Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 10
10 VtSIR ' t'tgefandi:ReykJaprent hf Kramkvæmdastjóri: I)avlö Gu&mundsson Kitsljórar :Porsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta : Guömundur Pétursson. Um- sjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Biaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson, Ellas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrlmsson, Kjartan L Pálsson, óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. Utlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson. I-jósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Sölustjóri: Páll Stefánsson. Auglýsingastjóri: Porsteinn F'r. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar: Siöumúla 8. Simar 822M, 8M11. Askriftargjald kr. 13M á mánuöi innanlands. Afgreiöala: Hverfisgötu 44. Slmi 8M11. Verö I Uasasötu kr. 74 eintaklö. Ritstjórn: Siöumáia 14. Slmi 8M11, 7 Hnur. Prentun: Blaöaprent bl. Á að semja um verðbólgu eða bœtt lífskjör? Flest bendir nú til þess, aö launþegar og vinnuveit- endur semji áöur en yfir lýkur í kristalsölum Loft- leiðahótelsins um launahækkanir í krónum talið tals- vert umfram það, sem aukning þjóðartekna leyfir. Við blasir því nýtt veröbólgutímabil, ef eftirleikurinn verður sá sami og áður. Ef launþegar og vinnuveitendur yrðu látnir bera ábyrgð á kjarasamningunum er líklegast, að þeir myndu leiða til einhvers atvinnuleysis. Reynslan sýnir hins vegar að ríkisstjórnir freista þess jafnan að koma í veg fyrir, að óraunhæfir kjarasamningar hafi i för með sér stöðvun atvinnufyrirtækjanna. Gengis- felling hefur verið algengasta meðalið í þessu falli. Vísir birti fyrr í þessari viku útreikninga, er gerðir hafa verið og sýna áætlaða kaupmáttaraukningu samkvæmt tillögu sáttanefndar, en aðilar nota hana nú sem umræðugrundvöll. Tillaga sáttanefndar gerir ráð fyrir 73% hækkun lægstu launa á samningstíman- um. Mánaðarlaun, sem nema eitt hundrað þúsund krónum myndu hins vegar hækka um 58%. Útreikningar sýna, að framfærsluvísitala myndi á þessu tímabili hækka um að minnsta kosti 50%. Þann- ig myndi 73% krónutöiuhækkun kaupgjalds aðeins auka kaupmátt um 21%. Þá má búast við, að 58% krónutöluhækkun á hærri launataxta færi viðkomandi launþegum aðeins 12% aukningu kaupmáttar. Inn í þetta dæmi eru ekki tekin áhrif gengisfellingar eða gengissigs. En augljóst er, að gengisbreytingar munu enn rýra raungildi þeirra krónutöluhækkunar, sem fyrirsjáanlegt er að samið verður um. Fram- vinda mála hefur þvi verið með þeim hætti að litlar likur eru til að árangur náist i viðureigninni við verð- bolguna. Þvert á móti má reikna með, að verðbólgan taki að aukastá nýjan leik, þegar samningamennirnir hverfa úr kristalsölunum á Loftleiðahótelinu. Og þá geta menn enn einu sinni kyr jað sönginn um að þetta megi ekki endurtaka sig. Ríkisstjórnin fellir gengið eða læt- ur það siga til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Engum dettur í hug að aðilar vinnumarkaðarins verði látnir bera ábyrgð á undirskrifuðum samningum. Rikisstjórnin setti fyrir skömmu fram tilboð um opinberar ráðstafanir i þvi skyni að auka kaupmátt um 2 til 3%. Fyrirheit þetta er eðlilega skilyrt og mið- ast við að ekki verði samið um meiri kauphækkanir en svari til 6 til 7% kaupmáttaraukningar i heild. Hug- . myndir ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á einstökum sviðum eru að vísu óljósar eins og þær voru kynntar fyrir skömmu. Á hinn bóginn er Ijóst, að þrihliða samvinna laun- þega, atvinnurekenda og ríkisvalds er eina færa leiðin útúrógöngunum. Kjarni málsinser sá, að kjarabætur mega ekki i einu vetfangi verða meiri en aukning þjóð artekna segir til um. I því skyni að stemma stigu við óðaverðbólgunni er því nauðsynlegt að hluti kjarabót- anna komi fram í formi skattaiækkana. Með þessu móti er unnt að koma fram raunhæfum kjárabótum. Krónutöluhækkun um 73%, sem aðeins leiðir af sér 21% kaupmáttaraukningu og kallar auk þessá gengisfellingu, þjónarekki miklum tilgangi, ef menn vilja raunverulega bæta kjör fólksins. Við þurf- um að fara inn á nýjar brautir. Reynsla undanfarinna ára sýnir, svo að ekki verður um villst, að verðbólgusamningar ganga þvert á hags- muni bæði launþega og atvinnufyrirtækja. Það er enn tími til að ná skynsamlegu þríhliðasamkomulagi, hafi menn á annað borð áhuga á að draga úr verðbólgunni. Fimmtudagur 26. mai 1977 VISIR r"B ......................