Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 26.05.1977, Blaðsíða 5
Morðum haldið áfram í Uganda í nýútkominni skýrslu Alþjóðanefndar lög- fræðinga, um Uganda, segir að minnsta kosti 80-90 þúsund manns hafi verið myrtir i landinu fyrstu tvö árin sem Idi Amin var við völd, og að morðum sé haldið áfram. í skýrslunni er einnig sagt að fleiri sannanir liggi nú fyrir um að Amin, forseti, beri persónulega ábyrgð á mörgum morðanna. Alþjóöanefnd lögfræöinga af- henti Sameinuðu þjóðunum þessa skýrslu nýlega. Hún telur sig ekki geta gefið nákvæma tölu um þá sem myrtir voru á fyrstu tveimur árunum, en segir að tveir fyrr- verandi ráðherrar úr stjórn Am- ins hafi verið sammála um að þeirhafi verið milli 80-90 þúsund. I skýrslunni segir aö nokkuð hafi sljákkað i morðsveitunum slðustu tvö árin en þrátt fyrir það séu morð, pyntingar og manns- hvörf ennþá daglegt brauð. 1 skýrslunni segir og að nú liggi fyrir meiri sannanir um að Amin beri persónulega ábyrgð á mörg- um morðum. „Ein af helstu morðsveitunum er „Rannsóknardeild ríkisins” sem er undir beinni stjórn forset- ans. Sagt er að I sumum tilfellum hafi morðin verið framin sam- kvæmt beinni skipun hans. I öðr- um tilfellum gerði hann ekkert til þess að hindra morð, eða til að refsa þeim sem voru sekir um morð, þegar honum var bent á ódæðisverk þeirra.” Á afvikinn stað Rannsóknardeild rikisins hefur nú breytt mjög starfsaðferðum slnum. A fyrstu tveimur árunum var algengt að fjöldamorðin væru framin fyrir opnum tjöldum, I vitna viðurvist. Núna fara af- tökurnar oftast fram með leynd, það er farið með fórnardýrin á af- vikinn stað. 1 skýrslunni segir að þar sem aðeins nánustu ættingjar og vinir viti um þessi óhæfuverk, hafi þeirra litið verið getiö I fjölmiðl- um. Nefndinni tókst þó að hafa uppi á sjónarvottum að nokkrum morðum og er frásagnir þeirra aö finna I skýrsunni. Sem sönnun fyrir þvl að morð- um er haldiö áfram, bendir lög- fræðinganefndin meöal annars á dauöa Luwums erkibiskups, og tveggja fyrrverandi ráðherra I febrúar á þessu ári. Amin lét handtaka þessa menn og hélt þvl svo fram að þeir heföu látið llfið I bílslysi, þegar jseir reyndu að yf- irbuga bilstjóra sinn og flýja. Fullvíst þykir hinsvegar að mennirnir hafi veriö myrtir og þvi var jafnvel haldið fram að Amin hefði skotið biskupinn meö eigin hendi. Breska stjórnin bað mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna að rannsaka þetta mál á sínum tlma. En stuðningsmönnum Am- ins, hjá Sþ, hefur tekist að tefja málið svo að ekkert er fariö að gera I því ennþá og óllklegt aö nokkuð gerist nokkurntlma. Um Ps. Málvöndunarmenn hafa án efa rekið augun harkalega I fyr- irsögnina á þessari slðu I gær: „Arekstri forðað”. Þeim til hug- arhægðar skal þess getið aö mál- vöndunarmenn innan veggja rit- stjórnarinnar hafa þegar tekið sökudólginn I gegn og er hann fullur iörunar. Bretar endurskipuleggja Breski herinn er að sögn að endurskoða rækilega njósnastarf- semi sina á Norður-lrlandi. End- urskoðunin kemur i k jölfar h varfs Roberts Niarc, kafteins ihernum, sem talið er fullvist að irski lýð- veldisherinn + hafi rænt, pyntað ogsvomyrt. irski lýðveldisherinn hefur sagt að kafteininn hafi verið „tekinn af lifi”. Kafteininn sem var 29 ára gamall, hvarf laugardaginn 14. þessa mánaðar. Hann hafði þá um nokkurra mánaða skeið starf- að fyrir leyniþjónustu hersins og var jafnan klæddur borgaraleg- um klæðum. Þvi hefur verið haldið fram að hann hafi starfað með úrvalssveitunum „Special Air Service”, sem eru sérhæfðar I njósnum og spellvirkjum bak við víglinur óvinanna, en breska herstjórnin hefur neitað þessu. Engu að siður hefur hún tölu- verðar áhyggjur af þeim upplýs- ingum sem „spyrlar” irska lýðveldishersins hefðu getað fengið hjá Niarc, en þeir hafa illt orð á sér vegna hroðalegra pyntinga sem þeir beita fólk. OOGO AjuSí - VESTUR-ÞYSK GÆÐAFRAMLEfÐSLA Auói 80 er glæsilegur fólksblll sem hefir að baki sér hina viðurkenndu vesturþýsku tæknikunnáttu og gæðaframleiðslu, sem tryggir þægilegan, öruggan og ódýran akstur. — Gjörið svo vel að líta inn og við munum gera okkar besta til að leysa úr spurningum yðar varðandi Audi 80, sem á sér stærri bróður, hinn glæsta Auómoo HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Sími 21240 njósnir Heimildir innan hersins segja að Niarc hafi haft það hlutverk með höndum að „riða net” njósnara i suðurhluta Armagh, en þar um liggur ein helsta birgðaflutninga- leið lýðveldishersins. Þar um fá þeir megnið af vopnum sinum og skotfærum. Herinn óttast að tenglar kafteinsins séu nú I mikilli hættu þar sem likur séu á að böðlum lýðveldishersins hafi tekist að pina út úr honum einhver nöfn. Er þvi ekki talið óliklegt að lýð- veldisherinn hefji útrýmingar- herferð á næstunni. „Neðanjarðarstarfsemi” hefur annars dugað breska hernum vel á Norður-lrlandi og töluverður fjöldi hermanna klæðist nú borg- aralegum fötum, talar með irsk- um hreim og stundar njósnir. Upplýsingar frá þessum neð- anjarðarsveitum hafa leitt til handtöku fjölmargra grunaðra hryðjuverkamanna. Allar upplýsingarnar eru geymdar i tölvu i miðstöð herstjórnarinnar. Þótt Robert Niarc hafi ekki vitað mikið um neðanjarðarstarf- semi, nema sina eigin, hefur hann getað gefið böðlum lýðveldishers- ins mikilvægar upplýsingar um aðferðir og þjálfun. Það mun koma I'ljós á næstu vikum hvort lýðveldishernum hefur tekist að plna út úr honum einhverjar þær upplýsingar sem að gagni mega koma við hryðjuverkastarfsem- ina. Tjöld, svefnpokar, tjalddýnur, vindsœngur og annar viðleguútbúnaður í miklu úrvali Póstsendum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.