Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 17

Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 17
VISIR Fimmtudagur 26. mai 1977. 17 — ff— f- - | • ' ■ Umsjón: Hálfdán Heigason isr fiPiitti rriiM ArlrimtltlV Lorens Rafn VI flVIIIII IIIIII VI ImJlIIIIIlI Sigurður Pétursson Þessir hlutir eru meðal hinna ágætu muna sem boðnir verða upp á frimerkjauppboðinu. Afmœlisuppboð F.F. Svo sem margoft hefur verið bent á og a.m.k. flestir safnarar vita verður Félag frimerkja- safnara tvltugt I júnf n.k. eða nánar tiltekið þann 11. þess mánaðar. Af þvl tilefni efnir F.F. til veglegrar frimerkja- sýningar I Álftamýraskólanum dagana 9.-12. júni með þátttöku innlendra og erlendra safnara. Er ekki að efa að sú sýning mun verða öllum þeim er hana sækja, til ánægju og fróðleiks um frimerkiog frímerkjasöfnun og jafnframt þessari skemmti- legu og fjölbreyttu tómstunda- iðju til framdráttar eins og fyrri frlmerkjasýningar hafa jafnan - ið. Auk frimerkjasýningarinnar, sem hlotið hefur nafnið FRÍMEX 77, mun Félag frl- merkjasafnara I tilefni afmælis sins halda frlmerkjauppboö að Hótel Loftleiðum laugardaginn 11. júni. Eins og kunnugt er meðal safnara hefur F.F. um nokkurra ára skeið haldiö a.m.k. eitt og þó oftar tvö upp- boð á ári og hafa þau jafnan verið mjög vinsæl og reyndar einn af aðal þáttunum I starfi F.F. Hefur margur safnarinn eignast þar hina eftirsóknar- veröustu hluti fyrir sanngjarnt verð. Efni það sem nú er á boð- stólum er óvenjuglæsilegt og fjölbreytt eins og kemur fram I uppboðs skrá sem komin er út. Er ástæða til aö staldra hér við og þakka uppboðsneínd F.F. geysimikið og tlmafrekt starf viö allan undirbúning uppboös- ins en I nefndinni eru þeir Sig- urður Agústsson, Óskar Jóna- tansson, Sigurður P. Gestsson og Siguröur Pétursson. Ef við snúum okkur aftur að uppboö- inu má sjá I uppboðsskránni aö I boöi verða alls 326 númer. Má þar fyrst nefna óstimplað fjór- blokkarsett af Hópflugi Itala og er lágmarksboð 875 þúsund krónur. Einnig er þetta sama sett boðið á afklippingi, stimpl- að í Hafnarfirði og er lágmarks- boð 195 þús. krónur. Er óhætt aö segja aö þar sé sýnd veiði en ekki gefin. Þá má nefna ýmiss skildingamerki stimpluö og ó- stimpluö og ber þar trúlega hæst óstimplaöa og ótakkaöa 2ja skildinga fjórblokk á 390 þúsund króna lágmarksveröi en tökkuö blokk af sama verögildi er metin I Facit verölistanum á sem samsvarar 780 þúsund Isl. króna. Ýmiss auramerki eru I boði, stimpluð og óstimpluð og m.a.s. nokkur hinna sjaldgæfari i fjórblokkum svo sem 5 aur blátt, lágmarksverð 80 þús. og 20 aur blátt á 65 þúsund kr. lágmarksverði. Þeim sem áhuga hafa á umslögum bend- um viö sérstaklega á tvö umslög með auramerkjum þ.e. 20 aur blátt, stimplað með önundar- fjarðar kórónustimplinum, lág- marksboð 30 þús. og umslag sent frá Reykjavík meö 40 aura merki fjólubláu og þar er lág- marksboðið einnig 30 þúsund krónur. Vissulega er hægt aö t.elja upp marga fleiri girnilega hluti en sjón er sögu rikari og hvetjum við alla safnara að fjöl- rnenna á uppboöið þann 11. júnf. SMÆLKI Fyrir skömmu gaf Póst- og simamálastjórnin út skrá yfir póstnúmer tii notkunar við flokkun póstsendinga, en þvi kerfi hefur viða verið komið á erlendis. Þessu til áréttingar hefur verið tekin i notkun hjá póstinum auglýsingavélstimpill sérstakur sem nú „skreytir” a.m.k. hluta þess pósts, sem fer i gegnum aðalpósthúsið i Reykjavik. Jafn sjálfsagt og það er að almenningur verði við þessum tilmælum um notkun póstnúmera finnst okkur að þessi