Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 1
iSS^ VERKAMANNASAMBANDIÐ: VIUA FA MEIRA f SÉRKRÖFURNAR Forystumenn Verka- mannasambands íslands eru mjög tregir tíi að fallast á þá lausn á sérkröfum sam- bandsins, sem sátta- nefnd gerði tillögu um og vinnuveitendur hafa nú samþykkt. Sumir aðilar innan Alþýðu- sambandsins, svo sem iðn- verkafólk, verslunarmenn og sóknar-konur hafa skýrt frá þvi, að þeir geti fallist á þessa lausn, ef samkomulag næst um það innan ASÍ. Hins vegar hefur andstaðan einkum komið frá Verkamannasambandinu, sem telur þessa aðferð við afgreiðslu sérkrafna mjög slæma fyrir sig. Areiðanlegar heimildir tjáðu blaðinu i morgun, að hugsan- lega myndi Verkamannasam- bandið fallast á þessa aðferð, en þá með þvi skilyrði að meira en 2.5% fari i sérkröfurnar. Stefnt mun að þvi að reyna að koma sérkröfumálinu út úr heiminum, en það getur þó auð- veldlega tekið nokkra daga i viðbót að afgreiða það. —ESJ. Landar loks íslenskt skip í Bretlandi? Stapavik SI lagði af stað frá Siglufirði um hádegisbiiið i gær með um 80 tonn af þorski, sem ætlunin er að landa erlendis. M iklir möguleikar eru á að aflan- um verði landað i Bretlandi og ef af yrði myndi það verða i fyrsta sinn sem það er gert siðan fyrir siðasta þorskastrið. ÓmarHauksson skrifstofustjóri hjá Þormóði ramma, er gerir út Stapavik, sagði við Visi í morgun að menn óttuöust að ekki fengist landað úr skipinu i Bretlandi og þvi væru menn nokkuð hræddir við að senda skipið þangað. Stapavfk landaði fyrir skömmu i Belgiu, en verðið þar er lægra en i Bretlandi. Ef ekki verður að þessu sinni landað i Bretlandi, sagði Ómar að Stapavikin héldi aö öllum likind- um til Færeyja. Þar hafa all- margir islenskir bátar landað undanfariö. — EKG Hroll- vekia norður ó Strönd- um Visir rœðir við leikarana Helga Skúlason og Róbert Arnfinnsson, sem leika aðalhlutverk i kvikmyndinni ,Blóðrautt sólgrlag' en hún verður frumsýnd i sjónvarpinu ó annan dag hvita- sunnu. Viðtalið er ó tiundu og elleftu siðu Varðskip flutti slasaðan sjómann til Akureyrar Varðskipið Ægir koin til Akureyrar um klukkan 23 i gærkvöldi með slasaðan sjó- mann af vélbátnum Sjóla frá Reykjavik. Það var sfðdegis i gær sem hjálparbeiðni barst frá Sjóla þar sem hann var að veiðum við Kolbeinsey. Hafði skip- verji orðið fyrir slysi og reið á að koma honum undir læknis- hendur sem fyrst. Varðskipið var þá statt i mynni Eyjafjarðar og hélt þegar af stað i átt aö Sjóla. Samtfmis var þyrla frá Ægi send til Siglufjarðar og sótti hún lækni og flutti um borð i varöskipið. Ægir og Sjóli mættust siðan ekki langt frá Grimsey. Þá var það kyrrt i sjó að báturinn lagðist að Ægi og geröi læknir að sárum hins slasaða sem hafði hlotið slæmt fótbrot. Æg- ir hélt siðan með hann til Akureyrar og kom þangað i gærkvöldi. —SC VERDLÆKKANIR VIRDAST HAFA LÍHL ÁHRIF Á EFTIRSPURN Sölufélag garðyrkjumanna segist þurfa að kasta allt að 30% gúrkuframleiðslunnar vegna þess að ekki er hœgt að selja hana. Nánar segir frá þessu í frétt á baksíðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.