Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 13

Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 13
Iprottir Þrír efstir og jafnir í PGA golfinu Severiano Ballesteros frá Spáni, Andreis Oosthuizen frá S-Afriku og bretinn Peter Oosterhuis hafa forustuna eftir fyrsta daginn I PGA goifkeppninni sem hófst á Engiandi f gær meö 69 högg hver. Þessi keppni er ein af fjórum stærstu I heiminum ár hvert, ein af „ásunum fjórum” eins og golfmenn kalla þaö. Hinar eru Britich Open, US-open og Masters. „Ég lék vel I rokinu” sagöi Bailesteros eft- ir aö keppninni lauk I gær. Ballesteros, sem þjáöist mjög af bakveiki fyrir keppnina og varö aö taka inn kvalastillandi lyf til aö geta leikiö, tekur nú aö öltum likindum þátt f siöasta golfmótinu um nokkurn tima.en hann heidur til Spánar á sunnudag og hefur þá her- þjónustu I flugher Spánar. „Þaö er kiipping á mánudaginn, og siöan byrjar maöur aö „marsera” á þriöjudaginn”, sagöi spánverj- inn, sem er oröinn einn af fremstu kylfingum heims 20 ára aö aidri. Keppendur áttu yfirleitt I miklum erfiö- leikum á St. Georgs vellinum, en enginn átti þó I jafn miklum erfiöleikum og sigurvegar- inn úr Masters keppninni, Tom Watson, en hann lék I gær I 78 höggum, 8 höggum yfir pari vailarins. En staöa efstu keppenda eftir fyrsta daginn er þessi: 69 Svereriano Ballesteros (Spáni), Andreis Oosthuizen (S-Afrfku), Peter Oosterhuis (Bretlandi). 70 George Burns (USA), Brian Huggett (Bretiandi) John Morgan (Bretlandi). 71 Hugh Baiocchi (S-Afrfku(, Peter Barber (Bretlandi) Gary Player (S-Afriku), George Will (Bretiandi) Tony Jacklin (Bretiandi), Doug McCeelland (Bretlandi). g^. KA byrjaði með sigri KA lék sinn fyrsta leik I 2. deild tslands- mótsins I knattspyrnu I gærkvöldi, og voru mótherjar þeirra Uö Völsungs sem haföi sigr- aö Þrótt N. f fyrsta leik sinum. Leikurinn fór fram á Húsavfk, og lauk honum meö sigri akureyringanna, þeir skoruöu þrjú mörk gegn einu marki heima- manna. Hajduk vann bikarinn í Júgóslavíu Hajduk Split sigraöi I júgóslavnesku bikar- keppninni f knattspyrnu fimmta áriö I röö þegar liöiö sigraöi Buducnost i Titograd meö tveim mörkum gegn engu I Belgrad I gær- kvöidi. Hajduk sem var mótherji keflvikinga I Evrópukeppni meistaraliöa áriö 1974 mun þvi leika f Evrópukeppni bikarhafa á næsta keppnistimabili. _BB Enschede tók bikarinn Knattspyrnunni vföa um Evrópu er nú sem óöast að Ijúka, og eru siöustu leikirnir vföast hvar úrslitaleikirnir f bikarkeppnum land- anna. 1 Hollandi lauk keppnistimabilinu i gær meö leik Twente Enschede og PEC/Zwolle, er liöin mættust i úrslitaleik bikarkeppninnar þar. Þrátt fyrir mikla baráttu tókst liðunum ekki aö skora fyrstu 90 minúturnar, og þurfti þá aö framlengja leikinn. 