Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 24
MIKIU MAGNI Af AGÚRKUM Bt HIYGT Á HAUGANA „Þaö kemur ifiulega fyrir aö agúrkum er fleygt á haugana. Þegar framieiöslan er f há- marki er einfaldlega ekki fyrir hendi sala á öllu magninu,” sagöi Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri Sölufélags garöy rkjumanna, er Visir spuröist fyrir um ástæöu þess aö miklu magni af agúrkum er ekiö á öskuhaugana. Þorvaldur sagöi aö ef þaö væri hægt vildi Sölufélagiö heldur lækka veröiö verulega á agúrkum til þess aö komast hjá þessari sóun. Hins vegar heföi þaö veriö reynt fyrir þrem árum meö þeim árangri einum aö mikiö tap varö á sölunni. „Viö lækkuöum veröiö um helming, en salan jókst þrátt fyrirþaöaöeinsum 10%. Þó var verölækkunin auglýst mikiö og eins aöferöir viö geymslu. Þaö má til dæmis sneiöa agúrkurnar niður og frysta þær i litlum pakkningum. Þær tapa sér m jög litið við það. En fólk eykur sáralftiö neysl- una þótt verðið lækki verulega. Þaö er eins og verö hafi ekkert aö segja. Veröskyn fólks viröist ekki vera mikiö.” 50-60 tonnum fleygt Þorvaldur kvaö ekki óalgengt að fleygja þyrfti milli 20 og30% uppskerunnar á hverju ári vegna þess aö agúrkurnar séu orönar of gamlar til aö selja þær. Þetta samsvarar um 50-60 tonnum. Viö þessu sagöi hann ekkert aö gera því ef fram- leiöslan væri minnkuö, væri hún aöeins nægileg á besta tim- anum, sem stendur aöeins f 2-3 vikur á ári. Tómatar ekki komnir á sumarverð „Veröiö er lækkaö þegar þessi toppur er í framleiöslunni. í byrjun aprll var heildsöluveröið lækkað úr 480 krónum í 400 kón- ur hvert kiló. Þvi miður hefur það þó þýtt sáralitla aukningu i sölu,” sagði hann. Islenskir tómatar eru nú komnir á markaöinn. Enn sem komið er eru þeir seldir á s.k. vorveröi, sem er 675 krónur kflóiöf heildsölu, 1. flokkur. Þaö verö þýöir um 950 krónur I smá sölu. Þorvaldur sagöi aö tiltölu- lega lltiö væri af tómötum I 2. flokki, þar sem reynt væri aö hafa sem allra minnst af þvi. Þaö væri því yfirleitt aðeins óheppni ef tómatarnir væru þannig aö þeir lentu I 2. flokki. Þar væru aöeins tómatar sem væru of þroskaöir, eöa ólögu- legir. Sjúkrahúsin og matstofurnar sækjast mikiö eftir tómötum sem eru of stórir til aö fara I 1. flokk og fer þvi mjög lítiö af þeim á almennan markað. Sumarverö veröur ákveöiö á næstu dögum, en Þorvaldur sagöi aö þaö geröi erfitt fyrir meö verölagningu aö vita ekki hvernig verölagiö veröur eftir kjarasamninga. Framleiöendur þessara afúröa veröa aö lifa á sölunni þaö sem eftir er ársins og þar sem framleiöslan er ekkert styrkt á neinn hátt, er verðkapphlaupiö bagalegt fyrir þessa menn. Hvaö tómatana snerti sagöi hann það þó koma á móti, aö lit- ið færi til spillis af þeim, þar sem meira er hægt að vinna úr þeim i tómatsósur og fleira. -SJ Leit að hefjast þegar trillan kom fram Um þaö leyti sem setja átti allt I gang til þess aö leita Htillar trillu sem fór frá Eeykjavik, kom hún fram á ellefta tlmanum I gær- kvöldi. Trillan meö einn mann innan- borös fór frá Reykjavík um há- degi I gær. Þegar hún var ekki komin aftur I höfn á tiunda