—^—ii tslensk hrollvekja? Þriller? Eöa kannski sálfræöiieg stúdia á borg- arbúum? Fantasia um nútimalif á tslandi? Eöa bara kvikmynd um sakieysislegt sumarfri? Menn geta bollalagt um slika stimpla eftir aö kvikmyndin Blóðrautt sólarlag hefur veriö frumsýnd f sjónvarpinu á mánu- daginn — annan i hvitasunnu. Um margt hefur gerð þessarar kvik- myndar verið frábrugöin þvi sem venjulegt telst I dagskrárvinnslu sjónvarpsins. Bæði hefur til hennar veriö variö meiri tima en gert hefur verið áður — nema ef vera skyldi viö Lénharö fógeta —, og jafnframt eru vinnubrögð viö mótun myndarinnar sérstæð. Blóðrautt sólarlag á að baki alllanga sögu, — allt frá því er lirafn Gunnlaugsson, höfundur og leikstjóri, vinnur fyrstu gerð handrits við nám i Sviþjóð fyrir allmörgum árum, og úr verður aö islenska sjónvarpið ákveður kvikmyndunina og upptökur hefjast vorið 1976 inágrenni Reykjavíkur og sfðar um sumarið á Djúpuvík á Ströndum —, og þar til endanleg útgáfa myndarinnar birtist á skjánum á mánudagskvöldið. í vetur hafa þeir Hrafn og Egill Eð- varðsson, upptökustjóri verið að velta fyrir sér hinum ýmsu mögu- leikum sem samsetning myndarinnar býður upp á og gert nokkrar útgáfur sem siðan hafa verið prufusýndar og reyndar i þröngum hópi áhorfenda. Ut úr bollaleggingunum og tilraunagerðunum kemur siðan Blóðrautt sólarlag eins og áhorfendur fá að sjá það á mánudag. Tónlist við myndina er eftir Gunnar Þórðarson, en kvik- myndari var Sigurliði Guðmundsson og Björn Björnsson sá um leik- myndina. Sjónvarpsstöðvarnar á Norðurlöndum hafa allar fest kaup á myndinni. í aðalhlutverkunum eru Helgi Skúlason og Róbert Arnfinnsson. Þeirleika tvo bisrassmenn úr borginni, Helga og Arnór, sem skalla sér út á land með byssur og viski á einangrað yfirgefið síldarpláss. Tilgangurinn er óljós. En y firskinið er alla vega hið einlifa takmark hins stressaða velferðarborgara, — að „slappa af”. h’erðin endar á annan veg. Og þau endalok má trúlega túlka á ýmsan hátt. 1 stuttu spjalli sagöi Hrafn Gunnlaugsson, að þetta efni sé sótt i endurminningu, —sögu sem honum var sögð er hann var strákur i sveit á Breiðafjarðareyjum og festist ákaflega stfft í huga hans. „Löngu siðar varð svoatburður f mínu persónulega lifi til þess að ég sá möguleikana við útfærslu þessarar sögu. Þetta er islensk nútimasaga, — mýta um islenska nútimamanninn sem leitar til lands sins til að slappa af, en þolir svo ekki einangrunina og flytur með sérborgina og stress nútimans út i óbyggðirnar”. Það gefur auga leið að mjög mæðir á aðalleikurunum tveim i Blóðrauðu sólarlagi, Helga Skúlasyni ot Róbert Arnfinnssyni. öll myndin snýst i raunum þá, — samskipti og samspil þeirra i milli, — tveggja inanna i einangrun. Blaðamaður Visis ræddi nú i vikunni við þá Róbert og Helga um þátttöku þeirra i kvikmyndagerðinni og reynslu þeirra af henni. Löng fæðing Hvernig bar þetta verkefni að frá ykkar sjónarhóli? Róbert: „Þetta bar nú að á heldur venjulegan hátt. Hrafn sýndi okkur frumdrög eða sýnopsis að handritinu og spurði hvort við vildum vera með. Og mér leist vel á hugmyndina. Það hefur verið virkilega gaman að vinna að þessu”. Helgi: „Siðan hittumst við og fórum að spjalla saman og sam- ræma ideurnar. Þannig var haldið áfram að vinna úr þessu um veturinn 1975-76 og það er eiginlega ekki fyrr en rétt áðui en> við förum af stað með sjálfar upptökurnar um vorið i fyrra að þetta endanlega handrit liggur fyrir. Siðan hafa þeir Hrafn og Egill notað allan veturinn til að færa til ýmsa þætti innan mynd- arinnar og gert tilraunir, og þegar þú talar við okkur núna þá vitum við ekki hverhin endanlega útkoma er, þvi við höfum enn ekki séð hana. — En þessar upptökur fóru fram hér