Vísir - 18.08.1977, Síða 24

Vísir - 18.08.1977, Síða 24
VÍSIR 'ffftnft Lykillinn aó góðum bílakaupum - P. STEFÁNSSON HF. J , SIÐUMULA 33 SiMI 83W4_83105_J^| ÖLL ÖKUTÆKI SMÁOG STÓR P. STEFÁNSSON HF. HVERFISGÖTU103 SÍMI 26911 VERÐMÆTI LIFRARAFLA KROSSVÍKUR 2,4 MILLJ. 75 þúsund krónur í hlut hvers skipverja fyrir lifrina í stað þess að henda henni í sjóinn Niðurlagningarverk- smiðja Haralds Böðvars- sonar á Akranesi hætti nýlega að taka á móti lif- ur úr togurum til vinnslu. Var það gert vegna sölu- tregðu á erlendum mörk- uðum og vegna surnar- leyfa i verksmiðjunni að sögn útgerðaraðila togar- ans Krossvíkur sem hefur lagt upp lifur hjá verksmiðjunni. Það hafa verið tveir togarar sem lagt hafa upp lifur hjá Niðurlagningaverksmiðjunni, Krossvik og Haraldur Böðvars- son. Er hér einkum um að ræða þorsklifur, en einnig talsvert af ufsalifur. Á timabilinu frá febrúarbyrj- un til fyrsta ágúst á þessu ári hefur Krossvik lagt upp 53 tonn af lifur. Er verðmæti aflans um 2.4 milljónir króna en áður var lifrinni jafnan hent fyrir borð og verður það nú aftur gert þar til aðstæður hafa breyst. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar J. Halldórssonar, sem gerir skuttogarann Krossvik út, hafði hver skipverji i sinn hluf um 75 þúsund krónur fyrir lifrina eingöngu á fyrrgreindu timabili. Verðmætunum fyrir lifrina er skipt jafnt milli allra áhafnarmeðiima, og gætu þeir sem best farið i fri til Spánar fyrir þessa peninga, en fimmtán manns eru á togaranum. Að sögn Siguröar eru áhafn- armeðlimir mjög áhugasamir um þessa nýtingu hráefnisins, og það tefði þá alls ekki viö önn- ur störf um borð. öll lifrin er isuö og geymd i plastpokum. Um fimmtiu krónur hafa fengist fyrir lifrarkilóiö að undanförnu, og væru til dæmis sextiu og fimm togarar með svipaðan afla, þá væri það magn sem þeir veiddu það sama og ársafli eins togara. Skiptir þá ekki máli hvort metið er verö- mæti aflans eða magn. — AH Lousn? „Hvaö á að gera við úrganginn?" er tiskuspurning áttunda áratugsins. Og ennþá hefur henni ekki verið svarað að fullu. Sumir vilja grafa hann í jörðu. Aðrir vilja senda hann út í geiminn. Og enn aðrir vilja bara gleyma honum. Á myndinni hér fyrir ofan sést hnotskurnslausn á þessu heimsvandamáli: hvað á að gera við úrganginn? Nú, auðvitað leita að skiiti sem á stendur „inn". —HHH/Vísismynd: EGE. Er vöruverð reiknað út á röngum forsendum? Verð innfluttrar vöru miðast meðal annars við þau gjöld sem innf lytjandi þarf að greiða til að koma vörunni til landsins. Þegar allur kosnaður hefur verið lagður við innkaupsverð vörunnar er siðan reiknuð út álagning og söluskattur. Það verð sem þá fæst út er það verð sem neytandinn þarf endanlega að greiða fyrir vöruna. Alþýðublaðið skýrir frá þvi i morgun, að sum flutningafyrir- tæki, tií dæmis Eimskip, veiti stórum viðskiptavinum sinum oft 5% afslátt á þessum gjöldum, og komi útreikningur sliks afsláttar til framkvæmda i árslok. Þvi séu neytendur að greiða fyrir vöruna verð sem ekki sé rétt þegar öll spil hafi endanlega verið lögð á borðið. Verðútreikningur fari jafnan fram miðað við að fullt gjald sé greitt fyrir flutningana, og 5% afslátturinn sé ekki tekinn inn i dæmiö. Að sögn Georgs Ólafssonar, verðlagsstjóra, er mál þetta nú i athugun hjá Verðlagsnefnd, með sérstöku tilliti til Eimskips. Veröur þaö afgreitt frá nefndinni innan skamms. —AH „Kröfur okkar 4% lœgri en laun verkfrœðinga á stofum — segir Gunnar H. Gunnarsson í