi I höfundar-
laun. En eitt þeirra útgáfufyrir-
tækja, sem keppt hafði um birt-
ingaréttinn, taldi, að samningur-
inn hefði tryggt Kissinger ekki
minna en 1,5 milljónir dollara.
Faðir Dunstan reynir að hugga starfsfólk trúboðsstöðvarinnar I
Musami i Hódesfu og blökkumannaprest, sem syrgja sjö hvita trú-
boöa, sem skæruliðar þjóðernissinna myrtu á sunnudaginn. Faðir
Dunstan var i hópi með hinum, en lifði af fjöldamorðin.
Dr. Henry Kissinger
fyrrum utanrikisráð-
herra hefur gert samn-
ing um birtingu ævi-
minninga sinna og ætla
menn, að sá samningur
Hörð rimma í Beirút
Palestínuskœruliðar í bardaga við friðargœslusveitir
Ákafir bardagar bloss-
uöu upp í Líbanon í gær,
þeir verstu frá því í fyrra.
Friðargæslusveitir araba
blönduöu sér í átök sem
uröu á milli tveggja skæru-
liðahópa palestínuaraba
við f lóttamannabúðirnar
Sabra í Beirút.
Palestinuí1 -abar segja, aö bar-
dagarnir hafi byrjað með skær-
um millí öndverðra hópa skæru-
liða sem lögðu fjandskapinn á
hilluna i bili, til þess aö snúast
gegn friðargæslusveitunum
(mestmegnis sýrlenskum her-
mönnum), þegar þær blönduöu
sér I átökin.
Fleiri palestinuskæruliöar
slógust I liö með þessum félögum
sinum eftir aö skothriöin hófst af
misskilningi.^/Ienn héldu i fyrstu
að allsherjaráhlaup heföi veriö
gert á flóttamannabúðirnar.
Kurt Waldheim, framkvæmdá-
stjóri Sameinuöu þjóðanna sést
hér á myndinni staddur I heim-
sókn I Beirút að viröa fyrir sér
verksummerki borgarastyrj-
aidarinnar, en hann er þessa
dagana á ferðaiagi í austurlönd-
Beitt var vélbyssum, sprengju-
vörpum, loftvarnabyssum og
skriödrekum og varð úr hörö
rimma, áöur en lauk.
Skæruliöahreyfing Dalestlnuar-
aba er klofin I tvennt I Libanon.
Annar hópurinn klauf sig úr þjóö-
frelsishreyfingu dr. George Hab-
ash i október 1968 og er algerlega
mótfallinn hverskonar friðsam-
legri lausn deilunnar I Austur-
löndumnær. Þessi hópur klofnaöi
svo aftur i tvennt I fyrra, þegar
þeim þótti leiötogi sinn, Ahmed
Jibril, hafa svikið þá i hendur
sýrlendingum.
Bófar í Sovét
Tveir ungir sovéskir
afbrotamenn, sem skáru
lögregluþjón á háls eftir
að hafa áður sært hann
með skoti, hafa verið
dæmdir i Tbilisi til
dauða, eftir þvi sem
Georgíu-blaðið Zarya
Vostoka skýrir frá.
Blaöiö segir svo frá, að 28 ára
gamall bófaforingi, Alexander,
og félagi hans, Nodar, hafi veriö á
höttunum eftir bifreiö til undir-
búnings bankaráni. Klæddu þeir
sig I einkennisbúninga sovéskra
liðsforingja og biöu við vegarbrún
eins og til þess aö snikja far með
næstu bifreið. Undir hermanna-
frökkunum földu þeir stolna
Kalashnikov-riffla.
Óeinkennisklæddur lögreglu-
þjónn átti leið hjá og nam staðar
til þess að taka þá upp I. Þegar
inn I bilinn var komið, slógu fant-
arnir manninn I öngvit. En þegar
þeir áttuöu sig á þvi aö maðurinn
var lögregluþjónn, vildu þeir ekki
skilja hann eftir lifandi til frá-
sagnar.
SAGDI SIG UR AKADEMIUNNI
Einn af meðlimum
kvikmyndaakademi-
unnar i Los Angeles
hefur sagt sig úr henni
til þess að mótmæla á-
kvörðun hennar um að
verðlauna kvikmynd-
ina „King Kong” fyrir
„effektana”, eins og
það er kallað á kvik-
myndamáli.
„En að minu mati var hand-
bragðiö á „Kong” svo slæmt, að
hún verðskuldaði ekki nokkur
verðlaun,” sagöi Jim Danforth
við fréttamenn.
Akademian kunngerði fyrr i
vikunni, að hún hefði verölaun-
aö King Kong og visindareyfar-
ann „Logan’s Run” fyrir
effektatækni. — Slfk aukaverð-
laun eru kunngerð löngu áður en
aðalverölaunaafhendingarnar
fara fram (sem er I mars).
AtrlM úr myndinni „King Kong”.
Danforth, sem sjálfur nýtur
mikillar virðingar sem tækni-
maöur við „effekta” og hefur
tvivegis komið til greina til Osk-
arsverðlauna sjálfur, sagði að
36 meölimir nefndar þeirrar,
sem mælir meö myndum til
verðlauna við akademiuna,
hefðu talið „Logan’s Run” vera
þá einu sem til greina kom. En
akademian hefði boriö þá ráö-
um, enda heföi hún verið undir
þrýstingi frá viðskiptaheimin-
um.
Danforth sagði sig úr nefnd-
inni, úr akademiunni sjálfri og
skilaði aftur Óskars-viðurkenn-
ingum sinum.