Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 3
3
VTSIK Mánudagur 5. desember 1977.
veröan þátt i aö setja svip á
kempuna.
Fundum okkar Páls bar fyrst
saman Uti i Flatey á Breiöafiröi
siöastliöiö sumar, en þar var
hann aö huga aö vargfugli. Hann
haföi komiö þangaö meö flóa-
bátnum Baldri meö jeppann sinn,
en i honum var allur hans búnaö-
ur, skotvopn, skrifborö fyrir
skýrskugerö og rúmbálkur. Bill-
inn er heimili Páls, þegar hann er
á flakki sinu um landiö og segist
hann kunna vel viö þetta flökku-
lif.
Páll á marga kunningja i Flat-
ey og undi sér þar nokkra daga
eftir aö hann haföi gengiö úr
skugga um að friðhelgum fugla-
tegundum þar stafaði ekki hætta
af svartbaki eöa öörum vargi.
Siðan brá hann sér upp á land þar
sem hann fór aö skjóta.
1 vetur er hann austur á Eski-
firði þar sem hann unir sér á
heimaslóöum við veiðar aðallega
á rjúpum, gæsum, hreindýrum og
selum. En milli þess gripur hann
i fiskvinnu — og þó einungis salt-
fiskverkun. Hann er talinn einn
besti flakarinn á staðnum.
Mjög góð skytta
Páll hefur náið samráö viö
Svein Einarsson veiðistjóra hjá
Búnaðarfélagi tslands i sambandi
við veiðina við varplönd bænda.
Sveinn sagöi mér að Páll Leifsson
væri mjög góð skytta, enda þyrfti
mikla hæfni til að skjóta svart-
bakinn sérstaklega þar sem hann
væri skotinn á flugi. Það væri lika
sérstaklega vel af honum látiö
þar sem hann heföi farið um.
Hann væri mjög áhugasamur og
hefði ekki látið sér nægja aö beita
skotvopnum gegn varginum viö
Breiðafjörð heldur hafi hann
fengið lánaða minkahunda hjá
Sveini veiðistjóra og farið meö þá
vestur þar sem hann hafi náð all-
mörgum minkunj.
Sveinn veiöistjóri sagöi að mjög
margir skytu svartbakinn viöa
um land enda væri lagt kapp á aö
útrýma honum en ósennilegt væri
að nokkur kæmist nálægt Páli
hvað fjölda áhrærði.
Á fimmta þúsund lágu i
fyrrasumar
Sveinn veiðistjóri sagöi, aö
mjög margir skytu svartbakinn
viöa um land enda væri lagt kapp
á að útrýma honum, en ósennilegt
væri að nokkur kæmist nálægt
Páli hvað fjölda áhrærði.
Þegar ég spjallaöi viö Pál á
dögunum spuröi ég hann meðal
annars hve marga fugla hann
hefði skotið siðastliðið sumar.
„Á þessu svæði sem ég var á
við Breiðafjörðinn og annars
staðar vestanlands skaut ég á um
það bil tveimur mánuðum um
3200 svartbaka, um 1000 hvit-
máva og um 120 hrafna yfirleitt i
námunda við varplönd”, sagði
Páll og bætti við: „Þetta var
fimmta sumarið sem ég var við
þetta og ég giska á að ég hafi
drepið milli tólf og þrettan þús-
und fugla á þessum árum”.
„Hvernig færðu greitt fyrir
þessa vinnu?”
„Einstakir bændur og hreppar
greiða fyrir eyðinguna sam-
kvæmt reikningi, en það getur oft
veriö þungt i vöfum aö innheimta
þóknunina. Það væri mun eðli-
legra að rikið borgaði þetta og
ætti þá endurkröfu á viðkomandi
landeigendur. Það eru nú i gildi
mjög gömul lög þar sem ákvörð-
uö eru verðlaun fyrir aö skjóta til
dæmis svartbak, en þau eru
hlægileg enda hafa þau ekki fylgt
verðlaginu. Mig minnir aö það
séu greiddar 24 krónur fyrir
hvern fugl. og er þá við það miðað
að maður skeri annan vænginn af
og sýni hann til þess að fá
greiðsluna. En slikt svarar ekki
kostnaði”.