samninganefnd verkfrœðinga „Mér er ekki kunnugt um að Reykjavíkurborg hafi nokkurntíma áður beitt verkbanni, og því er verkbannið sem borgin hefur sett á þá meðlimi Stéttarfélags verkfræð- inga sem vinna hjá henni eða stofnunum hennar að minum dómi nokkuð sögulegur atburður," sagði Gunnar H. Gunnarsson er Vísir ræddi við hann í morgun, en hann er í samninganefnd stéttar- félagsins. „Þegar við fengum þetta verk- bann á okkur vorum við búnir að slaka svo á kröfum okkar, að þær eru nú 4% lægri en laun starfs- bræðra okkar á verkfræöistofum. í lok þriðja samningsfundar lýsti Albert Guðmundsson, formaður Launamálanefndar, þvi yfir, að ekkert þýddi að halda viðræðum áfram vegna þess að borgin mundi ekki bjóða meiri launa- hækkun en 7.5% að óbreyttum að- stæöum. Þessvegna boðuðum við punktverkfall hjá fjórum verk- fræöingum, og slik verkföll eru ekkert ný undir sólinni. Við höfð- um í og með i huga þegar við boðuöum það, aö verkfallið kæmi sem minnst niður á þjónustu við almenning.” „ út i hött aö miða viö laun í maímánuði. Kjarasamningur milli borgar- innar og stéttarfélagsins rann út 10. júli siðastliöinn. Gunnar sagöi, að þaö væri út i hött að miða við mailaun verkfræðinga, eins og borgaryfirvöld hefðu gert i til- kynningum til fjölmiöla, og væri það einungis gert til þess að fá sem hæsta prósentutölu á kröfur verkfræðinga. „Einnig vil ég árétta það, að ef farið yrði að kröfum okkar myndu meðallaun hækka um 20.7%, en ekki 23.3% eins og komið hefur fram.” Sagði hann. „Siðarnefnda talan gæti þó ef til vill átt við ef miöað er við vegin meöallaun, en það er allt annaö mál”. Verkfræðingar á stofum hafa nýlega undirritaö kjarasamning, og gildir hann til 1. febrúar á næsta ári. Að sögn Gunnars vilja verkfræöingar hjá borginni ekki undirrita samning sem gildi miklu lengur en það, og siöustu kröfur þeirra gera ráö fyrir samningstlma til 15. mars næst- komandi. „Við förum lika fram á 2.5% hækkun 1. desember næst- komandi, en verkfræðingar á stofum fá þá hækkun samkvæmt nýgeröum kjarasamningi þeirra.” —AHO KELDUHVERFI: Góðviðriskaflinn vel nýttur til heyskapar Eignatjónið í jarðskjálftunum hefur verið bœtt Heyskapur hefur geng- iö vel að undanförnu i Kelduhverfi í Norður- Þingeyjarsýslu. Eftir að veöur haföi verið frekar óhagstætt lengi framan af sumri, hef ur að undan- förnu verið mjög góð tíð og bændur nýtt þann tíma vel. Ferðamannastraumur er nú farinn aö minnka um norö-aust- urhluta landsins, en hann var mjög mikill framan af sumri. Eru staðir eins og Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur ávallt eftir- sóknarverðir i augum ferða- manna, og þangað koma flestir þeir er fara um þetta lands- svæði. Langt er nú siöan jaröskjálfta hefur orðið vart í Kelduhverfi, og eru ummerki þeirra óðum að hverfa. Vatnið sem myndaöist við landssig nálægt bæjunum Framnesi, Keldunesbæjum og Lindarbrekku er þó enn á sinum stað, og virðist ekki vera neitt fararsmið á þvi. Þaö eignatjón sem varð i jarðskjálftunum á sinum tima hefur nú verið bætt, og munu flestir bændur nokkuð ánægðir með sinn hlut. Skipuð var dóm- nefnd á sinum tima til að meta það eignatjón sem taliö var að orðið hefði, og gátu bændur kært úrskurö matsnefndarinnar ef þeir voru ekki ánægðir meö niðurstöðurnar. Var i þeim til - vikum farin samningaleiðin, og sem fyrr segir hefur nú verið lokið við að greiða þær bætur sem um var samið. — AH/VMJ, Axsrfirði

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.