Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 11
- < --V VÍSIR Fimmtudagur 26. mai 1977. 11 ivúbert og Helgi: „Þaft fór ekki hjá þvl aft draugalegt umhverfi hjálpafti okkur i leiknum!” einhvers konar hvitum Mæjorka- búningi!” Róbert: „Nóri þekkir hins vegar eitthvaö til staðarins og virðist hafa verið i sveit i bernsku á ná- lægum slóðum. Hann virðist hafa orðið þar fyrir reynslu sem hann hefur ekki losnað við gegnum ár- in, og hún brýst fram i reiði og þegar hann dettur i þaö. Um- hverfið losar lika um eitthvað sem hefur ólgað lengi i honum”. Helgi: „Almennt má segja að þetta séu ekki sympatiskir menn. En á það hefur verið lögð áhersla að hafa þá ekki týpur með mjög sterk sérkenni, held- ur frekar menn sem maður gæti til dæmis verið menn sem mað- ur hittir i hádeginu á laugardög- Vináttan llelgi: „Og það kemur á daginn að þessir tveir menn sem höfðu verið svona góðir kunningjar i borginni hafa ekki meö sér svo nána vináttu þegar þeir eru orðn- ir einir á þessum stað. Þá er borgaravináttan ekki nógu pott- þétt.” Róbert: „Þá birtast nýjar hlið- ar á persónuleikunum”. Helgi: „Og þótt þeir reyni að drekka sig saman þá er stutt i einhvern bældan pirring”. Róbert: „Þegar Arnór notar tækifærið á fyllirii til að opna sig og demba sinni reynslu yfir Helga, þá fær hann ekki hljóm- grunn. Þessi gamlitrúnaðarvinur mmmmmmmmmmmmmmmmmmm—J „Leiktjöldin á Djúpuvík gerðu hálfa stemmninguna!" K — rœtt við Helga Skúlason og Róbert Arnfinnsson um kvik- myndina og starfið við hana Róbert: „A staft eins og Djúpu- vlk gefur maftur skit i hvort eitt- hvaft er aft gerast i heiminum efta ekki....” með leikaranum og móti honum. En þessi leiktjöld sem við höfðum þarna á Djúpuvik unnu svo vel með manni að þau gera kannski hálfa stemninguna. Bara um- hverfið skapar kannski hálfa myndina!” Helgi: „Já. Að fara úr þvi venjulega umhverfi sem maður hrærist i daglega og steypa sér oni þessa einangrun er alveg sér- stök lifsreynsla.” Róbert: „Þetta er ótrúleg breyting. Heima er maður ekki i rónnifyrrenmaðurerbúinnað fá blaðiö sitt á morgnana. Maður ráfar um eiðarlaus kvartandi yfir þvi að fjárans blaðið skuli ekki vera komið. En á stað eins og Djúpuvik gefur maður skit i það hvort eitthvað er að gerast i heiminum eða ekki!” Helgi: „Það liðu kannski heilu dagarnir, og enginn mundi hrein- lega eftir þvi að kveikja á útvarp- inu til að hlusta á fréttir”. Róbert: „Maður saknaði einskis. Þarna búa enn u.þ.b. fjórar eða fimm fjölskyldur og fólkið virðist alveg laust við þetta algenga stress borgarinnar. Þarna er talsvert af krökkum, og hvað á fólkið lika að gera! Það er bara meö sina báta, streitulaust og rólegt og sannarlega er það öfundsvert af þvi. Sem borgarbúi hafði ég mjög gott af að kynnast þessari tegund af einangrun. Og þó við værum þarna i stifri vinnu þá fann maður ekki fyrir streitu. Ég held ég geti sagt að staðurinn hafi ekki haft ósvipuð áhrif á samstarfsfólkið”. Draumurinn um guðsgræna náttúruna En hvers konar mynd er Blóð- rautt sólarlag i ykkar augum? Róbert: „Tja, ætli megi ekki segja að hún sé hálfgerð hroli- vekja...” Helgi: „Jú, hún er það. En i grunnhugmyndinni er lika þetta, — að taka tvo menn úr borginni, sem eru fullir af draumum um frelsið i gruðsgrænni náttúrunni en verða svo eiginlega hálf- sturlaðir af einverunni, — sam- bandsleysinu við menninguna. Það kemur i ljós að þeir kunna ekki að umgangast umhverfið, og umskiptin i sögunni verða, má segja, þegar umhverfið slær til baka.” Róbert: „Þeir fá til dæmis út- rás fyrir áralangt stress með barnalegu grjótkasti og skemmdarfýsn.” Helgi og Arnór Persónan sem Helgi leikur heit- ir sama nafni i myndinni. Hvers vegna? Helgi: ,,Já, allt i einu langaði Hrafn til að persónurnar hétu okkar réttu nöfnum”. Róbert: „En ég vildi það ekki”. Hvernig menn eru Helgi og Arnór? Helgi: „Þeir eru báðir stressaðir bissnissmenn. Það Helgi: „Miðillinn er svo ágeng- ur — þetta auga sem er alveg oni manni —aft hvert augnablik verftur aft vera trúverftugt.” kemur fram að Helgi gerir sér enga grein fyrir þeim stað sem þeir eru að fara á, og það birtist t.d. i þvi að hann mætir i um á Borginni! ” Róbert: „Já, þeir gætu vel fall- ið inn i það umhverfi. En það má einnig ráöa sitthvað um mann- gerðirnar af þvi aö þeir ætla að- eins að vera burtu i viku, og taka með sér heilan kassa af viskii, allar nútimagræjur, og byssur og veiðistengur. Þetta eru hrjúfir menn sem skeyta skapi sinu á umhverfinu. Þótt segja megi hins vegar, að þeir eigi þennan gróf- leika sameiginlegan, þá eru þeir i rauninni mjög ólfkir. Arnór virð- ist t.d. hafa dálitið barnalegan húmor og er stundum aö gantast með eitthvað sem Helga finnst alls ekkert sniðugt.” hans snýr bara út úr og Nóri talar út i tómið. Þannig mætti tina til á báða boga ýmsa þætti i þessum mönnum, sem koma i ljós þarna, en aldrei hefur reynt á i þeirra daglega umhverfi”. Óhugnaðurinn Funduð þið sjálfir fyrir ein- hverri óhugnaðartilfinningu á þessum stað, — á borð við þá sem leitar á Arnór og Helga? Helgi: „Strangt tekið er ekki hægt að komast hjá þvi. Þaö sem mestan þátt á i þvi eru þessar gifurlegu byggingar, þessar verksmiðjur, þar sem unnu fleiri hundruð manns yfir sumartim- ann áður en sildin hvarf. Þarna eru stórir salir og rangalar sem áður voru fullir af lifi en grotna nú niður tómir”. Róbert: „Eins og ég sagði áðan þá var ég þama á ferð fyrir mörgum árum, liklega 1968 eöa ’69, og sú draugalega tilfinning sem maður varðþá var við leitaði á mann aftur. Maður komst ekki hjá þvi að verða fyrir slikum áhrifum.” Helgi: „Þarna heyrast sifellt einhverjir hurðarskellir og ókennileg hljóð. Og það fer ekki hjá þvi að svona umhverfi hjálpi manni i leiknum!” Róbert: „Já , það kom að góö- um notum. Og hvað sem við get- um kallað mynd eins og Blóðrautt sólarlag, þá vonum við alla vega að hún miðli þessum áhrifum, — að þetta verði dálitið spennandi”. — AÞ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.