Vísir - 28.11.1977, Síða 32

Vísir - 28.11.1977, Síða 32
 VlSIR Mánudagur 28. nóvember 1977 gffi.fi mxii Ssmumffíf/sÍHga/iappdrœllf 1JSIS Stí lilsjón ravp (á íœli) ad vevómœfi kv.ttttð þús, FRÁ fll^SE3 HLJÓMDEÍLD ,V. . < . % Hréffifi SO.des. Smáauglýsingamóttaka: virka daga kl. 9-22 Laugard. ki. 50-12 Sunnud. kJ. 18-22 sím nmn Dr. Gunnar Thoroddsen vill aukna gjaldtöku af varnarliðinu /# Getum ekki logt vegi af eigin rammleik Dr. Gunnar Thoroddsen „Viö getum ekki lagt varan- lega vegi af eigin rammleik”, sagöi dr. Gunnar Thoroddsen orkuráöherra í umræðum um varnarliöið á flokksráösfundi Sjálfstæöismanna á laugardag- inn. Ráöherrann sagöist vera á móti leigugreiöslum fyrir varn- araðstöðuna, en setti fram hug- myndir um aö varnarliöiö greiddi ýmis skattgjöld er það er nú undanþegið. Dr. Gunnar Thoroddsen sagði að ekki væri sjálfsagt, að staða varnarliðsins væri óumbreytan- leg. Nefndi ráðherrann sérstak- lega að leggja mætti toll á að- föng varnarliðsins og gera þvi skylt að greiða aðstöðugjald, söluskatt og bensingjaid. Þá taldi hann ekki óeðlilegt að stjórnvöld óskuðu þess að varn- arliðsmenn f engju greidd laun i islenskum krónum. Sagði hann, að núgildandi fyrirkomulag stuðlaði aö ólög- mætum viðskiptaháttum og smygli. Hann sagði að gjaldtlaki i þessu formi særði ekki sitt þjóðarstolt, enda væri aðeins verið að gera varnarliðsmenn jafnsetta tslendingum. Ráð- herrann gagnrýndi ennfremur einkaréttaraðstöðu tslenskra aðalverktaka til verklegra framkvæmda fyrir varnarliðið. bá taldi hann rétt aö varnarliðiö sæi um almannavarnir þvi að það ætti ekki aðeins að verja landið heldur lika fólkið. _ÞP Flokksráðsfundur Sjálfstœðisflokksins: Ekki verði stefnt á aukna skatt- heimtu né erlenda skuldasöfnun „Flokksráösfundurinn ætlast til þess af þingflokki Sjálfstæöis- flokksins að viö gerð fjárlaga verði jafnan viö það miðað aö setja rikisumsvifum þær skorður aö hvorki stefni á aukna skatt- heimtu né erlenda skuldasöfn- un.” Þctta segir i stjórnmálayfir- lýsingu flokksráösfundar Sjálf- stæöismanna, sem lauk siðastliö- inn laugardag. 1 yfirlýsingunni segir ennfrem- ur, að á undanförnum mánuðum hafi verðbólga aftur færst i auk- ana. Neysla hafi aukist og sparn- aður minnkað. Atvinnurekstur, sem gengið hafi vel, berjist nú i bökkum og hætta sé á að við- skiptahalli aukist og erlendar skuldir fari enn vaxandi. Þá segir i stjórnmálayfirlýs- ingunni, að gagnger breyting verðiað eiga sér stað i þessu efni. Nú og á næstu árum verði að láta viðureignina við verðbólguna sitja i fyrirrúmi fyrir öllum öðr- um markmiðum. Verði það ekki. gert, sé grundvelli efnahags landsins ógnað og virðing þjóðar- innar sé i hættu. Lögð er áhersla á samvinnu og samráð á milli launþega, vinnu- veitenda og stjórnvalda um þróun efnahags og lifskjara. Bent er á mikilvægi þess að nota stjórntæki eins og jöfnunarsjóð, gengi, vexti og verðtryggingu til þess að draga meir en áður úr áhrifum snöggra umskipta i aflabrögðum og erlendu verðlagi. Samhliða er bent á mikilvægi þess aö auka fjölbreytni atvinnulifsins. Þá er lögð áhersla á að dregið verði úr opinberum afskiptum og umsvif- um. — þp Eldur í Keflavík Eldur kom upp i ibúð i Keflavik i gærmorgun. Tókst fljótlega að ráða niðurlögum hans: Það var upp úr klukkan tfu sem tilkynnt var um eldinn. Kom hann upp i stofu i kjall- araibúð við Hringbraut. Kona i ibúðinni sem varð vör við eldinn fór út um glugga með litið barn sitt, en sem betur fer náði eldurinn ekki að breiðast út og var fljótlega slökktur. Skemmdir urðu af reyk og vatni. —EA Landsfundur Samtakanna um helgina: FISKIÞING SETT I MORGUN: Fiskverndun og frœðslumál