vélstimpill verði sem allra skammstan tima i notkun. Vestur i Kaliforniu i Banda- rikjunum hefur nú um rúmlega tveggja ára skeið verið gefið Ut frímerkjablað, sem eingöngu er helgað islenskum frimerkj- um. Nefnist blaðið Iceland Philatelic Journal og kemur út annan hvern manuð. Er efni blaðsins fjölbreytt og fróðlegt og er hér um að ræða merkilegt framtak áhugamanns um is- lensk frimerki og islensk mál- efni. Útgefandi blaðsins er Bry- an Whipple.P.O. BoxK Graton, Ca. 95444, U.S.A. Frá Landssambandinu Frá Landssambandi Is- lenskra frlmerkjasafnara hef- ur borist eftirfarandi frétta- bréf. Tlunda landsþing Lands- sambands Islenskra fri- merkjasafnara verður haldið I Álftamýrarskóla I Reykjavlk, sunnudaginn 12. júnl næst- komandi. Verður þingið haldið I sambandi viö frlmerkja- sýninguna „FRt-MEX 77”, sem er 20 ára afmælissýning Félags frlmerkjasafnara I Reykjavlk en það félag hefur sótt um inngöngu I L.t.F. á þessu þingi. Þetta afmælisþing markar þannig spor I sögu Landssam- bandsins. Að þvi loknu eru all- ir frlmerkjaklúbbar og félög I landinu innan þess vébanda, auk þess sem breytingar á stofnskrá verða framkvæmd- ar þannig að héðan af munu félögin eiga fulltrúa á þingi eftir höfðatölureglunni. Þá er auk þess framkvæmd sú breyting nú, að þetta er I siðasta sinn sem tillaga þarf aðfara fyrir tvö Landsþing til aö ná samþykki. Samkvæmt þessu eiga um 40 manns rétt til setu á Landsþingi islenskra frlmerkjasafnara, auk stjórn- ar og áheyrnarfulltrúa. Stjórn Landssambandsins skipa nú: Sigurður H. Þor- steinsson, skólastjóri, forseti, en hann hefur verið forseti þess frá upphafi. Sigurður P. Gestsson, varaforseti, Hartvig Ingólfsson ritari, Kristján Friösteinsson gjald- keri og meðstjórnendur eru Bolli Daviðsson, Jón Halldórs- son og Siguröur Ágústsson. Fundur hefst klukkan 9 að morgni sunnudaginn 12. júni eins og áður segir. Veröur reynt að ljúka þingstörfum fyrir opnun sýningarinnar þann dag. Daginn áöur eöa þann 11. júni er svo Félag frlmerkja- safnara 20 ára en þaö er elsta starfandi félag frfmerkjasafn- ara I landinu. Formaður þess er Sigurður R. Pétursson. Sýningin FRIMEX 77 er með stærstu frímerkjasýning- um sem haldnar hafa verið hérlendis og þátttaka I henni frá ýmsum löndum, mest frá Sviþjóö, en m.a. frá USA og öðrum Norðurlöndum. Hefir m.a. Þýska frlmerkjafyrir- tækiö Sieger sent verðlaun er veita skal á sýningunni. Á siðasta þingi Landssam- bandsins var tekinn upp sá háttur að skipa umdæmis- stjóra I hinum ýmsu kjördæm- um landsins. Hafa þeir nú ver- ið skipaöir I flestum umdæm- um og starf þeirra þegar boriö ávöxt. Þá er alveg á næstunni að koma út kennslubók I fri- merkjasöfnun á vegum L.I.F. og verður henni dreift um allt land. RANX8 Fi»6rir Eigum fyrirligg jandi eftirtaidar fjaörir i Volvo og Scania Vöru- bifreiöar. Framf jaörir í Scania L - 56/ L 76/ LB 80, LB 85, LB 110, LBT 140, LS 56. Afturfjaðrir í Scania L 56, L 80, LB 80, LB80, LB 110, LBS 140. Stuðfjaðrir í Scania L 56. Afturf jaörir í Volvo FB 88, NB 88, G 89. Framfjaðrir í Volvo F 86, FB 86. Augablöð og krókblöð i Scania LB 110. Hjalti Stefánason Simi 84720. VITINN viðbótarblöðin komin Frímerkjamiðstöðin, S|'m; Skólavörðustíg 21 a 21170 VISIR visar á BILAVARAHLUTIR Nýkomnir varahlutir í Peugeot 404 '66 Skoda 110 L '72 Fiat 124 '68 Fiat 125 '71 Moskvitch '72 Ford Falcon '63 Taunus 17 M órg. '66 BILAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9-6.30, laugardaga kl. 9-3 og,sunnudaga kl. 1-3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.