1 framlengingunni reyndist liö Twente Enschede mun sterkara, og þvi tókst aö skora þrivegis. Fyrst skoraöi Drost á 95. minútu, siöan Muehren á 104. minútu úr vitaspyrnu og Jeuring rak enda- hnútinn á fimm minútum sfðar þegar hann .bætti þriöja markinu viö. Akurnesingarnir tómhentir heim! — Nýliðar Þórs í 1. deildinni unnu þó 3:1 á Akureyri í gœrkvöldi — Pétur Pétursson misnotaði fjölda tœkifœra Pétur Pétursson, skagamaöur- inn ungi, mun senniiega seint gleyma leik Akraness og Þór f 1. deild tslandsmótsins f knatt- spyrnu sem fram fór á Akureyri I gærkvöldi. Hvaö eftir annaö var Pétur i algjörum dauöafærum til aö skora, ekki sjaldnar en 5-6 sinnum var auöveldara aö skora ekki en hitt. Aö vfsu tókst honum aö skora eina mark Akraness úr þvögu, en þaö dugöi skammt, nýliöar Þórs svöruöu meö þremur mörkum, og unnu þar meö óvæntasta sigurinn i islandsmótinu til þessa. Þaö sem fleytti Þór svona langt i gærkvöldi var fyrst og fremst ómæld barálta leikmanna liösins. Þeir gáfu aldrei þumlung eftir og böröust um hvern bolta, og slikt skilar oftast góöum árangri. Aö visu geröu varnarmenn Þórs mörg mistök, en þaö kom ekki aö sök, og getur Pétur Pétursson nagaö sig i handarbök- in yfir óláni sinu viö mark Þórs i gær. Framlinumenn Þórs, þeir Jón Lárusson og Sigþór Ómarsson voru hinsvegar i sinum besta ham, og Sigþór geröi sinum gömlu félögum I akranes-vörn- inni svo sannarlega lifiö leitt I gærkvöldi. Þaö var 15 stiga hiti og létt gola þegar leikurinn hófst, og þaö þurfti ekki aö biöa lengi eftir marktækifærunum. Þaö má segja aö þau hafi komið á færibandi i leiknum. Strax á 4. minútu átti Jón Lárusson hörkuskot rétt framhjá Akranes-markinu, en fjórum minútum siöar fékk Pétur Pétursson sitt fyrsta tækifæri. Hann fékk þá góöa sendingu frá Kristni Björnssyni inn á mark- teig, en hitti boltann illa og ekkert varö úr. Þessi tækifæri sem Pétur fékk i leiknum voru flest eins, þeir gáfu til hans Jón Alfreösson og Kristinn Björnsson, en Pétur sem var ávallt laus úr gæslu, var bara ekki á skotskónum aö þessu sinni. A 10. minútu tóku þórsarar for- ustuna, og var þaö mark algjör- lega framtak Sigþórs Ómarsson- ar. Hann fékk langa sendingu fram völlinn frá Gunnari Aust- fjörö, sneri á vörn skagamanna og skoraöi meö óverjandi þrumu- skoti. Næstu tvö tækifæri fékk Pétur Pétursson og siöan léku þeir lag- lega I gegnum vörn Akraness Jón Lárusson og Sigþór, en Jón Þor- björnsson varöi þá vel skot frá Jóni. Siðan kom enn eitt tækifæri Péturs Péturssonar, sem mis- tókst, en á 44. minútu tókst honum loksins aö jafna, hann skoraði með skoti af stuttu færi eftir mikla þvögu i vitateig Þórs. Síöari hálfleikurinn hófst meö þvi aö Ragnar Þorvaldsson i marki Þórs varöi tvivegis frá Pétri, en skagamenn áttu þá meira i leiknum. En smátt og smátt þyngdu þórsarar sóknina, og á 64. minútu tóku þeir forust- una aftur. Arni Gunnarsson átti þá þrumuskot sem Jón Þorbjörnsson varöi en missti frá sér. Siguröur náöi frákastinu og skoraöi. Þetta var fyrsta tækifæri Þórs i siöari hálfleik. A 76. minútu var dæmt vita- spyrna á