i nágrenni Reykjavikur, við Geitháls, og siðan vorum við i þrjár vikur tæp- ar á Djúpuvik, það var ævintýra- legt upplifelsi”. Sumarfri Róberts Róbert: „Upphaflega ætlaði Hrafn að taka þetta upp á öörum stað. En það barst i tal að ég og konan mín vorum einu sinni fyrir mörgum árum í sumarfrii á Ströndum. Og fyrir hálfgerða til- viljun lentum við i dumbungs- veðri á Djúpuvik. Mér var það einkar minnisstætt hvað þetta fyrrverandi sildarpláss var sér- kennilegur og hálfdraugalegur staður. Það varð úr að þeir flugu norðurá Strandir, Egillog Hrafn, og urðu hrifnir af umhverfinu sem miðli fyrir þessa sögu. Helgi: „Þeir voru með kvik- myndatökumann með sér og filmuðu bæinn i bak og fyrir, og út frá þvi kviknuðu enn fleiri hug- myndir varðandi útfærslu sög- unnar. Þorpið, auöir verksmiðju- salir þess og húsarústir fóru þannig að spinnast meir og meir inn i handritið. Svo var það i byrj- un ágúst að Hrafn.Egill og tækni- lið fóru aftur á staðinn og voru þar i um það bil viku áður en við Róbert og Rúrik Haraldsson, sem fer með hlutverk „ferjumanns- ins”, komum. Þeir voru þvi búnir að undirbúa tökuna afar vel, — búnir að fara i gegnum allt hand- ritiö og ákveöa endanlega skotin og höfðu m.a.s. merkt við ein- staka tökustaði i þorpinu með rauðum hringjum!” Snyrtilegur undirbúningur Róbert: „Þeir unnu þarna reyndar aðdáunarvert starf. öll þessi undirbúningsvinna var alveg óvenju falleg og snyrtileg, og var vel fylgt eftir við upptökurnar. Þetta flýtti starfinu gifurlega. Það var búið að ganga svo klárlega frá öllum hlutum að aldrei komu upp árekstrar, — ekkert snakk um hvernig og hvar ætti að gera þetta eða hitt. Við vorum þarna um 15 manns i þrjár vikur og vitaskuld er það skilyrði fyrir velheppnuðu starfi að sam- vinnan gangi sem snurðulausast. Og það verð ég að segja, að þetta var sérlega ánægjulegt samstarf. Við fengum að hreiðra um okkur á einni hæð i einu af þeim fáu húsum sem enn er búið i á Djúpu- vik. Þar sváfum við á dýnum á gólfinu, enunnum svobaki brotnu frá þvi klukkan hálf sjö á morgn- ana og eiginlega svo lengi sem dagur entist, — venjulega fram til átta og stundum lengur á kvöld- in.” Vandi kvikmyndarinnar Voru ekki sum atriði vanda- samari i upptöku en önnur? Helgi: „Jú, vitaskuld voru þau það, — bæði leiklega og tæknilega miserfið. Ég held það borgi sig ekki að nefna dæmi þar um til að ljóstra nú ekki neinu upp og eyði- leggja ekki spennuna. En munurinn á þessari vinnu og leik- húsvinnu er geysilega mikill. Þetta byggir miklu meira á impróviseringum og þvi sem maður býr til sjálfur á staðnum og stundinni. Leiktextinn er jú til, en þetta er ekki fyrirfram geir- negltog skipulagteins og þaulæft leikhússtarf. Þetta reynir mun meira á leikarana. Miðillinn er svo nálægur. Hann er svo ágengur, — þetta auga sem er alveg oni manni —, að hvert augnablik verður að vera trú- verðugt.” Róbert: „Svo kemur lika til, að atriðin eru ekki tekin upp i at- burðaröð. Maður verður að hafa einhvers staðar i bakþankanum öll þau atriði sem koma eiga á undan og eftir þeirri senu sem verið er að filma i það og það skiptið.” Helgi: „Já, þetta er lika skritin tilfinning, sem þvf fylgir, að taka upp eittatriði, kannski 5- 10 sinnum, og svo er það út úr heiminum. Búið og gert. öfugt við þá hægfara gerjun sem á sér stað þegar maður er að vinna híut- verk i leikhúsinu, bæði á æfing- um og svo eftir að sýningar eru byrjaðar.” Róbert: „En þó að ákveðið atriði sé þannig afgreitt i eitt skipti fyrir öll, þá verður maður að láta það lifa með sér einhvers staðar, — bara vegna þess að það hangir saman við öll hin atriöin sem á eftir og undan koma i kvik- myndinni.” Hið streitulausa lif Helgi: „Eftir reynsluna af kvikmyndun Blóðrauðs sólarlags held ég að gerð kvikmynda og sjónvarpsmynda hérlendis miði aldrei irétta átt nema leikararnir fari eitthvað út, — út undir bert loft, en ekki beint úr leiktjöldum i leikhúsinu inn i leiktjöld i sjón- varpssal.” Róbert: „Og talandi um leik- tjöld. Leiktjöld geta bæði unnið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.