Vísir - 05.12.1977, Blaðsíða 15
vism Mánudagur 5. descmber 1977.
15
„Tengdapabbi
gaf mér
gamla Kodak
belgvél sem
gaman var
að strjúka"
— rœtt við Hilmar Helgason
sem safnar gömlum mynda-
vélum og ó nú um 300 stykki
Myndavélasöfnun til-
heyrir ekki hefðbundn-
um söfnunarástriðum
sem fá útrás i söfnun
frimerkja eða spila.
Okkur er ekki kunnugt
um nema einn mann
hérlendis sem safnar
myndavélum og það er
Hilmar Helgason.
„Þetta byrjaði með þvi að
tengdafaðir minn gaf mér
gamla Kodak belgvél. Ekki var
hægt að fá filmur i hana, en ég
hafði gaman af aö strjúka hana
og siöan eignaðist ég aðra
gamla vél”, segir Hilmar er út-
sendarar Visis heimsóttu hann
kvöld eitt fyrir skömmu.
Það var svo fyrir liðlega einu
ári sem söfnunarástriðan greip
Hilmar heljartökum og nú á
hann um 300 myndavélar.
Raunar má segja að lif hans
snúist að miklu leyti um mynda-
vélar og ljósmyndavörur, þvi
hann rekur umfangsmikinn inn-
flutning og sölu á þvi sviði.
Frá sögulegu sjónar-
miði
,,Ég hef reynt aö stunda þessa
söfnun með söguleg sjónarmið I
huga. Safna myndavélum sem á
einhvern hátt hafa markað
Amerisk stereoscope
myndavél með þremur
linsum.
Hilmar sýnir blaðamanni kassavél Blöndals
timamót i heimi ljósmyndunar.
Til dæmis á ég hér fyrstu Agfa
kassamyndavélina” segir
Hilmar og sýnir okkur fornfá-
legan grip.
Nokkur saga er á bak við
þessa fyrstu kassavél og fram-
leiðslu hennar. Hitler var við
völd þegar myndavélin kom á
markað og sýndist honum meö
réttu að hér færi kjörgripur
mikill. Foringinn taldi þörf á aö
landslýður allur eignaðist slikan
grip svo festa mætti framfarir
Þýskalands á filmu af öllum
borgurum landsins.
Adolf skipaði Agfa verksmiðj-
hrlð var öll skiptimynt uppurin I
landinu og komin I geymslur
myndavélasala. Við svo b'úið
mátti ©kki -standa og þá var
myndavélaskyldunni aflétt af
þýsku þjóðinni.
Myndavél Blöndals
Elsta timamótavélin I safni
Hilmars er myndavél Björns
Blöndals póstmeistara og er hún
frá þvi um 1870 — 80.
„Þetta er fyrsta kassamynda-
vélin fyrir almenning meö spólu
Hilmar ræddi af tilfinningu
um þessar gömlu myndavélar.
Tók þær ofan af hillum og
klappaði þeim varlega um leiö
og hann lýsti þeim fyrir okkur.
Þarna var fyrsta gerðin af 35
mm myndavél, Lica, sem fyrst
varð til að koma með þessa
spólustærð.
Enn er til gamalt fólk sem
biður um „eina Licu” þegar þaö
ætlar að kaupa 35 mm filmu.
„Þessi vél frá Lica er enn hin
dæmigerða myndavél. Hún hef-
í 1
L' f J
hnM„ 1
mi wM-
Hluti af safninu.
unum að framleiða myndavél
þessa dag og nótt og enginn
mætti láta hjá liða að kaupa
slika vél. Hitler lét ríkið borga
verksmiðjunum en siðan áttu
verslanir að selja myndavél-
arnar með vægri útborgun og
lágum afborgunum á mánuði.
Myndavélarnar kostuðu um
fjögur mörk og var 1 mark
greitt út en slðan nam afborgun
um 25 pfenningum á mánuði.