Akranes, er Sigurður Halldórsson brá Jóni Lárussyni inni I vitateig. Sigþór tók vita- spyrnuna og skoraöi af öryggi. Þetta fór illa i skagamennina, sem vildu meina aö þeir heföu átt aö vera búnir aö fá tvær vita- spyrnur er Kristni og Pétri haföi veriö brugöiö inni i vitateig Þórs, en mótmæli skagamanna höföu ekki annaö I för meö sér en aö Ey- steinn Guömundsson bókaöi þá Jóhannes Guöjónsson og Sigurö Halldórsson fyrir. Þaö sem eftir var leiksins lögöu þórsarar allt kapp á aö halda sinum hlut, og tókst vel. — Óvæntur en sanngjarn sigur varö þvi þeirra, og skagamenn töpuöu sinum fyrsta leik i mótinu. Bestu menn Þórs voru þeir Sig- þór og Jón Lárusson sem voru mjög ógnandi og svo Einar Svein- björnsson og Ragnar Þorvaldsson i markinu. Hjá Akranesi var Jón Alfreðs- son langbestur, og raunar besti maöur vallarins. Kristinn Björns- son var einnig góöur, en margir aörir leikmenn akranesliösins sá- ust ekki i leiknum t.d. Arni Sveinsson og Karl Þóröarson. HR/gk — I STAÐAN Staöan i 1. deild tslandsmótsins i knattspyrnu er nú þessi: FH — ÍBK Þór — Akranes Fram — Vikingur Akranes 4 Keflavik 4 Vikingur 4 Fram 4 Valur 4 Breiöabl. 3 Þór 4 tBV 4 FH 4 KR 3 1:2 3:1 0:1 1 1 1 1 0 1 1 6:3 6 1 8:5 6 0 3:2 5 2 6:4 4 2 6:7 4 3 3 1 2 2 1 1 1 4:5 3 1 1 2 7:8 3 2 2:3 3 2 4:6 3 2 0:3 1 Markahæstu leikmenn eru þess- ir: Sumarliði Guöbjarts. Fram 3 Ingi B. Albertsson Val 3 ólafur Danivalsson FH 3 Kristinn Björnsson ÍA 2 PéturPétursson tA 2 Siguröur Lárusson Þór 2 Sigþór ómarsson Þór 2 Sigurður Björgvins tBK 2 Þórir Sigfússon ÍBK 2 Guöm. Þorbjörnsson Val 2 Heiðar Breiöf jörö Breiöabl. 2 Næstileikur 11. deild er á föstu- dag. Þá leika KR og Valur. Keflvíkingarnir jafna 1:1. Hér sést Karl Hermannsson skora gott mark meö skaila eftir hornspyrnu frá ólafi Júlfussyni. Höröur Sigmarsson markvöröur sýnist viö öllu búinn, en honum tókst þó ekki aö verja I þetta skipti. — Ljósm. Einar. FH-ingar byrjuðu ekki vel á grasinu! — töpuðu fyrir baráttuglöðu keflavíkurliði 1:2 í Hafnarfirði í gœrkvöldi og virðast hafa misst trúna á sjálfa sig Þaö veröur ekki sagt aö lániö hafi beint leikið viö FH-inga I fyrsta leik þeirra á grasvellinum i Kaplakrika i 1. deild tslands- mótsins I knattspyrnu I gær- kvöldi. Þá léku FH-ingar gegn keflvfkingum og töpuöu leiknum 1:2, eftir aö hafa náö forystunni meö marki úr vftaspyrnu. Eftir markiö sótti FH mun meira og sýndi oft skemmtileg tilþrif, en heppnin var ekki meö — þegar upp aö markinu kom — og er or- sökin áreiðanlega sú aö leikmenn BORUSSIA LA FYRIR LIVERPOOL í RÓM! Ensku meistararnir Liverpool sigruöu vestur þýsku meistarana Borussia Mönchengladbach 3:1 I úrslitaleiknum I Evrópukeppni meistaraliöa sem háöur var i Róm f gærkvöldi — og er þetta aö- eins I annaö skipti i þau tuttugu og eitt ár sem keppt hefur veriö um bikarinn aö ensku félagsliði tekst aö sigra, hitt var Manchester United sem sigraöi Benefica 