Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 5
vism Mánudagur 5. desember 1977.
5
stökkbrett in.
„Ég fór”, segir Jóhann en þá
var hann ósyndur. „Ég dreif
mig i að læra að synda hálftima
i hádeginu á föstudögum. Það
tók mig sex tima samtals að
læra að synda.” Og eftir að hann
tók prófið fór hann að synda á
hverjum degi og mætir nú i
sundlauginni klukkan sjö á
hverjum morgni.
„Ég get ekki lýst þeirri
breytingu sem varð á mér fljót-
lega. Þetta varð allt annað lif.
Eftir vikuna var ég farinn að
minnka við mig meðulin og var
alveg hættur að taka þau eftir
mánuð. Þá týndi ég saman
meðalaglösin þrjátiu talsins og
fleygði þeim i öskubilinn. Þess
má geta að Jóhann starfar við
sorphreinsun i Eyjum.
„Núna tek ég ekki einu sinni
magnyl” bætir hann við.
Styrkir sundlaugina
Jóhann ákvað fljótlega að
leggja peninga i það sem kæmi
sundlauginni og iþrótta-
miðstöðinni vel, i stað þess að
hann hafði áður eytt þeim i lyf.
„Éghétá sundlaugina ifyrra.
Ef ég fengi heilsu gæfi ég 60 þús-
und krónur sem ég svo gerði.”
Jóhann hefur gert fleira m.a.
keypt blóm i anddyri iþrótta-
miðstöðvarinnar, gefið myndir
af gömlu sundlauginni ogi sam-
Hinir heimsþekktu hönnuðir hjá Iittala eru sífellt að endur-
nýja úrvalið af Iittala glösum, diskum, könnum, karöfflum,
bökkum, vösum, og stjökum.
Nýjar vörur frá Iittala eru ávallt augnayndi. Komið, skoðið,
veljið vörur frá Iittala. Úrvalið hefur sjaldan verið fallegra.
HÚSGfiGflflVERSLUn
KRISTJfinS
SIGGEIRSSOnflR HF.
LAUGAVEG113. REYKJAVÍK. SÍMI 25870
Náði í meðalaskammtinn rétt eins
og ég tók bensín á bílinn"
segir Jóhann
Jónsson í Eyjum
núna, með tilkomu góðra tækja.
þeim betri á landinu, er mjög
eftirsótt af æfingafólki og
keppnisfólki. Sunddeild Ægis
var t.d. i æfingum i lauginni um
siðustu páska og pantaði með
ársfyrirvara 'aftur tima um
næstu páska.
íslandsmót i handbolta var i
fullum gangi i húsinu þegar
Visir var þar á ferðinni, en
iþróttamiðstöðin skiptist i súnd-
laug og iþróttahús og svo tengi-
byggingu, þar sem er ,
fundarsalur og aðslaða til þrek-
þjálfunar.
Þrekþjálfun ér mikið notuö og
liknarfélög i Eyjum hafa
ókeypis aðgang að fundarsaln-
um, enda söfnuðu þau ásamt al-
menningi 14 milljónum til
iþróttamiðstöðvarinnar.
Músik er um allt hús og menn
geta brugðið sér i gufubað ef
þeir vilja. t sumar stendur til að
koma fyrir heitu keri og sól-
baðsaðstöðu i garðinum við hús-
ið. Það er þvi óhætt að segja að
iþróttamiðstöðin bjóði upp á allt
til alls.
ianna
Fleygði meðulunum
sem fór oð syndo
og gat fleygt
meðulunum eftir
30 óra notkun
Vestmannaeyingurinn
Jóhann Jónasson þurfti á
heilum ósköpum af lyf j-
um að halda í þrjátíu ár.
Sumarleyfum sínum
eyddi hann á sjúkrahús-
um og í f yrsta sinn síðast-
liðið sumar gat hann eytt
því eins og flestir aðrir.
Þá hafði hann fleygt öll-
um pillum og meðulum
sem hann átti og var
orðinn heill heilsu.
Hverju er þetta að
þakka? Sund á hverjum
degi í sundlauginni í Eyj-
um.
„Þetta er allt annað lff”, segir
sem á sundlauginniog sundinu alltað þakka. Ljósm. :G.S.
Á spítulum í sumarfrium
„Ég yki ekki þegar ég segi að
ég hafi þurft að taka lyf i 30 ár.
Tuttugu og fimm til þrjátlu
tegundir við alls kyns kvillum
•sem hrjáðú mig. Það voru þó
aðaliega taugarnar sem voru
slæmar. Þetta var hreinlega að
gera út af við mig”, sagði Jó-
hann þegar Visismenn litu við
hjá honum i Eyjum.
„Ég var alltaf meira og
minna á sjúkrahúsum. Ég
notaði sumarleyfin til að leggj-
ast inn, alveg þar til i sumar. Þá
eyddi ég leyfinu eins og heil-
brigt fólk gerir. Og þar til 10.
nóvember fyrir ári fór ég og
náði i meðalaskammtinn minn
rétt eins og ég tók bensín á bil-
inn.”
„Þann dag sá ég að eitthvað
varð að gerast. Ég tók mig til og
hringid i Vigni framkvæmda-
stjóra iþróttamiðstöðvarinnar
og lagði það fyrir hann hvað ég
ætti að gera. Hann sagði mér
bara að koma og synda og
fleygja meðulunum”.
bandi við firmakeppni i sund-
lauginni gaf hann stóran far-
andbikar og tvo minni til eignar.
Þegar ár er liðið frá þvi hann
tók sundprófið eða i mars ætlar
hann enn að gefa eitthvað fyrir
sundlaugina sem hann hefur
ekki enn ákveðið hvað verður.
Jóhann segist áður hafa eytt
mörgum þúsundum i meðul á
mánuði og segist þvi ekki sjá
eftir peningunum i sundlaugina.
„Og ég hætti ekki að styrkja
hana”, tekur hann fram.
Hann hefur lika verið svolitið i
lyftingum i iþróttamiðstöðinni
og kveðst hiklaust hvetja fólk að
stunda iþróttir. „Það eru allt of
fáir sem notfæra sér þetta. Og
sund er gott og heilsusamlegt
fyrir fólk sem á við heilsubrest
að striða hvort sem það er eitt-
hvað líkamlegt eða andlegt.”
—EA
GÓD GJÖF
SAMEINAR NYTSEMI
na EEfiiiDn