Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 4
( Fimmtudagur 26. mai 1977. VISIR Umsjón: óli Tynes ) Mólúkkarnir auka þrýsting á hollensku stjórnina Mólúkkarnir sem halda 150 gislum i Hoi- landi eru nú farnir að auka mjög þrýsting sinn á hollensku stjórn- ina. Þrem gislanna i lestinni var hent út, með hendur bundnar fyrir aftan bak, bundið fyrir augun og með reipi um hálsinn. Og i skólanum þar sem um hundrað börn og kenn- arar þeirra eru, voru börnin látin fara út að glugga og hrópa „Van Agt, van Agt,” „Við viljum lifa, við viljum lifa.” Þetta var áfall fyrir stjórnina sem vonaðist til aö nil yröi hægt aö fara aö semja viö hryöju- verkamennina eftir aö þeir geröu ekki alvöru úr þeirri hót- unsinniaö byrja aö myröa gísla á hádegi i gær. Astandiö hefur þó ekki haft á- hrif á eðlilegt daglegt lif 1 Hol- landi. Árásin var augljóslega miöuö viö aö kosningar fóru fram I Hollandi I gær. En ,,af- leiöingin” var sú aö sjaldan hafa fleiri hollendingar greitt atkvæöi. Úrslit kosninganna uröu þau aö Joop den Uyl, forsætisráö- herra vann stórsigur. Flokkur hans bætti viö sig tíu þingsætum og hefur nú 53 af 150 sætum þingsins. Þaö er þvl tryggt aö flokkurinn veröur ráöandi I samsteypustjórninni sem verö- ur mynduö á næstu dögum. Skelltu á Mikill uggur greip um sig meöal þeirra sem halda vörö um lestina, þegar fólkinu var fleygt út, bundnu og meö reipi um hálsinn. Þaö var látiö sitja viö járnbrautarteinana I brenn- andi sólskininu I klukkustund, áöur en þaö var tekiö uppí aftur. Veröirnirhöföu simasamband viö lestina og spuröu hverju þetta sætti, en slmanum var skellt á þá. Stjórnin hefur ekki breytt þeirri afstööu sinni aö ekkert veröi samiö viö hryöju- verkamennina fyrr en börnin hafa verið látin laus. Ford-f jölskyld- an stórgrœðir ó fortíð sinni Ford og frú: Græöa glettilega. Gerald Ford, fyrrum forseti Bandaríkjanna, og f jölskylda hans geta á næstu árum haft a 11+ að þrjár milljónir dollara í tekjur vegna þeirra 29 mánaða sem þau bjuggu í Hvíta húsinu. I grein i tímaritinu „Free Enterprise” er haft eftir lög- fræöingi Fords aö umboðs- mennirnir sem semji fyrir for- setann fyrrverandi krefjist svo hárra upphæöa aö þaö sé nánast til skammar. Ford fær eina milljón dollara fyrir sjónvarpsþætti sem hann tekur þátt I að gera, á næstu fimm árum. Eiginkona hans, Betty, fær hálfa milljón dollara fyrir tvo sérstaka sjónvarps- þætti. Hjónin fá eina milljón dollara frá forlaginu sem gefur út endurminningar þeirra, sitt i hvoru lagi, og Ford fær 35 þúsund dollara árslaun fyrir þátttöku i „hugmyndabanka”. Þá fær Ford 50 þúsund dollara I árslaun fyrir aö vera formaöur námsstyrkjaáætlunar og um 100 þúsund dollara fyrir tiu fyrir- lestra i bandariskum mennta- skólum. Þar aö auki hefur hann svo 96.500 dollara á ári i eftir- laun sem forseti Bandarlkjanna og um 600 þúsund dollara á ári frá rikinu til aö halda skrifstofu, starfsfólk og til að ferðast fyrir. Loica höfnum í Frakk- landi Rúmlega þrjúhundruð þreyttir og ergilegir far- þegar urðu að snúa frá Roscoff í Frakklandi og aftur til Englands, eftir að franskir fiskimenn hindruðu Ermarsunds- ferjuna í að leggjast að bryggju. ■/ Fiskimennirmir voru aö mótmæla þvl aö breska land- helgisgæslan tók franskan togara aö veiöum fyrir nokkrum dögum, færöi til hafnar I Englandi og sektaöi. Um fjörutlu fiskibátar úr ýmsum frönskum höfnum lögöust fyrir utan Roscoff og hindruöu ferjuna I aö komast aö landi. Eftir sex klukku- stunda biö var henni snúiö aftur til Englands. Dayan verður utan- ríkisrúð- herra ísraels Moshe Dayan, fyrrum varnarmálaráðherra Israels, hefur samþykkt að gegna embætti utan- ríkisráðherra í hinni nýju stjórn sem Menachem Begin, formaður Likud flokksins, ætlar að mynda. Þetta kemur nokkuö á óvart Moshe uayan þar sem Dayan var I framboöi fyrir Verkamannaflokkinn i kosningunum. Dayan naut mik- illa vinsælda sem varnarmála- ráöherra eftir sex daga strlöiö 1967. Eftir Yom Kippur strlöiö 1973 var hann hinsvegar harö- lega gagnrýndur ásamt öörum þeim sem i stjórn voru, og hvarf úr stjórninni ásamt Goldu Meir og ýmsum öörum. ý*:"v3 [*:>] ijf ipl p é 1 Fimm ferðamenn biðu bana og margir slösuðust þégar eldur kom upp í hóteli í Brússel i byrjun þessarar viku. Tass hnussar við rœðu Jimmy Carters Rússneska fréttastof- an Tass vísaði í gær á bug ræðu Carters forseta um utanríkis- mál, þar sem hann lýsti því yfir að kalda stríð- inu væri lokið og fram- undan væri alþjóðleg samvinna á breiðum grundvelli. Tass sagöi aö þetta væri bara liöur I þvi aö treysta Bandarikin i sessi i forystu- hlutverki sinu. Þá gagnrýndi fréttastofan einnig ummæli hans um mannréttindi og sagöi þaö dæmigert fyrir hann að leiöa svo alveg hjá sér þá staöreynd aö mikill hluti bandarisku þjóöarinnar byggi viö skert frelsi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.