1968. Bayern Munich haföi sigrað þrju ár I röö 1974-1976 og þar áöur Ajax frá Hollandi einnig sigraö þrjú ár I röö. Þaö var enginn vafi hvort liðið var betra i leiknum I gær og sigur Liverpool var fyllilega veröskuld- aöur. „Okkur uröu á of mörg mistök”, sagöi Udo Lattek, þjálfari Borussia eftir leikinn. „Viö lékum betur I siöari hálfleik, en þá höfö- um við þegar misst leikinn út úr höndunum á okkur — og sigur Liverpool var sanngjarn.” „Viö reyndum aö leika af öryggi,” sagöi Bob Paisley, framkvæmdastjóri Liverpool. „Viðfengum á okkur mark þegar Ifyrstumistökunum I leiknum, en þrátt fyrir þaö gáfust drengirnir ekki upp og heiöurinn er svo sannarlega þeirra. Þetta er búiö aö vera ansi erfitt aö undanförnu — 17 leikir á aöeins sex vikum”. Liverpool hóf leikinn, en Boroussia átti fyrsta markskotiö. Liverpool var aöeins meö tvo mann frammi — og Kevin Keegan sem var annar þeirra. var I strangri gæslu Berti Vogts allan leikinn, þeim sama og gætti Johans Cruyff svo vel i úrslita- leiknum I HM 1974. Fyrsta marktækifæri Liverpool fékk Ray Kennedy á 11. minútu en Kneibimarki Borussia varöi skot hans I horn. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaöur fékk Borussia sitt besta marktækifæri þegar Bonhof átti þrumuskot af 30 metra færi sem Clemence i markinu réö ekki viö, en skot hans hafnaöi i stöng Liverpool marksins. Terry McDermott náöi svo for- ustunni fyrir Liverpool á 28. min- útu þegar hann skoraöi gott mark eftir sendingu fra Steve Heighway. Dananum Allan Simonsen tókst svo aö jafna metin fyrir Borussia fljótlega I siöari hálfleik, hann nýtti sér vel mistök Jimmy Case og skoraöi örugglega. Þegar hér var komiö höföu leik- menn Liverpool náö sér aftur á strik og á 65. minútu náö Tommy Smith sem lék sinn 600 og siöasta leik forystunni fyrir Liverpool, meö skalla eftir hornspyrnu Heighway. Þá brotnuðu leikmenn Borussia og sjö minútum fyrir leikslok braut Vogts gróflega á Keeganinnan vitateigs og franski dómarinn sem skömmu áöur haföi sleppt augljósri vitaspyrnu þegar Heighway var felldur innan vitateigs benti samstundis á vita punktinn. Phol Neal tók vita- spyrnuna og skot hans þandi út netmöskvana i marki Borussia og úrslitin voru ráöin. Frábær árangur hjá Liverpool sem ný- lega sigraöi i deildarkeppninni annaö áriö i röö og var auk þess i úrslitum I bikarkeppninni þar sem liöiö mátti þó sjá á bikarnum til Manchester United. —BB liösins trúa hreinlega ekki á sjálfa sig. Keflvikingarnir léku ekki eins vel saman, en þeir unnu það upp meö mikilli baráttu út allan leik- inn og gáfu aldrei þumlung eftir. 