Stórfé í skot og byssur
„Eru ekki skotin dýrari en svo,
að þessi greiðsla standi undir
kostnaði við þau?”
„Jú, jú, þau kosta stórfé. Ég er
yfirleitt með skot fyrir á annað
hundrað þúsund meö mér i einum
leiðangri.” Það eru i mörgum til-
Hér er Páll Leifsson kominn á vettvang með eina af sex byssum sem hann á
;• > •.
vikum æðarræktarbændur sem
óska eftir eyðingu og Æðarrækt-
arfélagið hefur hlaupið undir
bagga meö mér við kaup á skot-
færum”.
„En hvers vegna ertu með
svona margar byssur?”
„Þær henta ekki allar fyrir allt.
Það þýðir til dæmis ekki að nota
hreindýrariffil til þess að skjóta
gæs, til þess er hann allt of stór.
Þess vegna hef ég komið mér upp
þessu byssusafni sem ég hef meö-
ferðis. Það eru tvær haglabyssur
og fjórir rifflar”.
„Þessi skotvopn notarðu þá
jöfnum höndum allt árið?”
„Já nú er ég að eltast við
hreindýr, gæs og rjúpu og svo hef
ég verið að skjóta svolitið af sel
hér i nánd við Eskifjörð. Kópa-
kjötið fer til manneldis en selkjöt-
ið i beitu fyrir hákarla. Selurinn
fylgir mikið ufsa og grásleppu og
kemur inn á firði hér austanlands
i ætisleit að haustinu”.
Vestur á bóginn í vor
„Svo feröu aftur að ógna svart-
baknum þegar fer að vora við
Breiðafjörðinn?”
„Já, ég fer nú að ókyrrast
hérna á Eskifirði, þegar fer að
draga nær sumri og aö vanda
mun ég þá halda vestur á bóg-
inn”.
Þá geta menn séð Páli bregða
fyrir i byggðum Breiðafjaröar á
jeppanum eða á siglingu á bátn-
um milli eyjanna. Vel má vera að
einhver komi auga á hann niðri i
fjöru, þar sem hann er að hlaða
grjótbirgi til þess að liggja i tim-
unum saman meö byssurnar sin-
ar i felum fyrir vargfuglinum.
Vist er að ef æðarfuglinn viö
Breiöafjörð mætti mæla, myndi
hann lýsa þvi yfir að Páll Leifsson
væri þar kærkominn gestur og ef-
laust yrði hann kosinn heiðurs-
borgari æðarbyggðanna. Astæðan
væri meðal annars sú, að i Flatey
og viðar á þvi svæði sem Páll hef-
ur farið yfir, þar sem svartbakur
og hvitmávur ollu áður miklum
spjöllum, fyrirfinnast nú engir
slikir fuglar.
— ÓR
RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI
Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra fylgihluta,
svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússikubburog limgerðis-
klippur. Alla þessa fylgihluti má tengja við borvélina með einkar auðveld-
um hætti, svo nefndri SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernduð
uppfinning SKIL verksmiðjanna. Ekkert þarf að fikta með skrúfjárn eða
skiptilykla heldur er patrónan einfaldlega tekin af, vélinni stungið ítengi-
stykkið og snúið u.þ.b. fjórðung úr hring, eða þar til vélin smellur í
farið. Fátt er auðveldara, og tækið er tilbúið til notkunar.
Auk ofangreindra fylgihluta eru á boðstólum hjólsagar-
borð, láréttir og lóðréttir borstandar,
skrúfstykki, borar, vírburstar,
skrúfjárn og ýmislegt
fleira, sem eykur stór-
lega á notagildi SKIL
heimilisborvéla.
Komið og skoðið, hringið eða skrifið
eftir nánari upplýsingum og athugiö hvort
SKIL heimilisborvél og fylgihlutir eru ekki
hagnýt gjöf til heimilis ykkar eða vina ykkar.
ÞEIR SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI.VELJA Séffi.
Einkaumboö á Islandi lyrir SKIL rafmagnshandverkfæri: '
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
uraMwnimiMiMHn fliiiiiiiniiui lllllllffll luiiiiinnininiiiiiiiniuiffiilll