efst á dagskrá „Nýting og verndun fiskistofna veröa ofarlega á dagskrá og einn- ig fræöslumál”, sagöí Már EIIs- son fiskimálastjóri viö VIsi i morgun, en Fiskiþing var sett I Reykjavik kl. 10 í morgun. Þingiö sækja fulltrúar sjó- manna, útvegsmanna, vinnslu- stöðva um allt land og einnig menn frá samtökum sjávarút- vegsins. bingið setti Már Elísson, en Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra flutti ræðu. Eftir hádegi hefst þingiö með skýrslu frá Má Elissyni. Helstu ‘málaflokkar á þinginu eru nýting og verndun fiskistofnanna eink- um með tilliti til betri nýtingar á litt veiddum fiskstofnum og mun Marteinn Friöriksson frá Sauðár- króki hafa framsögu um það mál. Þá verður rætt um fiskmat og er ætlunin að Tómas Þorvaldsson hafi framsögu um það. Ingólfur Arnáson íramkvæmdastjóri Ot- vegsmannafélags Suðurnesja, fjallar um afkomu sjávarútvegs- ins. Einnig verður rætt um örygg- ismál og siðast en ekki sist fræðslu- og skólamál. Auk þess liggur fyrir afgreiösla ýmissa mála er þingið þarf að taka ákvöröun um. Fiskiþingið er tengiliður milli sjávarútvegsins og Alþingis og starfar samkv. lögum þar um. Undir Fiskiþingið og Fiskifélag Isiands heyra Afla- tryggarsjóður, söfnun og úr- vinnsla tölulegra upplýsinga um sjávarútveg og afkomu fiski- skipastólsins. Einnig sér Fiskifé- lagið um útgáfu-og fræöslustörf. —KS Óvanalega mikil ölvun Óvanaleg mikil ölvun var á föstudagskvöldiö i Reykjavík samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar. Sömu sögu haföi iög- reglan i Keflavík að segja. Talsverðar annir voru hjá lögreglunni i Reykjavik þótt ekki hafi neitt alvarlegt gerst. En ölvunin þótti mikið undan- farin föstudagskvöld þareð langt er liðið á mánuðinn og út- borgunardagur ekki nýafstað- inn. 1 Keflavík voru miklar annir hjá lögreglunni alla helgina. Að sögn hennar var hefur þó verið rólegt um helgar að undanförnu þar- til nú. —EA Magnús Torfi Ólafsson formaöur Samtakanna ávarpar fuiltrúa á landsfundinum. Visismynd: JA Stefnt skal eindregið að alþingisframboðum Magnús Torfi Ólafsson var endurkjörinn formaður flokksins „Land sfundur Samtaka frjálslyndra ig vinstri manna samþykkir aö stefnt skuli ein- dregiö aö þvi aö Samtökin bjóöi fram I öllum kjördæmum lands- ins I Alþingiskosningunum I vor”, segir i áskorun sem sam- þykkt var á landsfundi Samtak- anna um helgina. 1 áskoruninni eru kjördæma- sambönd og önnur félagasam- tök flokksins í hinum ýmsu kjör- dæmum hvött til þess aö hefja undirbúning framboða sem fyrst. Jafnframt var samþykkt breyting á lögum flokksins sem veitir framkvæmdastjórn hans umboð til aö gangast fyrir framboðum i nafni flokksins i kjördæmum þar sem kjördæm- isráð vanrækir aö standa að sliku framboði. Landsfundurinn sem hófst á föstudagskvöld og stóö þar til siðdegis á sunnudag endurkaus Magnús Torfa Ólafsson, alþing- ismann, formann flokksins. Herdis ólafsdóttir, Akranesi var kjörin varaformaöur, Andrés Kristjánsson Kópavogi ritari og Kári Arnórsson Reykjavik, gjaldkeri. Þá voru 11 menn til viöbótar kjörnir I framkvæmdastjórn og skipað var i flokksstjóm. A landsfundinum var sam- þykkt ný stefnuskrá fyrir Sam- tökin, og segir þar meðal ann- ars, að meðan skipulagsbundn- um sameiningaráföngum vinstri fólks og flokka sé ekki náð, telji Samtökin nauðsynlegt að vinna að framgangi sameig- inlegra eða skyldra hugsjóna vinstri manna sem sjálfstæður stjómmálaflokkur eftir þeirri stefnuskrá. Landsfundurinn gerði ýmsar samþykktir um flokksmál m.a. um fjölgun starfsfólks vegna væntanlegrar þátttöku i sveitar- stjórn- og alþingiskosningum á næsta ári.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.