tíman- um uröu félagar mannsins óró- legir og höföu samband viö Slysa- varnarfélagið. Var brugðist skjótt við, en fljótlega eftir að haft var samband við SVFl, kom trillan fram og sagði maðurinn að bilun hefði orðið og honum þvi seinkað. —EA Verkfallsaðgerðir Alþýðusambandsins: Ná ekki til starfs- stúlkna á sjúkrahúsum Starfsstúlkur á sjúkrahúsum og hælum munu ekki leggja niöur vinnu I þeim verkfallsaögeröum, sem hefjast munu meö eins dags allsher jarverkfalli á höfuö- borgarsvæöinu föstudaginn 3. júnl. Forystumenn verkalýös- hreyfingarinnar hafa siöustu daga veriö að skipuleggja verk- fallsaðgerðimar, og mun niður- staðan vera sú, að mánudaginn 6. jún! verði verkfall á Reykjanesi og Suöurlandi, 7. júni á Austur- landi og Vestfjörðum, 8. júní á Vesturlandi og 9. júnl, sem er fimmtudagur, á Norðurlandi. — ESJ. Landburður af fiski hefur undanfariö verið á Sauðárkróki. Tveir togarar Utgerðarfélags Skagfirðinga Drangey og Hegranes komu þangað á svip- uðum tima á sunnudagskvöld, með fullfermi. Þar sem að yfirvinnubann er nú á Sauðárkróki, eins og ann- ars staðar gekk löndun hægt úr togurunum og má segja að lönd- unarbið hafi verið hjá þeim. Löndun lauk úr Hegranesi fyrst i gær. Hins vegar var ekki búið að landa úr Drangeynni, i gær, er Visir ræddi vð Stefán Guðmundsson framkvæmda- stjóra Útgerðarfélags Skagfirð- inga. Vísir á ferð á Sauðórkróki Löndunar- bið hjá togur- unum! w Ahrif yfirvinnubanns á Sauðárkróki: Mikiö hefur verið aö gera undanfarið á Sauðárkróki. Jens Aiexandersson Ijósmyndari VIsis tók þessa mynd þegar unnið var að þvi að landa afla úr Drangey á Sauöárkróki. Hluti af afla Drangeyjar hefur verið seldur til Skagastrandar og einnig keypti Þormóöur rammi hf. á Siglufirði nokkuð af aflanum. Eitt skipa Þormóðs ramma, Stapavik SI, hefur undanfarið verið á Sauðárkróki til að sækja afla úr Drangey. Skipið hefur nú lagt af stað i siglingu með aflann. -EKG EIMSKIP KAUPIR HOFSJÖKUL Nú er ákveöiö að Eimskipafé- lag tslands kaupi Ilutninga- skipið Hofsjökul af Jöklum hf. Skipiö veröur afhent hinum nýju eigendum um mánaöamótin júnl-júli næstkomandi. Eins og Vlsir hefur þegar skýrt frá eru Jöklar hf. aö kaupa nýtt 4200 tonna flutninga- skip frá Noregi. Veröur þaö skip afhent I júll næst-komandi. Hofsjökull hefur undanfariö veriö leigöur Eimskipafélagi ts- lands hf. sem hefur notaö skipiö til flutninga á frystum fiski. Fyrri eigendur skipsins, sem Jöklar keyptu, gerðu tilboö um aö kaupa Hofsjökul, en forráöa- menn Jökla voru þó frjálsir aö þvi aö selja skipiö öörum. Hofsjökull er 2361 lest aö stærö. Hann er 85 metra langur, 13,4 metrar aö breidd. Vélar- stærö skipsins er 2575 hestöfl. Skipiö var smlöaö I Skotlandi áriö 1964. — EKG Áskrift lœkkar Askriftargjald VIsis fyrir mai mánuð hefur veriö lækkaö úr 1.300 krónum niöur I 1.100, eöa I sama verö og þaö var fyrir slð- ustu hækkun. Ástæðan er sú, að vegna yfir- vinnubanns prentara hefur ekki reynst unnt að koma blaðinu út á laugardögum eins og lesendur blaösins hafa áþreifanlega oröið varir við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.