Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 2
Þórunn Haraldsdóttir, húsmóOir: g — Já ég geri það. Meðan ekki eru | betri kartöflur fluttar inn en nú, B þá borgar það sig. ■ í Reykjavík ...""'y Ræktaröu kartöflur? Fimmtudagur 26. mai 1977. VISIR Aðalbygging Kleppsspítalans HLUTI NYRRAR VIÐBYGGINGAR TEKINN f NOTKUN Á AFMÆLINU Einar Kristjánsson, sjómaður: — Nei, ég bý i kauptúni þar sem ekki er mikið gert af þvi. Það hefur ekki borið árangur. A morgun eru liðin 70 ár siðan Kleppspitalinn var tekinn i notk- un. Það var 27. mai árið 1907 sem fyrsti sjúklingurinn kom á spital- ann. Fyrsti yfirlæknir stofnunarinn- ar var Þórður Sveinsson, en nú- verandi yfirlæknir er Tómas Helgason prófessor. A afmælisdaginn verður tekin i notkun ný borðstofa starfsfólks i nýrri viðbyggingu sem reist hefur verið við spitalann. Fram til þessa hefur starfsfólk orðið að matast i litlu herbergi, en i nýju borðstofunni verður sæti fyrir um 90 manns og inn af henni setu- stofa. t öðrum hluta nýbygging- arinnar verður siðan innréttað húsnæði fyrir iðjuþjálfun og fleira. A Kleppspitalanum er nú rúm fyrir hátt á þriðja hundruð sjúkl- inga á mörgum deildum og eru átta þeirra á spitalalóðinni en aðrar dreifðar. Afmælisins verður minnst á morgun er nýja borðstofan verð- ur vigð og þar veröur greint frá sögu spitalans og framtiðarhorf- um. —SG Verið var að leggja síðustu hönd á innréttingu nýju borðstofunnar fyrir afmælisdaginn. (Visismynd Jens). Sigurður Þórarinsson, hljómlist- armaður: — Nei, ég rækta ekki ' kartöflur og hef aldrei gert. Það g stóð einu sinni til, en þótti of mikil g fyrirhöfn, miðað við ágóða. Jóhann Marinósson, hjúkrunar- fræðingur: — Nei, ég á engan garð. Þetta borgar sig þó senni-j lega. I Jónas Jónsson, vinnur viö blikk- smiðju: — Nei, við erum bara tvö| heimili, svo það er svo litið nagn að það tekur þvi ekki. g Algjör endurnýjun flugflota Flugleiða: Kostar jafn mikið og tvœr Sigölduvirkjanir! -„Frumhlaup og vanhugsaðar framkvœmdir geta riðið félag- inu að fullu/ segir Kristján Guðlaugsson, stjórnarformaður Endurnýjun flugþota Flugleiöa mun þýöa kaup á f lugvélum fyrir svipaða upphæö og tvær Sigöldu- virkjanir kosta. Þetta kom fram i ræðu Sigurðar Helgasonar, forstjóra, á aðalfundi Flugleiða. Hann sagði, að lauslega áætl- að myndi algjör endurnýjun nú- verandi flugflota þýða kaup á flugvélum að upphæð 120-130 milljónir bandariskra dala, sem jafngildir 23-25 þúsund milljón- um islenskra króna. Til saman- burðar nefnir hann, að áætlað sé, að virkjunarframkvæmdir við Sigöldu kosti um 66 milljónir bandariskra dala. ,,Auðvitað er ekki nauðsyn- legt, að slikt yrði framkvæmt á einu ári, og óhjákvæmilegt væri að slikt tæki nokkurt árabil”, sagði Sigurður. Hann nefndi sem dæmi, að ný flugvél af gerðinni B-727-200 kostaði vorið 1979 um 14 milljón- ir bandariskra dala (tæplega 2700 milljónir króna), og ný gerð af vélinni DC-10-30 kostaði á sama tima um 42 milljónir dala (rúmlega 8000 milljónir króna). Hvetja til varfærni Vikið var að endurnýjun flug- flotans i röðum annarra for- ystumanna Flugleiða á aðal- fundinum. Kristján Guðlaugsson, stjórn- arformaður, sagði að „þótt flug- vélakostur félagsins sé heppi- legur miðað við daginn i dag, er ekki þar með sagt, að hann verði það til langframa, en endurnýjun flugflotans krefst gifurlegs fjármagns, sem félag- inu mun reynast ofviða án opin- bers stuðnings. Frumhlaup og vanhugsaðar framkvæmdir i þessu efni geta riðið félaginu að fullu. Þótt við þykjumst vita að hvaða marki beri að stefna verðum við sökum fjárskorts að gæta allrar varúðar og stefna að markinu i áföngum, svo sem gert hefur verið á liðnum ár- um”. örn Johnson, forstjóri, sagði, að ,,á siðustu árum hefir dregið úr þeim möguleikum, sem áður, svo sem sérstaklega á sjötta og sjöunda áratugnum, voru til staðar sem sé þeim að mæta jafnan hækkun tilkostnaðar með stöðugt fullkomnari og hag- kvæmari flugvélum, þ.e.a.s. með stökkbreytingum i tækni- þróun. Þar eru þó enn mögu- leikar fyrir hendi, sem stefna verður að að nýta, ef og þegar aðstæður skapast, þ.e.a.s. kaup og rekstur breiðþotu eða þotna á Norður-Atlantshafsleiðinni. Sú aðstaða er þó ekki til staðar i dag, þótt það sé von okkar allra að sá timi nálgist”. —ESJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.