Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 23
K.S.hafði samband við blaðið vegna bréfa sem hér hafa birst um gabb i sambandi við smá- auglýsingar. K.S. sagði okkur frá reynslu ungrar stúlku sem auglýsti eftir herbergi, og fékk upphringingu frá karlmanni sem hét sama nafni og nefnt var i öðru fyrrnefndu bréfanna: Stúlkan, sem er 17 ára, auglýsti eftir herbergi, og ósk- aði helst eftir þvi i Hafnarfirði. Karlmaður hringdi i númeriö sem hún gaf upp, en þar sem stúlkan haföi brugðið sér frá svaraði systir hennar. Gaf mað- urinn henni upp nafn, sima og heimilisfang. Hringdi hann aftur nokkrum sinnum þar til hann náði tali af ungu stúlkunni sjálfri. Kvaðst hann þá hafa herbergi og spurði hún um húsaleiguna. Maðurinn sagði þá að venjuleg leiga væri vist um 10 til 12 þúsund á mán- uði en ef húshjálp kæmi á móti væri hugsanlegt að breyta þvi eitthvað. Stúlkan mun þá hafa spurt i hverju sú húshjálp væri fólgin. Maðurinn svaraði þvi til að þaö væri kannski kjánalegt að segja það svona i sima, en ef hún svæfi hjá sér eins og einu sinni i mánuði þá yröi leigan tæpast mikil. Stúlkan kvaðst hafa verið fljót að leggja tólið á. „Ekki fluglœs" Athugasemd frá Guðjóni Hóim formanni Gigtarfélags islands 1 lesendadálki þann 20. þ.m. spyr einhver lesandi hver hafi hreppt Mailorkaferð i happdrætti Gigtarfélags Islands. Þessi fyrirspurn bendir til þess, að lesandi sé ekki fluglæs. Hann segir nefnilega að á miðanum standi, að dregið sé 29. april og miðinn gildi til 1. ágúst. Þetta er rétt, en á milli þessara lina á miðanum stendur, að upplýsingar um vinninga séu veiítar i tveim númerum, sem þar eru tilgreind, siðara númerið er á simsvara sem hefur gengið allan sólar- hringinn I þrjár vikur en verður nú lokað, en hitt númerið hefur einnig veitt upplýsingar I 3 vikur á venjulegum skrifstofutima og mun gera það áfram, en það er 10950. Sex dagblöðum hafa verið send vinningsnúmerin til birtingar i dagbók. Einnig eru vinningar birtir i Lögbirtingablaði, og út- dráttur fór fram á réttum degi. Þá sendi ég mynd af miðanum þar sem staðreyndir málsins koma glöggt fram. Alls ekki við Laugoveg! Haraldur Guðjónsson skrifar: Þegar ég las Sandkorn i VIsi ú. föstudag um Sjálfstæðishúsið viö Bolholt, datt mér annað i hug svipað dæmi. Það var þegar Búnaðarbankinn eignaðist lóö- ina Rauðarárstig 17 og byggöi þar stórhýsi og fékk það sfðan númerið 120 viö Laugaveg. Húsið stendur þó alls ekki við Laugaveg heldur við Rauðarár- stig og Þverholt. Innsta hús við Laugaveg er nr. 118, húsið E. Vilhjálmsson hf. Til glöggvunar má nefna að hús Framkvæmdastofnunar rikisins er i sömu húsaröð og Búnaðarbankinn, aðeins innar, en réttilega númer 31 viö Rauðarárstig. Ingi ú. Magnússon, gatna- málastjóri, hringdi vegna kvörtunar „Okumanns” yfir Sætúninu. „Astæðan fyrir þvi að litið hefur verið gert fyrir Sætúniö undanfarið er sú að það er á malbikunaráætluninni hjá okk- ur og verður byrjað á því núna um næstu mánaðamót.” „Búið er að malbika Sætún frá Kleppsvegi og aö Kringlu- mýrarbraut, en nú verður mal- bikaðfrá Kringlumýrarbraut og að Skúlatorgi. Það hefur þvi ekki þótt taka þvi að leggja fé i bráðabirgöaviðgerð á Sætúninu, en áður en langt um liður getur „Okumaöur” vel viö unað þar, á slettu malbiki.” Guðjón út í lit Vegna lesendabréfs sem birt- ist frá M. i Visi á mánudag þar sem fjallað var um útsendingar á fréttum Guðjóns Einarssonar sendur fréttamanns sjónvarps frá Dan- mörku, var okkur bent á aö það efni sem bærist frá honum i lit væri sent út i lit i islenska sjón- varpinu svo framarlega sem að- stæðurnar væru fyrir hendi. M. og aðrir sjónvarpsáhorfendur fá þvi allt það efni sem frá Guöjóni kemur i lit berist það þannig. Sjónvarpsmenn hér eru þvi ekki að fela eitt eða neitt! Simi notíii Síöumula 8 Reykjavik Ég óska að gerast áskrifandi Nafn Heimili Sveitafélag san

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.