011 mörkin voru skoruö I fyrri hálfleik, Janus Guðlaugsson náöi forystunni fyrir FH á 6. minútu þegar annar linuvöröurinn, Hannes Þ. Sigurösson. dæmdi vitaspyrnu á óskar Færseth fyrir að handleika knöttinn innan vita- teigs, og skoraði Janus örugglega úr vitaspyrnunni. Aöeins fjórum minútum siöar tókst keflvikingum aö jafna metin þegar þeir fengu fyrstu horn- spyrnu leiksins. ólafur Júliusson gaf vel fyrir markið — beint á kollinn á Karli Hermannssyni sem stóö einn og óvaldaöur á markteig — og hann skallaöi örugglega i markiö. Rétt áöur haföi Ólafur sýnt snilli sir.a i aukaspyrnum, þegar hann átti skot sem sleikti stöng FH-marks- ins. Þrátt fyrir mótlætiö misstu FH- ingarnir ekki móöinn og varnar- menn IBK höföu nóg aö gera. Janus komst einn innfyrir, en skaut hátt yfir frá markteig. A 32. minútu skoruðu keflvik- ingar svo sigurmarkiö I leiknum, Gunnar Bjarnarson sendi þá boltann aftur til Haröar Sigmars- sonar markvaröar, en hann missti boltann hálf klaufalega framhjá sér — og i baráttunni um aö ná til boltans sem Höröur háöi viö Þórö Karlsson sem kom aövif- andi var dæmd hindrun á Hörö rétt utan viö markteig. Allir I FH- liöinu rööuöu sér á marklinuna, en þrátt fyrir þaö fann GIsli Torfason smugu á varnarveggn- um og sendi boltann i markiö. Olafur Danivalsson, skæöasti sóknarleikmaöur FH, var ekki látinn byrja inná vegna þess aö hann mætti ekki á boöaöa æfingu fyrir leikinn. Ólafur var hins veg- ar meö i siðari hálfleik, en hann sást litiö i leiknum og var mjög vel gætt af Guöjóni Þórhallssyni. Þegar leiö á leikinn náöu keflvik- ingar smám saman betri tökum á honum og um leiö varö leikur FH- inga vonlausari. Besta tækifæriö i siöari hálfleik fékk Karl Her- mannsson, en honum tókst á óskiljanlegan hátt aö skalla yfir á marklinu eftir fyrirgjöf frá Ólafi Júliussyni — heföi Karl látiö bolt- ann vera heföi hann aö öllum lik- indum hafnaö i markinu! Þrátt fyrir tap FH-inga þurfa þeir varla aö kviöa og á meöan þeir hafa leikmenn á borö viö Janus Guölaugsson, Þóri Jóns- son og Viðar Halldórsson getur ekkert liö bókaö sigur fyrirfram gegn þeim. Hjá keflvlkingum bar mest á varnarmönnunum I þessum leik — GIsli Torfason stjórnar öftustu vörninni eins og hershöföingi og var skyssa FH-inga sú aö leika upp miöjuna þar sem vörn þeirra suöurnesjamanna var sterkust. Á miöjunni var Siguröur Björgvins- son afgerandi og frammi var Ólafur Júliusson alltaf hættuleg- ur. Þaö vakti þvi nokkra furöu þegar hann var tekinn út af i siðari hálfleik. Leikinn dæmdi Magnús V. Pétursson mjög vel i alla staöi. Þvi má bæta viö aö þeir FH- ingar undir stjórn Arna Agústs- sonar voru ekki I vandræöum meö aö kippa i lag aöstööuleysinu fyrir blaöamenn — þeir komu meö litinn rútubil sem lagt var efst á hraunjaörinum og reyndist hann eins og besta blaöamanna- stúka. — BB Létt hjá víkingum gegn Fram Þaö þarf varla aö búast viö þvf að framarar veröi mikiö meö I baráttunni um titilinn I knatt- spyrnu f sumar ef þeir leika tnarga leiki eins og gegn Vikingi i gærkvöldi. Framarar virtust al- gjörlega áhuga- og getulausir gegn ákveönum vikingum, og Vfkingur tryggöi sér sanngjarnan 1:0 sigur og er nú eina liöiö i deildinni sem ekki hefur tapaö leik. Þeir hafa