Þegar þetta hafði gengið um
I staðinn fyrir plötu. Myndavél-
in er frönsk enda má segja að
þar hafi vagga ljósmyndunar
staöið og ljósmyndin hafi fæðst
þar”, sagði Hilmar og hampaði
svörtum kassa með litlu opi.
Það er ljósopið og mátti auka og
draga úr birtumagni inn á film-
una með þvi að færa til skífu, en
engar hraðastillingar var hægt
að framkvæma. Myndavél þessi
þótti mikiö tæki og merkilegt á
bernskuskeiði ljósmyndunar.
ur að geyma merkustu uppfinn-
inguna I gerð myndavéla”, og
Hilmar lagöi vélina varlega aft-
ur á sinn staö.
Bjargað frá glötun
Nokkrir tugir myndavéla I
safni Hilmars standa á þar til
gerðum rekkum er festir eru á
vegg i herbergi I kjallara heima
hjá safnaranum. Sumar eru
stórar og aörar litlar, sumar eru
með belg en aðrar bara kassi.
ViðtaU Sœmundur
Guðvinsson
Myndir: Jón Einar
Guðjónsson
Hilmar réttir mér eina og seg-
ir mér að horfa I hana. Þaö sjá-
ist bara vel hvað myndramminn
tekur.
Ég rýni I rispaö glerið og sé
ekkert nema þoku en þori ekki
annað en dásama myndramm-
ann þvi hér er um að ræða einn
af dýrgripum safnarans, fyrsta
35 mm Liva vélin, númer 9.725
frá verksmiðjunum. Hraði frá
1/20 — 1/500.
„Hér er kominn vísir að
myndavélasafni og auk þessara
véla sem þú sérö á ég yfir 200 til
viöbótar. Safninu þarf að finna
stað I framtiöinni. Með þessari
söfnun er ég ekki aðeins aö fá
útrás fyrir söfnunarástriðu
heldur einnig og ekki siður að
bjarga sögulegum verðmætum
frá glötun”, sagði Hilmar
Helgason.
„Ég á um 40 merki eða teg-
undir, þar a'f um 20 sem enginn
veit haus né sporö á lengur.
Framleiðslu þeirra myndavéla
hefur verið hætt, fyrirtækin far-
ið á hausinn eða verksmiöjur
jafnaðar viö jörðu i stórstriöum
aldarinnar.”
Skiptiverslun
Þótt Hilmar sé kunnur at-
orkumaöur á mörgum sviðum
þá er þaö meö óllkindum aö ein-
um manni takist að koma upp
sliku safni á skömmum tima.
Hvernig hefur hann komist yfir
allar þessar myndavélar?
„Ég hef boöið fólki að koma
með gamlar myndavélar sem
það hefur undir höndum og fá
nýja Instamatic myndavél með
flassi I staðinn. Þá vél fær fólk
fyrir aöeins fjögur þúsund krón-
ur en ég tek við gömlu vélinni og
það jafnvel þótt ég eigi margar
eins fyrir. Inn á milii hafa kom-
ið gamlar myndavélar sem eru
mikils virði fyrir safnið”.
Auk þessa hafa margir komið
með gamlar myndavélar eöa
sent til Hilmars án þess að vilja
nýja I staðinn.
„Margir vilja koma gömlum
myndavélum i varðveislu þegar
þær finnast I kössum eða skáp-
um og vita að I samstæðu safni
geta þessir gripir verið mikils
virði. Erlendis eru viða til mjög
fullkomin myndavélasöfn og ég
ætla að halda áfram minni söfn-
un svo lengi sem einhver von er
um að bæta safniö.
Ég veit ekki til þess að aörir
safni þessum hlutum, en mér
hefur tekist að ná nokkuð góðum
árangri. Hins vegar virðist ekk-
ert vera lengur til af gömlum
áhöldum sem notuð voru viö
framköllun og stækkun. Ég hef
mikið leitaö en án árangurs. Jú,
auðvitað eru margir hissa á aö
ég skuli vera að safna þessu, en
ég geng þó laus ennþá”, sagði
Hilmar og kimdi.
— SG
Fyrsta 35 mm mynda-
vélin var frá Lica.
*