gert 3 jafntefli og nú kom sigur, og liöiö er einu stigi á eftir efstu liöunum. Þótt vikingarnir fengju ekki mörg hættuleg marktækifæri I leiknum, þá voru þeir mun meira meö boltann lengst af og þaö var mikil barátta i liöinu. Þeir voru nær undantekningarlaust fljótari á boltann og gáfu framörum ekki mörg tækifæri til aö byggja upp sóknir, en þó náöi Fram nokkrum tökum á leiknum i siöari hálf- leiknum þegar vikingar lögöu allt kapp á að halda fenginni forustu. Aöstæðurnar i gærkvöldi voru slæmar, mikið rok þvert á völlinn og sandstormur, ekki heppilegar aöstæöur til aö sýna góöa knatt- spyrnu. En þaö afsakar þó ekki allt, „þaö er þó hægt aö hugsa”, sagöi einn vallargesta um þetta mál, og eru þaö orö aö sönnu. Sigurmark leiksins skoraöi Viö- ar Eliasson á 40. minútu. Hann fékk þá sendingu utan af kantin- um frá öskari Tómassyni, og Viö- ar var einn og óvaldaöur á mark- teigslinunni og skoraöi án mikilla erfiöleika. Þar var vörn Fram vægast sagt afar illa á verði. Stuttu áöur höföu framarar átt gott tækifæri, en þá skaut Agúst Guömundsson af 2 metra færi en Diörik var fyrir og varnarmenn Vikings náöu aö hreinsa frá. Gunnar örn Kristjánsson var ekki langt frá þvi aö skora úr aukaspyrnu af 30 metra færi fyrir Viking i siöari hálfleiknum, en Gubmundur Baldursson sem lék I marki Fram i siðari hálfleik varöi þá vel. Nokkrum minútum siöar komst Agúst Guömundsson einn innfyrir vikingsvörnina og fram- hjá Diðrik, en missti boltann of langt frá sér, þannig að ekkert varð úr. Þetta voru helstu tækifærin, en á heildina litib voru vikingarnir betri aöilinn og veröskulduöu þennan sigur. Þeirra bestu menn voru Helgi Helc ison og Óskar Tómasson. Hjá Fram var það helst Rafn Rafnsson sem eitthvaö gat. Asgeir Eliasson lék nú meö Fram að nýju og styrkir liðið þótt hann sé enn langt frá sinu besta. Dómari var Guðmundur Haraldsson, og bókaöi hann Sigurberg Sigsteinsson og Helga Helgason, báöa fyrir aö gripa boltann viljandi. gk—. HÚSBYGGEJNDUR-Einangrunarplast Afgreiöum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæöiö frá mánudegi-föstudags. Afhendum vöruna á hyggingar- staö, viöskiptamönnum aö kostnaöarlausu. Hagkvæmt verö og greiösluskilmálar viö flestra hæfi grplMtl' Borqarnefcj] fiíml 93-7370 kvtfkd 93-7355 r Pyrstur meó fréttimar mM i i ■■ ■■ Stjörnulið Bobby Charlton gegn Bobby Charlton, Jackie Charlton, Alex Stephney, Jim Callaghan, Terry Cooper, Alan Ball, Brian Kidd, Tommy Smith, Peter Lorrim- er, Ralph Coates, Howard Vendall, o.fl. Einstakt tækifæri til að sjá þessa heimsfrægu knattspyrnumenn leika saman i liði. Forsala við Útvegsbankann í dag fimmtudag og föstudag 27. og þriðjudag 31, 31. maí kl. 13—18 Urvalsliði K.S.I. Á LAUGARDALSVELLI MIÐVIKUDAGINN I. JÚNl N.K. KL. 20,30 Tryggið ykkur miða i tíma. Verðaðgöngumiða: Stúka kr. 1000, stæði kr. 800, börn kr. 300.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.